Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ É g verð löggilt gamalmenni á þessu ári og þar sem íþrótta- sambandið er nú einu sinni æskulýðssamtök, þá er ekki víst, að það fari vel á því að einhver ellismellur standi í brúnni,“ segir hann, þegar ég spyr af hverju hann hafi látið af forsetastarfi ÍSÍ fyrr á árinu segjandi sem svo: Það er ekki að sjá, að Elli kerling sé komin með hælkrók á þig! „Ég er búinn að vera í stjórnarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna í 45 ár, nú síðast forseti ÍSÍ í fimmtán ár og mér fannst einfaldlega kominn tími á mig. Ég fann ég var farinn að endurtaka mig og eldmóðurinn, sem þarf að vera í þessu, var eitthvað farinn að kulna. Forystustarfi fylgja átök og til þeirra þarf alltaf maður að koma í manns stað. Því fannst mér rétt að gefa þá yfirlýsingu á íþróttasambandsþingi fyrir tveimur árum, að ég myndi ekki leita eftir end- urkjöri nú. Menn hafa virt þessa ákvörðun mína og viðskilnaðurinn er í fullri sátt á báða bóga.“ – Ertu maður mikilla ákvarðana? Ég vísa til; í Sjálfstæðisflokkinn – úr Sjálfstæðisflokknum, í pólitík – úr pólitík – og í pólitík aftur, í blaða- mennsku – úr blaðamennsku, í íþróttir og nú úr starfi fyrir íþróttahreyfinguna. „Þetta hljómar kannski eitthvað tvístígandi! En svona er ég, þrífst á áskorunum. Kannski í takt við hjartað í mér. Lífið felst í ákvörðunum og ég sé ekki eftir neinni þeirra. Ég nenni því ekki!“ – En hefur fengið að heyra það? „Auðvitað hefur mér verið nuddað upp úr því að ég væri að taka vitlausar ákvarðanir. Þeir sem umgangast mig mest vita að ég er skap- hitamaður. Það þýðir ekki að ég sé alltaf reiður, heldur er ég mikil tilfinningavera og upptendraður af augnablikinu. Ég vil líta á þetta sem hugdirfsku, þótt einhverjir tali um fífldirfsku. Minn Akkilesarhæll er kannski sá, að í hvert skipti sem ég tek ákvörðun taka menn mark á mér!“ Vildi ekki sitja á varamannabekk „Kannski voru sætaskiptin á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ’79 mín um- deildasta ákvörðun. Á þessum tíma var ég formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og að flokkn- um steðjuðu ýms vandamál. Það voru tvö sér- framboð í gangi; Jón Sólnes fyrir norðan og Eggert Haukdal fyrir sunnan, formaðurinn stóð ekkert alltof vel og það var órói í mínu kjördæmi; Reykjavík. Verkalýðshreyfing flokksins taldi hlut sinn í prófkjöri flokksins rýran og hótaði að fara í sérframboð þess vegna. Þetta leiddi til þess að í samtali við for- mann flokksins, Geir Hallgrímsson, sagðist ég reiðubúinn til þess að skipta um sæti og færa mig neðar á listann. Ég get sagt það nú, að ég reiknaði alls ekki með því að menn myndu þiggja þetta! En tveimur dögum síðar var hringt í mig og mér tjáð að menn tækju þessu tilboði mínu. Og þá varð auðvitað ekki aftur snúið. Ég stóð upp úr sjötta sætinu, sem var öruggt þingsæti, fyrir Pétri Sigurðssyni og settist sjálfur í það áttunda. Í prófkjöri fjórum árum síðar fékk ég glæsi- lega kosningu í fjórða sætið í Reykjavík, en uppgötvaði svo að í pólitíkinni er enginn annars bróðir í leik.“ – Hvað áttu við? „Þingflokkurinn kaus menn til ráðherra- starfa og forystu þingflokksins, en ég komst hvergi í náðina, heldur var ég settur í biðröðina án þess að vita, hvað margir væru á undan mér. Þá fannst mér ég einfaldlega hafa annað og betra að gera með líf mitt en vera endalaust óráðin vonarstjarna.“ – Það hefur ekki átt við knattspyrnumann- inn að sitja á varamannabekknum? „Nei. Það hefur aldrei verið minn stíll né mitt hlutverk. Ég tók mér bara frí frá þingstörfum, sat reyndar eitthvað á þingi en hafði misst allan áhuga á pólitíkinni!“ – Kalinn á hjarta þaðan slappstu? „Ég erfi þetta ekki við nokkurn mann. Því miður loðir það við pólitíkina að ota sínum tota og hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig. Ég get engum kennt um hvernig fór, nema sjálfum mér. Og ég vil taka fram, að viðskilnaðurinn við Sjálfstæðisflokkinn á sér enga skýringu í þess- ari atburðarás. Þar kom annað til og miklu seinna. Þetta var bara orðið gott fyrst hlutirnir æxl- uðust svona. Og ég var reynslunni ríkari. Ég hafði tekið þátt í stúdentapólitíkinni, verið for- maður stúdentaráðs og ég var formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Svo fór ég ung- ur inn á þing og hafði gaman af þessu lengst af. Ég á enn marga góða vini frá þessum tíma.“ Skiptir um flokk en ekki félag – Að skipta um stjórnmálaflokk. Er það ekki eins og að ganga úr KR? Nú lítur Ellert á mig furðu lostinn eins og spurningin sé honum fullkomin fjarstæða. „Nei, biddu fyrir þér, það hefur aldrei hvarflað að mér að skipta um félag! Að bindast íþróttafélagi er háð tilfinningu en þú aðhyllist stjórnmálaflokk vegna skoðana. Á þessu er mikill munur. Ég hef skipt um flokk. Einhverjir hafa hent gaman að mér fyrir að vera kominn í flokk með kommunum. Og úr einum hópi, sem hafði haldið saman frá yngri árum, var ég gerður útlægur. Að öðru leyti hafa menn virt þessa ákvörðun mína. En ég efast um að nokkur myndi virða það við mig að ganga úr KR. Sjálfum finnst mér það óhugs- andi. Ég er KR-ingur í hjarta mínu!“ – En af hverju fórstu úr Sjálfstæð- isflokknum yfir í Samfylkinguna? „Ég óx frá honum. Svo hef ég vonandi þrosk- ast eitthvað!“ – En Sjálfstæðisflokkurinn ekki? „Jú. En ég hef aldrei gengið með pólitískt steinbarn í maganum. Satt að segja held ég að fáir séu jafn einlægir og góðir sjálfstæðismenn og ég, ef við notum það orð í þess víðustu merkingu. Ég ann frelsi, ég ann sjálfstæði einstaklingsins og virði sjálfs- bjargarviðleitnina og einkaframtakið. En leiðir mínar og Sjálfstæðisflokksins skildi, þegar mér fannst minn gamli og góði flokkur vera farinn að gæta sérhagsmuna um of; einblína of mikið á gildi markaðarins og auðhyggjunnar. Í mínum augum er frelsi ein- staklingsins miklu meira en það eitt að efnast og auðgast. Frelsi snýst um lífsgæði, jöfnuð og ábyrgð gagnvart öðrum. Ekki sérgæzku og sérhagsmuni. Framsal kvótans og allt frjáls- hyggjutalið réðu úrslitum. Svo er það kannski líka þetta að ég hafi verið jafnaðarmaður alla tíð á þeim forsendum sem ég nefndi áðan og er bara einfaldlega kominn út úr skápnum! Nú er atvinnufrelsið í höfn og peningafrelsið og kalda stríðinu er lokið. Þeir sem starfa í stjórnmálum um þessar mundir eiga fyrst og Morgunblaðið/Ásdís Ellert B. Schram: Svona er ég, þrífst á áskorunum. Kannski í takt við hjartað í mér. Ég hefði aldrei orðið níutilfimm-maður Löngum var ég læknir minn, lög- fræðingur, prestur, kvað Kletta- fjallaskáldið. Ellert Björgvinssyni Schram leizt hvorki á guðfræði né læknisfræði, fór í lögfræðina, en er kunnari að störfum sínum í íþrótt- um, pólitík og blaðamennsku. Frey- steinn Jóhannsson ræddi við hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.