Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þetta orð, sem hér stend-ur fyrir ofan, hefir einnafegursta þýðingu af öll-um íslenskum orðum, séþað ekki misbrúkað, og röng meining lögð í það. Engin til- finning er helgari en vináttutilfinn- ingin sé hún sönn og hrein, laus við fals og fláræði, enda verður hún það ef hún hefir þolað þá eldraun er alt þarfnast með, er fullkomnun á að ná. Orðið kærleikur er alment talið þýðingarmeira, en svo er ekki, er það mjög hið sama, því ekki er hægt að bera kærleik til þess, sem ekki er vinur, né vera vinur þess, sem ekki er jafnframt borinn kærleiki til. Um kærleika millil karls og konu má það segja, að hann er vinátta, blönduð þeim tilfinningum er náttúra beggja framkallar eftir þeim lögum er al- staðar ríkja, þar sem viðhald og áframhald lífsins er. Í trúar- brögðum er talað um kærleika, en þar er hann heldur ekki annað en vinátta, og sá ber best traust til guðs síns er skoðar hann sem vin sinn, þann er í raun reynist, og trú- ir honum fyrir og talar um við hann alt það er liggur á hjarta, sem vinur við vin. Helgust, sönnust og tryggust er vináttan jafnaðarlega milli hjóna þeirra er lifa saman á þann hátt, að þau taka tillit hvort til annars, í hverju sem er, létta ávallt byrðarnar hvort fyrir öðru, og njóta sameiginlega þeirrar gleði og ánægju er lífið veitir. Sú sam- vinna skapar þá sönnu vináttu, er alt þolir og aldrei breytist, hafi hún slegið föstum rótum, og sú vinátta skyldi hvert heimili prýða, og vera fyrirmynd allra þeirra er til þekkja, og mikil áhrif getur hún haft á alla er henni kynnast. Vinátta milli óskyldra og ótengdra manna getur einnig verið föst og einlæg. Eru mörg dæmi þess alt frá elstu tímum, er lifað hafa með þjóðunum, og verið skráð af sagnariturum. Skína þau sem stjörnur í gegnum þokuhjúp þann er jafnaðarlega aðskilur menn svo hver gengur sína götu, oft blind- andi, oftar af því að hann ekki vill verða öðrum samferða. Ættu þó allir að geta skilið, að því fastara band sem bindur einstaklingana saman, því tryggari heild mynda þeir, og til þess bendir öll þjóð- félagsskipun er þekkist. Eru það þó oftar lög og siðvenjur en ein- lægur vilji manna er heldur þjóð- um og kynflokkum saman, þó eðl- isskyldleiki ráði miklu. Fáir munu þeir vera sem ekki kalla einhvern vin sinn, en þó enn færri sem eiga ábyggilega tryggan vin, þann er í öllu má treysta. Margir eru líka þannig gjörðir, að þeir eru upp- blásnir af sjálfsáliti, og þola ekki að þeim sé sagt í alvöru frá göllum þeirra, en sá er vinur er til vamms segir, og einlægur vinur dregur ekki dul á álit sitt. Þeir sem svo eru gjörðir sem að framan er lýst, geta aldrei búist við að hafa aðra að vin- um en þá er flátt tala, og mæla sem aðrir vilja, en það er engin vinátta, og ósæmileg misbrúkun svo fagurs hugtaks og orðs að kalla það vin- áttu. Það er eftirtektarvert, og um leið sorglegt, að vita til þess að sá málsháttur skuli vera sannur, er hljóðar svo: úti er vináttan, þá ölið er af könnunni, en því miður er það svo. Kemur þar í ljós hin hóflausa eigingirni mannanna er flykkjast sem flugur að hræi að þeim er hærra eru settir að auð og völdum til þess að njóta góðs af, en hrökkva á brott sem rottur, er yf- irgefa sökkvandi skip, þegar breyting verður á til hins verra fyrir þeim er þeir kölluðu vini sína. Þær manneskjur eru til, sem heita hvor annari órjúfandi vináttu til dauðadægurs, og kveða við svardaga, en verða verstu hat- endur vegna lítilfjörlegra ástæða, oft ekki annara en að einn af þeim fölsku, með rangnefninu vinur, ber ósannar spillandi sögur á milli. Þau heit og sú vinátta er einskis virði, og það fólk, einskis metandi, sem hvarflar frá og til eftir því sem stórmenska, trúgirni, illgirni og vitskortur hrekur það, í það og það skiftið. Það er stundum sagt um menn, að þeir séu vinir vina sinna. Það eru þeir, sem eru fastir fyrir, hlýða ekki hvers manns röddu, hafa ekki eyru fyrir alt, og reyna hvern mann til þrautar áður en þeir binda vináttu við hann. Þeir menn sem svo eru, eru kjarni þjóðar sinnar, staðfastir og hreinir í lund, hlaupa ekki eftir hverju spángóli sem gjallar um nágrennið. Svo ættu allir að vera. Það kynferði eigum við Íslendingar í ættum okkar. Svo voru okkar forfeður, en smátt og smátt hefir þjóðin tekið breytingum og á löngu tímabili að- eins til hins verra, svo hörgull var á góðum mönnum, og enn þarf mjög að grafa til gullsins. Flysjungs- háttur og fordild ásamt drambi, þó oft af engu, spillir nú mjög mönn- um, og meðan svo er, komast hreinar, göfugar og góðar tilfinn- ingar ekki til valda í mannanna hjörtum, en þær þurfa að vera ríkjandi ef vinátta á að vera trygg og varanleg milli manna. Þið sem lesið þessar línur, leitið hjá ykkur, hversu marga sanna vini þið eigið, og hversu margra sannir vinir þið eruð. Athugið lífið í kringum ykkur, og sjáið hvernig mennirnir breyta hver við annan, þeir, sem kalla hvor annan vin. Virðið fyrir ykkur, hvort ekki muni þörf á breytingu til bóta að því er snertir hreinskilni í tali og öllu dagfari og hvort ekki flýtur nokkur sori með, þar sem þó orðin virðast sæt sem hunang. Íhugið hvað orðið vinur þýðir, og kastið ekki perlum fyrir svín með því að kalla óverð- uga vini ykkar, jafnframt og þið ekki skuluð hræsna vináttu fyrir öðrum, svo framarlega sem þið viljið hafa góða samvisku. Vinátta sigurdur.aegisson@kirkjan.is Þau eru mörg gullkornin sem líta má í fölnuðum pappír horfins tíma. Sigurður Ægisson rakst á eftir- farandi pistil frá árinu 1917, en veit ekki hver ritaði. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Í ÞESSU bréfi langar mig að deila með ykkur ótrúlegri lífsreynslu minni á Pizza Hut, Smáralind. Ég kom þarna inn og bað um að fá að setjast við borð frammi í garðinum, hringborð. Ég tók eftir því að það voru engin hnífapör eða servéttur á borðinu. Þetta er veit- ingastaður með sætavísu og maður borgar nú örugglega fyrir það. Daman setti matseðlana á borðið og hélt ég að hún myndi koma með hnífapör og servéttur þegar hún kæmi með drykkina. Ég og börnin mín tvö ákváðum að fá okkur tvær barnapizzur, eina með pepperoni og hina margarita og svala að drekka, appelsínu og epla, og ég ætlaði að fá mér litla pizzu með pepperoni og vatnsglas. Þegar daman kom og tók pönt- unina gerði hún það án blaðs og tek ég fram að mikill hávaði var í Vetrargarðinum þegar það átti sér stað. Það var einhver kraftakeppni í gangi. Þegar pöntunin kom vant- aði eina barnapizzuna, margarit- una og sagði ég það við manninn sem kom með pizzurnar. Hann sagði að það stæði ekki á miðanum að ég hefði pantað þrjár pizzur, en hann gæti reddað annarri á svona 7 til 8 mínútum. En ég afþakkaði það. Ekki kom hann heldur með hnífapör eða servéttur. Það fór í taugarnar á mér að það skildi vanta og fór ég sjálfur og náði í hnífapör, en fann ekki servéttur. Og ekki sást mikið í starfsfólkið, samt var staðurinn hér um bil tómur. Ég fór því aftur af stað og gekk inn í sal og sá þar allt starfs- fólkið á bak við einhvern bar að tala saman. Þegar ég er að ganga að því hreyti ég út úr mér: „Þetta er lé- leg þjónusta hérna, hvað á þetta eiginlega að þýða?“ Þá kemur sami maðurinn og kom með pizzurnar til mín og seg- ir: „Hvað meinaru?“ Ég spyr: „Er þetta ekki Pizza Hut?“ Afgr.m.: „Jú.“ Ég: „Það vantar allt á borðið hjá mér engin hnífapör eða serv- éttur, þetta er nú meiri stað- urinn.“ Ég sagði orð sem ekki eru prenthæf. Ég geng síðan til míns borðs. Aldrei kom neinn að tala við mig, til að athuga hvað væri að og reyna að ná sátt í málinu. Síðan fer ég og borga eftir mat- inn. Þar segi ég: „Hingað kem ég sko aldrei aftur.“ Afgreiðslumaður svarar: „Það er gott.“ Ég: „Þjónustan hérna er fyrir neðan allar hellur.“ Afgr.m.: „Einmitt.“ Ég: „Ef þú þykist vera einhver yfirmaður hér þá ertu ekki að standa þig.“ Afgr.m.: „Þakka þér fyrir.“ Ég kvitta, hendi frá mér penn- anum og kvittun á borðið og labba út. Alveg yfir mig bit á framkomu þessa manns. En það var ekki bú- ið. Segir þá fyrrgreindur af- greiðslumaður: „Komdu svo aldrei aftur. Láttu ekki sjá þig við viljum þig ekki hingað. Ef þú vilt fara með þetta hærra þá gjörðu svo vel.“ Mér aldrei blöskrað jafnmikið á ævinni og ég hreinlega skil ekki hvernig það er hægt að hafa svona fólk í vinnu. Það er alveg á hreinu að ég fer aldrei á Pizza Hut hér á Íslandi. ARNÓR INGI RÚNUSON, Ástúni 2, Kópavogi. Aldrei aftur Pizza Hut! Frá Arnóri Inga Rúnusyni FYRIR síðustu jól var fjallað um umferðina í Speglinum í nokkrum þáttum. Ég fagna þeirri umræðu sem fylgdi í kjölfarið. Ég er þeirr- ar skoðunar að hækka eigi bílpróf- saldurinn upp í 18 ár og myndi vilja að það yrði skoðað nánar. Unglingar verða ekki sjálfráða og fjárráða fyrr en 18 ára og mega ekki kaupa áfengi fyrr en 20 ára. Finnst mér því eðlilegt að þeir séu orðnir a.m.k. 18 ára áður en þeir fá ökuréttindi, sem er dauðans al- vara, en ekki bara bílaleikur eða sjálfsagður hlutur. Er það svo nauðsynlegt að þau byrji ökukennslu aðeins 16 ára? Fórnin er of mikil og fórnarlömbin of mörg. Hvert ár, og hvert mannslíf, er svo mikils virði. Ung- lingar þroskast mikið á einu ári. Það er staðreynd að ökumenn á þessum aldri valda mörgum um- ferðarslysum, þó þeim hafi fækkað. Oft les maður í blöðunum um hraðakstur unglinga stuttu eftir bílpróf. Einnig yrði það til þess að minnka alla þessa bílamergð og umferð sem er orðin of mikil. Er hún svona nauðsynleg? Venjum börn og unglinga á að nota al- menningssamgöngur. Bætum enn betur strætisvagnaferðirnar fyrir þá, sem þurfa helst á þeim að halda og fargjaldið helst frítt eins og í Reykjanesbæ. Foreldrar segj- ast ekki þora að senda börnin sín gangandi í skólann vegna mikillar umferðar en eins og kom fram í útvarpinu er þetta vítahringur sem foreldrar skapa sjálfir, með því að skutla þeim í skólann. Svo skapast annað vandamál, sem er hreyfingarleysi og offita barna. Göngum og hreyfum okkur meira, notum bílinn aðeins ef brýn nauðsyn krefur. Þá sláum við margar flugur í einu höggi, stund- um líkamsrækt, minnkum mengun og umferð. Svo þurfa allir sem komnir eru með ökuréttindi að aga sjálfan sig og fara eftir öllum um- ferðarreglum. Íslendingar eru orðnir svo agalausir og kærulausir. Það telst t.d. til undantekninga ef fólk gefur stefnuljós. Fólk virðir ekki hraðatakmark- anir og fer jafnvel yfir á rauðu ljósi. Ég mælti með því á sínum tíma að farsímanotkun við keyrslu yrði bönnuð. Fagna ég því að það er komið í lög. Þessi símtöl eru varla svo lífsnauðsynleg að þau geti ekki beðið smástund. Maður sér á aksturslagi fólks ef það er að tala í símann við keyrslu og ein- beiting þess minnkar. Það er stað- reynd, að notkun farsíma við keyrslu á þátt í mörgum slysum. Lögreglan þarf að vera meira sýni- leg og fylgja lögunum betur eftir. Svo þurfa allir að sýna gott for- dæmi og tillitssemi í umferðinni, ekki síst ökukennarar og foreldrar ökunema. Það er ótrúlegt hve margir leggja í stæði fyrir fatlaða, ætla bara að skjótast í eina mínútu (eða tvær), eru að afferma, eða eru bara að bíða eftir einhverjum. Ef allir hugsa svona eru þessi stæði aldrei laus fyrir þá sem þess þurfa. Sýnum hreyfihömluðu fólki meiri virðingu og tillitssemi. Þökkum fyrir að við skulum ekki þurfa að nota þessi stæði. ÞÓRA ANDRÉSDÓTTIR, Ingólfsstræti 21 a, Reykjavík. Hækkum bílprófsaldurinn upp í 18 ár Frá Þóru Andrésdóttur HUGVEKJA ÁRIÐ 1906 lögðu nokkrir Reykvík- ingar í púkk, tilgangurinn var sá að kaupa notaðan togara frá Englandi. Einn mannanna fór út, engan fann hann togarann, aftur á móti flak af skipi sem misst hafði skipstjórann í fyrstu ferð á Íslandsmið. Flakið fékkst uppgert fyrir hálft verð og kom til Reykjavíkur í marz 1907. Togarinn fékk auðvitað nafnið Marz. Um þetta framtak var stofn- að Útgerðarfélagið Ísland og höf- uðpaur í því var Hjalti Jónsson skipstjóri oft kenndur við Eldey en þangað sótti hann hluta af stofn- fénu. Fljótlega voru keyptir fleiri tog- arar sem auðvitað hétu mán- aðarnöfnum. Fljótlega varð for- ráðamönnum félagsins ljóst að ýmislegt vantaði til að hægt væri að stunda stórskipaútgerð frá Reykja- vík. Í kringum Íslandsfélagið urðu svo til önnur fyrirtæki sem þjónuðu þessum vaxandi útvegi sem gufu- skipaútgerðin var. Eitt þessara fyr- irtækja var h.f. Kol og Salt. Eins og nafnið segir verslaði félagið með kol og salt, hvortveggja voru mikilvæg hráefni þessarar nýju atvinnugrein- ar. Fyrstu tuttugu ár togaraútgerð- ar í Reykjavík var kolunum mokað með handafli, hver togari brenndi u.þ.b. 10 tonnum af kolum á sólar- hring svo að það hafa verið 200 tonn sem þurfti að tvímoka fyrir tog- araflotann. Það hafa því verið hátt í hundrað menn sem áttu allt sit und- ir þessum mokstri. Árið 1927 kaupir h.f. Kol og Salt kolakrana frá Pól- landi, kraninn var rafdrifinn og fékk orku frá Elliðaárvirkjuninni. Kran- inn var settur upp á lóðinni þar sem nú stendur Faxaskáli sem á að víkja fyrir tónlistarhúsi. Verkamenn mót- mæltu þessu og sögðust missa vinnu við mokstur. Það sem þeim yfirsást var að nú var það orka Elliðaánna sem mokaði, þeirra orka gat nýst til annarra verka eins og að byggja yf- ir sig hús. Fljótlega eftir að kola- kraninn kom var byrjað að byggja verkamannabústaði í vesturbænum. Unnu við það álíka margir og höfðu verið í kolamokstrinum. Fyrr- nefndur Hjalti sat nú í bæjarstjórn þar sem hann flutti tillögu um það hvort ekki mætti leggja inn raf- magn í verkamannabústaðina til „rafmagnssuðu“ í tilraunaskyni. Var það gert og rafmagnseldavélin var komin til sögunnar. Kranann var hægt að keyra á járnbrautarspori langsum eftir viðlegukantinum. Einu sinni þegar flytja átti kranann til í norðaustan roki dró hann ekki móti veðrinu og varð að stöðva vinnu. Svo þegar vinna hófst á ný fauk kraninn eftir sporinu þó allar bremsur væru á og fauk stýrishús skipsins sem hann var að moka úr. Varð af þessu nokkuð tjón. Þarna í kolaportinu var svo byggt stein- steypt salthús. Svo mikið var af járnum í steypunni að ekki var hægt að brjóta húsið niður, varð því að fá sérstök steinsteypu logskurðartæki frá útlöndum til að búta húsið niður. Nú á að brjóta niður Faxaskála til að rýma fyrir tónlistarhúsi. Það skrýtna við þetta nýja skipulag við höfnina er að umferðin á að fylgja gömlu fjörulínunni vestur á Granda. Heppilegasta lausnin er að fram- lengja Sæbrautina yfir höfnina og tengja hana Ánanaustum. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, 105 Reykjavík. Kolakraninn Frá Gesti Gunnarssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.