Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 72
72 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þegar alheimslögmálið „rusl inn og rusl út“ er haft í huga er ekki úr vegi að skreppa í bókabúð og birgja sig upp af einhverju jákvæðu og styrkjandi. Fé- lagsskapurinn hefur líka sitt að segja með hugarfarið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn í dag gefur nautinu ástæðu til að trúa að maðurinn sé góður eftir allt. Einhver sem gerði á hluta þinn á eftir að biðja þig afsökunar. Ástvinur lætur þér líða vel og miskunnsamur Samverji dúkkar upp. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Himintunglin leggjast á eitt við að styrkja sjálfsmynd tvíburans. Ein leið til þess er að neita einhverjum sem í hreinskilni er mjög erfitt að neita. Hin leiðin er að segja já við einhverju sem þú hefur aldrei spáð í áður. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Viðurkenndu það, einhver sem þú ert alltaf að þrasa við er syndsamlega að- laðandi. Kannski ættuð þið að fara á stefnumót frekar en að rífast? Skapandi vinna gengur best ef maður er með fé- laga, þó ekki væri bara nema til að kenna um ef illa tekst til. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þjálfaðu hugann. Ef þú gætir þess að halda þér vakandi munu ást og auðæfi falla þér í skaut. Dæmi um heilaleikfimi er létt spjall við klára en eilítið lúðalega persónu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan er umkringd kraftmiklum egó- istum í dag. Gættu þess að sýna rausn- arskap og hafðu trú á getu þinni og stöðu. Börn þurfa sérstaklega á því að halda að vita að framlag þeirra sé mikils metið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú byrjar að syngja í rigningunni, einu sinni enn. Maður þarf ekki nema ögn af hinni frægu léttúð vogarinnar til að breyta einhverju óþægilegu í eitthvað framúrskarandi jákvætt. Einhver sem þú þekkir á ekki eftir að gleyma þessum degi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Stjörnurnar styrkja lögmálið um and- legt hlutleysi. Ef maður bindur sig of fast við niðurstöðuna sem maður þráir, hindrar maður eitthvað annað betra í að eiga sér stað. Losaðu tökin. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Stjörnuveðurfarið hefur að geyma lit, atburðarás og drama. Tilfinningar þínar hafa verið opinberaðar. Öðrum gefst kostur á því að bregðast við og tekst um leið að koma á óvart. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin heiðrar skuldbindingar sín- ar, þó að þær flokkist hugsanlega undir „hvað var ég að hugsa“ tegundina. Styrkleiki þinn er öðrum gott fordæmi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hinn eilífi logi í hjartanu (þessi sem lifir handan við tímatakmörk tilverunnar) brennur til að tjá sig. Ekki bíða eftir hinum fullkomna vettvangi. Lífið er núna! Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn laðast að einhverju, líklega einhverjum skínandi og nýjum, án þess þó að tapa sér. Vertu sterkur, ekki eins og mölfluga sem tekur stefnuna á ljósa- peru. Stjörnuspá Holiday Mathis Fullt tungl í bogmanni er eins og ferðahandbók sem kynnir fyrir manni ný hug- tök, veraldlega þekkingu og spennandi fróðleiksmola jafnóðum. Nema, stað- urinn heillandi sem þú ert að spá í gæti allt eins verið í þínum eigin bakgarði. Þetta er bara spurning um viðhorf. Á fullu tungli í bogmanni má búast við því að sjóndeildarhringurinn víkki. Með- taktu það sem þú upplifir. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 steintegund, 4 daunillum, 7 kúpt, 8 hramms, 9 tæki, 11 lund, 13 klettanef, 14 ásýnd, 15 stutta leið, 17 ókleifur, 20 skel, 22 kindar, 23 jurtin, 24 gleðin, 25 kræfa. Lóðrétt | 1 hrips, 2 aul- ana, 3 pest, 4 drukkin, 5 duglausi maðurinn, 6 skordýrs, 10 döpur, 12 strit, 13 arinn, 15 sker- andi, 16 gjafmild, 18 bjálfa, 19 rás, 20 eyði- mörk, 21 krafts. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 borubrött, 8 lubbi, 9 tefla, 10 not, 11 tíðin, 13 asann, 15 hjals, 18 sprek, 21 ket, 22 fagur, 23 atlot, 24 sniðganga. Lóðrétt: 2 ofboð, 3 urinn, 4 rotta, 5 tefja, 6 hlýt, 7 kaun, 12 ill, 14 sóp, 15 hófs, 16 angan, 17 skráð, 18 stara, 19 ró- leg, 20 kæta. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Ferðaklúbbur eldri borgara verður með ferð á Vestfirði 30. júní til 6 júlí. Nokkur sæti laus, allir eldri borgarar velkomnir. Upplýsingar í síma 892 3011. GA-fundir | Ef spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstandendur er hægt að fá hjálp í síma: 698 3888 Myndlist 101 gallery | Steinunn Þórarinsdóttir sýnir til 22. júlí. Anima gallerí | Erla Þórarinsdóttir, Dældir og duldir. Til 25. júní. Árbæjarsafn | Margrét O. Leópoldsdóttir sýnir íslenskar lækningajurtir á línlöberum í Listmunahorni Árbæjarsafns. Bókasafn Seltjarnarness | Jón Axel Eg- ilsson sýnir vatnslitamyndir til 16. júní. Byggðasafn Garðskaga | Bergljót S. Sveinsdóttir sýnir vatnslitamyndir til 14. júní. Café Karólína | Sunna Sigfríðardóttir. Myndirnar eru af blómum og allar unnar með bleki á pappír. Til 30. júní. Energia | Sandra María Sigurðardóttir – Málverkasýningin moments stendur yfir. Viðfangsefni sýningarinnar er manneskjan. Til 30. júní. Gallerí Fold | Málverkasýning Braga Ás- geirssonar í Baksalnum og báðum hlið- arsölum Gallerís Foldar við Rauðarárstíg. Sýningin er sett upp í tilefni af 75 ára af- mæli listamansins. Til 11. júní. Gerðuberg | Guðjón Stefán Kristinsson – Sagnir og seiðmenn. Á sýningunni er að finna verk úr rekaviði og vegghleðslu úr grjóti og gleri. Ketill Larsen – Andblær frá öðrum heimi. Ketill sýnir ævintýraleg landslagsmálverk. Jón Ólafsson – Kvunn- dagsfólk. Portrettmyndir málaðar með ak- rýllitum. Sjá www.gerduberg.is Til 30. júní. Grafíksafn Íslands | Ragnheiður Jóns- dóttir, f. 1933, Tanja Halla Önnudóttir, f. 1987 og Ragnheiður Þorgrímsdóttir, f. 1987. Ljósmyndir og grafíkverk. Opið fim.– sun. frá kl. 14–18 til 18. júní. Hafnarborg | Sýning á ljósmyndum og mál- verkum norska listmálarans og ljósmynd- arans Patriks Huse til 3. júlí. Myndhöggvarar eru kynntir sérstaklega í Hafnarborg í samstarfi við Myndhöggv- arafélagið í Reykjavík. Einn félagsmaður sýnir þá verk á sérstöku sýningarrými í anddyri safnsins. Sólveig sýnir eitt skúlp- túrverk unnið í Marmara Rosso Verona. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadóttir sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Sýningin er í samvinnu við Listasafn Háskóla Íslands. Til 26. ágúst. Hrafnista Hafnarfirði | Eiríkur Smith, list- málari, sýnir í Menningarsal til 12. júní. Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýning- unni er einstakt úrval næfistaverka í eigu hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og Jóns Hákons Magnússonar. Meðal lista- manna má nefna Ísleif Konráðsson, Þórð frá Dagverðará, Stórval og Kötu sauma- konu. Til 31. júlí. Hönnunarsafn Íslands | Sýningin 3x3 er þriðja samsýning leirlistakvennanna Guð- nýjar Magnúsdóttur, Koggu og Kristínar Garðarsdóttur. Öll verk á sýningunni eru ný og unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu. Til 18. júní. Ís-café | Bjarney Sighvatsdóttir sýnir teikningar frá tveimur námskeiðum árin 1953 og 1998. Sýningartími óákveðinn. Kaffi Sólon | Opnun sýningar á íslenskum verkum danska listamannsins Kristians von Hornsleths: Við eigum meiri peninga en guð á Kaffi Sólon kl. 15. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. Kling og Bang gallerí | Sýning Hannesar Lárussonar Ubu Roi meets Humpty Dumpty (in Iceland) í Kling & Bang gallerí. Í kjallara sýnir Helgi Þórsson stærðarinnar innsetningu. Opið fim.–sun. frá kl. 14–18 og lýkur þeim 11. júní. Lista- og menningarverstöðin Hólmaröst | Málverkasýning Elfars Guðna. Opið frá kl. 14–18 alla daga til 11. júní. Listasafn ASÍ | ASÍ – Fraktal – Grill – Sunnudaginn 11. júní milli kl. 15–17 taka lista- mennirnir Huginn Þór Arason og Unnar Örn J. Auðarson á móti gestum og ræða um verk sín. Aðgangur að Listasafni ASÍ er ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag- lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafn Íslands | Sýning á verkum Birgis Andréssonar og Steingríms Eyfjörð til 25. júní. Ókeypis aðgangur. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits- sýning á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Unnið í samstarfi við Nátt- úrufræðistofu Kópavogs. Safnbúð og kaffi- stofa. Til 3. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning á listaverkum sem voru valin vegna úthlut- unar listaverka– verðlaunanna Carnegie Art Award árið 2006. Sýningin end- urspeglar brot af því helsta í norrænni samtímalist en meðal sýnenda eru fjórir ís- lenskir listamenn, meðal annars listmál- arinn Eggert Pétursson sem hlaut önnur verðlaun þetta árið. Til 20. ágúst. Erro – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabilum í list Errós, þær nýjustu frá síð- astliðnu ári. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portrettum Sig- urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánudaga 14–17. Kaffistofan opin á sama tíma. Sumartónleikar hefjast 11. júlí. Listasalur Mosfellsbæjar | Þórdís Alda Sigurðardóttir sýnir lágmyndir sem gerðar eru m.a. úr járni og textíl. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar. Til 24. júní. Pakkhúsið í Ólafsvík | Hugrenningar – Mál- verkasýning Sesselju Tómasdóttur mynd- listarmanns til 17. júlí. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum í Evrópu; Karin Sander & Ceal Floyer, sýna nýleg verk sín í bland við eldri, sem eru í eigu Safns. Sýningin er opin mið.–fös. kl. 14–18 og lau.–sun. kl. 14–17. Aðgangur er ókeypis. Saltfisksetur Íslands | Í Saltfisksetrinu stendur yfir sýning í máli og myndum um fiskveiðar Portúgala á norðurslóðum. Sýn- ingin kemur frá Ílhavo vinabæ Grindavíkur og segir frá fiskveiðum Portúgala frá árinu 1500 til dagsins í dag. Þetta er bæði skemmtileg og fræðandi sýning sem vert er að sjá. Til 10. júlí. Suðsuðvestur | Þórunn Hjartardóttir límir í Suðsuðvestri. Sýningin stendur til 18 júní. Opið fim. og föst. kl. 16 til 18 og um helgar frá kl. 14 til 17. 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.