Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 72
72 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þegar alheimslögmálið „rusl inn og rusl
út“ er haft í huga er ekki úr vegi að
skreppa í bókabúð og birgja sig upp af
einhverju jákvæðu og styrkjandi. Fé-
lagsskapurinn hefur líka sitt að segja
með hugarfarið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Dagurinn í dag gefur nautinu ástæðu til
að trúa að maðurinn sé góður eftir allt.
Einhver sem gerði á hluta þinn á eftir
að biðja þig afsökunar. Ástvinur lætur
þér líða vel og miskunnsamur Samverji
dúkkar upp.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Himintunglin leggjast á eitt við að
styrkja sjálfsmynd tvíburans. Ein leið
til þess er að neita einhverjum sem í
hreinskilni er mjög erfitt að neita. Hin
leiðin er að segja já við einhverju sem
þú hefur aldrei spáð í áður.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Viðurkenndu það, einhver sem þú ert
alltaf að þrasa við er syndsamlega að-
laðandi. Kannski ættuð þið að fara á
stefnumót frekar en að rífast? Skapandi
vinna gengur best ef maður er með fé-
laga, þó ekki væri bara nema til að
kenna um ef illa tekst til.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þjálfaðu hugann. Ef þú gætir þess að
halda þér vakandi munu ást og auðæfi
falla þér í skaut. Dæmi um heilaleikfimi
er létt spjall við klára en eilítið lúðalega
persónu.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan er umkringd kraftmiklum egó-
istum í dag. Gættu þess að sýna rausn-
arskap og hafðu trú á getu þinni og
stöðu. Börn þurfa sérstaklega á því að
halda að vita að framlag þeirra sé mikils
metið.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú byrjar að syngja í rigningunni, einu
sinni enn. Maður þarf ekki nema ögn af
hinni frægu léttúð vogarinnar til að
breyta einhverju óþægilegu í eitthvað
framúrskarandi jákvætt. Einhver sem
þú þekkir á ekki eftir að gleyma þessum
degi.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Stjörnurnar styrkja lögmálið um and-
legt hlutleysi. Ef maður bindur sig of
fast við niðurstöðuna sem maður þráir,
hindrar maður eitthvað annað betra í að
eiga sér stað. Losaðu tökin.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Stjörnuveðurfarið hefur að geyma lit,
atburðarás og drama. Tilfinningar þínar
hafa verið opinberaðar. Öðrum gefst
kostur á því að bregðast við og tekst um
leið að koma á óvart.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin heiðrar skuldbindingar sín-
ar, þó að þær flokkist hugsanlega undir
„hvað var ég að hugsa“ tegundina.
Styrkleiki þinn er öðrum gott fordæmi.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Hinn eilífi logi í hjartanu (þessi sem lifir
handan við tímatakmörk tilverunnar)
brennur til að tjá sig. Ekki bíða eftir
hinum fullkomna vettvangi. Lífið er
núna!
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn laðast að einhverju, líklega
einhverjum skínandi og nýjum, án þess
þó að tapa sér. Vertu sterkur, ekki eins
og mölfluga sem tekur stefnuna á ljósa-
peru.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Fullt tungl í bogmanni er
eins og ferðahandbók sem
kynnir fyrir manni ný hug-
tök, veraldlega þekkingu og spennandi
fróðleiksmola jafnóðum. Nema, stað-
urinn heillandi sem þú ert að spá í gæti
allt eins verið í þínum eigin bakgarði.
Þetta er bara spurning um viðhorf. Á
fullu tungli í bogmanni má búast við því
að sjóndeildarhringurinn víkki. Með-
taktu það sem þú upplifir.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 steintegund, 4
daunillum, 7 kúpt, 8
hramms, 9 tæki, 11 lund,
13 klettanef, 14 ásýnd, 15
stutta leið, 17 ókleifur, 20
skel, 22 kindar, 23 jurtin,
24 gleðin, 25 kræfa.
Lóðrétt | 1 hrips, 2 aul-
ana, 3 pest, 4 drukkin, 5
duglausi maðurinn, 6
skordýrs, 10 döpur, 12
strit, 13 arinn, 15 sker-
andi, 16 gjafmild, 18
bjálfa, 19 rás, 20 eyði-
mörk, 21 krafts.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 borubrött, 8 lubbi, 9 tefla, 10 not, 11 tíðin, 13
asann, 15 hjals, 18 sprek, 21 ket, 22 fagur, 23 atlot, 24
sniðganga.
Lóðrétt: 2 ofboð, 3 urinn, 4 rotta, 5 tefja, 6 hlýt, 7 kaun,
12 ill, 14 sóp, 15 hófs, 16 angan, 17 skráð, 18 stara, 19 ró-
leg, 20 kæta.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Fréttir og tilkynningar
Ferðaklúbbur eldri borgara | Ferðaklúbbur
eldri borgara verður með ferð á Vestfirði
30. júní til 6 júlí. Nokkur sæti laus, allir eldri
borgarar velkomnir. Upplýsingar í síma
892 3011.
GA-fundir | Ef spilafíkn að hrjá þig eða þína
aðstandendur er hægt að fá hjálp í síma:
698 3888
Myndlist
101 gallery | Steinunn Þórarinsdóttir sýnir
til 22. júlí.
Anima gallerí | Erla Þórarinsdóttir, Dældir
og duldir. Til 25. júní.
Árbæjarsafn | Margrét O. Leópoldsdóttir
sýnir íslenskar lækningajurtir á línlöberum í
Listmunahorni Árbæjarsafns.
Bókasafn Seltjarnarness | Jón Axel Eg-
ilsson sýnir vatnslitamyndir til 16. júní.
Byggðasafn Garðskaga | Bergljót S.
Sveinsdóttir sýnir vatnslitamyndir til 14.
júní.
Café Karólína | Sunna Sigfríðardóttir.
Myndirnar eru af blómum og allar unnar
með bleki á pappír. Til 30. júní.
Energia | Sandra María Sigurðardóttir –
Málverkasýningin moments stendur yfir.
Viðfangsefni sýningarinnar er manneskjan.
Til 30. júní.
Gallerí Fold | Málverkasýning Braga Ás-
geirssonar í Baksalnum og báðum hlið-
arsölum Gallerís Foldar við Rauðarárstíg.
Sýningin er sett upp í tilefni af 75 ára af-
mæli listamansins. Til 11. júní.
Gerðuberg | Guðjón Stefán Kristinsson –
Sagnir og seiðmenn. Á sýningunni er að
finna verk úr rekaviði og vegghleðslu úr
grjóti og gleri. Ketill Larsen – Andblær frá
öðrum heimi. Ketill sýnir ævintýraleg
landslagsmálverk. Jón Ólafsson – Kvunn-
dagsfólk. Portrettmyndir málaðar með ak-
rýllitum. Sjá www.gerduberg.is Til 30. júní.
Grafíksafn Íslands | Ragnheiður Jóns-
dóttir, f. 1933, Tanja Halla Önnudóttir, f.
1987 og Ragnheiður Þorgrímsdóttir, f.
1987. Ljósmyndir og grafíkverk. Opið fim.–
sun. frá kl. 14–18 til 18. júní.
Hafnarborg | Sýning á ljósmyndum og mál-
verkum norska listmálarans og ljósmynd-
arans Patriks Huse til 3. júlí.
Myndhöggvarar eru kynntir sérstaklega í
Hafnarborg í samstarfi við Myndhöggv-
arafélagið í Reykjavík. Einn félagsmaður
sýnir þá verk á sérstöku sýningarrými í
anddyri safnsins. Sólveig sýnir eitt skúlp-
túrverk unnið í Marmara Rosso Verona.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadóttir
sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Sýningin er
í samvinnu við Listasafn Háskóla Íslands.
Til 26. ágúst.
Hrafnista Hafnarfirði | Eiríkur Smith, list-
málari, sýnir í Menningarsal til 12. júní.
Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í
borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýning-
unni er einstakt úrval næfistaverka í eigu
hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og
Jóns Hákons Magnússonar. Meðal lista-
manna má nefna Ísleif Konráðsson, Þórð
frá Dagverðará, Stórval og Kötu sauma-
konu. Til 31. júlí.
Hönnunarsafn Íslands | Sýningin 3x3 er
þriðja samsýning leirlistakvennanna Guð-
nýjar Magnúsdóttur, Koggu og Kristínar
Garðarsdóttur. Öll verk á sýningunni eru ný
og unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu.
Til 18. júní.
Ís-café | Bjarney Sighvatsdóttir sýnir
teikningar frá tveimur námskeiðum árin
1953 og 1998. Sýningartími óákveðinn.
Kaffi Sólon | Opnun sýningar á íslenskum
verkum danska listamannsins Kristians von
Hornsleths: Við eigum meiri peninga en
guð á Kaffi Sólon kl. 15.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til
6. okt.
Kling og Bang gallerí | Sýning Hannesar
Lárussonar Ubu Roi meets Humpty
Dumpty (in Iceland) í Kling & Bang gallerí. Í
kjallara sýnir Helgi Þórsson stærðarinnar
innsetningu. Opið fim.–sun. frá kl. 14–18 og
lýkur þeim 11. júní.
Lista- og menningarverstöðin Hólmaröst
| Málverkasýning Elfars Guðna. Opið frá kl.
14–18 alla daga til 11. júní.
Listasafn ASÍ | ASÍ – Fraktal – Grill –
Sunnudaginn 11. júní milli kl. 15–17 taka lista-
mennirnir Huginn Þór Arason og Unnar Örn
J. Auðarson á móti gestum og ræða um
verk sín. Aðgangur að Listasafni ASÍ er
ókeypis.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag-
lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg-
myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf
opinn.
Listasafn Íslands | Sýning á verkum Birgis
Andréssonar og Steingríms Eyfjörð til 25.
júní. Ókeypis aðgangur.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits-
sýning á verkum Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal. Unnið í samstarfi við Nátt-
úrufræðistofu Kópavogs. Safnbúð og kaffi-
stofa. Til 3. júlí.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir,
gifs, stein, brons og aðra málma – og
hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum
efnum. Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning
á listaverkum sem voru valin vegna úthlut-
unar listaverka– verðlaunanna Carnegie
Art Award árið 2006. Sýningin end-
urspeglar brot af því helsta í norrænni
samtímalist en meðal sýnenda eru fjórir ís-
lenskir listamenn, meðal annars listmál-
arinn Eggert Pétursson sem hlaut önnur
verðlaun þetta árið. Til 20. ágúst.
Erro – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum
tímabilum í list Errós, þær nýjustu frá síð-
astliðnu ári. Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er
upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar
Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar
sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns
Reykjavíkur. Til 3. des.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á
völdum skúlptúrum og portrettum Sig-
urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema
mánudaga 14–17. Kaffistofan opin á sama
tíma. Sumartónleikar hefjast 11. júlí.
Listasalur Mosfellsbæjar | Þórdís Alda
Sigurðardóttir sýnir lágmyndir sem gerðar
eru m.a. úr járni og textíl. Sýningin er opin á
afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar. Til
24. júní.
Pakkhúsið í Ólafsvík | Hugrenningar – Mál-
verkasýning Sesselju Tómasdóttur mynd-
listarmanns til 17. júlí. Reykjavíkurborg |
Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20
stöðum víða um borgina til 28. ágúst.
Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum í
Evrópu; Karin Sander & Ceal Floyer, sýna
nýleg verk sín í bland við eldri, sem eru í
eigu Safns. Sýningin er opin mið.–fös. kl.
14–18 og lau.–sun. kl. 14–17. Aðgangur er
ókeypis.
Saltfisksetur Íslands | Í Saltfisksetrinu
stendur yfir sýning í máli og myndum um
fiskveiðar Portúgala á norðurslóðum. Sýn-
ingin kemur frá Ílhavo vinabæ Grindavíkur
og segir frá fiskveiðum Portúgala frá árinu
1500 til dagsins í dag. Þetta er bæði
skemmtileg og fræðandi sýning sem vert
er að sjá. Til 10. júlí.
Suðsuðvestur | Þórunn Hjartardóttir límir í
Suðsuðvestri. Sýningin stendur til 18 júní.
Opið fim. og föst. kl. 16 til 18 og um helgar
frá kl. 14 til 17.