Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 77 EGILSHÖLL MÁNUDAGINN 12. JÚNÍ HLJÓMLEIKARNIR HEFJAST STUNDVÍSLEGA KL. 20.00 Veitingasala hefst í tjaldstæði við Egilshöll kl: 16.00 Roger Waters Dark Side Of The Moon MIÐAVERÐ: SVÆÐI A: KR. 8.900 + 540 KR miðagjald Svæði B Kr. 7.900 + 540 kr. miðagjald Miðasala á midi.is og í Skífuverslunum Laugavegi, Kringlunni og Smáralind. Eins í BT Akureyri og BT Selfossi uppsel t á svæ ði A Ka lli nn er á m or gu n! tónleikarnir eru á morgun svæði A 10.00 0 seld ir mið ar Nick Mason trommari Pink Floyd kemur HLJÓMSVEITIN Sleater-Kinney hefur um áraraðir verið leiðandi í bandarískri neðanjarðar-rokksenu, og hefur þar fyrir utan sérstöðu fyrir það að vera kvennasveit. Stúlkurnar Car- rie Brownstein og Corin Tucker spila á gítar og syngja og Janet Weiss spil- ar á trommur og syngur bakraddir. Bassaleikari er enginn, og eykur það mjög á séreinkenni sveitarinnar og þeirra eigin hljóm. Þær eru hressileg rokksveit, með grípandi melódíur og sönglínur án þess að missa nokkurn tímann hráleikann og nýbylgjuna sem þær standa fyrir. Þær gáfu út fyrstu plötu sína árið 1995, en eru nú að kynna sína sjöundu, The Woods, frá árinu 2005. Tónleikar Sleater-Kinney höfðu verið ákveðnir með miklum fyrirvara, og þær að koma beint frá Primavera- hátíðinni í Barcelona, en á laugardags- kvöldinu var ákveðið að færa loka- kvöld tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Tropík inn á Nasa. Sleater-Kinney var bætt á prógram hátíðarinnar, og þær settar fyrir aftan bandarísku sveitina ESG, en það kom því miður ekki nógu vel út. Þessar sveitir eru báðar frá- bærar og mjög eftirtektarverðar, en hljóðheimur ESG er harla ólíkur Slea- ter-Kinney, og hljómur hjá ESG þetta kvöld var mjög þéttur og þær að hvetja dansþyrsta áhorfendur til dáða. Bassinn í ESG er áberandi og trommuleikari framúrskarandi og sú sveit notast alls ekki við rifinn hljóm eða bjagaða gítara, og því var vægast sagt undarlegt að skella Sleater- Kinney þarna á eftir. Þær hefðu sómt sér mun betur á eftir Dr. Spock og á undan ESG, því þar hefðu tónleikar þeirra komið sem gott framhald af til- raunakenndu rokki Dr. Spock. Það fór því svo að eftir ESG voru margir áhorfendur mun fremur að bíða eftir að Trabant hæfi leik til að geta dansað svolítið meira en raunverulega að gefa Sleater-Kinney gaum. Þetta skilaði sér í því að ákveðinn kjarni áhorfenda sem stóð þétt upp við sviðið var í miklu stuði og í rífandi stemningu, en megnið af áhorfendum biðu sem illa gerðir hlutir eftir að Sleater-Kinney lyki sér af, og drap tímann með gsm-símum og mynda- vélum sínum. Þarna var greinilega um rangt ,,krád“ að ræða, og ef þeim 200 manns sem voru í alvörunni að lifa sig inn í tónleikana hefði verið smalað á Grand-rokk og Sleater-Kinney spilað þar fyrir fullu húsi, hefðu líklega allir skemmt sér betur, hljómsveitin með talin. Ég stóð því miður aftarlega og þótt ég sæi og heyrði vel var ég alls ekki að upplifa mig sem hluta af einhverjum skemmtilegum tónleikum, og fékk ekki á tilfinninguna að Sleater-Kinney væru að því heldur. Þær byrjuðu óþétt og alls ekki eins kraftmikið og maður hefur kynnst á diskum þeirra. Þær reyndu sitt besta til að rífa upp stemmninguna, en virkuðu ósann- færðar sjálfar. Söngurinn er full-lágur og vantar töluvert upp á að rödd njóti sín vel. Hljómurinn lagaðist þó heil- mikið eftir því sem leið á tónleikana, og í vissum lögum náðu þær að gleyma sér og komast á smá flug, en það var lágflug og þær lentu mjög fljótt aftur. Í raun og veru fannst mér eins og þær hefðu skynjað að áhorf- endur væru ekki komnir til að sjá þær þetta kvöldið, og þær því ákveðið að spila bara prógrammið sitt og fara. Þær töluðu lítið til áhorfenda, og týndu sér í löngum ,,djammköflum“ sem voru ekki nógu góðir til að halda athyglinni. Lögin runnu í gegn hvert af öðru, og sum voru hressilegri en önnur, og svo bara lognuðust tónleik- arnir eins og af sjálfu sér út af. Það er helst að trommuleikarinn hafi ein- hvern veginn náð að skila kraftmikl- um tónleikum, en hún spilar mikið með gólfpákur, og hrynjandi sveit- arinnar er því oft villimannslegur og ögn brjálaður. Söngkonur sveit- arinnar ollu vonbrigðum og voru alls ekki að gera það sem gera þarf til að góðir tónleikar séu góðir. Ég tek fram að ég hef mjög gaman af tónlist stúlknanna í Sleater-Kinney og hef hlustað svolítið á bæði eldri og nýrri diska hennar, en þessir tónleikar hafa eflaust ekki verið gott dæmi um kraft- inn sem í þeim býr. Það var reyndar mjög skiljanlegt, og mér dettur sjálfri ekki í hug nein rokkhljómsveit sem myndi sóma sér vel á eftir hinum vel öldnu dansvænu blökkudísum í ESG. Svo fór sem fór, og vona ég bara að Sleater-Kinney komi síðar og troðfylli Grand eða Gauk og haldi nýbylgju- partý ársins. Þetta kvöld var eyrna- merkt ESG. Á röngum tíma, í vitlausu húsi TÓNLIST Tónleikar Sleater-Kinney á Nasa sunnudagskvöldið 4. júní 2006. Tónleikar voru sameinaðir tónlistarhátíðinni Reykjavík Tropík. Sleater-Kinney  Morgunblaðið/Árni Torfason „Það fór því svo að eftir ESG voru margir áhorfendur mun fremur að bíða eftir að Trabant hæfi leik til að geta dansað svolítið meira en raunverulega að gefa Sleater-Kinney gaum,“ segir í dómi.Heiða Eiríksdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.