Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 41
Glaðvakandi
á Menningarnótt!
Vilt þú taka þátt í dagskránni?
Það verður skemmtilegt að vaka fram eftir og heimsækja miðborg Reykjavíkur
19. ágúst næstkomandi þegar Menningarnóttin verður í algleymingi í ellefta sinn.
Stjórn Menningarnætur hefur með höndum almenna samræmingu og kynningu
á þeim atriðum sem fram fara í menningarstofnunum, galleríum, á götum úti,
í kirkjum, bönkum, heimahúsum og víðar í miðborginni.
Við stefnum að því að gera Menningarnóttina að eftirminnilegustu hátíð ársins
og hvetjum listamenn og aðra skapandi einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki
til að taka þátt.
Hugmyndir eða upplýsingar um dagskráratriði skal senda fyrir 1. júlí
næstkomandi, á Höfuðborgarstofu, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík, merkt
Menningarnótt, eða rafrænt á sif.gunnarsdottir@reykjavik.is
Nánari upplýsingar veita Sif Gunnarsdóttir,
sif.gunnarsdottir@reykjavik.is, sími 590 1500
og Eva Rún Þorgeirsdóttir,
eva.run.thorgeirsdottir@reykjavik.is, sími 590 1500ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
BS
33
01
6
0
6/
20
06
Doktor í
menntunar-
fræðum
ANNA Kristín Sigurðardóttir
varði doktorsritgerð sína í mennt-
unarfræðum við Háskólann í Ex-
eter á Englandi,
21. mars sl. Rit-
gerðin ber heitið
„Studying and
Enhancing the
Professional
Learning Comm-
unity for School
Effectiveness in
Iceland“. Leið-
beinendur voru
David Reynolds og Robert Burden,
prófessorar við kennaramennt-
unardeild háskólans. Andmælendur
í vörninni voru Ray Bolam, prófess-
or í menntunarfræðum við háskól-
ann í Cardiff, og Janet Draper,
prófessor við Háskólann í Exeter.
Rannsóknin beindist að því að
skoða annars vegar tengsl lær-
dómsmenningar í grunnskóla og ár-
angurs skólans á samræmdum
prófum og hins vegar leiðir til að
styrkja lærdómsmenningu meðal
starfsmanna skóla.
Tekið var mið af fyrri rann-
sóknum um lærdómsfyrirtæki, um
þróun grunnskóla, árangursríka
skóla og um starfsþróun kennara.
Sterk lærdómsmenning var skil-
greind innan skóla þar sem starfs-
menn ígrunda eigið starf í samein-
ingu og vega og meta eigið verklag
með það að markmiði að bæta ár-
angur nemendanna. Til að meta ár-
angur skólans var spáð fyrir um út-
komu á samræmdum prófum í 10.
bekk með því að nota einkunnir í 4.
bekk og menntunarstig foreldra í
skólahverfinu. Síðan var spáin bor-
in saman við raunverulega útkomu.
Þannig var skóli sem hafði betri út-
komu en búist var við talinn sýna
góðan árangur. Rannsókninni var
skipt í tvo hluta og gagna aflað með
blönduðum aðferðum í þremur
grunnskólum í Reykjavík. Í fyrri
hluta voru skoðuð tengsl lærdóms-
menningar og árangurs með því að
bera saman lærdómsmenningu í
tveimur skólum með mismunandi
árangur. Síðari hluti var til-
raunasnið þar sem reynt var að
styrkja lærdómsmenningu í þriðja
skólanum og skoðuð áhrif á árang-
ur nemenda. Lærdómsmenning
meðal fagfólks í skólunum þremur
virtist almennt fremur veik sem
birtist m.a. í fáum tækifærum til að
miðla reynslu úr daglegu starfi og
til að skoða og ígrunda verklag með
gagnrýnum huga. Helstu nið-
urstöður benda þó til sterkra
tengsla milli árangurs skólans og
lærdómsmenningar meðal starfs-
manna sem gefur vísbendingar um
að vinna við að styrkja lærdóms-
menningu meðal starfsmanna skóla
komi nemendum hans til góða. Sú
vinna gæti m.a. falist í því að opna
starfshætti og auka samstarf og
sameiginlega ábyrgð kennara t.d.
með teymiskennslu.
Anna Kristín er fædd 5. ágúst
1957. Foreldrar hennar eru Sig-
urður M. Sólmundarson og Auður
Guðbrandsdóttir. Hún varð stúdent
frá Menntaskólanum að Laug-
arvatni 1977 og lauk B.Ed-gráðu
frá Kennaraháskóla Íslands árið
1981, BA-gráðu í sérkennslufræð-
um árið 1993 og M.Ed-gráðu árið
1996 frá sama skóla. Anna Kristín
er skrifstofustjóri grunnskólaskrif-
stofu á menntasviði Reykjavík-
urborgar. Hún er gift Þorvarði
Kára Ólafssyni tölvunarfræðingi og
eiga þau samtals 5 börn og eitt
barnabarn.
Nýir styrktar-
aðilar langhlaupa
UNDIRRITAÐUR hefur verið
styrktarsamningur milli Reykjavík-
urmaraþons, Asics og Cintamani.
Með honum verður íþróttavöru-
framleiðandinn Asics einn af stærstu
bakhjörlum Reykjavíkurmaraþons
og Cintamani-útivistarfatnaður
helsti bakhjarl Laugavegshlaupsins.
Asics og Cintamani verða einu
fyrirtækin á hvoru sviði fyrir sig
sem Reykjarvíkurmaraþon vinnur
með á samningstímanum en hann er
frá árinu 2006–2008. Asics og Cint-
amani styrkja Reykjavíkurmaraþon-
ið og Laugavegshlaupið með beinum
fjárframlögum ásamt því að leggja
til klæðnað á um 300 starfsmenn og
gjafabréf fyrir keppendur.
Á myndinni eru Skúli Björnsson,
framkvæmdastjóri Sportís, og Knút-
ur Óskarsson, formaður fulltrúaráðs
Reykjavíkurmaraþons Glitnis.
Egils Lite vinnur
gullverðlaun
ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson
hefur á stuttum tíma tvisvar unnið
gullverðlaun í alþjóðlegri keppni
bjórframleiðenda fyrir Egils Lite.
Nú síðast í belgísku Monde sel-
ection-keppninni sem haldin er ár-
lega. Þá vann Egils Lite nýlega gull-
verðlaun í World Beer Cup 2006,
heimsmeistarakeppni bjórframleið-
enda í flokki kolvetnissnauðra bjóra.
Guðmundur Mar Magnússon,
bruggmeistari Ölgerðarinnar, hefur
haft veg og vanda af þróun Egils
Lite. Við þróun bjórsins var allt
kapp lagt á að ná fram fyllingu í lit
og bragði en halda hitaeiningunum í
skefjum, segir í fréttatilkynningu.
Gaf þrjú GPS-tæki
NÝLEGA afhenti Guðmundur Bald-
ursson, umdæmisstjóri Kiwanis-
umdæmisins á Íslandi og Færeyjum,
Hjálparsveit skáta í Hveragerði þrjú
GPS-handtæki ásamt kortagrunni
og kortum frá Landmælingum Ís-
lands að gjöf. Gjöfin var afhent fyrir
hönd Kiwanisklúbbsins Skjálfanda á
Húsavík, sem hafði veg og vanda af
söfnuninni. Var gjöf þessi gefin til
styrktar hjálparsveitinni sem missti
húsnæði sitt og nánast allan búnað í
bruna sl. gamlárskvöld.
Fréttir
í tölvupósti
Í DÁNARFRÉTT um Báru Sigur-
jónsdóttur, fyrrverandi kaupkonu í
Reykjavík, í Morgunblaðinu í gær
var því miður farið rangt með nafn
föður Báru. Hið rétta er að faðir
Báru var Sigurjón Einarsson skip-
stjóri. Útför Báru fer fram fimmtu-
daginn 15. júní frá Hafnarfjarðar-
kirkju kl. 14.
LEIÐRÉTT
Rangt föðurnafn
SÍÐUSTU daga hefur verið mikið
um að vera við Mjóeyrarhöfn.
Á dögunum kom skip frá Fuji í
Japan með afriðla og spennubreyta
innanborðs sem nota á í kerskálum
Alcoa-Fjarðaáls. Einnig kom skipið
Happy Rover með loftstokka sem
notaðir verða í lofthreinsivirki.
Lokið verður við að afferma skipin
yfir helgina.
Annir við
Mjóeyrarhöfn
FRÉTTIR