Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 8

Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landsmót á Vindheimamelum í Skagafirði 26. júní – 2. júlí Fjölskylduhátíð hestamanna – takið vikuna frá 26. JÚNÍ – 2. JÚLÍ 2006 VINDHEIMAMELUM www.landsmot.is ■ Frábær aðstaða ■ Bestu hestar og knapar landsins ■ Helstu dagskrárliðir á aðalvelli ■ 1.600 manna áhorfendastúka ■ Fjölbreytt skemmtiatriði Landsmót eru einstakir viðburðir, hápunktur og uppskeruhátíð, stærsta mót í heimi þar sem íslenskir hestar koma saman. Þar getur þú séð öll bestu hross landsins í fjölbreyttri gæðingakeppni, tölti, kappreiðum og kynbótasýningum. Farðu á www.landsmot.is og fáðu nánari upplýsingar um Landsmót hestamanna, einstakan viðburð og fjölskylduskemmtun. Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N / S I A . I S L A N 3 2 8 9 1 0 6 / 2 0 0 6 Miðaverð á LM 2006: Forsala: Selt í hliði: Vikupassi 9.000 kr. 10.000 kr. Helgarpassi (lau.-sun.) 7.500 kr. 8.000 kr. Unglingar (13-16 ára) 2.500 kr. 3.000 kr. (gildir alla vikuna) Dagsmiðar (mán.-fös.) 4.000 kr. Forsala á völdum Esso-stöðvum um land allt. Halldór vildi axla allt liðið, beint á hauginn. Mjólkurinnvigtun ímaímánuði varsú mesta undan- farin a.m.k. 18 ár eða 11,4 milljónir lítra. Maímán- uður 1990 kemur næstur, en þá var innvigtunin 10,9 milljónir lítra. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúa- bænda, segir að þetta skýrist fyrst og fremst af breyttum burðartíma og aukinni kjarnfóðurgjöf. Baldur Helgi sagði að bændur hefðu undanfarin misseri verið hvattir til að auka framleiðslu eins og hægt væri til að mæta mikilli sölu á mjólkur- vörum. Hann sagði greinilegt að þessi hvatning hefði orðið til þess að bændur hefðu látið kvígur bera fyrr en þeir hefðu annars gert. Það hefði verið svigrúm til þess því að kvígur hefðu almennt verið að bera tveggja og hálfs árs, en ekki væru mörg ár síðan kvígur hafi almennt borið tveggja ára. Þessi breyting á burðartíma hefði leitt til þess að framleiðsla á mjólk hefði verið mjög mikil í vor. Auk þess hefðu bændur verið að auka verulega kjarnfóðurgjöf. Hún hefði á skömmum tíma aukist um 10– 20%. Miðað við maí í fyrra er fram- leiðsluaukningin 5,6%. Það sem af er verðlagsárinu er innvigt- unin 83 milljónir lítra, sem er 550 þúsund lítrum minna en á sama tímabili í fyrra. Baldur sagði að þessar tölur sýndu að kúabænd- ur þyrftu að halda áfram að auka framleiðsluna til að fullnægja þörfum markaðarins. Kúm hefur fækkað mikið á síðustu árum Nú eru um 23 þúsund mjólk- urkýr í landinu, en í maí árið 1990, þegar síðasta framleiðslu- met var sett, voru rúmlega 32 þúsund kýr í landinu. Þessi fækkun sýnir vel hvað kýrnar í dag mjólka að meðaltali miklu meira en þær gerðu fyrir 16 ár- um síðan. Þarna skipta kynbætur verulegu máli, en ekki síður bætt fóðrun og aðbúnaður kúnna. Á síðasta ári var greiðslumark mjólkur (mjólkurkvóti) aukið verulega eða úr 106 milljónum lítra í 111 milljónir lítra. Nú eru horfur á að greiðslumark næsta verðlagsárs, sem hefst 1. sept- ember, verði aukið í 115 til 116 milljónir lítra. Aukningin er því mjög mikil á skömmum tíma. Skýringin á þessum aukna kvóta er mikil söluaukning í mjólkurvörum. Aukning er í flestum vöruflokkum. Miklu skiptir gríðarleg sala á skyri, en það hefur einnig verið mjög góð sala á ostum og meira að segja hefur sala á smjöri verið að aukast. Baldur Helgi sagði þessa söluaukningu á smjöri athyglis- verða, en sala á smjöri hefði ver- ið að dragast saman á síðustu ár- um. Á síðustu misserum hefur gengið talsvert á birgðir af mjólkurafurðum. Baldur Helgi sagði að slíkt gengi að sjálfsögðu ekki nema í skamman tíma. Þessi staða hefði áhrif á söluna því að það væri ekki sami krafturinn í sölustarfinu þegar menn væru í þeirri stöðu að vera ekki vissir um að eiga nóg til að selja. Hann sagði að sölutölur í ferskvörunni fyrstu mánuði þessa árs endur- spegluðu þessa staðreynd. Bændur eru þessa dagana að hleypa kúnum út. Baldur sagði að þó að kýrnar færu núna á beit þýddi það ekki endilega að þær færu að mjólka meira. Venjulega væri mjólkurframleiðslan í há- marki í maí. Það væri mikilvægt fyrir bændur að venja kýrnar við þessar breytingar með því að halda áfram að gefa þeim hey. Beitin um mitt sumarið skipti einnig miklu máli varðandi mjólkurframleiðsluna. Síðan skipti veðrið miklu máli, en nyt í kúnum lækkaði ef það væru miklar rigningar og kalt í veðri. Von er á reglugerð um gripagreiðslur Á næstu dögum mun landbún- aðarráðuneytið gefa út tvær nýj- ar reglugerðir sem varða fram- leiðslustýringu á mjólk. Önnur þeirra er reglugerð um heildar- greiðslumark, en slík reglugerð er gefin út árlega. Eins og áður segir er reiknað með að hún feli í sér að heildargreiðslumark verði aukið úr 111 milljónum lítra í 115–116 milljónir lítra. Hin reglugerðin er um svokall- aðar gripagreiðslur, en sam- kvæmt nýjum mjólkursamningi ríkisins og bænda, sem tók gildi á síðasta ári, verður hluti af stuðningi ríkisins við bændur fluttur úr svokölluðum bein- greiðslum í gripagreiðslur, en þær eiga samtals að nema um 400 milljónum á næsta verðlags- ári. Þetta er um 10% af bein- greiðslum til mjólkurframleið- enda. Gripagreiðslur þýða að greiddur er styrkur á hvern nautgrip. Það eru fleiri en mjólk- urframleiðendur sem eiga naut- gripi, m.a. bændur sem eingöngu framleiða nautakjöt. Það er því ljóst að þessi breyting þýðir að stuðningur ríkisins dreifist meira en áður. Fréttaskýring | Framleiðsla á mjólk hefur verið mikil í vor, en hún þarf enn að aukast Framleiðslu- met sett í maí Með því að færa til burðartíma og auka kjarnfóðurgjöf tókst að auka framleiðslu Bændur eru nú að hleypa kúnum út. Bændur hafa verið hvattir til að auka framleiðslu  Bændur hafa lagt mikla áherslu á að auka framleiðslu á mjólk til að mæta aukinni sölu á mjólkurvörum. Það lá fyrir í vet- ur að ef ekki tækist að auka framleiðsluna gæti komið til þess að flytja þyrfti inn mjólkurduft í haust, en það er notað í unnar mjólkurvörur. Vel hefur gengið að auka framleiðsluna síðustu mánuðina. Staðan er hins vegar viðkvæm og lítið má út af bregða. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.