Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 11
FRÉTTIR
ERLENDIR ferðamenn setja jafnan
verulegan svip á miðborg Reykja-
víkur yfir sumartímann enda þykir
flestum það eftirsóknarverðast að
sækja landið heim í júní, júlí og
ágúst samkvæmt vef Ferða-
málastofu. Fjöldi þeirra ferðamanna
sem kemur hingað til lands fer hins
vegar sífellt vaxandi og skiptir þá
engu hvaða árstíð er um að ræða.
Ferðamennirnir á myndinni voru
ef til vill að leita að næsta áfanga-
stað þegar ljósmyndari rakst á þá í
Austurstræti.
Morgunblaðið/Ómar
Hvar erum við?
MEÐ samkomulagi ríkisstjórnar-
innar við aðila vinnumarkaðarins
verða nokkrar breytingar á skatta-
reglum og kemur sú leið sem nú er
farin öllum með 246.800 krónur á
mánuði og minna betur en hefði
tekjuskattur verið lækkaður um tvö
prósent.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær lækkar tekjuskattur-
inn um eitt prósent í stað tveggja,
eins og áður stóð til, en persónuaf-
slátturinn hækkar á móti um tæpar
2.500 krónur. Persónuafsláttur átti
að verða 29.682 krónur um næstu
áramót en verður í staðinn 32.150
krónur. Persónuafsláttur fyrir árið
2006 er hins vegar 29.029 krónur á
mánuði.
Breytingar sem þessar gagnast
frekar þeim sem eru með lægri laun
heldur en þeim launahærri, þótt allir
greiði fyrir vikið lægri skatta en ella.
Ef borin er saman sú leið sem far-
in er með samkomulaginu frá því í
fyrradag, þ.e. eitt prósent skatta-
lækkun og hækkun persónuafslátt-
ar, við þá tveggja prósenta lækkun
sem til stóð, kemur í ljós að allir sem
eru með mánaðarlaun upp í 247 þús-
und krónur hagnast á þeirri leið sem
er farin nú.
Þeir sem eru með meira en 247
þúsund á mánuði hefðu hins vegar
hagnast meira á því að tekjuskattur
lækkaði um tvö prósent.
Þess má þó geta að miðað við nú-
verandi persónuafslátt, sem er
29.029 krónur, eins og áður sagði,
verður myndin nokkuð önnur en sé
miðað við hækkun úr núverandi per-
sónuafslætti upp í 32.150 krónur á
mánuði kemur sú breyting öllum til
góða sem eru með 312 þúsund krón-
ur eða minna í mánaðarlaun.
Lægstu laun fá taxtahækkun
Það eru fyrst og fremstu þeir
lægst launuðu innan Starfsgreina-
sambandsins sem munu njóta taxta
hækkunar upp á 15 þúsund krónur,
að sögn Ólafs Darra Andrasonar,
hagfræðings ASÍ. Hann tekur fram
að þessi beina taxtahækkun muni því
ekki ganga þvert yfir allan vinnu-
markaðinn heldur sé þetta í raun af-
markaður hópur sem njóti hækkan-
anna.
Hækkuninni er að sögn Ólafs
Darra fyrst og fremst ætlað að koma
til móts við þá hópa sem lægstu laun-
in hafa á almennum vinnumarkaði.
Ólafur Darri bendir á að lægst laun-
uðu hóparnir hjá ríki og sveitarfélög-
um hafi fengið samsvarandi hækk-
anir á liðnum mánuðum.
Þegar hann er inntur eftir því
hvaða félög innan ASÍ það séu sem
taxtahækkunin tekur til segir hann
að stærstu hóparnir sem fá taxta-
hækkunina séu innan Starfsgreina-
sambandsins og verslunarmenn.
Um fimm milljarða sveifla
Heildarkostnaður við hlutdeild
ríkisstjórnarinnar í samkomulagi að-
ila vinnumarkaðarins liggur ekki
fyrir. Skatttekjur ríkissjóðs hækka
þó um rúma fimm milljarða vegna
þess að prósentulækkun tekjuskatts
verður aðeins um eitt prósentustig
en ekki tvö, samkvæmt upplýsingum
frá fjármálaráðuneytinu.
Hins vegar lækka skatttekjur rík-
issjóðs um tæpa fimm milljarða
vegna hækkunar persónuafsláttar.
Þá er gert ráð fyrir því að breytingar
á barnabótum, sem fela í sér að bæt-
ur eru greiddar fyrir börn allt til 18
ára aldurs, í stað 16 ára áður, nemi
nokkrum hundruðum milljóna kr.
Endanlegar tölur voru hins vegar
ekki á lausu hjá ráðuneytinu, en
fram kom að breytingar ykju ekki
útgjöld ríkissjóðs svo miklu næmi.
Breytingar í skattamálum með samkomulagi ríkis og vinnumarkaðar
Hagstæðar breytingar
fyrir laun upp í 247 þúsund
!
!"
#
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Nokkur dæmi um breytingar á launatöxtum og skatti. Hafa ber í huga að
hækkun á launatöxtum tekur til fastra taxta og á einkum við um lægri laun.
PÉTUR H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, er ósáttur við að
fyrirhuguð skattalækkun rík-
isstjórnarinnar
hafi verið skorin
niður til helm-
inga. Sér-
staklega þar sem
búið sé að binda
lækkunina í lög
og nú liggi fyrir
að þeim lögum
þurfi að breyta.
Pétur segir að
lausnin í heild sinni njóti stuðnings
þingflokksins og yfirlýsingin muni
örugglega ná fram að ganga.
„Ég er ekki búinn að ákveða
hvort ég standi á móti þessari
breytingu á skattalögum sem slíkri
því það eru miklir hagsmunir í
húfi. Þetta er marghliða sam-
komulag og erfitt að vera á móti
því í heild sinni. […] Ég er mjög
hlynntur því að hækka lægstu laun,
ég tel að þau hafi setið eftir í því
launaskriði sem hefur verið und-
anfarið. Þá er ég hlynntur því að
leysa kjarasamninga og tel það
mjög mikilvægt til þess að hér
myndist stöðugleiki og okkur tak-
ist að ná tökum á verðbólgunni.
Allt eru þetta góð markmið,“ segir
Pétur og bendir jafnframt á að
skattalækkunin komi fram í því
formi að persónuafslátturinn sé
hækkaður. Áhrifin séu hins vegar
önnur en af því að lækka skattpró-
sentuna.
„Þegar þetta er borið saman við
skerðingu ýmissa bóta eins og
barnabóta getur þetta leitt til þess
að það sé mjög lítill hvati hjá fólki
til þess að bæta stöðu sína. […] Það
finnst mér miður en það er stefna
Sjálfstæðisflokksins og hefur kom-
ið víða fram að gera skattkerfið
hvetjandi en ekki letjandi.“
Pétur telur aðila vinnumark-
aðarins hafa gengið of hart fram
við endurskoðun kjarasamninga.
Þannig segist hann ósáttur við að
aðilar vinnumarkaðarins taki sér
löggjafarvald.
Bjóði sig fram til þings
„Ef þessir menn vilja breyta lög-
um eiga þeir að bjóða sig fram til
þings. […] Þeir hafa hins vegar
skipt sér af launum þingmanna og
ég efast um að þeir hefðu efni á því
sjálfir að bjóða sig fram til þings.
Ég tel að þetta sé mjög hættulegt
lýðræðinu þegar einhver samtök
manna í tengslum við kjarasamn-
inga ná því fram að einhverju leyti
að taka sér löggjafarvald,“ segir
Pétur og bætir því við að þetta eigi
kjósendur ekki að láta bjóða sér.
Ósáttur við að skattalækkun sé skorin niður
Pétur H. Blöndal
SIGURÐUR Kári Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist
vera mjög svekktur yfir því að
tekjuskattur ein-
staklinga lækki
um 1% næstu
áramót í stað 2%
lækkunar sem
fyrirhuguð var.
Sátt hafi hins
vegar náðst um
að fara þessa
leið.
„Þetta er
hagsmunamat í
stöðunni eins og hún er núna í efna-
hagsmálunum. Ég met það þannig
að mikilvægast af öllu sé að tryggja
frið á vinnumarkaðnum til að hægt
sé að ná niður verðbólgunni.“
Aðspurður segist Sigurður Kári
ekki líta svo á að með þessu hafi
Sjálfstæðisflokkurinn svikið kosn-
ingaloforð.
„Þetta er kannski að sumu leyti
önnur útfærsla á sama markmið-
inu. Við skulum bara vona að skatt-
greiðendur eigi þetta prósent og
vonandi fleiri inni í lækkunum,“
segir Sigurður en hann útilokar
ekki að tekjuskattur einstaklinga
lækki um 1% í viðbót fyrir kosn-
ingar.
„Ég væri til í að sjá það gerast
þegar menn fara að sjá nánar ár-
angurinn af þessum samningi.“
Sigurður segist nokkuð sáttur
við yfirlýsinguna að öðru leyti – svo
lengi sem hún skili þeim árangri
sem að er stefnt.
Útilokar ekki
frekari skatta-
lækkanir
Sigurður Kári
Kristjánsson
SIGFÚS Ingi Sigfússon hefur
verið ráðinn aðstoðarmaður
Valgerðar
Sverrisdótt-
ur utanrík-
isráðherra í
stað Páls
Magnússon-
ar, sem ráð-
inn hefur
verið bæjar-
ritari Kópa-
vogs.
Sigfús
Ingi er með
BA-gráðu í sagnfræði frá Há-
skóla Íslands og MBA-gráðu
frá Stirling-háskóla í Skotlandi.
Hann starfaði áður í iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytinu og er í
leyfi þaðan á meðan hann gegn-
ir stöðu aðstoðarmanns.
Sigfús Ingi tekur til starfa á
næstu dögum.
Aðstoðar-
maður
utanríkis-
ráðherra
Sigfús Ingi
Sigfússon
RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur fengið
sýningarrétt að heimsmeistara-
keppninni í knattspyrnu árið 2010,
en keppnin fer fram í Suður-Afríku.
Samtök evrópskra sjónvarps- og út-
varpsstöðva hafa gert samning um
sýningarrétt á keppninni fyrir hönd
ýmissa evrópskra sjónvarpsstöðva
og var Ísland í hópi þeirra.
Að sögn Páls Magnússonar út-
varpsstjóra stendur til að nýta þá
möguleika sem stafræn tækni býður
upp á og sýna keppnina á annarri
tíðni líkt og 365 ljósvakamiðlar geri
nú með Sýn og Sýn Extra. Þannig
væri í raun ekki um nýja íþróttastöð
að ræða heldur væri áskrifendum
RÚV einfaldlega boðið upp á út-
sendingu frá einstökum viðburðum
um leið og þeir gerast. Páll segir að
RÚV sé hins vegar ekki búið að
tryggja sér sýningarrétt á Evrópu-
meistaramótinu í knattspyrnu sem
fer fram í Austurríki og Sviss að
tveimur árum liðnum. Hvað varðar
aðra íþróttaviðburði telur Páll að
erfitt sé að feta hinn gullna með-
alveg milli íþrótta og almennings-
sjónvarps. Það samræmist hins veg-
ar ekki hagsmunum RÚV að sýna
frá íþróttaviðburðum sem séu rekn-
ir á hreinum viðskiptalegum grund-
velli. Þannig telur Páll fráleitt að
RÚV færi að eltast við sýningarrétt
á Meistaradeild Evrópu og fleiri
knattspyrnudeildum sem reknar
eru í viðskiptalegu augnamiði.
Spennandi framtíð
Nýjar aðferðir við dreifingu, svo
sem stafræn tækni og svokölluð ip-
dreifing, bjóða upp á mikla mögu-
leika fyrir sjónvarpsstöð á borð við
RÚV, að sögn Páls. Þannig verður
til dæmis tæknilega framkvæman-
legt að koma allri dagskrárgerð
RÚV í gegnum tíðina, bæði hvað
varðar hljóð- og sjónvarp, á staf-
rænt form og gera almenningi kleift
að nálgast efnið úr sófanum heima í
stofu. Verkefnið yrði tímafrekt og
kostnaðarsamt en að mati útvarps-
stjóra er það vissulega verðugt. „Ég
lít svo á að það sé ekki eingöngu
hlutverk RÚV að varðveita þau
menningarverðmæti sem hér hafa
skapast heldur einnig að stuðla að
dreifingu þeirra meðal almennings.
Þessi nýja tækni gerir okkur það
framkvæmanlegt,“ segir Páll Magn-
ússon.
RÚV sýnir HM 2010
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is