Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Hljómsveitin Klassík í kvöld Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill ásamt tilboðsseðli öll kvöld. www.kringlukrain.is sími 568 0878 Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 24. júní kl. 12.00: Thomas Trotter, orgel. 25. júní kl. 12.00: Hinn heimsþekkti, breski orgelleikari Thomas Trotter leikur verk eftir Bach, Mozart, MacMillian, Stravinsky, Wammes og Flagler.                                      !   " #   $$$     %                              !"#$ !% & '( )( * + , ( ) - . / +. . 0  + 1 ,*2+, 3 &4(5 ( * + , ( ) - . / Mr. Skallagrímsson - leiksýning í Borgarnesi MIÐAPANTANIR Í SÍMA 437 1600 Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Peter Engkvist Leikhústilboð. frá kr. 4000 - 4800 Matur, leiksýning og frítt í Hvalfjarðargöngin til baka. í boði Landnámsseturs Lau. 24. júní kl. 20 laus sæti Fös. 30. júní kl. 20 laus sæti Lau. 1. júlí kl. 20 laus sæti Sun.2. júlí kl. 20 laus sæti Fös. 7. júlí kl. 20 laus sæti Lau. 8. júlí kl. 20 laus sæti Sun.9. júlí kl. 20 laus sæti Fös. 14. júlí kl. 20 laus sæti Lau. 15. júlí kl. 20 laus sæti Sun.16. júlí kl. 20 laus sæti Fös. 21. júlí kl. 20 laus sæti Lau. 22. júlí kl. 20 laus sæti Sun.23. júlí kl. 20 laus sæti Fös. 28. júlí kl. 20 laus sæti Lau. 29. júlí kl. 20 laus sæti Sun.30. júlí kl. 20 laus sæti Á ÞAKINU 29. júní – Frumsýning Uppselt 30. júní – Uppselt 1.júlí – Uppselt 6.júlí – laus sæti 7.júlí – laus sæti 8.júlí – laus sæti Miðasalan er í síma 568 8000 www.borgarleikhus.is www.minnsirkus.is/footloose ÞJÓÐBÚNINGADAGUR verður í Norska húsinu í Stykkishólmi í dag og geta gestir kynnt sér íslenska þjóðbúninga og handverk þeim tengt ,á milli kl. 14 og 16. Á jarðhæð Norska hússins er upp- settur vefstóll og geta gestir spreytt sig við vefnað, og á efri hæðinni verð- ur sýnt knippl og baldýring. Byggða- safni Snæfellinga var færður íslensk- ur skautbúningur að gjöf fyrir skemmstu og verður hann sýndur sem og faldbúningur Ingibjargar Ágústsdóttur. Faldbúningurinn dregur nafn sitt af höfuðbúnaðinum, svonefndum faldi sem gerður var úr samanbrotnum klútum sem vafðir voru um höfuðið. Búningurinn mótaðist í tímans rás og 19. öld var hann einkum notaður sem sparibúningur og á seinasta fjórðungi 19. aldar lagðist notkun hans af. Skautbúningurinn var hins vegar hannaður sem íslenskur hátíðarbún- ingur af Sigurði Guðmundssyni mál- ara, með hliðsjón af gamla faldbún- ingnum. Báðar tegundir af þessum íslensku búningum eru mjög glæsi- legar og er mikils um vert að konur fari að gefa þeim aukinn gaum. Í sam- félagi samtímans er mikilvægt að gamalli verkþekkingu og handverki búningsins sé haldið við og það gleymist ekki og er markmiðið með búningadeginum að auka skilning og þekkingu almennings á því handverki sem felst í íslenska þjóðbúningnum. Í tilefni dagsins er ókeypis inn á safnið og einnig er öllum konum sem klæðast íslenskum þjóðbúningi þenn- an dag boðið í kaffiboð í stássstofunni hjá frú Önnu Magdalenu í Norska húsinu. Konur sem eiga eða hafa afnot af íslenskum búningi eru hvattar til að bera hann þennan dag og mæta í Norska húsið en aðrir eru hvattir til að koma og kynna sér íslenskt hand- verk. Þjóðbúningaklæddum boðið í kaffi Morgunblaðið/Eyþór Konur eru hvattar til að mæta í þjóðbúningi í Norska húsið í Stykkishólmi. Í LISTASAFNI Árnesinga verður í dag kl. 16 opnuð sýningin Granna- gróður. Um er að ræða samsýn- ingu, en Randi S. Vang og Jónhild Johannessen arkitekt hafa valið verk eftir 32 einstaklinga til að kynna færeyska list, listiðnað og hönnun. Fyrirtæki þeirra Randi og Jonhild, Gluggaglæma, var stofnað árið 2003, en það stendur fyrir sýn- ingum, samkeppnum og ráðstefnum innan og utan Færeyja. Við opn- unina syngur Sigrid Rasmussen og spilar á gítar. Ríkey Kristjánsdóttir hönnuður, búsett á Seyðisfirði, opnar á sama tíma sína fyrstu einkasýningu í hönnunarstofu safnsins, en sýningin ber nafnið Endurunnar minningar. Ríkey útskrifaðist sem handavinnu- kennari frá Håndarbejdets Frem- mes Seminarium í Kaupmannahöfn vorið 2003, með útsaum sem að- alfag og textílhönnun sem valfag. Tvöföld opnun í Listasafni Árnesinga SÉRSTÖK hrynlistasýning verður haldin í dag kl. 13 í Salnum í Kópa- vogi. Sýningin er á vegum hóps sem nefnir sig Eurythmie-Bühnenen- semble. Í fréttatilkynningu kemur fram að hrynlist nefnist á þýsku Eurythmie og sé sérstök gerð hreyfilistar sem Rudolf Steiner lagði grunninn að ár- ið 1912. Hrynlist tjáir tónlist og talað mál á sjónrænan hátt. Þannig er hægt að upplifa lífskrafta og andleg gæði sem búa í hverjum tóni og hverjum samhljóða og sérhljóða. Allt eru þetta öfl sem hafa áhrif á manneskjuna, bæði flytjandann og áhorfandann. Hrynlist er til í þremur formum: sem hreint listform, sem meðferð- arform vegna uppbyggjandi eig- inleika hennar og sem námsgrein í Waldorfskólum. Eurythmie-Bühnenensemble býð- ur upp á kynningu fyrir sýningu fyr- ir alla þá sem vilja öðlast meiri inn- sýn. Hún hefst kl. 12 í dag og stendur í um 45 mínútur. Á sýningunni sjálfri verða m.a. flutt Adagio í h-moll eftir W.A. Moz- art, Sarabande og Gigue úr Svítu nr. 5 eftir J.S. Bach, etýða nr. 3 í As- Dúr og „Regentropfenprelude“ eftir F. Chopin, tvö verk eftir Schumann og Sagan af Dimmalimm eftir Guð- mund Thorsteinsson. Hrynlistasýning í Salnum Morgunblaðið/Eggert Hrynlistahátíð verður haldin í Salnum í dag. Fréttir á SMS NÚ ERU síðustu forvöð til að sjá nokkrar áhugaverðar sýningar sem verið hafa á boðstólum að undanförnu. Á sunnudaginn lýkur alþjóðlegu farandsýningunni „HOMESICK“ í Listasafninu á Akureyri. Sjö lista- menn frá fjórum löndum koma að sýningunni og takast hver með sínum hætti við heimþrána. Þann sama dag eru sýningarlok í Listasafni Íslands á sýningum Birgis Andréssonar og Steingríms Eyfjörð. Leiðsögn verður um báð- ar sýningarnar klukkan 14 á sunnudaginn í fylgd Rakelar Pét- ursdóttur. Þá er síðasta sýningarhelgi í Safni, en á annarri og þriðju hæð- inni má líta skúlptúr, textaverk, málverk, ljósmyndir og vídeóverk eftir Karin Sander og Ceal Floyer sem báðar hafa sýnt í virtustu galleríum heims. Á grunnhæð Safns býður svo fyrrnefnda lista- konan gestum að hlýða á hljóð- verk eftir 40 listamenn. Ennfremur er síðasta tækifærið til að sjá sýningu Erlu Þórarins- dóttur í galleríinu Anima um helgina, „Dældir og duldir“. Um er að ræða verk unnin á striga, tölvuprentaðar ljósmyndir og fleira. Að lokum er vert að benda á sýningarlok í Listasafni ASÍ á sýn- ingu þeirra Hugins Þórs Arasonar og Unnars Arnar J. Auðarsonar, „ASÍ - FRAKTAL - GRILL“. Lista- mennirnir gera þar tilraun til að fletta ofan af „illsýnilegum, óskráðum en kannski augljósum hliðum“ þess samfélags/umhverfis sem þeir starfa innan. Sýningarlok um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.