Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT UNGUR maður hellir eldsneyti á risavaxna andlitsmynd af Adolf Hit- ler, leiðtoga Þriðja ríkisins, í síberísku borginni Krasnoyarsk á fimmtu- dag, í tilefni þess að þá voru 65 ár liðin frá því að nasistar ýttu úr vör Barbarossa-innrásaráætluninni svokölluðu. Innrásin, sem hafði það að markmiði að hertaka Rússland, er enn í fersku minni Rússa enda leiddi hún til gífurlegs mannfalls í Rauða hernum og herliði nasista. Hún er jafnframt einn af helstu atburðum 20. aldar, en færa má sterk rök fyrir því að hún hafi markað upphafið að endalokum draumsýnar Hitlers um heimsyfirráð nasista. Reuters Barbarossa minnst London. AP. | Bresk og bandarísk stjórnvöld eru að rannsaka ásak- anir á hendur British Airways (BA) og annarra flugfélaga um verðsamráð á sviði flugfargjalda og aukagjalds fyrir eldsneyti. Hafa tveir háttsettir framkvæmdastjór- ar hjá BA þegar verið sendir í leyfi vegna málsins sem er þó enn á frumstigi. Meðal annarra flugfélaga sem liggja undir rannsókn eru Virgin Atlantic, United Airlines og Am- erican Airlines. Þessi flugfélög auk BA hafa tilkynnt að þau eigi í sam- starfi við rannsóknaraðila í málinu, eða bandaríska dómsmálaráðu- neytið og samkeppnisstofnun Bretlands (OFT). Beinast spjót OFT í upphafi rannsóknarinnar einkum að Iain Burns, yfirmanni samskiptamála hjá BA, og símasamskiptum hans við starfsbróður sinn hjá Virgin Atlantic, að því er fram kemur í frétt dagblaðsins Guardian í gær. Hátt heimsmarkaðsverð á olíu hefur leitt til hækkunar á sérstöku aukagjaldi fyrir eldsneyti þegar um lengri flugferðir er að ræða. Dæmi er að farþegar BA á flug- leiðinni London til New York greiða um 9.700 króna aukagjald fyrir eldsneyti fyrir flug fram og til baka. Hækkaði aukagjaldið sex sinnum á síðasta fjárhagsári Hagnaður BA á fjárhagsárinu sem lauk 31. mars sl. nam um 62 milljörðum króna, en félagið hafði þá sex sinnum hækkað aukagjald fyrir eldsneyti síðan í maí 2004. Í yfirlýsingu frá OFT segir að rannsóknin sé á frumstigi og að „engar ályktanir skyldu dregnar um að samkeppnislög hefðu verið brotin“ fyrr en að henni lokinni. Talsmenn ýmissa annarra flug- félaga, til dæmis Delta, Ryanair, Continental, Lufthansa, Finnair, KLM, Icelandair og SAS, segja, að fyrrnefnd rannsókn beinist ekki að þeim. Rannsaka verðsamráð flugfélaga AP FJÖLDI þeirra, sem sótt hafa um hæli og landvist í Danmörku, hefur minnkað mikið að undanförnu. Kem- ur það fram í nýjum tölum frá dönsku hagstofunni. Þessi miklu umskipti eru ein- göngu rakin til mjög hertra reglna um hælisvist en á síðasta ári var það alls 2.281 maður, sem um hana sótti. Er það 30% fækkun frá 2004 og hafa hælisleitendur ekki verið færri frá árinu 1984. Þrír stærstu hóparnir, sem sóttu um hæli á síðasta ári, voru fólk frá Serbíu og Svartfjallalandi, Afganist- an og Írak. Á sama tíma og mikil fækkun hef- ur orðið í þessum flokki, hefur þeim, sem fá tímabundið atvinnuleyfi í Danmörku, fjölgað mikið eða um 40% á einu ári. Stórfækkun hælisbeiðna VAXANDI andúðar virðist gæta á jeppavæðingunni í Bretlandi en eigendur stóru bílanna eru sakaðir um að vera hættulegir í umferð- inni vegna þess tillitsleysis, sem þeir sýni öðrum öku- mönnum. Síðasta gagnrýnin kemur frá breskum læknum í grein í tímariti þeirra, The British Medical Journal. Þar segir frá rannsókn, sem sýni, að ökumenn stóru bílanna eigi það vissulega síður á hættu en aðrir að slasast í árekstri en aftur á móti valdi öryggistilfinningin því, að þeir séu oft hættulegir vegna þjösna- skapar gagnvart öðrum. Fram kom í rannsókninni, að jeppaeigendur notuðu lausa farsíma meira en aðrir undir akstri og væru síður í bílbeltum. Raunar er hættan á, að þeir slasist í umferðaróhappi fjórum sinnum minni en hjá „venju- legum“ ökumönnum en hins vegar eru þeir sagðir 11-sinnum líklegri til að valda öðrum skaða. Í Bretlandi er nú sjöundi hver bíll á vegunum jeppi eða bíll af því tag- inu en stjórnmálamenn margir hóta að stórauka skattaálögur á stóra bíla og bensínfreka. Þá hefur Ken Li- vingstone borgarstjóri, sem tekur stundum dálítið stórt upp í sig, kall- að eigendur stóru bílanna „full- komna fáráðlinga“. Ökumenn stórra bíla gagnrýndir Bagdad. AP, AFP. | Íraksstjórn lýsti yf- ir neyðarástandi í Bagdad í gær og setti á útgöngubann eftir að skæru- liðar komu fyrir vegartálmum í mið- borginni og hófu skothríð á banda- ríska og íraska hermenn rétt við hið vel víggirta Græna svæði. Í allan gærmorgun börðust íraskir og bandarískir hermenn við skæru- liða á einni aðalgötu Bagdadborgar og beittu þeir síðarnefndu byssum, handsprengjum og sprengjuvörpum. Réðust skæruliðarnir einnig á hóp sjíta, sem voru á leið til Buratha- moskunnar en þar ætluðu þeir að minnast þeirra, sem féllu þar í sjálfs- morðsárás fyrir viku. Öryggisgæsla í Bagdad hefur verið stóraukin og eru atburðirnir í morg- un því nokkurt áfall fyrir stjórnina. Þá virðast átök utan borgarinnar vera að aukast, til dæmis í Basra í suðurhluta landsins þar sem breska herliðið er með sínar aðalstöðvar. Þar sprakk bílsprengja í gær og varð 10 mönnum að bana. Í borginni Mosul hafa 25 manns verið drepnir á nokkr- um dögum en þar eru átökin á milli súnníta og Kúrda. Líkar fréttir er að hafa frá öðrum borgum og bæjum í landinu. Þannig féllu 12 í sprengju- árás á mosku súnníta í bænum Hib- hib, þar sem Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi samtakanna al-Qaeda í Írak, var myrtur fyrr í mánuðinum. Pyntingar og aftökur Íraska lögreglan fann í gær lík fimm manna, sem voru í hópi 64 manna, sem rænt var fyrr í vikunni. Voru þeir upphaflega sagðir hafa ver- ið um 100 en það hefur verið leiðrétt. Slepptu mannræningjarnir öllum konum og súnnítum í hópnum en fluttu hina á kjúklingabú skammt frá borginni Baquba. Sagt er, að líkin fimm, sem fundust í gær, hafi borið merki um miklar pyntingar. Til frekari tíðinda dró svo í Írak í gær þegar 500 föngum í Abu Ghraib- fangelsinu í Bagdad var sleppt. Þá sagði George Casey, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska herliðsins í Írak, í fyrradag, að Íranar þjálfuðu herskáa sjíta, sem síðan beittu sér gegn Bandaríkjamönnum í landinu. Neyðarástandi lýst yfir í Bagdad AP Íraskar konur hraða sér heim eftir að útgöngubann var sett á. NUNING, sem er átján ára órangútan-api, heldur á mánaðargömlu afkvæmi sínu sem enn hefur ekki verið gefið nafn. Þau mæðginin, sem eru búsett í Prigen saf- arí-garðinum á Indónesíu, voru eins og sjá má í mestu makindum þegar ljósmyndara bar að garði í gær. Ór- angútan-apar eru í útrýmingarhættu, meðal annars vegna ólöglegs skógarhöggs og þjófa sem drepa full- orðna apa og selja afkvæmin til Asíu þar sem þau eru gjarnan höfð sem gæludýr. Óttast náttúruvernd- arsinnar að haldi skógareyðingin áfram með sama hraða muni villtir órangútan-apar verða horfnir með öllu að 12 árum liðnum. AP Ást og umhyggja í dýragarði Belgrad. AFP. | Ratko Mladic, sem er fyrrverandi hershöfðingi Bosníu- Serba og eftirlýstur fyrir stríðs- glæpi, liggur fyrir dauðanum eftir að hafa fengið þriðja heilablóðfallið í síðustu viku, ef marka má frétt serbnesks dag- blaðs í gær. „Ásigkomulag Ratkos Mladic er mjög alvarlegt og möguleikar hans á að lifa af litlir,“ sagði í frétt serb- neska dagblaðsins Kurir í gær. „Að- alvandamálið er að hann hefur ekki aðgang að fullnægjandi læknis- hjálp.“ Að sögn blaðsins byggði það frétt þessa á upplýsingum frá „vel upp- lýstum heimildamanni sem hefði verið nákominn hershöfðingjanum í Bosníustríðinu“, en það fullyrðir að greftrunarstaður Mladic hafi þegar verið ákveðinn. Serbar hafa verið undir miklum þrýstingi frá Evrópusambandinu um að handsama Mladic og framselja hann svo rétta megi yfir honum fyrir aðild að stríðsglæpum í Bosníustr- íðinu á tímabilinu 1992 til 1995. Í Kurir segir ennfremur að Mladic hafi fengið heilablóðfall 1995 og 1999, en heimildamaður þess fullyrð- ir að hans sé gætt af 800 „vel þjálf- uðum og vel búnum“ vörðum sem líti á hann sem „föður“. Mladic hefur ásamt Radovan Ka- radzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu- Serba, verið á flótta síðan 1995 þegar stríðsglæpadómstóllinn í Haag kærði þá fyrir þjóðarmorð, stríðs- glæpi og glæpi gegn mannkyni í Bosníustríðinu. Mladic sagður í lífshættu Ratko Mladic Peking. AFP. | Apanum Xiku, sem er keðjureykjandi sjimpansi, hefur næstum því tekist að drepa endan- lega í, þökk sé starfsmönnum dýra- garðsins í Urumqi, höfuðborg Xinji- ang-hérðas í Kína. Það vildi þó ekki betur til en svo, að Xiku skipti yfir í bjór þegar honum var gert að draga úr reykingunum. Xiku starfaði áður fyrr í sirkus þar sem hann skemmti áhorfendum með því að herma eftir mannfólkinu, sem gjarnan henti til hans sígarettum. Þegar mest var reykti Xiku 10 sígar- ettur á dag en nú þarf hann að láta sér lynda fjórar. Hann lét öllum ill- um látum þegar sígaretturnar voru fyrst skammtaðar en róar sig nú nið- ur með flösku af bjór. Apinn Xiku í bjórinn ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.