Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 35 MINNINGAR heimsókn. Í janúar síðastliðnum fórum við mamma í heimsókn til hennar á dvalarheimilið Ljósheima, þar sem amma dvaldist í nokkurn tíma áður en hún var flutt til Reykjavíkur, á Hrafnistu. Þótti mér vænt um þá heimsókn. Sjúkdómur hennar kom ekki í veg fyrir að hún segði brandara. Á síðustu ljósmyndinni sem mamma tók af okkur ömmu er hún skelli- hlæjandi eftir að hafa sagt brandara í miðri myndatöku. Mér finnst óendanlega erfitt að fá ekki tækifæri til að sýna þér, amma mín, litla krílið okkar sem er vænt- anlegt í heiminn á næstu dögum, en ég er viss um að þú fylgist með okk- ur og heldur verndarvæng þínum yfir okkur. Það er mér mikils virði að þú virtir hann Torfa minn mikils, og varst mjög ánægð með manns- efni mitt. Elsku „amma sín“, ég vildi að þú hefðir verið hjá okkur lengur en ég verð þó að játa það að í hjarta mínu veit ég að þetta var rétti tíminn fyr- ir þig til að kveðja. Þú varst alltaf dugleg að hrósa mér og segja mér hversu vænt þér þótti um mig. Mér þykir óskaplega vænt um að ég skuli vera skírð í höfuðið á þér. Takk fyrir einlægnina þína og ást alla mína ævi og vona ég að í fram- tíðinni geti ég fetað í fótspor þín í ömmuhlutverkinu. Þín Sigríður Pétursdóttir (Sigga litla). Ég man þegar amma var alltaf að segja mér söguna af því þegar ég fæddist. Ég var fyrirburi og þar af leiðandi var ég í hitakassa. Amma var ákveðin í að sjá mig sem fyrst og tókst henni að verða fyrsti ætt- ingi minn til að sjá mig. Hún fór síð- an að tala aðeins við mig og þegar hún gerði það þá sneri ég höfðinu í áttina til hennar. Ég hef greinilega þekkt röddina hennar frá því að mamma og hún voru að tala saman meðan ég var í maganum á mömmu. Þetta er saga sem ömmu minni þótti gaman að segja mér, og mér fannst alltaf jafn gaman að heyra hana. Hún sagði hana alltaf eins og alltaf af jafn mikilli nákvæmni. Alltaf þegar við mamma gistum hjá ömmu um helgar fékk ég ömmubrauð með lambakæfu og ekta flóað súkkulaði á sunnudags- morgnum. Með þessari máltíð var alltaf lítill leikur sem var þannig að amma kom til mín þegar ég vaknaði og spurði hvað mætti bjóða ung- frúnni í morgunmat. Alltaf var það sama svarið: Ömmubrauð með lambakæfu og ekta flóað súkkulaði. Það sem mun alltaf lifa í minni mínu eru allar glæsilegu veislurnar sem amma hélt. Allar kræsingarnar sem hún bakaði og eldaði. Þegar þú fékkst þér af þessum glæsilegu veit- ingum þá vildirðu ekki hætta að borða. Á jólunum var alltaf lamba- læri og það heppnaðist alltaf svo vel. Lambalæri, brúnaðar kartöflur, salat, verðlaunasulta, brún sósa og annað meðlæti. Það verður erfitt að halda ekki jólin á Reynivöllum 6 með marmaraborðið sem jólatré. Ég vissi alltaf að amma var ekki blóðskyld mér en það skiptir mig voða litlu máli því að hún Sigga er eina amman sem ég hef nokkurn tímann átt. Hún tók bæði mér og mömmu opnum örmum eins og við værum hennar eigin. Ég man þegar amma kom með nýtniskólann. Þar lærði ég að nýta hvern einasta hlut sem ég fékk. Þótt ég hafi verið ung þá kemur reynslan úr nýtniskólanum alltaf til nota á einn eða annan hátt. Hún var líka með lista yfir allt það góða um mig. Neðst á listanum stóð að ég væri ekki montin. Því miður get ég ekki staðið við það þar sem ég verð að monta mig af því að eiga svona frábæra ömmu. Ég vona að mér verði fyrirgefið. Að lokum vil ég svo þakka ömmu minni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og aðra. Ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag ef það væri ekki fyrir ömmu mína. Bóel. Sigríður Kristjánsdóttir móður- systir mín er látin. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann á þessari kveðjustundu. Ég lítil stúlka í heimsókn hjá Siggu og Kristjáni á Selfossi. Mér tekið tveim höndum og lyft upp á ísskápinn og kölluð Baddý. Sigga frænka hefur alla tíð verið stór þáttur í lífi mínu og það hefur verið mér mikill styrkur að eiga hana að. Móðir mín og hún voru mjög nánar og reyndar mjög líkar, það var því ekki skrítið að í Siggu sá ég móður mína. Margar sögur heyrði ég af æsku systranna í Bár og ævintýrum þeirra. Sigga var kjörkuð, ráðagóð og skemmtileg. Við afkomendur þessara systra höfum notið ríkulega ávaxtanna af systrakærleik þeirra. Sigga var sterk bæði andlega og líkamlega. Þess vegna gátu hugur og hönd fylgst að. Það má með sanni segja að alltaf var hugurinn stór. Það var allt svo einstaklega myndarlegt við það sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það var matseld, saumaskapur eða garð- rækt. Um tíma var hún með helj- armikinn vefstól heima hjá sér, þar sem hún óf teppi af fallegustu gerð. Þar voru nú ekki vindhöggin slegin. Flatkökubakstur í bílskúrnum þar sem öflugustu aðferðum var beitt, svo fátt eitt sé nefnt. Sigga hafði einstakt lag á börn- um. Þau eru ófá börnin í fjölskyld- unni sem hafa notið þess. Sigga var trúuð og hún trúði á mátt bæn- arinnar. Ég veit að hún bað fyrir þeim sem stóðu henni nær hjarta og áttu um sárt að binda. Ljóðelsk var hún, enda sprottin úr jarðvegi Ís- lendingasagna og rímnakveðskapar. Á áttræðisafmæli sínu sem haldið var í Bár flutti hún hugrenningar sínar á þessum tímamótum. Ég dáð- ist að því hve vel máli farin hún var og hve flottur textinn var. Sigga missti Kristján sinn á besta aldri, hann var mikill harmdauði allra sem til þekktu. Síðar hóf hún búskap með Bóasi, mér fannst að þá tæki hún gleði sína á ný og yrði sjálfri sér lík. Það eru margir sem sakna Siggu frænku minnar sárt, en við munum ylja okkur við minningarnar sem við eigum um hana. Þórunn. Þegar ég hugsa um Siggu frænku mína, sem var ein af yngri systrum Kristjönu ömmu minnar, sé ég ekki bara ömmusystur, heldur mann- eskju sem var allt það sem góð móð- ir, amma og góður, traustur banda- maður er. Það fyrsta sem mér dettur í hug er trygglyndið og dugnaðurinn sem einkenndi hana. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, alltaf var það prýðisvel af hendi leyst hvort sem það var mat- argerð, bakstur eða handavinna. Sigga var höfðingi heim að sækja og móttökurnar voru eftir því og hver og einn jafn mikilvægur. Í prjónaklúbbnum okkar var allt- af gaman þegar Sigga kom. Hún hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja og gaman að sjá handavinn- una hennar. Það var alltaf svo fal- legt og vel gert. Það var líka ákveð- in hátíð að halda klúbbinn hjá henni því að þar var allt svo flott. Nýtnin var í fyrirrúmi og litlu var hent. Kötturinn Mýsla gegndi lykilhlut- verki á heimilinu og var meðhöndl- uð eins og drottning. Það var bros- að mikið að samskiptum þeirra stallsystra. Ég þakka fyrir allar góðu og ynd- islegu minningarnar sem ég á um Siggu frænku. Allir sem kynntust henni fengu allan þann kærleika og tryggð sem hún átti til. Veri hún Guði falin og hafi hún þökk fyrir allt það góða sem hún hefur gefið af sér. Ég votta börnum, tengdabörnum og barnabörnum samúð mína. Kristjana Jónsdóttir. Elsku amma, ég hef aldrei áður skrifað minningargrein, hingað til hefur enginn dáið sem skipti mig eins miklu máli og þú gerðir. Það breytti engu þó þú værir ekki blóð- skyld mér, þú varst amman mín, sú eina sanna. Það er ekki auðvelt að kveðja þig, í eigingirni minni vonaðist ég til að þú yrðir heilsuhraust 100 ára gam- almenni. Það er svo sárt að horfa uppá þann sem manni þykir vænt um missa heilsuna. En ég er þakk- lát fyrir hvað baráttan stóð stutt yf- ir hjá þér. Þú varst mikill áhrifavaldur í lífi mínu og ert enn. Ég leit upp til þín, dýrkaði og dáði. Þú varst vinur minn í blíðu og stríðu, hafðir tíma til að sinna mér, kenna mér, leika við mig og síðast en ekki síst að hlusta á mig. Við sungum og dönsuðum Óla Skans í ganginum heima hjá þér, þú teiknaðir freknur á andlit mitt með tússlit til að ég líktist Línu Langsokk, við gerðum drullukökur með gömlum áhöldum úr bílskúrn- um þínum og ég fékk að hjálpa þér að þrífa, baka og elda. Þú kenndir mér að leggja fínt á borð. Þú saum- aðir föt á mig og prjónaðir, líka á bangsann minn. Við fórum í göngu- ferðir í mjólkurbúðina og um hverf- ið. Við „skrifuðumst á“ þegar ég bjó á Búrfelli og á ég öll þau bréf í dag í fjársjóðskistunni minni. Hvorki fyrr né síðar hef ég getað borðað plokkfisk en hjá þér var hann lostæti. Þú gerðir bestu sjón- varpsköku í heimi svo ég tali nú ekki um „ekta flóaða súkkulaðið“ sem klikkaði aldrei. Þú varst sérstök og alls ekki allra, en þú varst amman mín. Takk elsku amma fyrir að leyfa mér að halda að ég væri uppáhaldið þitt. Árný Lúthersdóttir.  Fleiri minningargreinar um Sigríði Kristjánsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Páll Imslan og Kristín Gísladóttir. Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, STEFANÍA RAGNARSDÓTTIR, Brekkubyggð 17, Garðabæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 8. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts hennar. Gunnar Albertsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 21. júní. Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju miðviku- daginn 28. júní nk. kl. 14.00. Guðmundur R. Jóhannsson, Guðrún R. Valtýsdóttir, Marinó Jóhannsson, Guðrún Hupefeldt, Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Jón Pálmi Þórðarson, Gunnar Jóhannsson, Rakel Jóhannsdóttir, Jónbjörn Bogason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, HREFNA ÞÓRÐARDÓTTIR, lést föstudaginn 16. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bestu þakkir færum við starfsfólki Seljahlíðar. Margrét S. Magnúsdóttir, Ágúst Haraldsson, Kolbrún Thorlacíus, Magnús H. Magnússon, Sigríður Ó. Sveinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bóður míns, mágs og frænda, TÓMASAR HREGGVIÐSSONAR frá Hlíð í Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Kærar kveðjur, Eyvindur Hreggviðsson, Þóra Þórðardóttir, Kristbjörg, Hreggviður og Þórunn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, áður til heimilis í Álftamýri 24, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 21. júní. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju föstu- daginn 30. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Kattavinafélag Íslands. Erlendur Þórðarson, Linda Udengård, Baldur Þorsteinsson, Elín Anna Baldursdóttir, Þórður Hans Baldursson, Hrafn Björnsson, Guðrún Biering, Þröstur Hrafnsson, Arnar Hrafnsson, Dagný Laxdal, Franklín Máni Arnarsson. Ástkær faðir, bróðir, mágur og frændi, ÖRN ÓLAFSSON, Austurströnd 10, sem lést þriðjudaginn 13. júní verður jarðsunginn frá Áskirkju sunnudaginn 25. júní kl. 11.00. Ívar Jóhann Arnarson, Snjólaug Guðrún Ólafsdóttir, Haraldur Briem, Jón Hjaltalín Ólafsson, Þórunn Þórhallsdóttir, Arnþrúður Jónsdóttir, Gunnar Haukur Stefánsson, Ólafur Andri Briem, Þórhalla Sólveig Jónsdóttir, Ármann Einarsson. Þórunn Snjólaug Gunnarsdóttir, Jón Hjaltalín Ármannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.