Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MIKIÐ af þeirri neikvæðu gagn- rýni sem íslenskt efnahagslíf hefur fengið undanfarna mánuði er að mörgu leyti óréttmæt, að mati dr. Frederic S. Mishkin en hann kynnti ásamt dr. Tryggva Þór Herberts- syni skýrslu um fjármálastöðug- leika á Íslandi á fundi sem Við- skiptaráð Íslands stóð fyrir í Kaupmannahöfn í gær, að því er segir í tilkynningu frá Viðskipta- ráði. Fundargestir voru um hundrað, flestir starfsmenn erlendra fjár- málastofnana og greiningaraðilar lánshæfisfyrirtækja en líkt og margir muna þá gaf Danske Bank út skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem nefnd hefur verið svarta skýrslan. Sagði Mishkin samanburð á Ís- landi og nýmarkaðsríkjum afar mis- ráðinn og áréttaði mikilvægi þess að koma áleiðis til greiningaraðila upplýsingum um íslenskt hagkerfi. Aðspurður sagði dr. Tryggvi Þór Herbertsson að krosseignarhald í íslenskum fyrirtækjum væri mjög á undanhaldi og unnið væri að því að draga úr slíku. Meginniðurstaða höfunda er sú að hverfandi hætta sé á fjármála- kreppu á Íslandi. Þetta er þriðji fundurinn sem Viðskiptaráð stendur fyrir, en áður hafa Mishkin og Tryggvi kynnt skýrsluna í New York og London. Fram kom í máli Höllu Tómasdótt- ur, framkvæmdastjóra Viðskipta- ráðs, að fundirnir væru innlegg í umræðu um íslenskt hagkerfi og það væri von hennar að hún myndi dýpka umræðuna og ljá henni fræðilega vigt. Gagnrýni á íslenskt efnahagslíf óréttmæt Kreppa Hverfandi hætta er sögð á fjármálakreppu á Íslandi. Fundur Viðskiptaráðs í Kaupmannahöfn vel sóttur VERKALÝÐSFÉLAG starfsfólks í stáliðnaði í Bandaríkjunum hefur gert kjarasamning við bandaríska stóriðjufyrirtækið Alcoa. Nær samningurinn til níu þúsund starfsmanna Alcoa í fimmtán verksmiðjum félagsins í Banda- ríkjunum. Gildir samningurinn í fjögur ár. Alcoa er að byggja ál- verksmiðju á Reyðarfirði, Fjarða- ál. Þrátt fyrir að ekki hafi farið fram allsherjaratkvæðagreiðsla um samninginn segir talsmaður verkalýðsfélagsins að hann eigi ekki von á öðru en samningurinn verði samþykktur, þar sem flestir starfsmenn í verksmiðjunum fimmtán hafi samþykkt hann. Alain Belda, forstjóri Alcoa, sem er stærsti álframleiðandi í heimi, er ánægður með samninginn og telur hann góðan fyrir báða aðila. Samningurinn gildir fyrir um 20% af mannafla Alcoa í Banda- ríkjunum en um 7% af starfs- mönnum félagsins á heimsvísu. Alls starfa 129 þúsund manns hjá Alcoa í heiminum. Samningurinn gildir fyrir verk- smiðjur Alcoa í Arkansas, Indiana, Iowa, Kentucky, New York, Norð- ur-Karólínu, Virginíu, Tennessee, Texas og Washington. Bandarískt verka- lýðsfélag gerir kjara- samning við Alcoa        !   $     % $&!!'! "                  !" #$%  &'   &"    %  #%  () %" %  '%* #% + %*  ,  ,  &  %  -./01 &21#%  3    !" #$  %   4 %*  4. 02%   5 %*   672  89& % 8. :;"" %". 0  0 %  < %%   0 %  %!&$ $ '( & * =;220   -1>" -0%*  ')* +$ 5?=@ -A0   0 0    /      /     /    / / / / / ; %" 1 ;  0 0 / / / / / / / / / / / / / / / / / B CD / B  CD B CD B  CD B CD / B / CD B / CD B /  CD / / B / CD B  CD B CD / / / / B CD / / / / / 4 * 0   *" % : #0 A  *" E ( -          /      /       /    / / / / /                   /    / /                 /   / /  < 0   A )$   :4 F "%  &2 *  0      /  /   /     / / / / / MEÐALATVINNUTEKJUR í að- alatvinnugrein voru 2,9 milljónir króna árið 2005 og hækkuðu um 8,2% milli ára. Meðalatvinnutekjur í aðalatvinnu- grein voru hærri á höfuðborgar- svæðinu en utan þess. Árið 2005 voru meðalatvinnutekjur á höfuðborgar- svæðinu 3,1 milljón króna og hækk- uðu um 7,4% milli ára. Utan höfuð- borgarsvæðis hækkuðu meðalatvinnutekjur meira eða um 9,3% og voru 2,7 milljónir króna. Í frétt Hagstofu Íslands kemur fram, að utan höfuðborgarsvæðisins voru tekjur hæstar á Austurlandi, 2,9 milljónir króna, en lægstar á Norðurlandi vestra, 2,5 milljónir króna. Meðalatvinnutekjur í aðalat- vinnugrein voru hæstar í atvinnu- greininni fjármálaþjónusta, lífeyris- sjóðir og vátryggingar eða 5,1 milljón króna árið 2005 og hækkuðu um 20,1% milli ára. Konur sækja á Meðalatvinnutekjur karla í aðalat- vinnugrein voru 3,6 milljónir króna árið 2005 og höfðu hækkað um 7,8% milli ára. Meðalatvinnutekjur kvenna í aðalatvinnugrein voru 2,3 milljónir króna og höfðu hækkað um 8,8%. Að meðaltali voru konur með 63,7% af meðalatvinnutekjum karla árið 2005 en voru með 56,7% árið 1998. Hlutfallið hækkaði um 0,9% milli áranna 2004 og 2005. Ef skoðað er hlutfall atvinnu- greina af heildaratvinnutekjum milli áranna 2004 og 2005 kemur m.a. í ljós, að hlutfall fiskveiða, fiskvinnslu og landbúnaðar; dýraveiða og skóg- ræktar hefur minnkað ef litið er til landsins alls en hlutfall byggingar- starfsemi og mannvirkjagerðar og fjármálaþjónustu, lífeyrissjóða og vátrygginga hefur aukist, að því er segir í frétt Hagstofu Íslands. Atvinnutekjur Íslendinga hækka um 8,2% milli ára 6 *G -H8     C C &:-= ! I      C C ? ? J,I      C C J,I ( % 6    C C 5?=I !K L%  C C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.