Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 41 ENDURKOMUR af ýmsu tagi eru orðnar nokkuð algengar á ýms- um sviðum mannlífsins. Þetta fyrir- bæri er ekki síst vanalegt í listageir- anum og þá sérstaklega þegar um tónlist og leiklist er að ræða á meðan það er til að mynda frekar sjaldgæft að menn hasli sér aftur völl í stjórn- málum. Stjórnmálin eru þó ekki al- veg laus við þetta samanber nýlega umræðu um endurkomu Finns Ing- ólfssonar í íslensk stjórnmál sem og þegar Richard Nixon varð forseti Bandaríkjanna nokkrum árum eftir að hafa yfirgefið stjórnmálasviðið með dramatískum hætti. Á þetta er minnst þar sem í skák- inni hafa endurkomur sterkra skák- manna orðið tíðari en oft áður. Gata Kamsky hafði ekki teflt í næstum áratug þegar hann sneri aftur og hef- ur nú þegar sýnt það og sannað að hann er einn öflugasti og skemmti- legasti skákmaður samtímans. Jó- hann Hjartarson tefldi á Ólympíu- skákmótinu nýverið eftir langt hlé en Héðinn Steingrímsson er sá íslenski skákmaður sem hefur náð einni af farsælustu endurkomu íslenskra skákmanna. Héðinn varð heims- meistari 12 ára og yngri árið 1987 og Íslandsmeistari 15 ára gamall árið 1990. Í kjölfar þessa mikla áfanga átti hann nokkuð erfitt uppdráttar og stuttu eftir að hann varð alþjóðlegur meistari árið 1994 hætti hann að tefla að mestu leyti. Á síðasta ári tók hann þá ákvörðun að hefja taflmennsku á ný af fullum krafti og hefur hann náð góðum tökum á skáklistinni þar sem hann hefur hækkað á þessum stutta tíma um 50 stig og hefur nú 2.447 stig. Fyrir skömmu tók Héðinn þátt í alþjóðlegu móti sem fram fór í Lodi á Ítalíu þar sem íslenski meistarinn var 13. stigahæsti keppandinn af 70 þátttakendum. Tefldar voru níu um- ferðir og í fyrstu þrem skákunum lagði Héðinn minni spámenn örugg- lega að velli. Í fjórðu umferð hafði hann svart gegn stórmeistaranum Evgeny Postny (2.572) frá Ísrael. Hvítt: Evgeny Postny (2.572) Svart: Héðinn Steingrímsson (2.447) 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 a6 4. e3 b5 5. a4 Bb7 6. b3 cxb3 7. axb5 axb5 8. Bxb5+ c6 9. Hxa8 Bxa8 10. Bc4 e6 11. Dxb3 Rd7 Í fræðunum er talið að hvítur fái betra tafl í þessu afbrigði og það verður reyndin í þessari skák. Á hinn bóginn er frumkvæði hvíts ekki mik- ið og hann þarf að tefla nákvæmt svo að hann glutri því ekki niður. 12. 0-0 Be7 13. Ba3 Rgf6 14. Re5 Rxe5 15. dxe5 Rd7 16. Hd1 Db8 17. Da2 Hvítur reynir að viðhalda þrýst- ingnum á svörtu stöðuna enda hefur svartur ekki hrókerað ennþá og kom- ið liðskipan sinni í viðunandi horf. Stöðumynd 1 17. … c5!? Skynsamlega leikið þar sem eftir 17...Rxe5 18. Bxe7 Kxe7 19. Da3+ hefði hvítur hættuleg færi fyrir peð- ið. Í framhaldinu tekst svörtum að hrókera. 18. f4 Db7 19. Rc3 0-0 20. e4? Engin ástæða var að ýta peðinu fram að svo stöddu. 20. Dc2 var betra til að undirbúa pressu meðfram b1- h7 skálínunni. 20. … Rb6! 21. Bf1 Dc6 22. Bb5 Dc7 23. Df2 Bb7 24. Bf1?! Ha8! Svartur hefur nú náð undirtökun- um enda er hrókurinn hans kominn á opna línu, menn hans standa vel og e4-peð hvíts er veikt. 25. Rb5 Dc6 26. Hc1 Rd7 27. Dd2 Stöðumynd 2 27. … Ba6! Svartur vinnur nú peð 28. Rd4 Dxe4 29. Rxe6? Tapleikurinn þar eð hvítur verður í framhaldinu manni undir án viðun- andi bóta. 29. … fxe6 30. Bxa6 Hxa6 31. Dxd7 De3+ 32. Kh1 Dxa3 33. Hf1 c4 34. f5 Dd3 35. Dc8+ Bf8 36. Hg1 c3 37. fxe6 Ha7 38. Db8 Stöðumynd 3 38. … He7! Svarta staðan er nú gjörunnin. 39. Db3 g6 40. h3 Kg7 41. Hc1 De3 42. Hxc3 De1+ 43. Kh2 Dxe5+ 44. Kh1 De1+ 45. Kh2 Hxe6 46. Hc7+ Kh6 og hvítur gafst upp. Í fimmtu umferð beið Héðinn í lægri hlut gegn rúmenska alþjóðlega meistaranum Constantin Lupulescu (2.534) og síðustu skákum hans lauk öllum með jafntefli og endaði hann keppni með 6 vinninga. Hann mun sjálfsagt hækka um 8 stig vegna frammistöðu sinnar en honum var út- hlutað 6. sætið á mótinu eftir stigaút- reikning. Lokastaða efstu manna varð annars þessi: 1. Henrique Mecking (2.554) 7 vinninga af 9 mögulegum. 2.–4. Sergey Fedorchuk (2.576), Levente Vajda (2.511) og Evgeny Postny (2.572) 6½ v. 5.–13. Constantin Lupulescu (2.534), Héðinn Steingrímsson (2.447), Al-Rakib Abdulla (2.484), Mi- roljub Lazic (2.493), Enamul Hossain (2.460), Mila Mrdja (2.409), Sinisa Drazic (2.497), Roland Salvador (2.396) og Pablo Ricardi (2.515) 6 v. Það er fengur fyrir íslenska skák- hreyfingu að jafn hæfileikaríkur og sterkur skákmaður sem Héðinn Steingrímsson skuli hafa ákveðið að tefla á nýjan leik. Vonandi munu framfarir hans halda áfram og að hann nái því markmiði að verða stór- meistari í skák. Endurkoma Héðins HELGI ÁSS GRÉTARSSON Morgunblaðið/Ómar Verður Héðinn Steingrímsson stór- meistari í skák? Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Stöðumynd 3. daggi@internet.is SKÁK Lodi á Ítalíu 2. ALÞJÓÐLEGA SKÁKMÓTIÐ Í LODI 5.–11. júní 2006 Nissan Almera árg. '99, bensín, ek. 124 þús. Beinsk. Vetrardekk á felgum, CD, fjarstýrð samlæs- ing. Verð 470 þús. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 892 7828. Gullfallegur VW Passat 1600 árg. '99. Sumar- og vetrardekk á felgum. Góður bíll. Nýyfirfarinn, ek. 105 þús. Verð 850 þús. Mögul. á 100% láni. S. 868 8601/896 3677. Ford F350 King Ranch Diesel 4x4, '05, ek. 2.000 km, leður, sjálfsk., rafm. í öllu, Fx4, bakksk., shift on the fly o.fl. o.fl. + aukahl. fyrir 330.000. Skipti möguleg. Vsk. bíll. Uppl. í síma 892 4163, ansa@internet.is. Ford Bronco II, 1987. Sk. 06. Ek. 214.000 km. Heilsárs- dekk. Smurbók og þjónustunótur. S. 892 7997 og 551 7997. Bílar VW Polo árg. 2003 5 dyra, beinsk., ek. 75 þús. Álfelgur. Fal- legur og góður bíll. Einn eigandi. Verð 950 þús. Uppl. í s. 863 9461. VW Golf árg. '96, ek. 160 þús. km. Fallegur Golf, vel farinn en þarfnast smá lagfæringar á vél. Mikið nýtt, s.s. tímareim og kúpl- ing o.fl. Verð 50.000. Uppl. í síma 840 3535 Lárus. Útsala! Subaru Forester '98, ek. 155 þús., ssk., sumard., vetrard. á felg., dráttarbeisli, upphækkun, nýsk. Tilboðsverð 600 þús. Topp- eintak. S. 899 7512/868 1287. Toyota ek. 62 þús. km. Tilboð! Tilboð! Toyota Yaris 1.0 VVTi 6/ 2004, ek. 61 þús, CD, 3 dyra. Ásett verð 1.090 þús. Tilboð 900 þús. Gsm 693 7815. Til sölu Suzuku Ignis 1500 Sport árg. '04, 109 hestöfl. Ekinn aðeins 18 þús. Einn eig. Aukabúnaður. Tveir gangar á nýjum dekkjum, allt á sportfelgum. Veðbandalaus. Verð 1.350 þús. Möguleiki á 100% láni. S. 868 1129/896 3677. Til sölu stórglæsilegur Chevrolet Corvette árg. '94, ekinn aðeins 87 þús. km. Ný dekk, bíll í topp- standi, veðbandalaus. Verð 2.850 þús. Möguleiki á 100% láni. Uppl. í síma 868 8601/896 3677. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Til sölu Citroen C4 árgerð '05, dökkblár, 16" álfelgur, sumar- og vetrardekk fylgja. Ekinn 18 þús. km. Fæst gegn yfirtöku á bílaláni. Upplýsingar í síma 820 1505. Nýir og nýlegir bílar langt undir markaðsverði Leitin að nýjum bíl hefst á www.islandus.com. Öflug þjónusta, íslensk ábyrgð og bíla- lán. Við finnum draumabílinn þinn um leið með alþjóðlegri bílaleit og veljum besta bílinn og bestu kaupin úr meira en þremur millj- ónum bíla til sölu, bæði nýjum og nýlegum. Seljum bíla frá öllum helstu framleiðendum. Sími þjón- ustuvers 552 2000 og netspjall á www.islandus.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.