Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 24
Í hvert glas þarf: 2 msk. hrásykur ½ til 1 dl vatn 6–8 klaka Safa úr 1–2 lime-ávöxtum Einn tvöfaldan af rommi (helst Havana Club), má sleppa Lúku af ferskri myntu Sódavatn Öllu nema rommi og nokkr- um fallegum myntustilkum er dembt í blandara og klakinn mulinn og myntan tætt meðan sykurinn leysist upp (3–4 glös komast í blandara). Ef á að hafa drykkinn áfengan er rommið sett í hátt glas ásamt fallegum stilk af myntu með laufum og blöndunni hellt yfir þar til glasið er um 2⁄3 fullt. Fyllið upp með sódavatni, hrærið og drekkið strax! „Mojito“ Ég smakkaði þennan drykkí fyrsta sinn á Kúbu fyrirátta árum. Þá var tekið ámóti okkur á flugvell- inum með ísköldum Mojito, sem var ótrúlega svalandi, og þetta er sann- arlega mikill sumardrykkur sem á vel við í sól og hita,“ segir Ragnheið- ur Erla Rósarsdóttir eða Raggý, sem finnst gaman að búa til Mojito, enda býr hún svo vel að eiga krydd- jurtahorn í garðinum heima hjá sér, þar sem hún ræktar meðal annars myntu, sem skiptir öllu máli þegar Mojitodrykkurinn er annars vegar. „Myntan verður að vera fersk og auðvitað best að hún sé beint úr garðinum. Myntan gerir drykkinn svo fallegan og girnilegan.“ Mojitostemning í veiðihúsinu Undanfarin fimmtán ár hefur það verið árlegur viðburður hjá Raggý og vinkonum hennar að fara saman á sumri og veiða lax. „Frá því ég fór til Kúbu hefur Mojitodrykkurinn verið ómissandi partur af þeirri ferð. Ég tek þá hráefnið með mér og bý drykkinn til á staðnum og það skapar mikla stemningu að reiða hann fram í veiðihúsinu.“ Raggý segir að Kúbverjar setji stundum angostura út í Mojitodrykkinn, en það er kryddsósa ekki ósvipuð og tabaskó. „Þeir setja nokkra dropa út í, sem ýkir bragð drykksins, en ég hef aldrei gert það. Ég mæli aft- ur á móti með óáfengum Mojito- drykk, þar sem romminu er sleppt. Hann er mjög góður og ég bý hann gjarnan til handa börnunum mín- um.“ Raggý segir myntuna vera frá- bæra í matargerð og hún notar hana til dæmis þegar hún býr til heilsu- drykk (boost) í matvinnsluvélinni. „Myntan er auðræktanleg, það er hægt að pota henni niður hvar sem er. Hún er mjög harðger og það er hægt að nota hana yfir veturinn, þótt hún sé svolítið slöpp á þeim tíma.“ Tíu metra fjölskylduvinur Raggý er mikil garðakona og not- ar hverja stund sem gefst til að vera í garðinum. „Á góðviðrisdögum stækkar húsið okkar í raun um þá fermetra sem garðurinn er. Þá er mikið líf og fjör hérna, vinir krakk- anna okkar koma og þau klifra í trjánum sem eru stór og freistandi. Við köllum stóra reynitréð hér í horninu til dæmis tíu metra fjöl- skylduvininn.“ Grænn og girnilegur Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Ragnheiður Erla Rósarsdóttir sækir sér oft myntu út í garð en þar er hún með lítið kryddjurtahorn. júní Daglegtlíf  SUMARDRYKKUR | Ragnheiður Erla Rósarsdóttir notar myntu beint úr garðinum ÞAÐ eru ekki meira en um tíu ár síðan konum þótti það frekar vandræðalegt ástand að vera þungaðar og gerðu allt til að fela hið breytta vaxtarlag. Tímarnir hafa heldur betur breyst, því nú orðið leggja konur frekar áherslu á stækkandi kúluna með klæða- burði sínum. Á vef New York Times segir kona nokkur sögu af atviki sem gladdi hana og ber þessu breytta hugarfari glöggt vitni. „Hárið á mér var rosalega flott þennan dag,“ lýsir hún. „Ég var í nýtísku gallabuxum og í toppi og skóm samkvæmt nýjustu tísku. Þar sem ég stóð og var að velja mér sólgleraugu kom sölu- konan til mín og sagði: Oh, þú ert svo Angelinu Jolie-ólétt.“ Í lokin lýsir hún því að þetta ávarp sölu- konunnar hafi alveg bjargað deg- inum. Að hluta til er talið að rekja megi þetta breytta hugarfar til þess, að konur fresta orðið barn- eignum fram yfir þrítugt. Þá eru þær búnar að finna sinn eigin stíl og hafa efni á því að láta ým- islegt eftir sér í fatavali. Angel- ina Jolie hefur ekki síður átt þátt í breyttu hugarfari kvenna, en hún klæddi sig ætíð samkvæmt nýjustu tísku á nýliðinni með- göngu. Tískuhönnuðir hafa gripið þetta breytta hugarfar á lofti og hanna meðgöngufatnað í gríð og erg. Áður fyrr var ekki um auð- ugan garð að gresja fyrir konur sem áttu von á sér, en nú bætast æ fleiri tískufyrirtæki í hóp þeirra sem gleðja þungaðar kon- ur með glæsilegri hönnun. Svo langt hefur jafnvel gengið að konur, sem ekki eru barnshaf- andi, sækja í tískufatnað þennan. Netið hefur líka átt sinn þátt í vaxandi áhuga á meðgöngufatn- aði, sem tilheyrir hátísku, því auðvelt er að kaupa slíkan fatnað í netverslunum. Meðgöngufatnaður sem hátíska  TÍSKA neimanmarcus.com nordstrom.com UNGMENNAFÉLAG Íslands hvet- ur fólk þetta sumar til að ganga sem mest og af því tilefni er Leiðabók UMFÍ komin út. Bókin er gefin út í fjórða sinn og inniheldur upplýsingar um stikaðar gönguleiðir. Um er að ræða styttri leiðir sem tekur um 1–2 tíma að ganga. Í bókinni eru veittar upplýsingar um upphafsstað hverrar göngu og gefin stutt leiðarlýsing. Gefið er yfirlit yfir um 272 gönguleið- ir um allt land. Gönguleiðabókin inni- heldur einnig upplýsingar um 23 fjöll sem hafa á toppnum gestabækur og þeir sem skrá sig í þær lenda í lukku- potti UMFÍ sem dregið verður úr í kringum fyrsta vetrardag. Þetta verkefni kallast Fjölskyldan á fjallið. Frekari upplýsingar um leiðirnar 272 sem eru í bókinni og um lengri gönguleiðir ásamt upplýsingum um lengd þeirra, eru að finna á vefnum www.ganga.is. Á heimasíðunni má einnig finna fjölda upplýsinga er við- kemur göngubúnaði og undirbúningi fyrir gönguferðir. Leiðabókin er aðgengileg á öllum Olísstöðvum um landið og er öllum að kostnaðarlausu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hjörleifshöfði á Mýrdalssandi er hluti af verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Stuttar gönguleiðir  BÆKUR www.ganga.is SAMSETNING þessa drykkjar fer alfarið eftir því hvað er til á heimilinu. En alveg nauðsynlegt er að hafa eftirfarandi þannig að hann verði góður: 1 banani 6–8 klakar vanilluskyr (eða eftir smekk) eða 2 msk af góðu próteini með van- illubragði eða sojajógúrt góð lúka af berjum (vínber, blá- ber, hindber, kirsuber, einhver fersk og helst lífrænt ræktuð ber) lúka af myntu (eða piparmyntu) 2 Weetabix Öllu dembt í blandara og bland- að þar til allt er komið í mauk. Síðan er bara að nota ímyndunar- aflið og bragðlaukana til að fikra sig áfram. Oft er nauðsynlegt að þynna drykkinn og fer þá eftir smekk hvað fólk notar. Vatn, und- anrenna, sojamjólk eða jafnvel djús (á ekki vel við með skyrinu). Síðan hefur hörfræolía og grænt te ratað í drykkinn líka. Ef það er hollt og maukast má setja það út í. Heilsudrykkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.