Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 43
Brotchie leiða tónlistina, en Ása Björk leiðir messuna og prédikar jafnframt. Altarisganga. Þetta er síðasta þema- messa júnímánaðar, en eftir þessa messu er sumarfrí í messuhaldi kirkj- unnar til 13. ágúst. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Kórinn leiðir söng. Organisti er Ester Ólafsdóttir. Kaffisopi að guðsþjónustu lokinni. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Org- anisti Keith Reed. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Sigfús Kristjánsson. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Kór Digra- neskirkju A hópur. (www.digra- neskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Helgistund í Fella- og Hólakirkju kl. 20 í umsjá sr. Guðmundar Karls Ágústssonar. Kór kirkj- unnar leiðir safnaðarsöng. Organisti Lenka Mateova. Boðið verður upp á grill á vægu verði eftir helgistundina. GRAFARHOLTSSÓKN: Kvöldmessa kl. 20 í Þórðarsveig 3. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helga- dóttir, lesari Kristbjörg Jónasdóttir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti: Hörður Braga- son. HJALLAKIRKJA: Sameiginleg guðsþjón- usta safnaðanna í austurbæ Kópavogs, Digranes-, Hjalla- og Lindasafnaða, er í júnímánuði í Digraneskirkju kl. 11. Prest- ar safnaðanna þjóna. Við minnum á bæna- og kyrrðarstundir í Hjallakirkju á þriðjudögum kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. Boðið verður upp á hressingu að lokinni guðsþjónustu. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 12.10. LINDASÓKN í Kópavogi: Sameiginleg guðsþjónusta Linda-, Hjalla- og Digranes- safnaða í Digraneskirkju kl. 11. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta í Skóg- arbæ kl. 16. Sr. Valgeir Ástráðsson pré- dikar. Organisti Magnús Ragnarsson. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Alt- arisganga.Sr. Valgeir Ástráðsson prédik- ar, organisti Magnús Ragnarsson. Sjá nánar um kirkjustarf á www.seljakirkja- .is. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyr- irbænum. Ragnar Schram og Kristbjörg Gísladóttir sýna myndir, predika og segja frá starfi sínu sem kristniboðar í Omo Rate í Suður-Afríku. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ er sýndur á Omega kl. 14. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bænastund alla miðvikudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út- varp Boðun FM 105,5. Allir alltaf vel- komnir. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Vitnisburðarsamkoma sunnudag kl. 20 í umsjá Braga Unnsteinssonar. Lofgjörð og vitnisburðir. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Hafliði Kristinsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Fyr- irbænir í lok samkomu. Allir velkomnir. Barnakirkja á meðan samkomu stendur, öll börn velkomin frá 1–12 ára. Hægt er að hlusta á beina útsendingu á Lindinni fm 102,9 eða horfa á www.gospel.is Á Omega er sýnd samkoma frá Fíladelfíu kl. 20. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 ár- degis á ensku og kl. 12 á hádegi á ís- lensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Tilbeiðslustund er haldin í Krists- kirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Reykjavík, Maríukirkja við Rauf- arsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga:Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Tilbeiðslu- stund á mánudögum frá kl. 19.00 til 20.00. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Tilbeiðslustund á hverjum degi kl. 17.15. Karmel- klaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnu- daga: Messa kl. 14.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnu- daga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laug- ardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnu- daga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþ- ólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagils- stræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00 Tilbeiðslu- stund á hverjum föstudegi kl. 17.00 og messa kl. 18.00 KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Biblíufræðsla kl. 10.00. Guðþjón- usta kl. 11.00. Ræðumaður: Eric Guð- mundsson. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11.00. Ræðumaður: Björgvin Snorra- son. Safnaðarheimili aðventista Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10.00. Guðþjónusta kl. 11.00. Safn- aðarheimili aðventista Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11.00. Aðventkirkjan Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíu- fræðsla kl. 10.00. Guðsþjónusta kl. 11.00. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11. Guðsþjónusta í kjölfar Jónsmessu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guð- mundar H. Guðjónssonar, organista. Kaffisopi á eftir í Safnaðarheimilinu. Eft- ir hádegi, kl. 13.30, verður guðsþjón- usta á Hraunbúðum sem einnig er öllum opin. Sr. Kristján Björnsson, sókn- arprestur. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morg- unsöngur kl. 10.30. Ath. breyttan tíma. Íhugunarefni: Spádómsbók Jesaja. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Org- anisti Antonia Hevesi. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Helgi- stund á sumarkvöldi sunnudag kl. 20. Prestur sr. Yrsa Þórðardóttir. Einsöngur Sigurður Skagfjörð. Organisti Antoía He- vesi. Allir velkomnir. BESSASTAÐAKIRKJA: Messa kl.11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar ásamt Bjarti Loga Guðnasyni organista og Álft- aneskórnum. Allir velkomnir. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 20. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Nanna Guðrún Zoëga djákni þjóna ásamt Jóhanni Bald- vinssyni organista og kór Vídalínskirkju. Sjá www.gardasokn.is. Allir velkomnir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kirkjukór Keflavík- urkirkju leiðir söng undir stjórn Hákonar Leifssonar organista. Meðhjálpari Helga Bjarnadóttir. BORGARNESKIRKJA: Messa kl. 14. Fermd verður Aníta Ársól Torfadóttir, Höfðaholti 4. Sóknarprestur. GRAFARKIRKJA á Höfðaströnd: Helgi- stund sunnudagkvöld kl. 20. Kirkjukór Hofsóss syngur fallega kvöldsálma undir stjórn Önnu Kristínar Jónsdóttur. Sr. Gunnar Jóhannesson leiðir stundina og flytur hugleiðingu. Allir velkomnir. Að venju verður boðið upp á kaffisopa og meðlæti undir kirkjuveggnum að athöfn lokinni. HÓLADÓMKIRKJA: Kaþólski dagurinn. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Gunn- laugur Garðarsson, organisti Jóhann Bjarnason. Hátíðarsamkoma kl. 14. Fyr- irlestrar um Jón Helga Ögmundsson, dr. Einar Sigurbjörnsson og Margaret Jean Cormack. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta sunnudag með léttri tónlist kl. 20.30. Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Kross- bandið leiðir söng. Ragga, Snorri og Kristján. Ljúf kvöldstund í kirkjunni. Allir velkomnir. Molakaffi í safnaðarsal. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Al- menn samkoma kl. 20. Níels Jakob Erl- ingsson talar. ÞINGMÚLAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Prestur: Vigfús Ingvar Ingvarsson. Organisti Torvald Gjerde. Kór Vallanes- og Þingmúlasóknar. Fermdur verður Garðar Örn Garðarsson, Vaði, Skriðdal. Sóknarprestur. HOFTEIGSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Fermd verða: Fanney Sigurðardóttir, Mælivöllum, Jökuldal og Vilhjálmur Pálmi Snædal, Skjöldólfsstöðum 1, Jök- uldal. Sóknarpresturinn, Lára G. Odds- dóttir, prédikar og þjónar fyrir altari, fermingarbörnin lesa ritningartexta dags- ins. Organisti er Kristján Gissurarson. Allir velkomnir. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Kristinn Á. Friðfinnsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Selfoss syngur. Organisti og söngstjóri: Glúmur Gylfason. Miðviku- dagur 28. júní kl. 11. Foreldramorgunn í lofti Safnaðarheimilisins. Opið hús, spjall og hressing. Sr. Gunnar Björns- son. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Árni Svanur Daníelsson guðfræð- ingur prédikar. Sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir þjónar fyrir altari. Organisti Ing- unn Hildur Hauksdóttir. SÓLHEIMAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Ester Ólafsdóttir. Lokabæn flytur Úlf- hildur Stefánsdóttir. Eyþór Jóhannsson og Kristján Már Ólafsson aðstoða við at- höfnina. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 43 KIRKJUSTARF Helgistund í Grafarkirkju á Höfðaströnd HIN árlega helgistund í Graf- arkirkju á Höfðaströnd verður að kvöldi sunnudagsins 25. júní og hefst stundin kl. 20. Kirkjukór Hofsóss syngur fallega kvöldsálma undir stjórn Önnu Kristínar Jónsdóttur. Sr. Gunnar Jóhannesson leiðir stundina og flyt- ur hugleiðingu. Grafarkirkja er meðal elstu guðshúsa á landinu og telst jafn- framt til elstu húsa sem enn standa á Íslandi. Grafarkirkja var að lík- indum reist af Gísla Þorlákssyni Hólabiskupi (1657–1684). Hall- grímur Pétursson passíusálma- skáld fæddist að Gröf árið 1614. Allir eru hjartanlega velkomnir til góðrar stundar í kvöldsólinni. Að venju verður boðið upp á kaffisopa og meðlæti undir kirkjuveggnum að athöfn lokinni. Sóknarprestur. Fegurð og nýir sálmar í Fríkirkjunni í Reykjavík SÍÐASTA þemamessa júnímánaðar er í kirkjunni kl. 20. Til liðs við Önnu Siggu söngkonu og Ásu Björk prest gengur nú Douglas A. Brotc- hie, organisti Háteigskirkju og mikill sálmaáhugamaður. Sálmarnir sem sungnir verða eru allir nýir og ferskir og verður þeim hér varpað fram til kynningar og öllum til yndisauka. Þema kvöldsins í prédikun Ásu Bjarkar er fegurðin, í öllum sínum margbreytileika. Fjölbreytt dagskrá í Hallgrímskirkju Í DAG, laugardaginn 24. júní,verða hádegistónleikar kl. 12 og á morg- un sunnudag kvöldtónleikar kl. 20 í tónleikaröðinni Alþjóðlegt orgels- umar í Hallgrímskirkju. Thomas Trotter leikur á orgelið, en hann er meðal þekktustu organista heims í dag. Á sunnudag verður messa í Hall- grímskirkju kl. 11. Fimm drengir verða fermdir, en þeir eru búsettir í Noregi og hafa fengið sína fræðslu þar, en fermast á Gamla Fróni til að geta verið nær fjölskyldunni. Drengirnir heita: Arnar Hugi Birkisson, Ingiberg Viggósson, Ólafur Einar Hafliðason, Þorsteinn Darri Þorrason og Þórir Freyr Finnbogason. Sr. Helgi Hróbjarts- son, prestur Íslendinga í Noregi, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Hópur úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur undir stjórn Björns Steinar Sólbergssonar organista. Ensk messa í Hallgrímskirkju Á SUNNUDAG, 25. júní nk. kl. 14, verður haldin ensk messa í Hall- grímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Björn Steinar Sólbergsson. Guðrún Finnbjarnardóttir mun leiða almennan safnaðarsöng. Fimmta árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síð- asta sunnudag hvers mánaðar. Messukaffi. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja) 25th of June, at 2 pm. Holy Comm- union. The Third Sunday after Pentecost. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Organist: Björn Steinar Sólbergs- son. Leading singer: Guðrún Finn- bjarnardóttir. Refreshments after the Service. Kolaportsmessa Á MORGUN, sunnudaginn 25. júní kl. 14, verður Kolaportsmessa í „Kaffi Port“ innst í Kolaportinu. Frá kl. 13.30 syngur og spilar Þor- valdur Halldórsson ýmis þekkt lög, bæði eigin og annarra. Hann annast einnig tónlistina í helgihaldinu ásamt Margréti Scheving. Sr. Bjarni Karlsson annast helgihaldið og prédikar. Öllum er velkomið að koma með fyrirbænarefni. Í gegnum tíðina hefur skapast andrúmsloft tilbeiðslu í þessu óvenjulega guðshúsi. Þó margt sé um að vera í Kolaportinu eru ávallt margir þátttakendur sem gjarnan fá sér kaffisopa, syngja, biðja og hlusta. Í lok stundarinnar er gengið um með olíu og krossmark gert í lófa þeirra sem vilja. Um leið eru flutt blessunarorðin: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig“. Að sjálfsögðu eru allir velkomn- ir. Kvennakirkjan í Strandarkirkju KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í Strandarkirkju í Selvogi sunnudaginn 25. júní kl. 20.30. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir leiðir messuna. Kvennakirkjukonurnar Elín Lóa Kristjánsdóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir prédika. Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng und- ir stjórn Aðalheiðar Þorsteins- dóttur. Sama dag verður miðsum- arferð Kvennakirkjunnar farin í Hveragerði og Stokkseyri og endar með messunni í Strandarkirkju. Þangað er allt fólk velkomið. Kristniboðar á samkomu hjá Íslensku Kristskirkjunni RAGNAR Schram og Kristbjörg Gísladóttir, sem starfað hafa sem kristniboðar í Afríku undanfarin ár, eru nú hér á landi í stuttu fríi. Þau munu tala á samkomu á sunnu- dag kl. 20, sýna myndir og segja frá starfi sínu meðal Dasenets- manna. Gúllasguðsþjónusta í Óháða söfnuðinum Á MORGUN, sunnudaginn 25. júní kl. 11, er hin árlega gúllasguðsþjón- usta í Óháða söfnuðinum. Að vanda er það hinn ungverski organisti í Óháða söfnuðinum Peter Máté, sem útbýr gúllasið, en hann kemur með krydd austan úr Ungverjalandi. Eru allir hjartanlega velkomnir í gúllasguðsþjónustuna. Vormisserisstarfinu lýkur með gúllasguðsþjónustunni og er næst messað 13. ágúst kl. 20.30. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Grafarkirkja á Höfðaströnd. MESSUR Á MORGUN BLÓMAVAL og Húsasmiðjan eru meðal þeirra fyrirtækja sem styrkja verkefni Rauða kross Ís- lands. Fyrirtækin styrkja verk- efni Rauða krossins með beinu fjárframlagi í þrjú ár. Félagsmenn í Rauða kross- inum njóta einnig góðs af þess- um stuðningi Blómavals og Húsasmiðjunnar við fé- lagasamtökin, því allir fé- lagsmenn Rauða krossins fá af- sláttarkort sem veita þeim 11% afslátt af viðskiptum við Húsa- smiðjuna og 10% afslátt af við- skiptum við Blómaval. Þór Daníelsson, verkefn- isstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands, afhenti á dög- unum fyrirtækjunum skjöld þar sem gerð er grein fyrir stuðn- ingnum. Þór Daníelsson, verkefnisstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands, afhenti þeim Víði Péturssyni og Kristni Einarssyni skjöld sem staðfest- ingu á samstarfi Blómavals og Húsasmiðjunnar við Rauða krossinn. Húsasmiðjan og Blómaval styrkja RKÍ LEIÐRÉTT Hluti af millifyrirsögn féll niður Tryggvi Friðjónsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargarheimilisins, skrifaði grein í blað- ið í gær með fyrirsögninni „Sjálfsbjargar- heimilið fyrirmyndarstofnun“. Hluti úr næstsíðustu millifyrirsögn grein- arinnar féll niður og gaf þess vegna villandi mynd af textanum. Rétt millifyrirsögn átti að vera „Stefna og stuðningur Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra“. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistök- unum. FRÉTTIR Mótmæla ákvörðun stjórnar LHS EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Geðlæknafélagi Íslands: „Stjórn Geðlæknafélags Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun yfirstjórnar Land- spítala – háskólasjúkrahúss að virða ekki dóm hæstaréttar í máli Tómasar Zoëga yf- irlæknis á geðsviði Landspítala – háskóla- sjúkrahúss frá 8. júní síðastliðnum, en hæsti- réttur komst að þeirri niðurstöðu að brottvikning Tómasar úr stöðu yfirlæknis hafi verið ólögmæt. Stjórn Geðlæknafélags Íslands krefst þess að yfirstjórn Landspítala – háskólasjúkra- húss fari að lögum og Tómas Zoëga fari aft- ur í stöðu yfirlæknis á geðsviði Landspítala – háskólasjúkrahúss án skilyrða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.