Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 43
Brotchie leiða tónlistina, en Ása Björk
leiðir messuna og prédikar jafnframt.
Altarisganga. Þetta er síðasta þema-
messa júnímánaðar, en eftir þessa
messu er sumarfrí í messuhaldi kirkj-
unnar til 13. ágúst.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari.
Kórinn leiðir söng. Organisti er Ester
Ólafsdóttir. Kaffisopi að guðsþjónustu
lokinni.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11.
Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Org-
anisti Keith Reed.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Sigfús Kristjánsson. Organisti
Bjarni Þór Jónatansson. Kór Digra-
neskirkju A hópur. (www.digra-
neskirkja.is).
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Helgistund í
Fella- og Hólakirkju kl. 20 í umsjá sr.
Guðmundar Karls Ágústssonar. Kór kirkj-
unnar leiðir safnaðarsöng. Organisti
Lenka Mateova. Boðið verður upp á grill
á vægu verði eftir helgistundina.
GRAFARHOLTSSÓKN: Kvöldmessa kl.
20 í Þórðarsveig 3. Prestur séra Sigríður
Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helga-
dóttir, lesari Kristbjörg Jónasdóttir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs-
kirkju syngur. Organisti: Hörður Braga-
son.
HJALLAKIRKJA: Sameiginleg guðsþjón-
usta safnaðanna í austurbæ Kópavogs,
Digranes-, Hjalla- og Lindasafnaða, er í
júnímánuði í Digraneskirkju kl. 11. Prest-
ar safnaðanna þjóna. Við minnum á
bæna- og kyrrðarstundir í Hjallakirkju á
þriðjudögum kl. 18 (sjá einnig á
www.hjallakirkja.is).
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Sóknarprestur sr. Ægir Fr. Sig-
urgeirsson predikar og þjónar fyrir altari.
Organisti Þóra Vigdís Guðmundsdóttir.
Boðið verður upp á hressingu að lokinni
guðsþjónustu. Bæna- og kyrrðarstund
þriðjudag kl. 12.10.
LINDASÓKN í Kópavogi: Sameiginleg
guðsþjónusta Linda-, Hjalla- og Digranes-
safnaða í Digraneskirkju kl. 11.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta í Skóg-
arbæ kl. 16. Sr. Valgeir Ástráðsson pré-
dikar. Organisti Magnús Ragnarsson.
Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Alt-
arisganga.Sr. Valgeir Ástráðsson prédik-
ar, organisti Magnús Ragnarsson. Sjá
nánar um kirkjustarf á www.seljakirkja-
.is.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma
kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyr-
irbænum. Ragnar Schram og Kristbjörg
Gísladóttir sýna myndir, predika og segja
frá starfi sínu sem kristniboðar í Omo
Rate í Suður-Afríku. Þáttur kirkjunnar
„Um trúna og tilveruna“ er sýndur á
Omega kl. 14.
BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp.:
Samkomur alla laugardaga kl. 11.
Bænastund alla miðvikudaga kl. 20.
Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út-
varp Boðun FM 105,5. Allir alltaf vel-
komnir.
FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a:
Vitnisburðarsamkoma sunnudag kl. 20 í
umsjá Braga Unnsteinssonar. Lofgjörð
og vitnisburðir. Kaffi og samfélag eftir
samkomu. Allir velkomnir.
FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl.
16.30. Ræðum. Hafliði Kristinsson.
Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Fyr-
irbænir í lok samkomu. Allir velkomnir.
Barnakirkja á meðan samkomu stendur,
öll börn velkomin frá 1–12 ára. Hægt er
að hlusta á beina útsendingu á Lindinni
fm 102,9 eða horfa á www.gospel.is Á
Omega er sýnd samkoma frá Fíladelfíu
kl. 20.
KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða-
smára 5 kl. 16.30.
BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11
sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30
á föstudögum.
KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga
heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða-
bæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 ár-
degis á ensku og kl. 12 á hádegi á ís-
lensku.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti,
dómkirkja og basilíka: Sunnudaga:
Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl.
18.00. Alla virka daga: Messa kl.
18.00. Tilbeiðslustund er haldin í Krists-
kirkju á hverju fimmtudagskvöldi að
messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til
19.15. Reykjavík, Maríukirkja við Rauf-
arsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00.
Laugardaga:Messa á ensku kl. 18.30.
Virka daga: Messa kl. 18.30. Tilbeiðslu-
stund á mánudögum frá kl. 19.00 til
20.00. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga:
Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl.
20.00. Hafnarfjörður, Jósefskirkja:
Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka
daga: Messa kl. 18.30. Tilbeiðslustund
á hverjum degi kl. 17.15. Karmel-
klaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30.
Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík,
Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnu-
daga: Messa kl. 14.00.
Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka
daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga:
Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnu-
daga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laug-
ardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík:
Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnu-
daga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþ-
ólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagils-
stræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00.
Sunnudaga: Messa kl. 11.00 Tilbeiðslu-
stund á hverjum föstudegi kl. 17.00 og
messa kl. 18.00
KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA:
Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja-
vík. Biblíufræðsla kl. 10.00. Guðþjón-
usta kl. 11.00. Ræðumaður: Eric Guð-
mundsson. Loftsalurinn Hólshrauni 3,
Hafnarfirði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla
kl. 11.00. Ræðumaður: Björgvin Snorra-
son. Safnaðarheimili aðventista Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10.00. Guðþjónusta kl. 11.00. Safn-
aðarheimili aðventista Blikabraut 2,
Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs-
þjónusta kl. 11.00. Aðventkirkjan
Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíu-
fræðsla kl. 10.00. Guðsþjónusta kl.
11.00.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl.
11. Guðsþjónusta í kjölfar Jónsmessu.
Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guð-
mundar H. Guðjónssonar, organista.
Kaffisopi á eftir í Safnaðarheimilinu. Eft-
ir hádegi, kl. 13.30, verður guðsþjón-
usta á Hraunbúðum sem einnig er öllum
opin. Sr. Kristján Björnsson, sókn-
arprestur.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morg-
unsöngur kl. 10.30. Ath. breyttan tíma.
Íhugunarefni: Spádómsbók Jesaja.
Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Org-
anisti Antonia Hevesi.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Helgi-
stund á sumarkvöldi sunnudag kl. 20.
Prestur sr. Yrsa Þórðardóttir. Einsöngur
Sigurður Skagfjörð. Organisti Antoía He-
vesi. Allir velkomnir.
BESSASTAÐAKIRKJA: Messa kl.11. Sr.
Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar ásamt
Bjarti Loga Guðnasyni organista og Álft-
aneskórnum. Allir velkomnir.
GARÐAKIRKJA: Messa kl. 20. Sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir og Nanna Guðrún
Zoëga djákni þjóna ásamt Jóhanni Bald-
vinssyni organista og kór Vídalínskirkju.
Sjá www.gardasokn.is. Allir velkomnir.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 11. Prestur sr. Sigfús
Baldvin Ingvason. Kirkjukór Keflavík-
urkirkju leiðir söng undir stjórn Hákonar
Leifssonar organista. Meðhjálpari Helga
Bjarnadóttir.
BORGARNESKIRKJA: Messa kl. 14.
Fermd verður Aníta Ársól Torfadóttir,
Höfðaholti 4. Sóknarprestur.
GRAFARKIRKJA á Höfðaströnd: Helgi-
stund sunnudagkvöld kl. 20. Kirkjukór
Hofsóss syngur fallega kvöldsálma undir
stjórn Önnu Kristínar Jónsdóttur. Sr.
Gunnar Jóhannesson leiðir stundina og
flytur hugleiðingu. Allir velkomnir. Að
venju verður boðið upp á kaffisopa og
meðlæti undir kirkjuveggnum að athöfn
lokinni.
HÓLADÓMKIRKJA: Kaþólski dagurinn.
Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Gunn-
laugur Garðarsson, organisti Jóhann
Bjarnason. Hátíðarsamkoma kl. 14. Fyr-
irlestrar um Jón Helga Ögmundsson, dr.
Einar Sigurbjörnsson og Margaret Jean
Cormack.
AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Fé-
lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta
sunnudag með léttri tónlist kl. 20.30.
Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Kross-
bandið leiðir söng. Ragga, Snorri og
Kristján. Ljúf kvöldstund í kirkjunni. Allir
velkomnir. Molakaffi í safnaðarsal.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Al-
menn samkoma kl. 20. Níels Jakob Erl-
ingsson talar.
ÞINGMÚLAKIRKJA: Messa sunnudag kl.
11. Prestur: Vigfús Ingvar Ingvarsson.
Organisti Torvald Gjerde. Kór Vallanes-
og Þingmúlasóknar. Fermdur verður
Garðar Örn Garðarsson, Vaði, Skriðdal.
Sóknarprestur.
HOFTEIGSKIRKJA: Messa sunnudag kl.
14. Fermd verða: Fanney Sigurðardóttir,
Mælivöllum, Jökuldal og Vilhjálmur
Pálmi Snædal, Skjöldólfsstöðum 1, Jök-
uldal. Sóknarpresturinn, Lára G. Odds-
dóttir, prédikar og þjónar fyrir altari,
fermingarbörnin lesa ritningartexta dags-
ins. Organisti er Kristján Gissurarson.
Allir velkomnir.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu-
dag kl. 11. Kristinn Á. Friðfinnsson.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Sókn-
arprestur prédikar og þjónar fyrir altari.
Kirkjukór Selfoss syngur. Organisti og
söngstjóri: Glúmur Gylfason. Miðviku-
dagur 28. júní kl. 11. Foreldramorgunn í
lofti Safnaðarheimilisins. Opið hús,
spjall og hressing. Sr. Gunnar Björns-
son.
ÞINGVALLAKIRKJA: Messa sunnudag kl.
14. Árni Svanur Daníelsson guðfræð-
ingur prédikar. Sr. Irma Sjöfn Ósk-
arsdóttir þjónar fyrir altari. Organisti Ing-
unn Hildur Hauksdóttir.
SÓLHEIMAKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 14. Sr. Birgir Thomsen
þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti
er Ester Ólafsdóttir. Lokabæn flytur Úlf-
hildur Stefánsdóttir. Eyþór Jóhannsson
og Kristján Már Ólafsson aðstoða við at-
höfnina.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 43
KIRKJUSTARF
Helgistund í
Grafarkirkju
á Höfðaströnd
HIN árlega helgistund í Graf-
arkirkju á Höfðaströnd verður að
kvöldi sunnudagsins 25. júní og
hefst stundin kl. 20.
Kirkjukór Hofsóss syngur fallega
kvöldsálma undir stjórn Önnu
Kristínar Jónsdóttur. Sr. Gunnar
Jóhannesson leiðir stundina og flyt-
ur hugleiðingu.
Grafarkirkja er meðal elstu
guðshúsa á landinu og telst jafn-
framt til elstu húsa sem enn standa
á Íslandi. Grafarkirkja var að lík-
indum reist af Gísla Þorlákssyni
Hólabiskupi (1657–1684). Hall-
grímur Pétursson passíusálma-
skáld fæddist að Gröf árið 1614.
Allir eru hjartanlega velkomnir
til góðrar stundar í kvöldsólinni. Að
venju verður boðið upp á kaffisopa
og meðlæti undir kirkjuveggnum
að athöfn lokinni.
Sóknarprestur.
Fegurð og nýir sálmar
í Fríkirkjunni
í Reykjavík
SÍÐASTA þemamessa júnímánaðar
er í kirkjunni kl. 20. Til liðs við
Önnu Siggu söngkonu og Ásu Björk
prest gengur nú Douglas A. Brotc-
hie, organisti Háteigskirkju og
mikill sálmaáhugamaður.
Sálmarnir sem sungnir verða eru
allir nýir og ferskir og verður þeim
hér varpað fram til kynningar og
öllum til yndisauka. Þema kvöldsins
í prédikun Ásu Bjarkar er fegurðin,
í öllum sínum margbreytileika.
Fjölbreytt dagskrá
í Hallgrímskirkju
Í DAG, laugardaginn 24. júní,verða
hádegistónleikar kl. 12 og á morg-
un sunnudag kvöldtónleikar kl. 20 í
tónleikaröðinni Alþjóðlegt orgels-
umar í Hallgrímskirkju. Thomas
Trotter leikur á orgelið, en hann er
meðal þekktustu organista heims í
dag.
Á sunnudag verður messa í Hall-
grímskirkju kl. 11. Fimm drengir
verða fermdir, en þeir eru búsettir í
Noregi og hafa fengið sína fræðslu
þar, en fermast á Gamla Fróni til að
geta verið nær fjölskyldunni.
Drengirnir heita: Arnar Hugi
Birkisson, Ingiberg Viggósson,
Ólafur Einar Hafliðason, Þorsteinn
Darri Þorrason og Þórir Freyr
Finnbogason. Sr. Helgi Hróbjarts-
son, prestur Íslendinga í Noregi,
prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni.
Hópur úr Mótettukór Hallgríms-
kirkju syngur undir stjórn Björns
Steinar Sólbergssonar organista.
Ensk messa
í Hallgrímskirkju
Á SUNNUDAG, 25. júní nk. kl. 14,
verður haldin ensk messa í Hall-
grímskirkju. Prestur verður sr.
Bjarni Þór Bjarnason. Organisti
verður Björn Steinar Sólbergsson.
Guðrún Finnbjarnardóttir mun
leiða almennan safnaðarsöng.
Fimmta árið í röð er boðið upp á
enska messu í Hallgrímskirkju síð-
asta sunnudag hvers mánaðar.
Messukaffi.
Service in English
SERVICE in English at the Church
of Hallgrímur (Hallgrímskirkja)
25th of June, at 2 pm. Holy Comm-
union. The Third Sunday after
Pentecost. Celebrant and Preacher:
The Revd Bjarni Thor Bjarnason.
Organist: Björn Steinar Sólbergs-
son. Leading singer: Guðrún Finn-
bjarnardóttir. Refreshments after
the Service.
Kolaportsmessa
Á MORGUN, sunnudaginn 25. júní
kl. 14, verður Kolaportsmessa í
„Kaffi Port“ innst í Kolaportinu.
Frá kl. 13.30 syngur og spilar Þor-
valdur Halldórsson ýmis þekkt lög,
bæði eigin og annarra. Hann annast
einnig tónlistina í helgihaldinu
ásamt Margréti Scheving. Sr.
Bjarni Karlsson annast helgihaldið
og prédikar. Öllum er velkomið að
koma með fyrirbænarefni.
Í gegnum tíðina hefur skapast
andrúmsloft tilbeiðslu í þessu
óvenjulega guðshúsi. Þó margt sé
um að vera í Kolaportinu eru ávallt
margir þátttakendur sem gjarnan
fá sér kaffisopa, syngja, biðja og
hlusta. Í lok stundarinnar er gengið
um með olíu og krossmark gert í
lófa þeirra sem vilja. Um leið eru
flutt blessunarorðin: „Drottinn
blessi þig og varðveiti þig“.
Að sjálfsögðu eru allir velkomn-
ir.
Kvennakirkjan
í Strandarkirkju
KVENNAKIRKJAN heldur guðs-
þjónustu í Strandarkirkju í Selvogi
sunnudaginn 25. júní kl. 20.30. Séra
Auður Eir Vilhjálmsdóttir leiðir
messuna. Kvennakirkjukonurnar
Elín Lóa Kristjánsdóttir og Ninna
Sif Svavarsdóttir prédika. Kór
Kvennakirkjunnar leiðir söng und-
ir stjórn Aðalheiðar Þorsteins-
dóttur. Sama dag verður miðsum-
arferð Kvennakirkjunnar farin í
Hveragerði og Stokkseyri og endar
með messunni í Strandarkirkju.
Þangað er allt fólk velkomið.
Kristniboðar á
samkomu hjá Íslensku
Kristskirkjunni
RAGNAR Schram og Kristbjörg
Gísladóttir, sem starfað hafa sem
kristniboðar í Afríku undanfarin
ár, eru nú hér á landi í stuttu fríi.
Þau munu tala á samkomu á sunnu-
dag kl. 20, sýna myndir og segja
frá starfi sínu meðal Dasenets-
manna.
Gúllasguðsþjónusta
í Óháða söfnuðinum
Á MORGUN, sunnudaginn 25. júní
kl. 11, er hin árlega gúllasguðsþjón-
usta í Óháða söfnuðinum. Að vanda
er það hinn ungverski organisti í
Óháða söfnuðinum Peter Máté, sem
útbýr gúllasið, en hann kemur með
krydd austan úr Ungverjalandi.
Eru allir hjartanlega velkomnir í
gúllasguðsþjónustuna.
Vormisserisstarfinu lýkur með
gúllasguðsþjónustunni og er næst
messað 13. ágúst kl. 20.30.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Grafarkirkja á Höfðaströnd.
MESSUR Á MORGUN
BLÓMAVAL og Húsasmiðjan
eru meðal þeirra fyrirtækja sem
styrkja verkefni Rauða kross Ís-
lands. Fyrirtækin styrkja verk-
efni Rauða krossins með beinu
fjárframlagi í þrjú ár.
Félagsmenn í Rauða kross-
inum njóta einnig góðs af þess-
um stuðningi Blómavals og
Húsasmiðjunnar við fé-
lagasamtökin, því allir fé-
lagsmenn Rauða krossins fá af-
sláttarkort sem veita þeim 11%
afslátt af viðskiptum við Húsa-
smiðjuna og 10% afslátt af við-
skiptum við Blómaval.
Þór Daníelsson, verkefn-
isstjóri útbreiðslusviðs Rauða
kross Íslands, afhenti á dög-
unum fyrirtækjunum skjöld þar
sem gerð er grein fyrir stuðn-
ingnum.
Þór Daníelsson, verkefnisstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands,
afhenti þeim Víði Péturssyni og Kristni Einarssyni skjöld sem staðfest-
ingu á samstarfi Blómavals og Húsasmiðjunnar við Rauða krossinn.
Húsasmiðjan og
Blómaval styrkja RKÍ LEIÐRÉTT Hluti af millifyrirsögn féll niður
Tryggvi Friðjónsson, framkvæmdastjóri
Sjálfsbjargarheimilisins, skrifaði grein í blað-
ið í gær með fyrirsögninni „Sjálfsbjargar-
heimilið fyrirmyndarstofnun“.
Hluti úr næstsíðustu millifyrirsögn grein-
arinnar féll niður og gaf þess vegna villandi
mynd af textanum. Rétt millifyrirsögn átti að
vera „Stefna og stuðningur Sjálfsbjargar
landssambands fatlaðra“.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistök-
unum.
FRÉTTIR
Mótmæla ákvörðun
stjórnar LHS
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá
Geðlæknafélagi Íslands:
„Stjórn Geðlæknafélags Íslands mótmælir
harðlega þeirri ákvörðun yfirstjórnar Land-
spítala – háskólasjúkrahúss að virða ekki
dóm hæstaréttar í máli Tómasar Zoëga yf-
irlæknis á geðsviði Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss frá 8. júní síðastliðnum, en hæsti-
réttur komst að þeirri niðurstöðu að
brottvikning Tómasar úr stöðu yfirlæknis
hafi verið ólögmæt.
Stjórn Geðlæknafélags Íslands krefst þess
að yfirstjórn Landspítala – háskólasjúkra-
húss fari að lögum og Tómas Zoëga fari aft-
ur í stöðu yfirlæknis á geðsviði Landspítala –
háskólasjúkrahúss án skilyrða.“