Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Sturla Böðvarsson hefur verið sam-gönguráðherra í meira en sjö ár oger ásamt Guðna Ágústssyni land-búnaðarráðherra þaulsætnastur í sínu ráðuneyti af núverandi ráðherrum rík- isstjórnarinnar. Hann þekkir því orðið vel til hinna fjölbreyttu verkefna ráðuneytisins sem ná allt frá uppbyggingu þjóðvega til farsíma og nettenginga landsmanna. Þá tók ráðu- neytið yfir umferðaröryggismálin frá dóms- málaráðuneytinu árið 2004 og bætti þeim málaflokki við sig. Útgjöld á fjárlögum til stofnana og starf- semi á vegum samgöngumálaráðuneytisins hafa verið um 18 milljarðar síðustu ár. Sturla er sáttur þegar hann lítur yfir feril sinn í ráðuneytinu og segir að vel hafi tekist til við að byggja upp starfsemi þess og stofn- ana sem undir ráðuneytið heyri. „Ég tel að okkur hafi tekist alveg geysilega vel til að gera ráðuneytið þannig úr garði að það séu nútímalegir stjórnunarhættir hér og framsækin vinnubrögð sem skiptir ekki síst miklu máli í fjarskiptaráðuneytinu þar sem við nýtum upplýsingatæknina í þágu góðrar og öflugrar stjórnunar,“ segir hann. Öllum umferðarverkefnum tryggt fé Sú lagabreyting var gerð á síðasta kjör- tímabili að ráðuneytið vinnur nú eina sam- gönguáætlun þar sem allir þættir samgöngu- málanna koma saman. Jafnframt eru unnar áætlanir á sviði fjarskipta, umferðaröryggis og ferðamála og breytingar á löggjöf hafa verið gerðar á öllum þessum sviðum. Sturla segir að sú breyting hafi meðal annars verið gerð varðandi umferðaröryggisáætlunina að nú sé tryggt fé til allra verkefna á tímabilinu. Áður fyrr hafi áætlunin hins vegar verið eins konar óskalisti um þau verkefni sem ætti að vinna. Nú sé hins vegar öllum verkefnum stillt upp í áætluninni í samræmi við for- gangsröð sem byggir á mati um hámarks- árangur hvers verkefnis og þeim tryggt fjár- magn. Sturla segir að miklu skipti að halda vel ut- an um ferðamálin, sem séu á könnu ráðuneyt- isins og ferðamálaáætlun hafi verið sett upp í því skyni. „Markaðsaðgerðirnar erlendis, sem Ferða- málaráð og síðar Ferðamálastofa hafa haft með að gera, hafa skipt mjög miklu máli. Eft- ir 11. september 2001 settum við af stað mikla landkynningarherferð til viðbótar við það sem áður hafði verið gert og það hefur borið mjög mikinn árangur,“ segir Sturla og bætir við að farið hafi verið í samstarf við fyrirtæki í flugi, sjávarútvegi, landbúnaði og útflytjendur vatns við að kynna landið og framleiðsluna hér undir merkinu Iceland Naturally sem sé orðið þekkt merki erlendis. „Þetta IN-verkefni er einnig farið af stað í Evrópu og ég tel að þetta séu ein- hverjar mögnuðustu land- kynningaraðgerðir sem við höfum farið í og birtist árang- urinn í meiri fjölda ferða- manna hér á landi en nokkru sinni fyrr. Ég tel að framlög hins opinbera til landkynningar skili sér margfalt aftur með auknum viðskiptum.“ Þegar Sturla er inntur eftir því hvort hann telji hvalveiðar og virkjanir draga úr ferða- mennsku hér á landi segir hann fátt benda til þess. „Hins vegar benda upplýsingar frá þeim sem vinna á mörkuðum til þess að þetta trufli. Okkur hefur hins vegar tekist að vinna þann- ig úr þessu að þetta hefur ekki dregið mátt úr greininni. Öðru nær. Ég tel engu að síður að fara þurfi sérstaklega gætilega varðandi hval- veiðarnar og standa að þeim þannig að þær ógni ekki tilfinningum þeirra sem hafa hvala- friðun sérstaklega að leiðarljósi og um leið taka tillit til þeirra sem hafa atvinnu af því að sýna hvalina við strendur landsins,“ segir Sturla en bætir við að þjóð eins og Ísland, sem byggi allt sitt á sjávarútvegi, verði að geta nýtt fiskstofna sína. Á fjarskiptasviðinu segir Sturla að löggjöf um fjarskipti hafi verið mótuð í þeim tilgangi að skapa meiri möguleika á samkeppni á markaðnum. „Við seldum Símann og erum nú að nýta fjármuni úr símasölunni til uppbyggingar á fjarskiptasviðinu á grundvelli fjarskiptaáætl- unar,“ segir hann og nefnir uppsetningu gsm- senda með fram þjóðvegum landsins og fjöl- förnustu ferðamannastöðum en símafyr- irtækin munu ekki sinna þessu þar sem slíkir sendar standa ekki undir sér. Hann segir far- símavæðingu á þjóðvegum mikið öryggis- atriði með vaxandi umferð. Þá hefur hann ferðast um landið til að kynna stefnu stjórn- valda um „Ísland altengt“ en í því felst að auk gsm-senda verði háhraðatengingar alls staðar og sjónvarpssendingar um gervihnetti tryggðar. Þá er að sögn Sturlu nú unnið af kappi í ráðuneytinu að gerð nýrrar samgönguáætl- unar til 12 ára þar sem línur verða lagðar til framtíðarinnar en áætlunin verður til umfjöll- unar á Alþingi næsta vetur. Hann segir að mikil breyting hafi orðið á fyrirkomulagi flugmála þegar Alþingi sam- þykkti nýja löggjöf í vetur sem felur í sér að flugmálastjórn verður skipt í tvennt; annars vegar stjórnsýslueiningu og hins vegar hluta- félag sem rekur flugvelli og flugumferð- arþjónustu yfir Atlantshafið. „Nú er verið að undirbúa stofnun félagsins,“ segir hann og bætir við að um tímamótaaðgerð sé að ræða. Vill umræðu um hraðahemla Rætt hefur verið um að setja upp hraðahemil í bíla, þannig að þeir geti ekki ekið hraðar en t.d. 90 km/klst. Væri samgönguráðherra fylgjandi slíkri breytingu? ,,Ég hef varpað þessari spurningu fram í grein í Morgunblaðinu og sagt að hefja ætti umræðu um þennan kost í þeim tilgangi að leita allra leiða til þess að hægja á umferðinni. Mikill ökuhraði er mesti slysavaldurinn í um- ferðinni og því er ekki óeðlilegt að við skoðum alla möguleika. Ég tel þetta vera neyð- arráðstöfun en tel jafnframt að gefa mætti bíleigendum kost á því að setja slíkan búnað í bíla sína eftir vali og í samráði við tryggingafélögin sem mundu þá jafnframt koma til móts við bíleigendur með lækkun iðgjalda. Næsta skrefið í þessu máli er að ég mun fela Umferðarstofu og Umferð- arráði að skoða þetta mál og koma með tillögur um hugsanlega fram- kvæmd. Það er með öllu óásættanlegt að tutt- ugu vegfarendur látist í umferðinni á hverju ári og fjöldi manna liggi slasaðir eftir umferð- arslys. Við þurfum því að vinna skipulega á öllum sviðum umferðaröryggismála. Næsta stóra mikilvæga skrefið er að bæta öku- kennslu og þjálfun ungra ökumanna með því að koma upp svokölluðum ökugerðum. Á næstunni mun ég gefa út reglugerð fyrir starfsemi ökugerða og auknar kröfur um öku- kennslu. Allt verður það gert í samstarfi við ökukennara,“ segir Sturla. Eru einhverjar afgerandi nýjungar í sam- gönguáætlun sem verður kynnt í vetur? „Stærsta einstaka breytingin vil ég að verði fólgin í því að við sköpum skilyrði til þess að koma í auknu mæli á einkaframkvæmdum í vegagerð. Ég hef lýst þeirri skoðun minni að leggja eigi Sundabraut úr Grafarvogi, og sem leið liggur einkafram Suðurlan allt austu einkafram Vaðlaheið samstarfi gæti skap uppbyggi að halda a ina til þes ferðatíma segir Stur Innanlan Nýr meir ákvörðun setningu brögð? „Ég fag in hjá bor saman við Sundabra eftir úrsk ilt væri að og ég von það er alv tíma að k mun legg starf við b Alveg sér undirbún „Varða mál vera borgaryfi Helga Ha skoða þet ljóst að bo landsflug alveg sérs flugið væ yrði það e landsbyg og þar að nota flugi þyrfti að b staðar me flugstarfs Hver e ir flugvöll „Hún v komulagi Sólrúnar andi borg þegar við komulag Reykjavík mýrinni. þjóðina að allt sem lý ur er mjö er spurni svæði sem með bygg allra leiða Löngusk Sturla seg sé að legg Framsók sé að það auðvitað a peninga o Vatnsmýr þær og þe höndlar m verðmæta „Tel enn best fyrir þ flugvöllurinn sé í Va Sturla segist vilja skoða hugmyndir um svonefnda hraða óásættanlegt að tuttugu vegfarendur látist í umferðinni Sturla Böðvarsson hefur gegnt embætti samgöngu- ráðherra í rúm sjö ár. Árni Helgason ræddi við hann um það sem efst er á baugi í samgöngumálum og hina pólitísku stöðu. ’… ég mun að sjálf-sögðu sinna því kalli sem kemur hverju sinni frá stuðnings- mönnum …‘ ÁFANGASIGRI ÞARF AÐ FYLGJA EFTIR Samningarnir, sem gerðir voru ámilli ríkisstjórnar og aðila vinnu- markaðar í fyrradag og aðila vinnu- markaðar innbyrðis skömmu áður, eru mikill áfangasigur í baráttu við verðbólguna. En fleira þarf að fylgja á eftir. Geir H. Haarde forsætisráðherra vék að því í samtali við ljósvakamiðla í fyrradag að nú þyrfti ríkisstjórnin að taka upp viðræður við sveitar- félögin um aðild þeirra að aðgerðum til þess að draga úr verðbólgu og þenslu. Væntanlega fara slíkar við- ræður strax af stað og ekki þarf að draga í efa, að sveitarfélögin muni taka vel í tilmæli ríkisstjórnarinnar. Á undanförnum árum hafa verið gríð- arlega miklar framkvæmdir á vegum sveitarfélaganna og þess vegna ættu þau að vera vel í stakk búin til að hægja svolítið á ferðinni. Það hjálpar til í þessu sambandi að sömu flokkar starfa saman í ríkisstjórn, í borgar- stjórn og í bæjarstjórn Kópavogs, þar sem framkvæmdir hafa verið einna mestar seinni árin. Jafnframt er augljóst, að ríkis- stjórnin sjálf hlýtur að ræða með hvaða hætti hið opinbera getur komið að þessum aðgerðum umfram það, sem um hefur verið samið á milli rík- isstjórnar og aðila vinnumarkaðar. Það á bæði við um frestun fram- kvæmda svo og um annan niðurskurð útgjalda. Loks má ekki gleyma bankakerf- inu, sem hefur gefið fyrirheit um að draga úr útlánum. Það stuðlar áreið- anlega að samdrætti í útlánum að ekki eru lengur til eða í boði þær háu fjárhæðir, sem bankarnir hafa lánað á undanförnum árum m.a. til yfirtöku á fyrirtækjum. Samdráttaraðgerðir af þessu tagi hjá hinu opinbera eru mikilvægur þáttur í aðhaldsaðgerðum í efnahags- málum til viðbótar við samningana við Samtök atvinnulífsins og ASÍ. Kannski má segja, að þær séu for- senda þess, að samningarnir við aðila vinnumarkaðarins hafi tilætluð áhrif. Þess vegna er þess að vænta að rík- isstjórnin fylgi þeim fast eftir. HUGSJÓNIR OG FÓTBOLTI Riðlakeppninni í heimsmeist-arakeppninni í knattspyrnu,sem nú fer fram í Þýskalandi, lauk í gær. 16 lið halda áfram keppni og 16 lið halda nú heim á leið. Þar á meðal eru lið frá löndum þar sem rík- ir óaldarástand, erfið uppbygging er að hefjast eða íbúarnir búa við ofríki. Landslið Fílabeinsstrandarinnar gerði sér vonir um að það gæti stuðl- að að því að binda enda á borgara- stríðið í landinu. Eftir að hlutar af hernum gerðu tilraun til valdaráns fyrir rúmum þremur árum hefur landið í raun verið tvískipt. Í ísl- amska norðurhlutanum ráða upp- reisnarmenn ríkjum, en í suðurhlut- anum, þar sem kristni er ríkjandi, styður herinn forsetann. Á milli eru franskir hermenn og friðargæslulið- ar frá Sameinuðu þjóðunum. Þegar leikmennirnir héldu í keppnina sögðu þeir að það væri ósk sín að með frammistöðu sinni myndu leik- menn liðsins hvetja til þjóðarsáttar og marka nýtt upphaf landsins. Didier Drogba, fyrirliði liðsins og fé- lagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea, sagði að liðið væri tákn um- burðarlyndis og spegill þess hvernig landið hefði verið í fortíðinni og hvernig það ætti að vera í framtíð- inni. Þar ættu hópar af ólíkum upp- runa að mynda eina þjóðarheild. Landslið Fílabeinsstrandarinnar gaf sig allt í keppnina og spilaði með hjartanu en var í erfiðum riðli. Liðið tapaði fyrir Argentínu en hefði verð- skuldað jafntefli. Sigur þess í loka- leiknum var sætur og leikmennirnir fögnuðu af innlifun þótt þeir vissu að hann dygði þeim ekki til að komast áfram og þeir væru á heimleið. Það er hins vegar óskandi að frammi- staða liðsins hafi með einhverjum hætti þau áhrif sem leikmenn þess vonuðust til og það leikur enginn vafi á því að á leikvellinum lék liðið í anda orða Drogba. Landslið Afríkuríkisins Tógó hélt ekki til keppninnar með jafn háleit markmið, en þar er um að ræða land þar sem ríkir í raun einræði, spilling er allsráðandi og kosningaúrslitum er hagrætt. Í Angóla hefur borgarastyrjöld staðið yfir í áratugi, en nú hafa vakn- að vonir í þessu fátæka landi um bjartari framtíð og eru vonir bundn- ar við kosningar, sem haldnar verða í haust. Liðið tók nú þátt í úrslitum heimsmeistarakeppninnar í fyrsta skipti. Íranar lifa sig inn í gengi landsliðs- ins af hug og hjarta og klerkastjórn- inni þykir nóg um. Hún lítur ekki á knattspyrnu með velþóknun, en get- ur ekki sett sig upp á móti vinsæl- ustu íþrótt heims af þeirri einföldu ástæðu að þá væri hún að setja sig upp á móti írönsku þjóðinni. Þegar Írönum tókst að tryggja sér þátttöku í heimsmeistarakeppninni með því að sigra Ástrala árið 1997 fór allt á ann- an endann í landinu. Fólk þusti út á götur, jafnt karlar sem konur, til að fagna og siðgæðisverðirnir gátu ekki komið við neinum vörnum. Talað er um „fótboltabyltinguna“, augnablik- ið þegar Íranar áttuðu sig á því að þeir gætu boðið ráðamönnum byrg- inn. Knattspyrna hefur verið konum tilefni til að leita réttar síns. Þegar Íranar safnast saman á götum úti eru þeir ekki bara að gleðjast yfir fót- boltaleik – þeir eru að gefa pólitíska yfirlýsingu. Það geta því verið ýmsar ástæður til að óska landsliðum velgengni á móti á borð við heimsmeistarakeppn- ina. Og það er líka ástæða til að þakka þeim landsliðum, sem nú hafa lokið keppni, ekki aðeins fyrir að hafa lífgað upp á mótið heldur einnig fyrir að hafa mætt til leiks með það að markmiði að hvetja þjóðir sínar til dáða og vera aflvaki breytinga heima fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.