Morgunblaðið - 24.06.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.06.2006, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is JAFNRÉTTISBARÁTTAN snerist upphaflega um það að kynferði ætti ekki að skipta máli – að konur ættu ekki að þurfa að þola misrétti fyrir það að vera kvenkyns og að líta ætti til einstaklingsins sjálfs en ekki kynferðis hans. Eftir að lagalegu misrétti var loks hrundið hefur jafnrétt- isbaráttan breyst. Nú snýst jafnréttisbaráttan um að tryggja að staðalmyndir fortíðarinnar muni ekki koma í staðinn fyrir lagalegt misrétti. Þessi barátta er mikilvæg og það er lofsvert starf sem baráttumenn fyrir jafnfrétti hafa unnið við að benda á hversu skammt á veg jafnrétti er komið. Sem betur fer hefur nú verið tryggt hér á landi að allir séu jafnréttháir fyrir lögunum. Þar með er hins vegar ekki öll sagan sögð því í mörgum starfsstéttum virðist sem konum sækist verr en körlum að hljóta viðurkenningu og frama. Til þess að jafnrétti ríki í raun er nauðsynlegt að hugarfar jafnréttis ríki alls staðar í samfélaginu. Sú bar- átta verður þó tæpast háð nema með fræðslu og samstöðu þeirra sem láta sig jafnréttismál varða. Það ber hins vegar að vara við þeim hugmyndum, sem gjarnan skjóta upp kollinum, að leiðin til að tryggja jafn- rétti í reynd sé sú að hverfa aftur til lagalegs ójafnréttis. Birtingarmynd þessarar tilhneigingar kom fram á ráð- stefnu á Bifröst í byrjun júní. Í fréttum frá ráðstefnunni kom fram að samþykkt hefði verið ályktun um það að setja ætti lög sem skylduðu skráð fyrirtæki í Kauphöllinni til þess að hafa að minnsta kosti fjörutíu prósent af stjórnum fyrirtækjanna skipuð kvenfólki. Var þess getið að þær konur sem sóttu ráðstefnuna hefðu samþykkt ályktunina með dynjandi lófataki. Það er áhyggjuefni að hópur á borð við þennan leggi til að misrétti verði bundið í lög. Í raun ætti jafnréttissinnum, konum jafnt sem körlum, að hrjósa hugur við því að tillögur um slíkt séu ræddar af alvöru. Fyrir utan þá staðreynd að hugmyndir Bifrastarkvenn- anna brjóta augljóslega í bága við jafnréttisákvæði stjórn- arskrárinnar verður ekki heldur framhjá því litið að hug- myndin er niðurlægjandi fyrir konur. Við viljum hvorki gjalda fyrir kynferði okkar okkar né njóta sérstakra lög- bundinna forréttinda vegna þess. Þrátt fyrir að eigendur fyrirtækja hafi hingað til valið fleiri karlmenn en konur í stjórnir þýðir það ekki að eðlilegt sé að leiðrétta það með lögum. Slík aðgerð væri yfirlætisfull í garð kvenna því með henni væri gefið í skyn að konum væri ókleift að keppa á jafnréttisgrundvelli um ábyrgðarstöður í við- skiptalífinu. Ef fyrirtækjum verður gert skylt að velja í stjórnir sín- ar á grundvelli kynferðis mun það vissulega leiða til þess að hlutföll kvenna og karla verða jafnari. Hins vegar er verulega líklegt að þær konur, sem munu sitja í stjórnum í skjóli laganna, verði ekki fullgildir þátttakendur í þeim. Það er ekki hlutverk ríkisins að hlutast til um það hverjir sitja í stjórnum fyrirtækja á frjálsum markaði. Setning laga sem fela í sér tiltekið hlutfall stjórnarmeðlima í fyr- irtækjum felur í sér frelsisskerðingu fyrir fyrirtæki og fé- lög. Mjög fáar konur sitja nú í stjórnum hlutafélaga. Það er ekki viðunandi ástand. Við sem ritum undir þessa grein höfum þó þá trú á markaðinum og kynsystrum okkar að til þess að breyta þessum hlutföllum þurfi konur aðeins að halda áfram að hasla sér völl og sýna getu sína. Varla líður á löngu þar til eigendur fyrirtækja sjá tækifærin sem fel- ast í því að nýta sér þessa hæfileika. Konur þurfa enga meðgjöf í viðskiptalífinu. Við erum tilbúnar. Drífa Kristín Sigurðardóttir, lögfræðingur Ingunn Guðbrandsdóttir, MA-nemi í mannauðsstjórnun Ásdís Rósa Þórðardóttir, sameindalíffræðingur Berglind Hallgrímsdóttir, verkfræði Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, nemi í stjórnmálafræði Þórhildur Birgisdóttir, MA-nemi í alþjóðasamskiptum Guðrún Pálína Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur Unnur Brá Konráðsdóttir, lögfræðingur Stefanía Sigurðardóttir, framhaldsskólanemi Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður Ingunn H. Hauksdóttir, endurskoðandi Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, nemi í hugbúnaðarverkfræði Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, nemi í stjórnmálafræði Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir, lögmaður Sigrún Helga Jóhannsdóttir, lögmaður Rúna Malmquist, viðskiptafræðingur Sesselja Dagbjört Gunnarsdóttir, nemi í viðskiptafræði Ásta Lára Jónsdóttir, nemi í stjórnmálafræði Katrín H. Hallgrímsdóttir, lögmaður Helga Kristín Auðunsdóttir, viðskiptalögfræðingur Bryndís Harðardóttir, hagfræðinemi Heiðdís Halla Bjarnadóttir, nemi Jarþrúður Ásmundsdóttir, viðskiptafræði Ásta Sigríður Fjeldsted, nemi í verkfræði Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnmálafræðingur Diljá Mist Einarsdóttir, nemi Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, laga- og stjórnmálafræðinemi Soffía Kristín Þórðardóttir, verkefnastjóri, pennar á vefritinu www.deiglan.com. Við erum tilbúnar Morgunblaðið/Sverrir KLUKKAN er sex að morgni og ég er búin að bylta mér síðasta klukku- tímann. Ég get ekki sofið vegna hugsana sem þjóta á eldingarhraða í gegnum hugann og spurning hvað þær stoppa þar lengi þar sem ég er með „partzheimer“ eins og svo margir á mínum aldri grínast með að sé ástæðan fyrir því að þeir muni ekki hlutina. Mamma mín elskuleg er hins vegar með alvöru alzheimer og man stundum ekki hvort hún er búin að borða eða ekki. Hún er á hjúkrunarheimili þar sem stúlkur á öllum aldri snú- ast í kringum hana og reyna að gera henni allt til hæfis, en það getur ver- ið svolítið erfitt stundum. Við, henn- ar nánustu, getum ekki alltaf gert henni til hæfis heldur, en þarna er sjúkdómurinn að leika bæði hana og okkur grátt þar sem óskin sem hún ber fram er kannski ekki alveg það sem hún er að meina. Mamma varð fyrir því óláni að detta og lærbrotna um daginn. Það er reyndar ekki óal- gengt að það komi fyrir eldra fólk með lúin bein og lúinn skrokk, fólk sem er búið að slíta sér út fyrir aðra í gegnum tíðina. Mamma fór á sjúkrahús í aðgerð og stoppaði þar í tvo sólarhringa. Já bara tvo sólar- hringa. Það er nefnilega ekki pláss fyrir gamalt fólk á sjúkrahúsum. En þetta er vitleysa, það er fullt af gömlu fólki á sjúkrahúsunum sem á ekki í önnur hús að venda og er ekki jafn heppið og mamma að vera búið að fá pláss á hjúkrunarheimili. Hvað segir þetta okkur? Jú hjúkr- unarheimilin fá fólkið sitt heim af sjúkrahúsunum mun lasnara en áð- ur og það kallar á meiri faglærðan mannskap, segir reikningsdæmið mér. Ég er sjálf hjúkrunarfræð- ingur á hjúkrunarheimili og hef haft mikla gleði af að annast fullorðið fólk og vera í samskiptum við það. Sagan sem þau eiga er stórkostleg, þau eru búin að ganga út úr torfkof- unum inn í nútímann með öllum þeim breytingum sem orðið hafa á tiltölulega stuttum tíma. Við megum ekki fá samviskubit yfir því að gefa okkur tíma til að hlusta og spjalla eða bara gefa nærveru. Sú stund gefur okkur tíma til að meta líðan fólks og mæta þörfum þess. Beinar spurningar eins og „hvernig líður þér“, „ertu með verki“ o.s.frv. skila ekki alltaf réttu mati þar sem þessi kynslóð er ekki vön að kvarta. Ég fæ oft að heyra: „Mamma þín segist ekki vera með verki,“ en ég þarf að- eins að líta á hana til að vita annað. Hún mamma mín hafði nefnilega mikla þjónustulund og gaf sér tíma til að hlusta. Hún stjanaði við gesti og gangandi, bakaði fyrir heilu spilahópana og það var sko fussað ef ein bakarísjólakaka flaut með. Nei heimabakað skyldi það vera. Maður skyldi ætla að hún væri búin að leggja vel inn og yrði borin á gullstól hvar sem hún kæmi. En hér kemur að erfiðasta hlut- anum. Það eru allir að gera sitt besta, en það er bara ekki nóg. Hve- nær ætlum við að hætta að vera svona skinnsár og taka allt sem per- sónulega árás, benda hvert á annað, og þá á ég sérstaklega við stjórn- málamenn, og kenna hinum um? Allt er barn síns tíma. Það var bylt- ing þegar hjúkrunarheimilin voru byggð og nú þurfum við aðra bylt- ingu til að betrumbæta það sem fyr- ir er. Nú er lag, kosningar nýafstaðnar, og við eigum að taka höndum saman og láta verkin tala. Þetta er ekki vandamál, það er sjálfsagður hlutur að eldra fólk geti gengið að úrræði vísu þegar það hugsar sér til hreyf- ings hvort sem það er að komast í þjónustuíbúð eða á hjúkrunarheim- ili. Ég hef staðið sjálfa mig að því hálfpartinn að biðjast afsökunar á því að eiga aldraða aðstandendur sem þurfa aðstoð, sem þeir eiga reyndar erfitt með að þiggja vegna stolts, en: Ekki lengur! Ég vil að aldraðir geti verið stoltir af sér, skipt um heimili með reisn og sagt: „Jæja gott fólk, hér er ég, hvað haf- ið þið upp á að bjóða?“ Þetta þarf að gerast núna. AÐALBJÖRG ÞORVARÐARDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, Skógarseli 31, 109 Reykjavík Þetta þarf að gerast núna Frá Aðalbjörgu Þorvarðardóttur Aðalbjörg Þorvarðardóttir Í MORGUNBLAÐINU 8.3. sl. mótmælti þýskættuð kona, Maja Loebell, sem jafnframt er framhalds- skólakennari, skoð- unum Ólafs Proppé, rektors Kennarahá- skóla Íslands, þess efn- is að stytta mætti eða ætti nám til stúdents- prófs á Íslandi. Henni fórust m.a. svo orð: „Ég hika ekki við að fullyrða að tvítugur Ís- lendingur er miklu þroskaðri og sjálfstæð- ari en jafnaldri hans í Þýskalandi og því bet- ur undir það búinn að takast á við sjálfstætt nám í háskóla.“ Og enn fremur: „Íslenskir stúdentar standa ein- faldlega betur að vígi varðandi persónulegan þroska og námsund- irbúning en aðrir af því að þeir fá árin til tví- tugs til þess að þrosk- ast og læra í raun „fyr- ir lífið“ með þátttöku í raunverulegu atvinnu- lífi á sumrin og skólanámi á vet- urna.“ Í Morgunblaðinu 20.6. sl. varar annar framhaldsskólakennari, Árni Hermannsson, skólasystur sína og ágætan rektor Háskóla Íslands við því, að nái fyrirætlanir mennta- málaráðherra um breytingar á fram- haldsskólastiginu fram að ganga sé borin von, að Háskóli Íslands nái inn fyrir raðir 100 bestu háskóla í heimi – og: „Nái þessar tillögur fram að ganga held ég, satt að segja, kæri há- skólarektor, að þú verðir aðallega að standa í ströngu við það að missa ekki HÍ á næstu árum úr hópi 525 bestu háskóla í heimi.“ Hver er svo mín skoðun á þessum málum? – Eftir að hafa kennt (og leiðbeint) læknanemum og tann- læknanemum í meira en 30 ár, hjúkr- unarfræðinemum og lyfjafræðinem- um í ein 10 ár svo og nemendum í greinum, sem áður töldust til tækni- greina, undrast ég hve þetta fólk stóð sig að jafnaði vel og „brilleraði“ oftar en ekki, þegar það kom í erlenda há- skóla í besta flokki. Ég hef til sam- anburðar sjálfur verið danskur stúd- ent í þrjú ár, unnið rannsóknavinnu meðal útvalinna stúdenta í fyrsta flokks háskóla í Banda- ríkjunum, leitt banda- ríska stúdenta í námi og rannsóknum og nú síð- ast hér á landi 2001– 2002. Þegar ég reyni með þessa reynslu að baki að meta stöðuna af sanngirni verð ég að viðurkenna, að ég tek í aðalatriðum undir skoð- anir áðurnefndrar þýskrar konu í fram- haldsskólastétt. Sett á oddinn er mín reynsla því nánast sú, að ís- lenskir stúdentar séu jafnbetri en þeir erlend- ir stúdentar, sem ég hef kynnst! Mér finnst enn fremur öll rök hníga að því, að það sé rétt hjá frú Loebell, að mun- urinn milli íslenskra og erlendra stúdenta muni liggja í undirbúningi undir nám í háskóla fremur en betri mennt- un íslenskra framhaldsskólakennara eða háskólakennara eða meiri vits- munum íslenskra nemenda svo að dæmi séu tekin. Ég hlýt því að taka undir þá brýningu Árna Her- mannssonar til rektors Háskóla Ís- lands, að þegar verði tekið til hönd- um við að varna mögulegri hnignun á ágæti háskólamenntunar frá þeirri stöðu, sem nú er. Að þessu slepptu er raunar vand- séð, hvernig menntamálaráðherra hugsar sér að geta framkvæmt stefnu sína óbrenglaða: Mikill meiri- hluti kennara, nemenda og skóla- stjórnenda er á móti kerfisbreyting- unni, enda þótt þeir hinir sömu eigi aðrir að framkvæma breytinguna, en hinir að þola hana. Að óreyndu lofar þetta sannarlega ekki góðu um til- ætlaðan árangur og gæti því orðið rétt ein kostnaðarsöm stjórnsýsluleg hringavitleysa! Að styrkja stoðir háskóla Þorkell Jóhannesson skrifar um menntamál Þorkell Jóhannesson ’… er raunarvandséð, hvernig menntamálaráð- herra hugsar sér að geta fram- kvæmt stefnu sína óbrenglaða‘ Höfundur er prófessor úr embætti. ÚRSLITIN í borgarstjórn- arkosningunum reyndust ótvíræð- ur sigur Frjálslynda flokksins og Vinstri grænna. Sjálfstæðisflokk- urinn hlaut næstverstu úrslit í manna minnum. Vantraust veitt Framsóknarflokknum. Mikilvægustu úrslitin voru samt þau, að stjórnarandstaðan í borg- inni – minnihlutinn – sl. fjögur ár hlaut meirihluta atkvæða og borg- arfulltrúa, en stjórnendur van- traust. Fyrir því var það, að sigurveg- urunum bar að axla ábyrgð og fara að vilja kjósenda. Ella að sýna fram á með óyggjandi rökum að þeir gætu ekki unnið saman vegna málefnaágreinings. Um þá lýðræðislegu skyldu hirtu Valhallarmenn ekki; smíðuðu sér hækju úr handbendi formanns Framsóknar, og voru raunar löngu búnir að tálga hana til. Var enda mál til komið að skipti um hlut- verk, þar sem Framsókn hafði ver- ið færleikur Sjálfstæðisflokksins þar til Oddsson tyllti sér á Arn- arhól. Undirritaður játar að hann varp öndinni léttar. Ágreiningur flokk- anna í landsmálum er óbrúanlegur eins og sakir standa, og flokks- menn Frjálslynda flokksins þess vegna fullir andúðar, sem bitnað hefði á allri samvinnu. Enda verð- ur eftirleikurinn auðveldari í al- þingiskosningunum að ári. Það er óhjákvæmilegt að landsmenn velti þá af sér þeirri óstjórn, sem greinilega hefir misst öll tök á mál- um. Gamall kunningi, fyrrum fram- sóknarmaður, hringdi í grein- arhöfund mánuði fyrir kosningar og mælti á þessa leið: ,,Það fór illa fyrir húskarli Halldórs í kappreið- unum fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar. Hann veðjaði öllu á Lönguskerja-Skjónu, en hann var ekki fyrr kominn á bak en hún datt undir honum dauð. Hann er enn að reyna að koma henni í lóg, en eng- inn vill kaupa af sjálfdauðu.“ Þar skjöplaðist þeim gamla: Valhallarmenn eru seztir að mer- armötunni og hvoma henni í sig, en gegnt öndvegi situr sjálfur knapinn. Eða eins og segir í vís- unni: ,,Kannar þar Íhalds kynni krásir jetur og másar.“ Kokkurinn í ketveizlunni heitir Kjartan, en mötuna keypti kirkju- smiðurinn á Reyni. Sverrir Hermannsson Lönguskerja-Skjóna Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.