Morgunblaðið - 24.06.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 24.06.2006, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ Flug til Glasgow. Haldið í áttina að skosku hálöndunum og gist í tvær nætur á huggulegu hóteli úti á landi. Þaðan verður farið í áhugaverða skoðunarferð til eyjarinnar Skye, en víkingarnir voru á sínum tíma mikið á þessum slóðum. Því næst er haldið meðfram Loch Ness vatninu til höfuðborgar hálandanna, Inverness. Hér verður farið í dagsferð upp í hálöndin áður en haldið er aftur í áttina til Glasgow, þar sem gist verður í þrjár nætur. Á leiðinni verður farið á alveg einstaka smalahundasýningu og í viskísmökkun. Skoðunarferð verður til Edinborgar, þar sem gefst færi á að skoða kastalann og margt fleira, en einnig verður frjáls tími í Glasgow. Fararstjóri: Árni Snæbjörnsson Verð: 119.570 kr. á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus! Sumar 9 Inverness–Edinborg s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R 16. - 23. ágúst Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tti r Skoskueyjarnar– Ég fór fyrst til London, síðantil Ítalíu, Grikklands, Tyrk-lands, Íran, Pakistan, Afg- anistan, Tajikistan, Kirgistan, Ús- bekistan, Turkmenistan, aftur til Afganistan, Indlands og svo heim til Íslands,“ segir Björgvin Agnarsson sem kom nýlega heim úr árs bak- pokaferðalagi um Mið-Asíu. „Fyrstu þrjá mánuði ferðarinnar var ég með íslenskum vini mínum. Við byrjum ferðina í Istanbúl, fórum um Tyrk- land og Íran og vorum einn mánuð í Pakistan, svo fór hann heim og ég var einn það sem eftir var.“ Björgvin segir það ekki erfitt að ferðast einn því auðvelt sé fyrir þá bakpoka- ferðalanga sem séu á sömu leið að vera í samfloti. Þegar Björgvin lagði af stað í þetta ævintýri sitt hafði hann ekki hugmynd um hvað hann yrði lengi. „Ég hafði ákveðið að fara til Ist- anbúl og Katmandu og vera í um fjóra mánuði, en svo bara fór ferðin svona.“ Byssuþorpið Eftirminnilegustu staðirnir í huga Björgvins eru Íran, Afganistan, ætt- bálkasvæðin í Pakistan, og Aral- vatnið í Úsbekistan. „Ég hafði enga hugmynd um Íran þegar ég fór þangað og það kom mér á óvart hversu nútímavætt landið er. Í Pak- istan fannst mér ég fyrst kynnast þriðja heiminum, í Íran voru sam- göngur svo auðveldar en í Pakistan var allt afturábak, þar upplifði ég t.d nítján tíma ferð í gamalli rútu í gegnum eyðimörkina Baluchistan á leið til Quetta. Ættbálkasvæðin við landamæri Pakistan og Afganistan eru ótrúleg. Þau eru ekki undir stjórn Pakistans og útlendingum er meinaður aðgangur en ég mútaði mér inn í eitt þorp þar sem eru ein- göngu framleiddar byssur. Það eru verðir þar sem eiga að henda útlend- ingum út en ef maður borgar þeim taka þeir mann túr um þorpið. Við- horfið til byssu þarna er skrítið, þær eru lífið þeirra og það óma stans- lausir skothvellir um þorpið.“ Í seinni ferð sinni um Afganistan fór Björgvin í gegnum Ghor fylkið sem er eitt einangraðasta svæðið í þar í landi og segir hann það hafa verið eins og að fara tvöhundruð ár aftur í tímann. Björgvin segist hafa upplifað allt annað í þessum heimshluta en það sem Íslendingar sjá í fréttunum. „Það kom mér mest á óvart hvað Ír- anar leitast mikið við að fá vestræn gildi inn í landið. Ég hafði þessa ímynd um þriðja heims ríkið og svo kemur maður þarna inn og þá er Te- heran heimsborg, allir eru með gervihnattadisk og fullt af fólki talar ensku. Afganistan var síðan allt ann- að, allt að hruni komið eftir áratuga stríðsátök. Þar eru allar samgöngur vonlausar nema þar sem bandaríski herinn þarf að fara.“ Björgvin segir erfitt að segja til um hvort hann hafi einhverntíman verið í hættu. „Ég hef stundum sagt að Afganar séu snillingar í falskri öryggiskennd. Maður er alltaf svo velkominn að maður áttar sig ekki á hættunni, það er aldrei að vita nema að það sé einhver á bak við næsta horn. Ég hef verið ótrúlega heppinn á mínum ferðum en það virðist vera að þeir sem ferðast með mér lendi í vandræðum. T.d lenti ferðafélagi minn frá Suður-Afríku í því að vera handtekinn í Pamir fjallgarðinum því hann leit út eins og Afgani.“ Grýttur af börnum Björgvin viðurkennir að hann hafi stundum orðið hræddur og nefnir sem dæmi einn dag á landamærum Afganistan. „Við vorum þrír saman og ætluðum í gegnum ætt- bálkasvæðið og Khyper skarðið til Kabúl. Í gegnum ættbálkasvæðið þurfum við vopnaðan vörð, landa- mæri Torkham voru öll í flækju, trukkar og fólk út um allt, bílar við bíla og heiftarleg rifrildi á milli bíl- stjóra, það var mikill blóðhiti þenn- an dag og maður gat ekki annað en fundið til ótta. Í Afganistan lenti ég svo óvart á pílagrímastað á einum heilagasta degi múslima. Göturnar þarna voru fullar af fólki, ég var eini hvíti mað- urinn og það hópaðist fólk í kringum mig. Ég varð þá svolítið stressaður, heyrði hvísl í kringum mig, sá illsku- legar augngotur og krakkar voru farnir að grýta mig. Löggan kom þá og bjargaði mér í burtu.“ Björgvin varð þó aldrei vitni að stríðsátökum á ferðalagi sínu. Verkstjóri í smíðavinnu Ein óvenjulegasta reynsla Björg- vins í ferðinni var þegar hann fékk vinnu í Afganistan. „Ég var á hóteli í Kabúl að fá mér morgunmat og spjalla um daginn og veginn við Ástrala sem var þar líka. Svo segi ég meira við sjálfan mig en hann að það væri nú fínt að vinna hérna í Afgan- istan. Hann spyr mig þá hvað ég geri, ég segist vera smiður og eftir fjóra daga er ég kominn í vinnu. Ég var verkstjóri í smíðavinnu hjá bandarísku fyrirtæki sem byggir hús fyrir bandaríska herinn. Ég vann við þetta í einn og hálfan mán- uð og fékk þá nóg. Þetta var um vet- ur, ég bjó í tuttugu feta gámi með fimmtán Pakistönum, það var ekki heitt vatn, fyrirtækið var í vandræð- um og ég bara gafst upp.“ Björgvin endaði svo ferðina á Ind- landi þar sem hann dvaldi í tvo mán- uði. „Ég þurfti að komast á þægileg- an stað, ég var alveg dauðþreyttur eftir tímann í Afganistan vegna nær- ingarskorts og erfiðs aðbúnaðar.“ Eftir þetta ferðalag segist Björg- vin vera breyttur maður. „Þetta braut niður ýmsar hugmyndir hjá mér. Ég varð svartsýnni á ástandið í heiminum,“ segir Björgvin og bætir við að þrátt fyrir það ætli hann að ferðast fljótlega um þetta svæði aft- ur. „Ég er hrifinn af þessum heims- hluta og hef ekki sagt skilið við hann.“  FERÐALÖG | Björgvin Agnarsson fór í bakpokaferð um Mið-Asíu Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Götumarkaður í Herat, myndina tók Björgvin ofan af hótelinu sínu. Þessa mynd tók Björgvin af börnum mitt á milli Jam og Gharm inni í miðju Afganistan. Hann ætlaði að taka mynd af einum strák þegar allur krakka- skarinn kom hlaupandi frá þorpinu í baksýn og vildi vera með. Maðurinn var að fara frá Jam niður á aðalveg í gegnum miðju Afganistan. Vann sem verkstjóri í smíðavinnu í Afganistan Á VEFSÍÐU British Airways fyrir Ísland hefur verið tekin í notkun svokölluð „innkaupakarfa“, þar sem væntanlegir farþegar með British Airways geta bókað „allan pakkann“ vegna ferðar sinnar til London. Jafnframt því sem keypt- ir eru farseðlar er nú leikur einn að kaupa í sömu afgreiðslu hót- elgistingu, leikhúsmiða, útsýn- isferðir, leigja bíl og margt fleira. Verð í íslenskum krónum Í fréttatilkynningu frá British Airways kemur fram að sem við- skiptavinir British Airways njóti farþegar afslátta og fríðinda bæði á hótelum og hjá bílaleigum og í öllum tilvikum er verð birt í ís- lenskum krónum að sköttum með- töldum. Á vefsíðu British Airways er hægt að fá upplýsingar um fjölda möguleika sem borgin hefur upp á að bjóða á þeim tíma sem áætlað er að dvelja í London eða ná- grenni.  FLUG | Hægt að bóka samtímis flug, hótel, bíl og leikhúsmiða Allur pakkinn bókaður í einu Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.