Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 25
DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ
Þú færð nánari upplýsingar hjá
þjónustufulltrúum í útibúum Glitnis,
í þjónustuveri í síma 440 4000 og
á www.glitnir.is.
Þegar þú kaupir gjaldeyri fyrir
20 þúsund krónur eða færð þér
MasterCard kreditkort færðu stórt
og fallegt handklæði í kaupbæti.
Farðu í fríið með fjármálin á þurru:
• KREDITKORT
- þægilegasti og öruggasti
greiðslumátinn í útlöndum.
• NETBANKINN
- yfirsýn og helstu bankaaðgerðir
hvar sem er í heiminum.
• REGLULEGUR SPARNAÐUR
- leggðu drög að næsta fríi.
• GREIÐSLUÞJÓNUSTA
- láttu okkur sjá um að borga
reikningana.
ÞAU ERU
KOMIN!
Börn sem búa við ofbeldiog vanrækslu þurfa að-stoð fullorðinna til þessað komast út úr þeim að-
stæðum,“ segja Ólöf Ásta Farest-
veit, uppeldis- og afbrotafræðingur
og Þorbjörg Sveinsdóttir, BA í sál-
fræði, en þær hafa báðar um langt
skeið starfað í Barnahúsi. ,,Það
vantaði tilfinnanlega heildar-
leiðbeiningar fyrir fagfólk, annað
fólk sem starfar með börnum og
almenning um hvernig bregðast á
við grun um vanrækslu eða ofbeldi
gegn börnum og unglingum og við
tókum að okkur að skrifa bók um
það efni að tilstuðlan mennta-
málaráðuneytisins og Æskulýðs-
ráðs ríkisins. Kynferðislegt ofbeldi
gagnvart börnum hefur verið mikið
í umræðunni og það er jákvætt en
það hefur verið minna talað um
annars konar ofbeldi eins og and-
legt og líkamlegt eða vanrækslu
gagnvart börnum.“
Mismunandi tegundir ofbeldis
„Flest börn búa við öruggt og
friðsælt umhverfi en því miður eru
sum beitt ofbeldi. Því fyrr sem
gripið er inn í ofbeldið því betra,“
segir Þorbjörg sem hóf nýlega
störf sem verkefnastjóri á sál-
fræðiþjónustu geðsviðs LSH.
Ólöf segir megintilgang bók-
arinnar vera að fræða og upplýsa
og efla þannig forvarnir gegn of-
beldi á börnum. ,,Í bókinni eru
mismunandi tegundir ofbeldis gegn
börnum fyrst skýrðar og skil-
greindar og fjallað um birting-
armyndir þeirra. Þá er farið yfir
hvað skal hafa í huga við ráðningu
starfsmanna sem starfa með börn-
um og unglingum, fræðslu þeirra
og hlutverk, skyldur, ábyrgð og ör-
yggi í starfi. Síðan er fjallað um
viðbrögð við frásögnum barna af
ofbeldi, hvernig á að hlusta á þau
og tryggja öryggi þeirra og í hvaða
farveg best sé að leiða mál, eftir
eðli þess og hlutverk barnavernd-
aryfirvalda, lög og uppbyggingu
refsivörslukerfisins. Bókinni er því
ætlað að tryggja öruggara um-
hverfi fyrir börn og unglinga. Við
vonumst til að almenningur sýni
efninu áhuga, enda er það borg-
araleg skylda hvers og eins að til-
kynna til yfirvalda hafi hann grun
um að barn sé beitt ofbeldi,“ segir
Ólöf.
Andlegt ofbeldi og vanræksla
Ólöf og Þorbjörg segja að það sé
mikilvægt að ræða um andlegt of-
beldi og vanrækslu barna á Íslandi
því það eigi sér líka stað. ,,Andlegt
ofbeldi er þegar barn er móðgað
eða markvisst brotið niður andlega
með niðrandi tali t.d. með því að
segja því að það sé ekki fært að
um að gera ákveðna hluti eða með
því að endurtaka setningar eins og
,,þú ert nú meiri auminginn“ eða
,,þú munt aldrei læra neitt“. Sama
getur líka gilt um langvarandi
þögn í refsingarskyni. Andlegt of-
beldi á oftast stað á heimilum og
helst þá oft í hendur við líkamlegt
en einnig í skólum og er þá oftast
nefnt einelti.“
Þorbjörg segir að vanræksla sé
skilgreind sem endurtekinn skort-
ur á viðeigandi umönnun barns
sem geti valdið því skaða. ,,Það
telst því að öllu jöfnu ekki van-
ræksla þegar þörfum barns er ekki
sinnt nógu vel í einstaka skipti.
Sem dæmi um vanrækslu má t.d.
nefna þegar mataræði eða hrein-
læti barns er ábótavant eða öryggi
þess ekki tryggt, hvort sem það er
sett ekki sett í bílbelti eða skilið
eftir eftirlitslaust. Það sama getur
átt við ef ekki er farið með barn til
læknis þótt ástæða sé til eða því
ekki gefin lyf samkvæmt tilmælum
læknis.
Vanræksla getur líka verið sál-
ræn og tilfinningaleg líkt og þegar
barni er ítrekað ekki sinnt þrátt
fyrir grát og umkvartanir þess.“
Þær segja að vanræksla sé mjög
dulið vandamál sem hafi mikil áhrif
á börn en það geti verið erfitt að
greina einstök tilvik. ,,Og það eru
alls ekki bein tengsl á milli fátækt-
ar og vanrækslu eins og margir
virðast telja.“
BÆKUR | Verndum þau er nýútkomin bók sem fræðir um ofbeldi gegn börnum
,,Vanrækt börn þurfa
vernd fullorðinna og aðstoð“
Morgunblaðið/Eyþór
Þorbjörg Sveinsdóttir og Ólöf Ásta Farestveit höfundar bókarinnar.
Höfundur er sjálfstætt starfandi
blaðamaður.
„Flestir vilja vernda
börnin sín en það er stað-
reynd að það eru til börn
og unglingar í íslensku
samfélagi sem verða fyrir
ofbeldi og vanrækslu,“
segja Ólöf Ásta Farest-
veit og Þorbjörg Sveins-
dóttir í spjalli við Unni H.
Jóhannsdóttur en þær
voru að gefa út bók um
ofbeldi gegn börnum.
… bara gaman!
Lyngháls 4 – s: 517 7727 – www.nora.is