Morgunblaðið - 24.06.2006, Page 39

Morgunblaðið - 24.06.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 39 MINNINGAR ✝ Sigríður SóleySveinsdóttir Hallgrímsson fædd- ist í Vík í Mýrdal 26. maí 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Matthildur Einarsdóttir, f. 15.5. 1884, d. 31.12. 1949, og Sveinn Guð- mundsson, f. 16.12. 1884, d. 20.9. 1931. Systkini Sigríðar voru Brynjólfur, Svanhvít og Þor- gerður sem öll eru látin. Sigríður eignaðist eina dóttur, Jónínu, f. 10.10. 1939, með Garðari Hannesi Guðmundssyni, f. 13.8. 1917, d. 28.7 1971. Maki Jónínu er Friðjón Skarphéðinsson, f. 2.9. 1936. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Sóley, f. 4.7. 1962, maki Víðir Þorsteinsson, f. 30.6. 1961. Barn Sigríðar er Friðjón Fransson, f. 2.3. 1987. 2) Hólmfríður, f. 15.9. 1964, maki Tryggvi Gunnarsson, f. 9.5. 1963. Börn Hólmfríðar eru: Lilja Mar- grét Riedel, f. 20.4. 1991, Jónína Riedel, f. 7.4. 1993, og Sóley Rie- del, f. 26.7. 1994. 3) Magnús Garð- ar, f. 12.10. 1967, maki Olga María Ólafsdóttir, f. 7.11. 1969. Börn þeirra eru Ólafur Bæring, f. 10.9. 1995, og Stef- án Smári, f. 10.8. 2005. 4) Garðar Hannes, f. 28.7. 1971, maki Auður Finnbogadóttir, f. 20.7. 1967. Barn þeirra er Alexandra, f. 16.2. 2005. Barn Garðars er Agnes Anna, f. 9.4. 1997. Sigríður Sóley gift- ist Aðalsteini Óskari Guðmundssyni, f. 26.1. 1909, d. 18.2. 1981. Þau skildu. Seinni mað- ur Sigríðar var Jónas Hallgríms- son frá Felli í Mýrdal, f. 2.4. 1902, d. 4.1. 1988. Sigríður ólst upp í Vík í Mýrdal og um tvítugsaldur stundaði hún nám við Húsmæðra- skólann á Staðarfelli. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur stundaði hún ýmis verslunar- og þjónustustörf. Útför Sigríðar Sóleyjar var gerð frá Fossvogskirkju í gær, föstudaginn 23. júní. Vegna mistaka birtust minning- argreinarnar um Sigríði Sóleyju ekki í Morgunblaðinu í gær, á út- farardegi hennar. Við biðjum alla hlutaðeigandi velvirðingar. Elsku amma Sigga er dáin. Við sjáum á eftir yndislegri og umhyggju- samri konu sem vildi allt fyrir afkom- endur sína og vini gera. Amma hafði yndi af að fara í bíltúr um bæinn og þá gjarnan fara í kaffi- hús í leiðinni, og eigum við hjónin margar ljóslifandi góðar minningar úr þessum bíltúrum, sem munu lifa með okkur alla tíð. Hún var alltaf glæsileg til fara og hún hafði gaman af að hafa sig til. Hin seinni ár átti amma alltaf erfiðara að komast upp og niður stigana í Hraunbænum, en hún glímdi við þá í lengstu lög til að komast í bíltúr, messur eða heim- sækja ættingja og ekki síst vegna tryggðar við heimili sitt, en hún vildi ekki í lengstu lög láta stigana stoppa sig í að búa í Hraunbænum. Að lokum voru fæturnir orðnir lún- ir og heilsan verri og var ekki hjá því komist að yfirgefa heimili sitt og dvaldi því síðustu mánuði ævi sinnar á hjúkrunarheimilinu Eir. Þar undi hún sér vel og var nota- legt að koma til hennar þangað þar sem hún var alltaf brosandi í sínu fín- asta pússi. Við viljum þakka starfsfólki Eirar fyrir frábæra umönnun. Brosir minning björt og fögur bernskunnar frá fyrstu tíð ávallt hjartans ástúð þína okkur gafstu ár og síð heima ranninn hlýja bjarta höndin fagra prýddi þín yfir unnin ævistörfin auðna góðrar konu skín. (Höf. ókunnur.) Guð geymi þig, amma, og takk fyrir allt. Sigríður og Víðir. Elsku ástríka langamma. Það sem fyrst kemur upp í hugann þegar mað- ur hugsar til þín er góðmennska, hreinskilni og sönn vinátta. Við áttum mörg samtölin sem hjálpuðu mér í líf- inu og þegar erfiðleikar komu upp varst þú alltaf til staðar til að stappa í mann stálinu. Þú hafðir alveg sérstak- lega góða nærveru og manni leið allt- af svo vel þegar maður var hjá þér og svo var brosið það fallegasta og ein- lægasta sem maður hefur fundið. Það var alltaf stutt í húmorinn hjá þér og gladdi það mann óspart. Og að ná 88 ára aldri er nú nokkuð til að vera aldeilis stoltur af. Þú horfðir allt- af björtum augum á hlutina og sást alltaf ljósið í myrkrinu. Ég á eftir að sakna þín gríðarlega og er gríðarlegt skarð komið, sem erfitt verður að fylla. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman. Guð blessi þig elsku langamma mín og megir þú hvíla í friði. Ég þakka líka mikið fyrir að síðustu orðin mín tíl þín voru: „Ég elska þig amma mín.“ Ég vil þakka Eir fyrir ómetanlegt starf, en þar leið ömmu alveg einstaklega vel. Þinn Friðjón Við kveðjum nú við hinstu kveðju mikla ágætiskonu, Sigríði Sóleyju Sveinsdóttur. Hún lést á þjóðhátíðar- daginn, 17. júní. Sigga Sóley, eins og hún vars jafnan kölluð, fæddist í Vík í Mýrdal árið sem Katla byrjaði að gjósa, árið 1918. Hún kom sem ung- lingur inn á heimili foreldra minna í Vík eftir lát móður sinnar og var eins nátengd minni fjölskyldu sem væri hún systkini. Hún fór snemma að að- stoða móður mína við heimilið og einnig hjálpaði hún oft föður mínum með ýmis læknisverk. Eftir lát föður míns árið 1936 flutti móðir mín til Reykjavíkur með okkur systkin og Sigríði. Hún var okkur öll- um mikil hjálparhella. Sigríður Sóley unni sínum heimahögum, Víkinni, og hlakkaði alltaf til að koma þangað. Eftir að hún giftist seinni manni sín- um, Jónasi Hallgrímssyni, sem ætt- aður var frá Felli í Mýrdal, eignaðist hún sitt annað heimili í sveitinni sinni, en að Felli dvaldi hún oft langdvölum að sumarlagi. Hvergi undi hún hag sínum betur en í Víkinni. Ég minnist margra ferða sem við Gerður fórum með Siggu til Víkur og alltaf hlakkaði hún jafnmikið til. Ég minnist þess jafnan hvað hún ljómaði meira og meira, er við nálguðumst Eyjafjöllin. Þegar sást til Péturseyjar brast hún: „Sjáið þið fegurðina“, og ekki voru fagnaðarlætin minni, er komið var austur fyrir Reynisfjall og Reynisdrangarnir birtust i allri sinni dýrð: „Hvílík fegurð, þetta er him- neskt!“ Sigga var mjög falleg kona með ljóst liðað hár og slétta húð og hvergi sást í hrukkur né gráa bletti i hári. Hún hafði yndi af að vera innan um fólk og þau Jónas buðu oft í glæsi- legar veislur í Hraunbænum. Frægar eru fýlaveislurnar hjá Siggu og Jón- asi. Einnig minnist ég aðfangadag- anna, en það var alltaf venjan að enda jólapakkadreifinguna á heimili Jónas- ar og Siggu og njóta þar hvíldar og góðra veitinga áður en hátíðin gengi í garð. Sigga var alla tíð mjög sjálfstæð og ákveðin, sem best kom fram í því að hún vildi alltaf sjá um sig sjálf og búa í eigin íbúð, jafnvel eftir að heils- unni fór að hraka. Hún kvartaði aldrei og vildi ekki láta hafa alltof mikið fyr- ir sér. Við Gerður minnumst sérstak- lega tímans, er hún dvaldi hjá okkur í Jönköping í Svíþjóð árið l968 eftir að hafa lokið við erfiða geislameðferð í Kaupmannahöfn vegna krabbameins. Hún var þá strax staðráðin í að vinna bug á þessum sjúkdómi, sem hún og gerði, nema hvað afleiðingar geisla- meðferðarinnar áttu þátt í því að gera fætur hennar ónýtar til gangs vegna bjúgmyndunar. Það er svolítið kald- hæðnislegt, að loks þegar Sigga fæst til að flytja úr íbúð sinni og kemst inn á hjúkrunarheimili, þar sem henni býðst öll sú hjálp, sem hugsast getur, þá fer að halla undir fæti hjá henni og heilsunni hrakar hratt. Ég hef grun um að viðbrigðin hafi verið of mikil fyrir hana, hún vildi alltaf hjálpa sér sjálf. Við Gerður vottum Jónínu, börnum hennar svo og allri fjölskyld- unni innilegustu samúð. Blessuð sé minning Sigríðar Sóleyjar. Gerður og Daníel. Ein af mínum fyrstu og bestu bernskuminningum er þegar móður- systir mín úr Reykjavík kom í Víkina í sumarfrí. Sigga frænka kom á hverju sumri og ekki veit ég hvort gleðin var meiri hjá henni að vera komin á sínar kæru heimaslóðir eða okkur systkin- unum sem fannst hún svo flott og skemmtileg. Mér er minnisstætt hversu mjög hún naut þess að vera í þessu fallega umhverfi hjá ættingjum og vinum. Hún frænka mín var með létta lund og sá oftar en ekki það broslega í til- verunni og kunni að njóta þess sem lífið hafði að bjóða. En hún átti líka hlýjan faðm sem gott var að eiga að þegar eitthvað bjátaði á, því hún mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að gera gott úr því, örlæti og gjafmildi var í hennar eðli. Það er tómlegt til þess að hugsa að hún sem var svo stór hluti í lífi mínu sé farin, en hún skilur eftir sjóð af minningum og mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt svona góða frænku. Svanhvít Einarsdóttir. Sigga Sóley ömmusystir mín og frænka er dáin. Ég heimsótti hana síðast á uppstigningardag, hún var glæsileg þar sem hún sat og prjónaði fallega klædd í kjól eins og alltaf og sátum við góða stund saman og spjöll- uðum. Lífið væri fátæklegra hefði ég ekki átt Siggu frænku, hún kom á hverju sumri til Víkur þegar ég var barn, þá var hún að heimsækja systkini sín Binna og Svönu systur, ömmu mína, sem var mjög ánægð með nærveru Siggu systur. Þá var farið flesta daga fram í fjöru þar sem hún baðaði sig í sjónum og velti sér í löðrinu frá öld- unum sem hún hafði trú á að hefðu sérstakan kraft fyrir líkama og sál. Þá voru Reynisdrangar í einstöku uppáhaldi hjá henni. Hún hafði oft á orði að hún myndi deyja ef drangarn- ir hryndu. Sigga var sérstaklega frændrækin og heimsótti frændur og vini í þessum ferðum sínum. Þá voru heimsóknirn- ar til Siggu á Bergþórugötu 57, þar sem hún bjó með Adda, alltaf einstak- lega skemmtilegar, og mikil upphefð fyrir unga dömu að vera send niður á Snorrabraut í verslunina Örnólf að versla spægipylsu og fleira gott. Ég var líka send í Mjólkurbúðina á horn- inu á Barónsstíg og Njálsgötu að sækja mjólkurvörur. Eftir að Sigga giftist Jónasi seinni manni sínum bjuggu þau sér glæsi- legt heimili að Hraunbæ 50 þar sem ríkti einstök gestrisni og miklar veisl- ur haldnar fyrir fjölskyldur þeirra og vini og færðust þá heimsóknir mínar þangað. Oft gisti ég með dætur mínar hjá Siggu eftir að hún var orðin ein og það er þeim eftirminnilegt hvað hún var alltaf í fallegum kjólum og vel til höfð þegar hún kom fram á pallinn að taka á móti okkur. Síðan komum við oft við áður en við lögðum af stað austur því hún þurfti að horfa sér- staklega á eftir bílnum úr glugganum af því að hann var á leið austur í Vík. Við kveðjum þig, kæra frænka, með söknuð í hjarta og þökk fyrir allt. Svanhvít M. Sveinsdóttir, (Naní). SIGRÍÐUR SÓLEY SVEINSDÓTTIR HALLGRÍMSSON Á sjötta Alþjóðlega fornsagna- þinginu sumarið 1985 var ég kynntur fyrir Paulu Vermeyden, íslensku- kennara í Amsterdam. Leiðir okkar áttu aftur eftir að liggja saman eftir að ég tók að mér forstöðu Stofnunar Sigurðar Nordals. Stofnunin stóð fyr- ir málþingi um kennslu og rannsóknir í íslenskum fræðum í júlí 1988. Paulu var boðið til þingsins í hópi tíu há- skólakennara frá Evrópulöndum og Bandaríkjunum og flutti hún þar fyr- irlestur um Eyrbyggja sögu. Síðan hitti ég Paulu oftast þegar hún kom til Íslands og ég heimsótti hana í Amst- erdam 1996. Þá voru uppi áform um að hætta kennslu í íslensku nútíma- máli við Amsterdamháskóla um leið og Paula færi á eftirlaun. Þessi áform voru henni þvert um geð enda hafði hún byggt upp íslenskukennslu við PAULA VERMEYDEN ✝ Paula Vermeydenprófessor fæddist í Rotterdam í Hollandi 6. nóvember 1933. Hún andaðist í Amst- erdam 1. ágúst 2005. Paula lauk háskóla- prófi í Hollandi í ger- mönskum fræðum. Hún var styrkþegi menntamálaráðuneyt- isins skólaárin 1955– 56 og 1956–57, nam ís- lensku við Háskóla Ís- lands og lauk prófi í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Hún kenndi íslensku við háskólann í Amsterdam í 30 ár og var afkasta- mikill þýðandi úr íslensku. Útför Paulu var gerð í Amster- dam 6. ágúst 2005. Jarðneskar leifar hennar verða moldaðar að Fitjum í Skorradal í dag, á Jónsmessunni. skólann af mikilli ósér- plægni og notið vin- sælda nemenda sinna sem voru fjölmargir. Mótmæltu þeir kröftug- lega með henni. Allt kom fyrir ekki. Voru það Paulu mikil vonbrigði. Þegar Paula hætti störfum við Amster- damháskóla tók hún að þýða íslenskar bók- menntir, bæði fornar og nýjar, af miklu kappi. Síðustu ár sín áttu hún þó við mikla vanheilsu að stríða. Hún lést úr krabbameini. Paula hóf undirbúning að því að skrifa doktorsritgerð um söguljóð Stephans G. Stephanssonar veturinn 1973–74. Ekki tókst henni að ljúka þessu verki samhliða mikilli kennslu. Síðustu samskipti mín við hana voru um Stephan G. Stofnun Sigurðar Nor- dals stóð að Stephansstefnu haustið 2003. Paulu var boðið til ráðstefnunn- ar en sjúkleiki hennar kom í veg fyrir að hún gæti þegið það. Stephan G. kvað svo í kvæði sínu Fósturlandið: Landið, sem mín vígð er vinna, vöggustöðin barna minna! Ég hef fellt í lag og línu ljóðið mitt í grasi þínu. Yfir höfuð yrkir mitt aftur seinna grasið þitt! Ísland varð fósturland Paulu Ver- meyden. Íslensku máli og menningu helgaði hún krafta sína ung. Hér ósk- aði hún að jarðneskar leifar hennar yrðu moldaðar svo að fósturlandið mætti yrkja grasið sitt yfir hana. Blessuð sé minning Paulu Vermey- den. Úlfar Bragason. Mig setti hljóða þeg- ar mamma hringdi og sagði mér að hún Helga væri dáin. Mamma þeirra Svölu og Heið- brár, sem alltaf var mér svo góð, og svo miklu meira en það. Minningabrotin þutu í gegnum hugann, ég varð 12 ára, bíðandi óþol- inmóð eftir að Gullfoss kæmi, og með skipinu fjölskyldan á Melhaga 11. Unglingsárunum eyddi ég að miklu leyti þar. Í öllu húsinu reyndar, uppi hjá Soffu í kaffi, niðri hjá Jönnu í kjallaranum í veislu, hjá ömmu Dídí sem alltaf átti þessar yndislegu Jaffa appelsín kexkökur og á þeirri hæð var einmitt herbergi stelpnanna, og svo uppi hjá Jóni og Helgu. Hjá þeim lærði ég að spila póker. Um leið og klukkan var orðin tólf á miðnætti annan í jólum var maður mættur og byrjaður að spila, því það mátti ekki gera á jólunum sjálfum, en svo var sko spilað fram á nótt, og ég þá 13 ára. Og svo var ég orðin 14 þegar Helga fór með okkur í anda- glas. Og ég man að Heiðbrá átti sam- HELGA JÓHANNSDÓTTIR ✝ Helga Jóhanns-dóttir fæddist í Reykjavík 28. desem- ber 1935. Hún lést 3. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni 9. júní. kvæmt því að búa í út- löndum, minnir nú að vísu að það hafi átt að vera með Fransmanni, en andinn hefur nú eitt- hvað klikkað á því, nema það sé minni mitt sem er orðið ryðgað. Á sumrin lá maður úti í bakgarðinum að lesa undir próf, alltaf var besta veðrið þar á öllum Melhaganum. Og öll þolinmæðin sem manni var sýnd á gelgjunni, það hefur nú ekki alltaf verið létt, við gátum fundið upp á ýmsu stelpurnar. Og seint vorum við á ferð. Heið- brá, manstu öll kvöldin sem við tók- um strætó upp á Hlemm og löbbuð- um svo niður Laugaveginn og völdum okkur hluti í búðargluggun- um og fengum okkur Síríuslengju í sjoppunni á Hallærisplaninu og löbb- uðum svo í gegnum kirkjugarðinn heim? Og alltaf ef það var hryllings- mynd í Hafnarbíói fórum við á sýn- ingu klukkan 11. Eitt af því fyrsta sem kom upp í hugann var þó úti- legan góða, þegar Jón og Helga fóru með okkur og leyfðu okkur tjalda og fara á sveitaball. Við vorum 10 í þess- ari útilegu, fimm unglingsstelpur á aldrinum 14–16 ára og fimm hvít- vínsflöskur, sem kældar voru í læk, ein á mann! Helga og Jón kíktu til okkar og keyrðu „stóru stelpurnar“ á ballið og buðust svo til að sækja okk- ur Svölu seinna, en manstu, Svala, við vildum sko labba. Og að mamma þín skyldi ekki benda okkur á að við værum drukknar. Alveg aðdáunar- vert og ekki föttuðum við það sjálfar. En beljan var skelfileg, og við hlup- um hratt, og svo marseruðum við á Hvolsvöll eftir miðjum vegi, hep two hep two! Og svo fóru ykkar yndislegu foreldrar með okkur í bíltúr daginn eftir að Gullfossi og Geysi, en þá hafði ég aldrei komið þangað og var þetta þvílík upplifun. Ég á í albúmi mynd, sem hún Helga tók þar af okk- ur stelpunum fimm. Ein af þessum yndislegu myndum æskunnar. Ég man að mér fannst mamma ykkar líka alltaf svo sérstök af því að hún var að vinna úti. Og að hafa þýska vinnukonu, það var sko stórmerki- legt. Bestu stundirnar á Melhaga 11 voru samt auðvitað niðri í herbergi, hvort sem það var við gerð listaverka með Svölu, eða við Heiðbrá sitjandi í myrkri að hlusta á L.A. Woman með Doors. Það voru sko góðir dagar. Og hvernig hún mamma ykkar kom fram við mig er eitthvað sem ég bý að alla ævi, og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera ein af fjöl- skyldunni í öll þessi ár, en það veit ég að ég á henni að þakka. Ég sam- hryggist innilega honum Jóni og ykkur systrunum öllum. Linda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.