Morgunblaðið - 24.06.2006, Síða 15

Morgunblaðið - 24.06.2006, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● VIÐSKIPTI í Kauphöllinni námu 18,5 milljörðum króna í gær, mest með hlutabréf fyrir um 15,7 millj- arða en næstmest með íbúðabréf fyrir 2,2 milljarða. Mestu hlutabréfa- viðskipti voru með bréf FL Group hf. fyrir um 14.990 milljónir króna, en tilkynnt var um tilfærslu hlutafjár Baugs í FL Group í dótturfélagið BG Capital. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,38% og er nú 5.564,14 stig. Millibankamarkaðurinn lifnaði við í gær eftir nokkurra daga rólegheit og nam 26,5 milljörðum króna. Krónan veiktist um 1,2%, geng- isvísitalan var í upphafi dags 130,65 og undir lokin 132,2 stig og mikið um að erlendir aðilar væru að selja krónur. Dollarinn er nú 76,2 kr., evran 95,5 kr. og pundið 138,8 kr. Átján milljarða viðskipti í Kauphöll ● EKKERT er hæft í þeim orðrómi að Baugur sé hættur við kauptilboð sitt í bresku verslunarkeðjunni House of Fraser (HoF), að því er segir í frétt á fréttavef The Scotsman. Þar segir að tals- maður Baugs neiti stað- fastlega þessum orðrómi sem gengið hefur manna á milli í fjármálahverfi Lundúna. Nú standi yf- ir áreiðanleikakönnun á HoF og ekk- ert óvænt hafi komið í ljós til þessa. Þrátt fyrir það féllu bréf HoF um 3,4% á fimmtudaginn. Í frétt The Scotsman segir að ann- ar orðrómur um að Baugur ætli að bjóða í bresku stórmarkaðskeðjuna William Morrissons sé ósannur. Baugur ekki hættur við kaup á HoF ● RÚMLEGA eitt þúsund manns hafa skráð sig í farsímaþjónustu lág- gjaldasímafélagsins SKO. Þúsund- asti viðskiptavinur fyrirtækisins, Bára Hólmgeirsdóttir, var heiðruð sérstaklega af því tilefni og fékk hún 10 þúsund króna inneign og blóm- vönd frá fyrirtækinu, samkvæmt fréttatilkynningu. Viðskiptavinir SKO orðnir þúsund talsins EINN helsti spekingurinn í jap- önsku fjármálalífi, Yoshiaki Mura- kami, hefur verið ákærður fyrir inn- herjasvik. Meðal þeirra fyrirtækja, sem Murakami er ákærður fyrir að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar um, er netfyrirtækið Livedoor sem komst í fréttirnar í janúar síðastliðn- um vegna gruns um að hafa stundað ólögleg hlutabréfaviðskipti og bók- haldssvindl. Er Murakami í haldi lögreglu. Murakami viðurkennir að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar þegar hann keypti hlutabréf í Nippon Broad- casting System á síðasta ári. Segist hann hafa keypt bréfin þar sem hann hafi vitað að Livedoor ætlaði að kaupa hlut í fé- laginu. Ef Murakami verður sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsi og sekt upp á þrjár millj- ónir jena, tæpar tvær milljónir króna. Fjármálaspekingur í haldi lögreglu Yoshiaki Murakami HLUTHAFAFUNDUR Dags- brúnar hf. samþykkti í gær skipt- ingu félagsins í tvo hluta. Tillaga stjórnar um skiptingu félagsins í tvo hluta og samruni annar þeirra við Og fjarskipti ehf. í samræmi við fyrirliggjandi skiptingar- og sam- runagögn var samþykkt einróma. Segir í tilkynningu frá félaginu að einungis sé um að ræða lög- formlega breytingu í samræmi við ákvörðun samkeppnisráðs nr. 12/ 2005 um samruna Og fjarskipta hf. og 365 miðla en þar var gert að skilyrði að fjarskiptarekstri Dags- brúnar hf. yrði komið fyrir í sjálf- stæðum lögaðila. Skiptingin hefur hvorki áhrif á heildarhlutafé Dagsbrúnar, né heldur rekstur félagsins, dóttur- eða hlutdeildarfélaga. Og fjar- skipti ehf. tekur við fjarskipta- rekstri félagsins og starfar áfram undir heitinu Og Vodafone. For- stjóri Og Vodafone er Árni Pétur Jónsson. Dagsbrún skipt í tvö fyrirtæki ● BANDARÍSKI verðbréfasjóðurinn Blackstone er að undirbúa yfirtöku- tilboð í þýska símafyrirtækið Deutsche Telekom, samkvæmt þýska vikurit- inu Wirtsc- haftsWoche. Samkvæmt blaðinu mun tilboðið vænt- anlega hljóða upp á 60 milljarða evra. Forsvarsmenn Blackstone neita því að eitthvað sé hæft í fréttinni. Blackstone á 4,5% hlut í Deutsche Telekom og samkvæmt upplýsingum frá Blackstone er ekki ætlunin að auka við þann hlut. Þýska ríkið er stærsti hlut- hafinn í Deutsche Telekom með beinan eignarhlut upp á 14,62% auk þess sem það á 16,63% hlut í gegnum KfW bankann. Hvorki bankinn né stjórnvöld hafa heyrt minnst á mögulegt yfirtökutilboð Blackstone og hvorugur aðilinn ætlar að selja sinn hlut á næst- unni. Yfirtaka á Deutsche Telekom í undirbúningi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.