Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 27 DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ Sími: 50 50 600 • www.hertz.is www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Vika í USA 21.200* San Fransisco kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar. Verð miðað við gengi 1. maí 2006.* 17.800* Florida kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar. * 23.300* Boston kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar. Verð miðað við gengi 1. maí 2006.* Verð miðað við gengi 1. maí 2006. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 32 54 6 05 /2 00 6 Það eru engir bílar í miðbænum í Pag í Króatíu og fallegar, gamlar byggingarnar hýsa kaffihús og veit- ingastaði þar sem fólk kemur saman til að spjalla, sýna sig og sjá aðra. Kjörbúðin er á götuhorninu og börn- in geta hlaupið til bakarans í næsta nágrenni og keypt bakkelsið með morgunkaffinu. Ströndin er í göngu- færi. Það er þarna á eyjunni Pag sem hjónin Brynhildur Guðmundsdóttir og Ivica Gregoric og Örn Valdimars- son og Aðalheiður Guðbjörnsdóttir hafa fjárfest í tveimur húsum sem þau ætla að leigja út til ferðamanna. „Þetta hófst með því að foreldrar mínir voru að íhuga sumarhúsakaup og fannst spennandi kostur að kaupa hús í Króatíu enda hæg heimatök því maðurinn minn er Króati,“ segir Brynhildur Guð- mundsdóttir en hún á með fjölskyldu sinni hús á eyjunni Pag þar sem stór- fjölskyldan eyðir sumarfríunum. Þegar við fréttum af húsnæði sem væri laust í gamla bænum ákváðum við með vinahjónum að kaupa tvö hús til að leigja út.“ Krakkarnir elska frelsið „Húsin eru nálægt ströndinni en í gamla bænum þar sem bara eru göngugötur og stutt í kjörbúðina eða til bakarans og mjög fjöl- skylduvænt umhverfi. Krakkarnir okkar tapa sér alveg í frelsinu þarna, geta þess vegna farið í fót- bolta úti á götu eða hlaupið út í bak- arí án þess að líta til hægri og vinstri og svo er stutt í strandlífið en sjór- inn er í um tvö hundruð metra fjar- lægð frá gamla bænum. Sjórinn í kringum Pag hefur einnig fengið bestu einkunn bláa flaggsins og er kristaltær. Það er hægt að leigja litla báta til að stytta sér stundir þegar fólk er á ströndinni Á ströndinni og í bænum eru ótal kaffihús og veitingastaðir og það er oft líf á aðaltorginu við sjóinn, tón- leikar á kvöldin og mikið um að vera. Á ströndinni er líka tívolí fyrir krakkana yfir sumarið.“ Náttúrufegurð og menning Brynhildur segir að ýmislegt sé hægt að hafa fyrir stafni í Króatíu. „ Það er gaman að skreppa til Novalja sem er vinsæll sumarleyfisstaður hjá ungu fólki en þangað er um korters akstur. Plitvicka Jazera-þjóðgarð- urinn eða vatnaþjóðgarðurinn er engu líkur en þangað tekur um tvo tíma að aka frá Pag. Eyjan Pag og samnefndur bær eru á miðri Dal- matíuströndinni og þaðan er um það bil einn og hálfan tíma verið að aka til borgarinnar Split og þar er margt að skoða. Í nágrannabænum Zadar er síðan boðið upp á siglingu til Ítal- íu ef fólk vill skreppa yfir. Landið hefur upp á margt að bjóða, mjög fallega náttúru, glæsta menningu og maturinn og vínið er í hæsta gæðaflokki. Víða í Pag er boð- ið upp á ferskt sjávarfang og svo gætir líka ítalskra áhrifa í matseld- inni því það er stutt til Ítalíu. Pag er ein stærsta eyja Króatíu og gamli bærinn eins og hann kemur fyrir sjónir í dag á rætur að rekja til ársins 1443. Ódýrt að kaupa í matinn Steinhúsin sem Brynhildur er að leigja út eru orðin 300–400 ára göm- ul en það er búið að gera þau upp í samræmi við kröfur um varðveislu bygginga í gamla bænum og bæði eru þau búin öllum nútímaþæg- indum. En hvernig er verðlagið í Pag? „Enn sem komið er, er Pag að mestu óspilltur bær af nútíma ferða- mennsku sem þýðir að allt er ódýr- ara þarna en þar sem margir ferða- menn dvelja í Króatíu. Það er mjög ódýrt að kaupa í mat- inn og einnig að fara út að borða.“ Um þrif á húsunum annast roskin kona í Pag og viðhald húsanna er í höndum tengdaforeldra Brynhildar.  KRÓATÍA | Leigja út tvö hús í gamla bænum á eyjunni Pag Fjölskylduvænt sumarfrí Ströndin við eyjuna Pag er hrein og sjórinn alveg tær. Í gamla bænum geta börn leikið sér á götum úti því bílaumferð er bönnuð. Nánari upplýsingar um húsin fást á slóð- inni www.kroatia.is allao@centrum.is og brynhld@internet.is Símar 8675141 og 6630504 gudbjorg@mbl.is Hægt er til dæmis að fljúga með Heimsferðum til Trieste og aka þaðan til eyjunnar Pag í Króatíu en aksturinn þangað tekur um fjórar klukkustundir. Einnig er hægt að fljúga til London og Frankfurt og þaðan til Split, Zagrep og fleiri borga í Króatíu. Þess má geta að bílaleigur eru á öllum þessum stöðum. Sagan og Berlín Express-ferðir hafa sett upp nokkrar ferðir til Berlínar. Berlín og þriðja rík- ið er yfirskrift ferðar sem verður far- in 7.–12. september undir leiðsögn Óttars Guðmundssonar læknis sem þekkir sögu Berlínar. Farið verður á helstu staði sem tengjast pólitískri sögu borgarinnar, Weimar-lýðveld- isins, þriðja ríkisins, kalda stríðsins sem leiddi til sundrungar borg- arinnar og síðan sameiningar borg- arinnar 1989. Einnig verður farið á slóðir gyðinga, á ólympíuleikvanginn og í Sachsenhausen-fangabúðirnar. Þetta er fróðleg sögu- og menning- arferð. Berlín hefur upp á mikið að bjóða í mat, drykk, listum og menn- ingu og gefst farþegum tækifæri til að njóta þess ásamt góðri leiðsögn. Haustferðir til St. John’s Hópferðamiðstöðin – Vesttravel stendur í ár fyrir haustferðum til St. John’s, höfuðborgar Nýfundnalands í Kanada, með nokkuð nýju sniði. Undanfarin átta ár hefur verið boðið upp á þriggja nátta ferðir en nú ferð- ur hægt að gista í fjórar nætur í borginni. Í fréttatilkynningu frá Hópferða- miðstöðinni – Vesttravel, kemur fram að borgin, sem er á stærð við Reykjavík, hafi vakið athygli fyrir hagstæða verslun en standist einnig aðrar kröfur ferðamanna hvað varð- ar hótel, afþreyingu og veitingahús. St. John’s á sér ríka sögu sem ein mikilvægasta hafnarborg á austur- strönd Norður-Ameríku. Áætlaðar eru þrjár ferðir í haust og sú fyrsta verður 28.–31. október. Seinni tvær ferðirnar eru fjögurra nátta, 31. október – 4. nóvember og 4.–8. nóvember. Flogið er í beinu leiguflugi sem tekur 3–3½ klst. Í boði verða m.a. skoðunarferðir til Cape Spear, austasta odda N- Ameríku. www.vesttravel.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.