Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 45 DAGBÓK Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Hvenær settist fólk að í Reykjavík? WWW.EBK.DK Grafningur, Nesjavallavegur nr. 360, c/a 6 km frá gatnamótum Þingvallavegar nr. 30 Glæsileg dönsk hönnun með fallegum úthugsuðum smáatriðum. Stórir útsýnisgluggar, háar framhliðar, hátt upp í mæni i öllu húsinu, sem hleypa inn mikilli birtu og skapa gott loft og vellíðan. EBK býður 4 tegundir húsa og 35 útfœrslur. Möguleiki er á sérútfœrslum á innréttingum og að fá húsin á mismunandi byggingarstigum. Við höfum verið hluti af sumar húsalífi á Íslandi og í Danmörku i 30 ár. Sölumenn okkar og ráðgjafar Morten Eistorp GSM + 45 21 61 58 56 eða Anders Jensen GSM +45 20 86 46 59 gefa allar upplýsingar á dönsku/ensku og senda sölubœklinga (á dönsku). Nýtt: OPIÐ HÚS laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. júní kl. 13-16 Aðalskriftstofa: +45-58 56 04 00 Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse Mán.- fös.: 8-16.30 Sun. og helgidaga: 13-17 BELLA CENTER: +45-32 52 46 54 C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København Mán.- mið. og lau. 13-17 Sun. og helgidaga: 10-17 6 32 9 EBK Lyngholm 80; 72 fm stórglæsilegt, bjart sumarhús á einni hæð með yfirbyggðum sólpalli. Inngangur, 2 herbergi, bað, eldhús og stofa með stórum gluggum, sem ná niður í gólf með dyrum út á sólpall. Á heimasíðu okkar er hægt að sjá husin sem við bjóðum. Sýningahús eru staðsett við aðalskrifstofu okkar og við Bella Center: OPIÐ HÚS Í GRAFNINGI Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 500-700 fm skrifstofuhúsnæði á einni hæð á einhverjum framangreindra staða. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI VIÐ BORGARTÚN, SKÚLATÚN EÐA Í MÚLAHVERFI ÓSKAST Ferðamálaskóli Íslands útskrifaði á vor-mánuðum nemendur í ferðaráðgjöf,ferðamarkaðsfræði og leiðsögn. FriðjónSæmundsson er skólastjóri Ferðamála- skólans: „Skólinn kennir ferðaráðgjöf samkvæmt alþjóðlegum staðli alþjóðasamtaka flugfélaga og ferðaskrifstofa, IATA/UFTA, og þreyta nemendur samræmt alþjóðlegt próf að námi loknu,“ útskýrir Friðjón. „Við erum eini skólinn hérlendis sem kennir samkvæmt þessum staðli og höfum gert all- ar götur síðan 1990. Námsefni í ferðaráðgjöf er í grófum dráttum þríþætt: ferðalandafræði, far- seðlaútgáfa og bókunarkerfi flugfélaga og ferða- skrifstofa. Að námi loknu eru nemendur tilbúnir til að hefja þegar störf í ferðageiranum, hvort sem er hjá flugfélögum eða ferðaskrifstofum.“ Að þessu sinni útskrifuðust frá skólanum 25 ferðaráðgjafar, en kennsla varir hvern vetur frá miðjum september til miðs mars. „Mikil eftirspurn er eftir fólki með slíka menntun og áttu þeir nem- endur sem luku námi í vor allir kost á að hefja störf við hæfi. Óhætt er að segja að vöntun er á ferðaráð- gjöfum við flugfélög og ferðaskrifstofur á Íslandi þessi misserin.“ Ferðamarkaðsfræði hefur skólinn kennt frá 1998, einnig samkvæmt staðli IATA/UFTA. „Við útskrifuðum að þessu sinni 15 ferðamarkaðsfræð- inga, sem hafa stundað nám frá október og luku nú námi með alþjóðlegu prófi sem þreytt er samdæg- urs um allan heim. Nemendur hafa lært sölu- og markaðsfræði, og stefnumótun á sviði ferðaþjón- ustu.“ Þá útskrifuðust 24 úr leiðsögumannanámi: „Í því námi er fólki kennt að taka með sem bestum hætti á móti innlendum og erlendum ferðamönnum sem vilja skoða landið. Í námsefninu er fjallað ítarlega um alla landshluta, auk þess sem nemendur læra hjálp í viðlögum, fræðast um listasögu og bókmenntir, flóru og fánu og annað það sem ferða- menn þyrstir að vita um land og þjóð,“ segir Frið- jón. „Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mjög og fyrirsjáanleg frekari aukning á næstu árum. Áætl- að er að í ár sæki 400.000 útlendingar Ísland heim og spáð að árið 2016 verði fjöldi ferðamanna árlega kominn yfir eina milljón. Skiptir þar sköpum bæði að fleiri flugfélög bjóða upp á ferðir hingað til lands, og fargjöld eru orðin viðráðanlegri, til viðbótar við þá náttúru, menningu og öryggi sem hér má njóta.“ Friðjón segir námið við Ferðamálaskólann krefj- andi og umfangsmikið: „Námið er alþjóðlega við- urkennt og veitir þannig réttindi sem nemendur geta nýtt sér hvar sem er í heiminum.“ Umsóknarfrestur til náms í Ferðamálaskólanum er til loka júnímánaðar. Mörg verkalýðsfélög veita styrki til niðurgreiðslu kennslugjalda. Nánari upp- lýsingar má finna á www.menntun.is. Menntun | Umsóknarfrestur til náms í Ferðamálaskóla Íslands til loka júnímánaðar Fjölbreytt ferðamálanám í boði  Friðjón Sæmundsson fæddist í Reykjavík 1949. Hann lauk stúd- entsprófi frá Versl- unarskólanum í Reykja- vík 1971. Friðjón starfaði sem skrif- stofustjóri á skrifstofu Flugfélags Íslands í Lundúnum frá 1971 til 1975. Hann var fram- kvæmdastjóri Ferða- miðstöðvarinnar 1975 til 1982, starfaði hjá Tölvufræðslunni 1982 til 1986 og stofnaði Tölvuskóla Íslands 1986. Síðar setti hann á laggirnar Stjórntækniskóla Íslands og árið 1988 hóf Ferðamálaskóli Íslands starfsemi. HM í Veróna. Norður ♠D8753 ♥KD1082 S/AV ♦– ♣DG4 Vestur Austur ♠G92 ♠K ♥– ♥G754 ♦1064 ♦DG98532 ♣Á876532 ♣K Suður ♠Á1064 ♥Á963 ♦ÁK7 ♣109 Það var norrænn blær á úrslitaleik Rosenblum-keppninnar í Veróna: Í sig- ursveitinni spiluðu Norðmennirnir Geir Helgemo og Tor Helness undir merkj- um bandarísku konunnar Rose Meltzer – hinnar sömu og stýrði liðinu sem vann Norðmenn í frægum úrslitaleik HM 2001 í París. Með þeim spiluðu Kyle Larsen, Alan Sontag og Roger Bates, en þeir tveir fyrstnefndu voru einnig í sigurliðinu í París. Önnur bandarísk kona, Henner-Welland, fór fyrir keppi- nautunum, og með henni spiluðu fjórir landsliðsmenn Svía, þeir Lindkvist, Fredin, Bertheau og Nyström, ásamt Bandaríkjamanninum Marc Jacobus. Úrslitaleikurinn var tiltölulega jafn, en Meltzer tók þó strax forystuna og hélt henni samfleytt til enda. Spiluð voru 64 spil og fóru leikar 179-133 í IMPum. Helness og Helgemo áttu góð- an dag að vanda, en misstigu sig þó illa í spilinu að ofan, sem er frá fyrstu lot- unni: Vestur Norður Austur Suður Bertheau Helgemo Nyström Helness – – – 1 grand Pass 2 hjörtu * Pass 3 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 5 tíglar Pass 5 spaðar Pass Pass Pass Eftir 15–17 punkta grandopnun yf- irfærir Helgemo í spaða og Helness sýnir fjórlitarstuðning og um leið tvíspil í laufi með þremur laufum. Helgemo sýnir þá stuttan tígul með stökki í fjóra tígla (splinter), og sú sögn hefði átt að bæla slemmudrauma Helness, því ÁK í tígli er ekki uppbyggilegur styrkur á móti stuttlit. En hann freistaðist til að segja frá hjartafyrirstöðunni og það varð til þess að þeir þvældust upp á fimmta þrep. Sem var einum of hátt. Út kom laufás og meira lauf, og þótt fyrstu slagirnir væru dramatískir (tveir blankir kóngar úr austrinu) kom það ekki í veg fyrir að vestur fengi þriðja slaginn á tromp. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hvalfjarðargöng HVERNIG í ósköpunum stendur á því að ekki er betri lýsing í Hval- fjarðargöngunum? Ég er nýkom- inn úr göngunum og það verður að segjast eins og er að það er stór- hættulegt að keyra gegnum göng- in vegna lélegrar lýsingar. Það er nauðsynlegt að bæta úr þessu áður en fleiri slys verða þar. Sérstaklega er nauðsynlegt að bæta úr lýsingunni fyrstu 100 til 200 metrana þegar komið er í göngin því þá er nánast ókeyrandi vegna lélegrar lýsingar. Ökumaður. Óskiljanleg rukkun tryggingafélags ÉG fékk kvittun frá Vátrygginga- félagi Íslands yfir vátryggingar sem ég borga og var hún sund- urliðuð. Einn liðurinn er: Þjófn- aður úr grunnskóla kr. 5.100. Ég hringdi í Vátryggingafélag Ísland til að fá skýringu á þessu en það gat enginn gefið mér skýringu, mér var bara sagt að svona væri þetta. Ég er eldri borgari og að verða áttræð og við þetta fullorðna fólk skiljum ekki svona. Er ein- hver sem getur útskýrt þetta fyrir mér? Anna. Bílastæðahús autt 17. júní 17. júní skildi ég bílinn eftir í bíla- stæðahúsinu á Vesturgötu 7. Þeg- ar ég kom til baka um kl. 17 var bílum lagt á Vesturgötunni báðum megin götunnar upp fyrir Norð- urstíg öllum til ama og leiðinda. Skiltið á bílastæðahúsinu sýndi fullt, en þegar inn var komið voru einn eða tveir bílar í húsinu auk bílsins míns, og sláin innakst- ursmegin var niðri. Kolaportið var á sama tíma með báðar slárnar uppi. Gilda aðrar reglur um Vest- urgötuhúsið, má ekki hleypa nema örfáum bílum inn í það? Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti er ég kem í húsið að skiltið sýnir fullt en inni eru örfáir bílar. Jóhann G. Guðjónsson. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 90 ÁRA afmæli. Í dag, 24. júní, erníræð Lillý Kristjánsson, til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði. Lillý og fjölskylda munu fagna þessum tímamótum sunnudaginn 25. júní og bjóða ættingjum og vinum til afmæl- isveislu í Setrinu á Grand hóteli í Reykjavík kl. 15–17. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.