Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 20
Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði ÍSLANDS MÁLNING Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. 20% Afsláttur af málningarvörum Sætúni 4  Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Fossvogur | Fátt finnst ungum mönnum skemmti- legra en að leika sér við vötn og læki. Kristján Ingi Svanbergsson er ef til vill í þeim hópi, en hann brá sér ásamt félaga sínum, Gunnari Hákoni Unnars- syni, niður að læknum í Fossvogi og þar áttu þeir saman góða dagstund. Þeir sulluðu í læknum og fundu upp á ýmsu, en Kristján fann m.a. þetta for- láta reiðhjóladekk. Ekki er vitað hvort hann hafði það með sér heim til síðari nota, en eflaust þótt nokkur fengur í þessum merka fundi. Morgunblaðið/Eyþór Dunda sér við lækinn Fengur Akureyri | Árborg | Landið | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett- @mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ný sveitarstjórn hefur tekið við í Húna- þingi vestra og samanstendur af D- og B- listum. Það vekur athygli að leiðtogar þessara lista eru konur, Guðný Helga Björnsdóttir og Elín R. Líndal. Munu þær deila með sér embættum oddvita og for- manns Byggðaráðs. Gengið hefur verið frá endurráðningu Skúla Þórðarsonar sem sveitarstjóra.    Það er hugur í héraðsbúum í uppbyggingu ferðaþjónustu. Á Gauksmýri í Línakradal hefur verið byggð upp stóraukin þjónusta með fjölgun gistiherbergja og stækkun matsalar. Þar er gestum boðin þjónusta í sem vistvænustu umhverfi og með fjöl- breyttri afþreyingu, m.a. fuglaskoðun á Gauksmýrartjörn. Þá mun Selasetur Ís- lands verða formlega opnað um þessa helgi í hinu fagra VSP-húsi á Hvammstanga, en þar var lengst af verslun Sigurðar Pálma- sonar kaupmanns. Umhverfi hússins hefur verið breytt í samræmi við nýjan tilgang.    Sumarið er komið, eftir kalt vor. Veiði- menn standa á bökkum laxánna, sem eru nokkrar í héraðinu. Viðskipti með veiði- leyfi og þjónustu veiðihúsanna veita mikl- um fjármunum í héraðið og njóta eigendur þeirra góðs af. Talsvert er um ásókn í kaup á jörðum sem eiga land að slíkri auð- lind. Þykir sumum nóg um, en aðrir benda á að eðlilegt sé að söluverð mótist af eft- irspurn.    Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði á Hvammstanga, og nokkuð um nýbygg- ingar á staðnum og í sveitunum. Verð á íbúðarhúsum hefur hækkað verulega á liðnum misserum og er áberandi að kaup- endur eru oftast ungt fólk, sem vill búa sér heimili í barnvænu og streitulitlu um- hverfi. Leikskólinn verður stækkaður í sumar og unnið er að endurskipulagi grunnskólans, sem mun verða í einni bygg- ingu á Hvammstanga. Jafnframt er unnið að hugmyndum um nýja starfsemi í Laug- arbakkaskóla í Miðfirði. Úr bæjarlífinu EFTIR KARL SIGURGEIRSSON FRÉTTARITARA HVAMMSTANGI Forsvar ehf. á Hvammstanga hlauthvatningarverðlaun SSNV-atvinnuþróunar fyrir árið 2006. Ársæll Guðmundsson, stjórn- arformaður SSNV, sagði að Forsvar ehf. væri dæmi um hvernig hægt væri að byggja upp atvinnurekstur með dugn- aði, áræði og góðum vinnubrögðum. Fyrirtækið væri með traustan grunn í starfsemi sinni og hefði á að skipa góðu og vel menntuðu starfsfólki. Elín Jóna Rósinberg, forstöðumaður bókhalds- deildar, og Elín R. Líndal markaðsstjóri tóku við verðlaununum. Forsvar ehf. hefur starfsemi sína í tveimur deildum; bókhaldsdeild og markaðsdeild. Félagið var stofnað í des- ember 1999, hóf starfsemi í janúar 2000 með tveimur starfsmönnum, en nú eru þeir tólf. Forsvar fær hvatningarverðlaun Séra Hjálmar Jóns-son var sæmdurfálkaorðunni á dögunum. Karl á Lauga- veginum orti: Sumir þráðu koss við koss á koss hjá stúlku bjartri, en aðrir þiggja kross við kross á kross í hempu svartri. Karlinn er mjög áhuga- samur um enska boltann og fylgist spenntur með enska landsliðinu á HM: Glufu Beckham fljótur fann fallegt þótti sparkið þegar Rooney rekur hann rakleiðis í markið. Hann fór í apagarð í Hollandi og til varð: Þá ég skildi að sækjast sér um líkir er horfði felmtursfullur ég á fjögur hundruð apateg. Koss við koss pebl@mbl.is ♦♦♦ FRISBÍGOLF er ný almenningsíþrótt sem skotið hefur rótum hér á landi. Leikurinn fer fram á sérhönnuðum völl- um þar sem takmarkið er að kasta frisbí- diskum í sérstakar körfur í sem fæstum köstum. Búið er að setja upp þrjá velli hér á landi, 18 körfu völl í Gufunesi í Graf- arvogi en auk þess er 9 körfu völlur á tjald- svæðinu Hömrum á Akureyri og við Úti- lífsmiðstöðina á Úlfljótsvatni. Minni vellir eru komnir á Hólavatni í Eyjafirði og Vatnaskógi. Um helgina verður alþjóðlegt mót, Ice- landair Open haldið á vellinum í Gufunesi og eru 25 erlendir keppendur skráðir til leiks, margir þeirra í fremstu röð í Evrópu. Þar má nefna Bretann Derek Robins en hann keppti hér líka síðasta haust og Sví- ann Christian Sandström sem á heimsmet- ið í lengsta kasti með frisbídiski, 250 metra. Keppt verður alla helgina og eru áhorfendur velkomnir. Keppt í frisbígolfi Vestfirðir | Meðalatvinnutekjur í að- alstarfi á Vestfjörðum voru tæplega 2,6 milljónir árið 2006. Athygli vekur mikill munur á launum eftir kyni en á meðan meðalatvinnutekjur karla voru tæplega 3,2 milljónir á ári voru meðalatvinnu- tekjur kvenna ekki nema tæplega 1,9 milljónir á ári. Konur eru því ekki með nema um 60% af meðalatvinnutekjum karla. Hæstu meðallaun voru í veit- ustarfsemi eða tæplega 4,6 milljónir á ári. .Konur eru með umtalsvert lægri laun en karlar í öllum starfsgreinum að undanskildum landbúnaði, en þar eru einnig langlægstu meðallaunin, 486 þús- und krónur á ári. Konur með 60% af tekjum karla AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.