Morgunblaðið - 24.06.2006, Page 20

Morgunblaðið - 24.06.2006, Page 20
Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði ÍSLANDS MÁLNING Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. 20% Afsláttur af málningarvörum Sætúni 4  Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Fossvogur | Fátt finnst ungum mönnum skemmti- legra en að leika sér við vötn og læki. Kristján Ingi Svanbergsson er ef til vill í þeim hópi, en hann brá sér ásamt félaga sínum, Gunnari Hákoni Unnars- syni, niður að læknum í Fossvogi og þar áttu þeir saman góða dagstund. Þeir sulluðu í læknum og fundu upp á ýmsu, en Kristján fann m.a. þetta for- láta reiðhjóladekk. Ekki er vitað hvort hann hafði það með sér heim til síðari nota, en eflaust þótt nokkur fengur í þessum merka fundi. Morgunblaðið/Eyþór Dunda sér við lækinn Fengur Akureyri | Árborg | Landið | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett- @mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ný sveitarstjórn hefur tekið við í Húna- þingi vestra og samanstendur af D- og B- listum. Það vekur athygli að leiðtogar þessara lista eru konur, Guðný Helga Björnsdóttir og Elín R. Líndal. Munu þær deila með sér embættum oddvita og for- manns Byggðaráðs. Gengið hefur verið frá endurráðningu Skúla Þórðarsonar sem sveitarstjóra.    Það er hugur í héraðsbúum í uppbyggingu ferðaþjónustu. Á Gauksmýri í Línakradal hefur verið byggð upp stóraukin þjónusta með fjölgun gistiherbergja og stækkun matsalar. Þar er gestum boðin þjónusta í sem vistvænustu umhverfi og með fjöl- breyttri afþreyingu, m.a. fuglaskoðun á Gauksmýrartjörn. Þá mun Selasetur Ís- lands verða formlega opnað um þessa helgi í hinu fagra VSP-húsi á Hvammstanga, en þar var lengst af verslun Sigurðar Pálma- sonar kaupmanns. Umhverfi hússins hefur verið breytt í samræmi við nýjan tilgang.    Sumarið er komið, eftir kalt vor. Veiði- menn standa á bökkum laxánna, sem eru nokkrar í héraðinu. Viðskipti með veiði- leyfi og þjónustu veiðihúsanna veita mikl- um fjármunum í héraðið og njóta eigendur þeirra góðs af. Talsvert er um ásókn í kaup á jörðum sem eiga land að slíkri auð- lind. Þykir sumum nóg um, en aðrir benda á að eðlilegt sé að söluverð mótist af eft- irspurn.    Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði á Hvammstanga, og nokkuð um nýbygg- ingar á staðnum og í sveitunum. Verð á íbúðarhúsum hefur hækkað verulega á liðnum misserum og er áberandi að kaup- endur eru oftast ungt fólk, sem vill búa sér heimili í barnvænu og streitulitlu um- hverfi. Leikskólinn verður stækkaður í sumar og unnið er að endurskipulagi grunnskólans, sem mun verða í einni bygg- ingu á Hvammstanga. Jafnframt er unnið að hugmyndum um nýja starfsemi í Laug- arbakkaskóla í Miðfirði. Úr bæjarlífinu EFTIR KARL SIGURGEIRSSON FRÉTTARITARA HVAMMSTANGI Forsvar ehf. á Hvammstanga hlauthvatningarverðlaun SSNV-atvinnuþróunar fyrir árið 2006. Ársæll Guðmundsson, stjórn- arformaður SSNV, sagði að Forsvar ehf. væri dæmi um hvernig hægt væri að byggja upp atvinnurekstur með dugn- aði, áræði og góðum vinnubrögðum. Fyrirtækið væri með traustan grunn í starfsemi sinni og hefði á að skipa góðu og vel menntuðu starfsfólki. Elín Jóna Rósinberg, forstöðumaður bókhalds- deildar, og Elín R. Líndal markaðsstjóri tóku við verðlaununum. Forsvar ehf. hefur starfsemi sína í tveimur deildum; bókhaldsdeild og markaðsdeild. Félagið var stofnað í des- ember 1999, hóf starfsemi í janúar 2000 með tveimur starfsmönnum, en nú eru þeir tólf. Forsvar fær hvatningarverðlaun Séra Hjálmar Jóns-son var sæmdurfálkaorðunni á dögunum. Karl á Lauga- veginum orti: Sumir þráðu koss við koss á koss hjá stúlku bjartri, en aðrir þiggja kross við kross á kross í hempu svartri. Karlinn er mjög áhuga- samur um enska boltann og fylgist spenntur með enska landsliðinu á HM: Glufu Beckham fljótur fann fallegt þótti sparkið þegar Rooney rekur hann rakleiðis í markið. Hann fór í apagarð í Hollandi og til varð: Þá ég skildi að sækjast sér um líkir er horfði felmtursfullur ég á fjögur hundruð apateg. Koss við koss pebl@mbl.is ♦♦♦ FRISBÍGOLF er ný almenningsíþrótt sem skotið hefur rótum hér á landi. Leikurinn fer fram á sérhönnuðum völl- um þar sem takmarkið er að kasta frisbí- diskum í sérstakar körfur í sem fæstum köstum. Búið er að setja upp þrjá velli hér á landi, 18 körfu völl í Gufunesi í Graf- arvogi en auk þess er 9 körfu völlur á tjald- svæðinu Hömrum á Akureyri og við Úti- lífsmiðstöðina á Úlfljótsvatni. Minni vellir eru komnir á Hólavatni í Eyjafirði og Vatnaskógi. Um helgina verður alþjóðlegt mót, Ice- landair Open haldið á vellinum í Gufunesi og eru 25 erlendir keppendur skráðir til leiks, margir þeirra í fremstu röð í Evrópu. Þar má nefna Bretann Derek Robins en hann keppti hér líka síðasta haust og Sví- ann Christian Sandström sem á heimsmet- ið í lengsta kasti með frisbídiski, 250 metra. Keppt verður alla helgina og eru áhorfendur velkomnir. Keppt í frisbígolfi Vestfirðir | Meðalatvinnutekjur í að- alstarfi á Vestfjörðum voru tæplega 2,6 milljónir árið 2006. Athygli vekur mikill munur á launum eftir kyni en á meðan meðalatvinnutekjur karla voru tæplega 3,2 milljónir á ári voru meðalatvinnu- tekjur kvenna ekki nema tæplega 1,9 milljónir á ári. Konur eru því ekki með nema um 60% af meðalatvinnutekjum karla. Hæstu meðallaun voru í veit- ustarfsemi eða tæplega 4,6 milljónir á ári. .Konur eru með umtalsvert lægri laun en karlar í öllum starfsgreinum að undanskildum landbúnaði, en þar eru einnig langlægstu meðallaunin, 486 þús- und krónur á ári. Konur með 60% af tekjum karla AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.