Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 169. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Nýbakað brauð í hvert mál
þar sem þú finnur
heitustu bakaríin
um land allt
Umlukinn
hávaðaveggnum
Sigurjón og Óttarr í Ham sækjast á
ný eftir suði í eyrum | Menning
Lesbók | Kúrekarnir koma Listahátíð Lincoln Center Geislum
lýsist hugarslóð Börn | Myndagleði í skák Verðlaunaleikur vikunnar
Íþróttir | Frakkland áfram FH, Valur og ÍA í Evrópukeppni
Í DANMÖRKU eins og víðar hafa náms-
menn bætt fjárhaginn með ýmiss konar
sumarvinnu en nú eiga þeir í samkeppni úr
heldur óvæntri átt, nefnilega við eftir-
launaþega. Þeir eru að verða eftirsóttur
vinnukraftur á hótelum, sumarbúðum, tjald-
stæðum og miklu víðar.
Frá þessu segir í Nordjyske Stiftstidende
og hefur blaðið eftir atvinnurekendum að
þeir séu miklu betri vinnukraftur en unga
fólkið. Þeir séu ekki alltaf með annað augað á
klukkunni, hafi til að bera ákveðinn myndug-
leika og kunni að ræða við gesti og gangandi
vegna mikillar og langrar reynslu.
„Eftirlaunaþegarnir kunna til verka,
kunna að beita skóflu, haka eða hrífu, og þeir
kúgast ekki þótt gera þurfi við bilað klóak,“
sagði Hans Henrik Hansen, eigandi Blokhus
Camping. Á hóteli í Frederikshavn er reynt
að komast hjá því að ráða námsmenn.
Hella ekki í sig um helgar
„Þeir gömlu vakna á morgnana, eru sjald-
an veikir og hella ekki svo mikið í sig um
helgar að þeir geti ekki mætt á mánudegi,“
sagði Janne Fresen í Frederikshavn.
Þeir, sem vinna að málefnum aldraðs
fólks, fagna þessari þróun. Það sé ekki bara
að eftirlaunaþegarnir fái nokkrar aukakrón-
ur í vasann heldur komist þeir út á meðal
fólks og eigi síður á hættu að einangrast.
Gamalt
og gott
Miami. AFP. | Mennirnir
sjö, sem handteknir voru
í Bandaríkjunum á
fimmtudag vegna gruns
um að þeir hygðust
sprengja upp Sears-turn-
inn í Chicago, komu fyrir
rétt í gær þar sem þeim
var birt ákæra. Ættingj-
ar mannanna fullyrða að
handtökurnar séu „sjón-
arspil“ sem ætlað sé að
hræða bandaríska borgara.
Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði að þeir væru hryðju-
verkamenn sem hefðu orðið fyrir áhrifum af
ofbeldisfullum boðskap um heilagt stríð og
snúist gegn samfélaginu sem þeir byggju í.
Verði þeir fundnir sekir eiga þeir yfir
höfði sér allt að 70 ára fangelsisdóm.
Sjömenn-
ingarnir
ákærðir
Sagðir | 19
TORTRYGGNI virðist ríkja á milli
múslímaheimsins og Vesturlanda og
er hún á báða bóga, samkvæmt könn-
un á viðhorfi íbúa heimsins. Margir
Vesturlandabúar líta á múslíma sem
ofstækisfulla og óumburðarlynda of-
beldismenn og margir múslímar á
hinn bóginn telja Vesturlandabúa
sjálfselska, siðlausa og gráðuga, sam-
kvæmt könnuninni sem rannsóknar-
stofnunin Pew í Washington gerði.
Í rannsókninni voru könnuð viðhorf
14.000 manna í 13 löndum, að því er
fram kemur á fréttavef breska rík-
isútvarpsins, BBC.
Roger Hardy, sérfræðingur í mál-
efnum íslams hjá BBC, telur atburði
eins og sprengjuárásirnar í London 7.
júlí í fyrra og uppnámið vegna skop-
myndanna af Múhameð spámanni í
Jótlandspóstinum, hafa haft áhrif á
viðhorf beggja.
Konum ekki sýnd virðing
Höfundar rannsóknarinnar tala um
„djúpa gjá“ á milli þessara samfélaga
sem endurspeglist m.a. í því að bæði
fordæmi hitt fyrir hvernig komið sé
fram við konur hjá þeim. Fjöldi Vest-
urlandabúa telji að múslímar „sýni
konum ekki virðingu“ á meðan fjórir
af hverjum fimm múslímum segi hið
sama um Vesturlandabúa.
Tortryggni ríkir á báða bóga
Könnun á viðhorfi múslíma og Vesturlandabúa hvorra til annarra
ÁRIÐ 2004 sóttu 76 einstakling-
ar um hæli hér á landi en engum
þeirra var veitt hæli. Í hópnum
voru sjö frá Nígeríu og sjö frá
Búlgaríu, sex komu frá Írak, sex
frá Serbíu og aðrir sex frá Sri
Lanka. Þá kom töluverður fjöldi
manna frá stríðshrjáðum löndum,
svo sem tveir frá Afganistan,
einn frá Sierra Leone, þrír frá
Palestínu og þrír frá Kongó.
Þetta kemur fram í grein eftir
Sigrúnu Sigurðardóttur sagn-
fræðing í Lesbók í dag.
Í greininni kemur einnig fram
að einn flóttamaður fékk hæli
hérlendis á árunum 1999 til 2003
af 264 einstaklingum sem sóttu
um hæli sem pólitískir flótta-
menn.
Óljóst um afdrifin
Um tuttugu hælisleitendur
hafa fengið tímabundið dvalar-
leyfi á Íslandi en flestum hefur
verið vísað úr landi. Hvað orðið
hefur um þá er ekki vitað. Ein-
hverjir þeirra hafa verið sendir
til heimalands síns, aðrir hafa
fengið mál sitt til umfjöllunar í
einhverju öðru Evrópulandi.
Ein af ástæðum þess hversu
fáir hælisleitendur fá viðurkenn-
ingu á stöðu sinni sem flótta-
menn hér á landi, og þar með
leyfi til að setjast hér að, er að
Ísland er aðili að þremur sátt-
málum eða reglugerðum sem
gerir íslenskum yfirvöldum kleift
að senda hælisleitendur til baka
til landsins sem þeir höfðu síðast
viðkomu í.
Enginn 76 flóttamanna
fékk hæli hérlendis 2004
Morgunblaðið/Þorkell
Fáir flóttamenn fá hæli hér á landi.
Einn fékk hæli sem pólitískur flóttamaður af 264 einstaklingum 1999–2003
ÍÞRÓTTALEIKLIST er sennilega besta orðið
til að lýsa sýningunni Glímunni, sem frumsýnd
var í Hafnarhúsinu í gær. Stefán Jónsson leik-
stýrir sýningunni, en hann segir hana listræna
kynningu á „þessari fornu íþrótt okkar Íslend-
inga“. Hópurinn sem stendur að sýningunni
heldur um helgina af stað í sýningarferðalag
til Skandinavíu en einnig stendur til að halda
frekari sýningar hér á landi, að sögn Stefáns.
Glímusamband Íslands og Ungmennasamband
Íslands standa að sýningunni, en þeir sem taka
þátt í henni eru glímukonur og -karlar.
Morgunblaðið/Eggert
Íþróttaleiklist í Hafnarhúsinu
Lesbók, Börn og Íþróttir í dag
♦♦♦