Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 33 MINNINGAR ✝ Unnur Einars-dóttir fæddist á Þorgerðarstöðum í Fljótsdal 10. des- ember 1924. Hún lést á sjúkradeild Heilbrigðisstofnun- ar Austurlands á Egilsstöðum að kvöldi 17. júní síð- astliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Sveinn Magnússon, f. í Mjóanesi í Skógum (síðar á Völlum) 20.2. 1886, d. 4.5. 1973, og Þur- íður Þórarinsdóttir, f. á Hvoli í Mýrdal 26.9. 1892, d. 9.9. 1929. Bjuggu fyrst á Þorgerðarstöðum en síðan á Valþjófsstað. Þau áttu einnig eldri dóttur, Ragnheiði, f. 20.5. 1923, d. 28.1. 1994, gift Guðmundi Óskarssyni, f. 30.8. 1926, en þau bjuggu í Kópavogi. Börn þeirra eru Þuríður og Ósk- ar. Einar Sveinn átti með síðari konu sinni, Maríu Jónsdóttur frá Bessastöðum, f. 25.7. 1899, d. 21.7. 1983, soninn Magnús, f. 30. mars 1941, d. 3.6. 1992, kvæntur Guðlaugu Guttormsdóttur frá Ási í Fellum, f. 17.10. 1940. Þau bjuggu á Egilsstöðum og eiga þrjár dætur, Maríu Eiri, Guðríði Arneyju og Droplaugu Nönnu. Unnur ólst í frumbersku upp á Þorgerðarstöðum, en fjölskyldan fluttist síðan að Valþjófsstað árið 1926, þar sem bjó fyrir séra Þór- arinn Þórarinsson, móðurafi Unnar. Þuríður móðir Unnar lést af berklum árið 1929, en Einar Sveinn og dæturnar voru áfram á Valþjófsstað. Við fráfall séra Þórarins árið 1940 var jörðinni skipt upp í tvö býli, Valþjófsstað I og II; sú fyrri prestssetursjörð en sú síðari bújörð Einars Sveins. Á Valþjófsstað var gjarn- an margt í heimili og mikill gestagangur ættingja, sveitunga og ferðalanga. Unnur dvaldi um miðjan 5. áratuginn í nokkra mánuði á Eiðum hjá Þórarni Þórarinssyni, skólastjóra Alþýðuskólans, sem var móðurbróðir hennar. Eiginmaður Unnar var Ingólf- ur Gunnarsson, f. á Egilsstöðum í Fljótsdal 12.8. 1919, d. 5.1. 2006. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Sigurðsson frá Eg- ilsstöðum í Fljóts- dal og Bergljót Stefánsdóttir frá Glúmsstöðum í Fljótsdal. Ingólfur og Unnur hófu bú- skap á Valþjófsstað II árið 1948 með föður Unnar og seinni konu hans, Maríu Jónsdóttur. Ingólfur og Unnur eignuðust þrjú börn, sem eru: 1) Þuríður Kolbrún, f. 1947, gift Degi Krist- mundssyni, börn þeirra eru a) Jóna Dagbjört, f. 1968, í sambúð með Guðmundi Erni Úlfarssyni, og börn þeirra tvö eru Úlfar Dagur og Eydís Gyða, b) Unnur Inga, f. 1970, í sambúð með Jó- hanni Halldóri Harðarsyni, og c) Kristmundur, f. 1977. 2) Friðrik Ingi, f. 1952, kvæntur Helgu Hallbjörgu Vigfúsdóttur, börn þeirra eru a) Vigfús, f. 1977, b) Ingólfur, f. 1981, í sambúð með Sigríði Huldu Stefánsdóttur, c) Einar Sveinn, f. 1991, og dóttir Friðriks, Iðunn Þóra, f. 1970, í sambúð með Birni Magna Björnssyni. 3) Gunnþórunn, f. 1954, í sambúð með Jósef Val- garð Þorvaldssyni, börn þeirra eru a) Ólöf Sæunn, f. 1976, b) Ingi Valur, f. 1983, og c) Dagrún Drótt, f. 1990. Á Valþjófsstað var alla tíð heimili þeirra Ingólfs og Unnar og frá 1976 bjuggu þau þar ásamt Friðriki syni sínum, eig- inkonu hans Helgu og sonum þeirra. Unnur sinnti búverkun- um með manni sínum og hafði unun af búskap. Hún starfaði lengi með kvenfélaginu Einingu og var formaður þess um árabil. Þá sat hún í húsnefnd félags- heimilisins Végarðs og annaðist þar þrif. Hún söng í kirkjukór Valþjófsstaðarkirkju frá unga aldri og meðan heilsa hennar leyfði. Unnur verður jarðsungin frá Valþjófsstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Í janúar kvöddum við afa og nú kveðjum við þig hinstu kveðju, amma mín. Þó ég hafi síðustu ár verið fjarverandi vegna náms var skrítið að koma heim í Valþjófsstað þessi síðustu misseri og þig var þar ekki að finna. Við bræðurnir áttum því að venjast allt frá æsku að hafa þig hjá okkur á heimilinu en fáir voru heimakærari en þú. Það var dýrmætt að eiga ykkur afa að í blíðu og stríðu og ávallt mátti leita til ykkar eða finna hjá ykkur félagsskap, huggun eða ráð- leggingar, nú eða skjól þegar við bræðurnir slógumst. En þótt þú værir heimakær varstu mikil félagsvera og fór það vel saman við eitt megináhugamál þitt, spilamennskuna. Ófáa slagina hafðir þú tekið við okkur bræðurna eða pabba og afa og þá oft rölt út í „presthúsið“ og spilað þar manna. Þá misstir þú helst ekki af fé- lagsvist og hafðir orð á ómyndinni ef engin var jólavistin. Þá varstu ávallt ræðin þegar gest bar að garði. Snemma man ég líka eftir þér einhvern staðar úti við á rölt- inu, og oft slógumst við bræður í för með þér, t.d. niður í kirkju eða út í félagsheimili. Félagsheimilið virtist þú hafa tekið í fóstur og varla var sá atburður í því að þú værir hann ekki viðriðin, nema þá helst hreppsnefndarfundir, en oft hafðir þú nú á orði að þeir væru lé- legir að vaska ekki upp eftir sig. Þá lagaði enginn kakó í félagsheim- ilinu nema þú, enda annáluð fyrir að brugga þann mjöð bestan í sveitinni. En minning er fleira heldur en atvik. Þannig er það sem við höfum á tilfinningunni líka hluti af minn- ingunni. Ég mun minnast þín fyrir þá ást, umhyggju og kærleika sem þú sýndir okkur bræðrum og ættingj- ar þínir munu minnast þín fyrir frændræknina. Í inngangserindinu úr Hávamál- um er fjallað um orðstír og hann öðlast allir. Þín verður minnst sem góðrar konu. Sá orðstír mun lifa, og það er orðstír sem ég held að allir vilji kveðja með. Þinn sonarsonur, Ingólfur. UNNUR EINARSDÓTTIR ✝ Eiríkur HjaltiJónsson fæddist á Krossi á Berufjarð- arströnd 21. janúar 1912. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 15. júní 2006. Foreldar hans voru Guðbjörg Jóhanna Elíasdóttir, f. 31.4. 1876, d. 7.12. 1968, og Jón Eiríksson, f. 24.6. 1865, d. 9.6. 1953. Hjalti var þriðji í röðinni af átta systkinum: 1) Elín Hansína, f. 1907, d. 1921, 2) Guðný Rakel Hulda, f. 1908, d. 1976, 3) Eiríkur Hjalti, 4) Sigurður Sverrir, f. 1913, d. 2001, 5) Guðlaugur Elís, f. 1914, d. 1994, 6) Jóhann Ragnar, f. 1915, d. 1916, 7) Ragnhildur Oddný, f. 1917, d. 1994, og 8) Bentína Fann- ey, f. 1920, býr í Kópavogi. Hjalti kvæntist 31.12. 1933 Elísa- betu Tómasdóttur, f. í Tómasar- húsi á Eskifirði 7.2. 1907, d. 17.8. 1990. Þau bjuggu allan sinn búskap í Tómasarhúsi og eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Tómas Þór, f. 25.4. 1935, kvæntur Ragnheiði Björgu Sigurðardóttur. Þau eiga þrjár dætur, Elísa- betu, Nönnu Her- borgu og Þórhildi og tvö barnabörn. 2) Guðjón Hjörvar, f. 8.8. 1942, 3) Elín Kristín, f. 23. 2. 1946, gift Einari Eyjólfi Eyjólfssyni. Þau eiga tvo syni, Hjalta Elís og Guðmund Rúnar, og fjögur barna- börn. Hjalti ólst upp á Krossi á Berufjarð- arströnd og stundaði þar með foreldrum sínum almenn sveitastörf. Hann var ungur að árum eitt ár við nám í Bændaskólanum á Eiðum. Hann starfaði sem sjómaður, fyrst hjá Tómasi P. Magnússyni tengdaföð- ur sínum en síðar á vertíðabátum og á togaranum Austfirðingi. Hann var heiðraður á sjómanna- daginn á Eskifirði árið 1987. Hjalti stundaði smábúskap með kindur og kýr ásamt öðrum störfum sín- um. Lengst af starfaði Hjalti þó sem bifreiðastjóri á eigin vörubif- reiðum. Útför Hjalta verður gerð frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) „Góður drengur Hjalti“ sagði Sig- ríður á Berunesi. Já, hann tengdafað- ir minn var góður drengur, hljóðlátur, fátalaður og hlýr. Gat verið skemmti- lega hnyttinn í tilsvörum og dillandi hlátur hans á góðum stundum smit- andi. Ég minnist þess þegar ég hitti hann fyrst hve hlýtt hann tók í hönd mér og sagði „velkomin, vina mín“. Það yljaði ungri tengdadóttur. Hann var mannvinur, hann var dýravinur, hann fór mjúkum höndum um kind- urnar sínar og hundurinn Tarsan var hans besti vinur. Hann var einstakur tengdafaðir og dætrum mínum ástríkur afi. Skarð fyrir skildi, horfinn er hlynur húmar, þó sólin skín. Ástríki faðir, afi og vinur, ávallt, við minnumst þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Þökk fyrir samveruna, Hjalti minn, Guð veri með þér. Ragnheiður Björg Sigurðardóttir. Elsku afi, þá hefur þú fengið hvíld- ina, hvíld sem þú hefur beðið eftir undanfarin ár. Þú sagðir stundum við mig: „Þetta er orðið langt líf og ég er orðinn þreyttur, en það þýðir ekki að vera að kvarta, ég hef góða heilsu, ég fer þegar minn tími kemur.“ Og nú er hann kominn. Nokkuð óvænt þó, en það er alltaf sárast þegar ástvinur fellur óvænt frá. Ég samgleðst þér að þurfa ekki að liggja lengi veikur, þú fékkst að fara eins og amma heitin, þótt ekki hafi það verið heima eins og þú hefðir óskað. Þú naust þeirrar blessunar að geta verið heima fram að andláti þínu fyrir tilstilli sonar þíns sem hugsaði vel um þig í ellinni. Ekki vildirðu fara á hjúkrunarheimili, þótt þangað hefði leiðin stundum legið í heimsókn. Oft spurðirðu mig hvort ekki væru allir dottnir út úr heimin- um þarna innfrá, hvort hægt væri að tala við nokkurn. Ekki varstu margorður en það var alltaf gott að vera í návist þinni. Mikið varstu búinn að stytta tímann við að horfa á sjónvarp. Oftast kom ég til þín seinnipartinn og þá var horft á Leið- arljós. Þú varst alltaf með söguþráð- inn á hreinu. Þegar langt var liðið á þáttinn, sem ég horfði bara á með þér um daginn, sagðir þú með þinni ró- semisrödd og hristir höfuðið: Jæja, þá er Reeva blessunin risin upp frá dauð- um. Þú talaðir oft um að sjónin væri farin að daprast hjá þér og ég hélt stundum að þú værir alveg að missa hana, en oftast afsannaðirðu það með því að sjá báta sem sigldu fram hjá Tómasarhúsi, svo vel, að jafnvel ég sá ekki alltaf litinn á þeim í gegnum gardínurnar. Einu sinni hallaðirðu þér fram í stólnum og sagðir þegar bátur sigldi fram hjá: „Er þetta Tóm- as? Nei líklega ekki, hann er rauður.“ Þú fylgdist vel með aflabrögðum son- ar þíns og oft voruð þið feðgar mættir á bryggjuna til að spyrja frétta um afla dagsins, þegar hann lagði að. Þið keyrðuð einnig mikið um fjórðunginn, og ekki alls fyrir löngu fóruð þið heim að Krossi á Berufjarðarströnd, þar sem þú áttir heima sem ungur maður, og veit ég að þér þótti vænt um að fá að heimsækja heimahagana á ný. Elsku afi, það verður tómlegt að fá ykkur feðgana ekki saman í sunnu- dagsmatinn oftar, fara ekki í heim- sókn úteftir til ykkar þegar jólakræs- ingunum hafa verið gerð skil og að sjá þig ekki framar sitja úti á pallinum við dyrnar heima í Tómasarhúsi. En ég veit að þú ert kominn á góðan stað og að amma og fleiri ástvinir taka vel á móti þér, eftir langan aðskilnað. Hvert lauf sem fölnar á lífsins tré, losnar af grein og fýkur, fellur á jörð og finnur sér hlé, fölnar og lífinu lýkur. En lífsins tré, það laufgast á ný, lífið það kviknar og grær. Og sólin það vermir að vori svo hlý, veitir því yl, vorsins blær. Eins konar lauf, er lífið þitt, laus frá trénu þínu. Þú átt minn hug og hjarta mitt, ert hluti af hjarta mínu. (Eydís Rós.) Elsku afi hvíl í friði, og takk fyrir allan þann góða tíma sem við höfum átt saman í gegnum árin. Þín Þórhildur. Elsku afi, það er komið að kveðju- stund. Í augum okkar eru tár, í hjarta okkar tregi. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson.) Þú varst einkar ljúfur elsku afi, notaleg var nærvera þín, rólyndur og hafðir einstakt jafnaðargeð. Hnyttin tilsvör vöktu oft kátínu, kvartaðir aldrei og sást ávallt jákvæðu hliðar lífsins, þú varst allra vinur, manna og dýra. Þú ert fyrirmynd okkar í gjörð- um og framkomu. Að þekkja þig og eiga þig fyrir afa og vin voru forrétt- indi okkar. Ég sakna, þín ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur glys. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. (Steinn Steinarr.) Þú tókst okkur alltaf opnum örm- um og aldrei var orðinu hærra þó oft gengi mikið á. Sem litlar stelpur vor- um við alltaf velkomnar með þér ef okkur langaði að fara bunu í vörubíln- um með þér, það var mikið sport. Við fengum að kíkja á lömbin þín og leita eftir eggjum með þér hjá hænunum. Oft var fjör í heyskap á afatúni. Okk- ur fannst gaman að smábúskapnum þínum í túnfætinum og alltaf var auð- sótt að fá að vera með þér. Það var spennandi að kíkja eftir bátum í kjall- aranum í Tómasarhúsi, fleyta þeim og kerlingum með steinum í fjörunni hjá ykkur ömmu. Við vorum líka dugleg- ar að stinga okkur inn í kaffi og með því hjá ykkur, okkur var alltaf tekið opnum örmum. Hin seinni ár var notalegt að drekka kaffi við eldhús- borðið eða sitja í innri stofunni og spjalla í rólegheitum. Við vorum alltaf glaðar eftir samverustundir með þér. Núna gleðjumst við yfir öllum ljúfu minningunum um góðan dreng, í þeim eigum við þig áfram að. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Hvíldu í friði, elsku afi, Guð veri með þér. Þakkir fyrir ljúfa samfylgd, Nanna og Elísabet. Fallinn er frá á Eskifirði í hárri elli Hjalti Jónsson bifreiðarstjóri. Ungur að árum fékk Hjalti brenn- andi áhuga á bílum. Frá þeirri stundu ákvað hann að leggja akstur fyrir sig. Framan af fékkst Hjalti jöfnum hönd- um við vörubílaakstur sem og við akstur leigubíla. Hjalti var farsæll bíl- stjóri allt sitt líf, lenti ekki í teljandi óhöppum á sínum langa ferli. Margir minnast Hjalta fyrir akstur hjá Vega- gerðinni. Það var mjög gaman á yngri árum að fá að sitja í vörubílnum þegar keyrð var möl í Norðfjarðarveginn eða Fagradalinn. Hjalti lauk störfum sem atvinnubílstjóri áttræður að aldri. Í byrjun bílaaldar á Eskifirði voru glæsilegustu bílarnir allajafnan stað- settir við Tómasarhús. Enda þeir feðgar allir miklir bílaáhugamenn og snyrtimennskan í hávegum höfð. Tveir bílar voru keyptir af tveimur þjóðþekktum mönnum. Annar bílinn var áður í eigu Nóbelsskáldsins Hall- dórs Kiljans Laxness, gekk sá bíll undir nafninu Salka Valka. Hinn bíl- inn var áður í eigu Odds á Reykja- lundi, bláhvít glæsikerra. Hjalta verður einnig minnst fyrir farsælan feril sem rjúpnaskytta. Hjalti var duglegur að ráða í veðurfar og snjóalög, sem skilaði honum að jafnaði toppárangri í ferðum. Í rjúpnaferðum er einn mikilvægasti þátturinn að kunna að lesa í náttúr- una, er það jafnvel meira atriði heldur en færni með byssuna. Í einni rjúpna- ferð sem Hjalti fór ásamt Tómasi syni sínum var hann með á annað hundrað rjúpur, og Tómas litlu minna. Ég á góðar minningar um Hjalta og Betu frá því ég kom austur í mínar árlegu rjúpnaveiðiferðir frá 1980. Þar naut ég jafnan góðra ráða og reynslu Hjalta hvað við kom veiðimennsku en hann var sannkallaður hafsjór af margs konar upplýsingum og stað- reyndum. Hjalti var vel ern allt fram til hinstu stundar. Aðstandendum Hjalta votta ég samúð mína. Júlíus. EIRÍKUR HJALTI JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.