Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EINUM VEITT HÆLI Af þeim 76 einstaklingum sem sóttu um hæli á Íslandi árið 2004 var engum veitt hæli. Á árunum 1999 til 2003 fékk einn flóttamaður hæli hér- lendis af þeim 264 sem sóttu um hæli sem pólitískir flóttamenn. Óljóst er um afdrif margra hælisbeiðenda sem fengið hafa tímabundið dval- arleyfi hér á landi en síðan verið vís- að úr landi. Einkavæðing vegagerðar? Samgönguráðherra segir að í nýrri samgönguáætlun, sem nú sé í smíðum og til standi að leggja fyrir Alþingi í vetur, verði reynt að leggja aukna áherslu á að skapa einkaað- ilum skilyrði til þess að standa að vegagerð í samstarfi við ríkið. Komu fyrir rétt Mennirnir sjö, sem handteknir voru í Bandaríkjunum á fimmtudag vegna gruns um að þeir hygðust sprengja upp Sears-turninn í Chicago, komu fyrir rétt í gær þar sem þeim var birt ákæra. Ættingjar mannanna segja málið „sjónarspil“ sem eigi að hræða Bandaríkjamenn. Eftirlaunaþegar eftirsóttir Eftirlaunaþegar eru að verða eft- irsóttur vinnukraftur í sumarstörf í Danmörku meðal annars á hótelum, sumarbúðum, tjaldstöðum og miklu víðar. Þarna hafa námsmenn, sem hafa hingað til yfirleitt gengið í þessi störf, fengið samkeppni úr óvæntri átt. Met í brautskráningu Í dag verða samtals 1.522 nem- endur brautskráðir frá Háskóla Ís- lands og Kennaraháskóla Íslands og fara athafnir beggja skólanna fram í Laugardalshöll. Aldrei hafa jafn- margir kandídatar verið útskrifaðir úr báðum skólunum; 957 kandídatar frá HÍ og 565 frá KHÍ. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 31/32 Viðskipti 14 Bréf 32 Úr verinu 15 Minningar 33/39 Erlent 18/19 Skák 41 Akureyri 21 Kirkjustarf 42/73 Árborg 21 Dagbók 44 Landið 22 Víkverji 44 Suðurnes 22 Velvakandi 45 Listir 23 Staður og stund 45 Daglegt líf 24/27 Menning 48/53 Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54 Úr vesturheimi 30 Veður 55 Viðhorf 31 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %           &         '() * +,,,                     Nú bjóðum við frábært tilboð til Benidorm. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Þú bókar og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Stökktu tilboð 29. júní eða 6. júlí. Flug, gisting, skattar og íslensk farar- stjórn. Aukavika kr. 10.000. Verð kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó- /íbúð í viku. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 29. júní eða 6. júlí. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Síðustu sætin Stökktu til Benidorm 29. júní eða 6. júlí frá kr. 29.990 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is SETUVERKFALL, sem starfsmenn IGS, þjónustufyrirtækis Icelandair á Keflavíkurflugvelli boðuðu á morgun, hefur ekki verið blásið af og munu starfsmennirnir því leggja niður störf á milli klukkan 5 og 8 í fyrramálið að öllu óbreyttu. Var boðað til verkfalls- ins til að mótmæla launakjörum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru engar formlegar viðræð- ur í gangi milli starfsmanna og yf- irmanna, en mikill titringur er sagður í fólki beggja megin borðsins. Þá mun hafa verið boðað til starfsmannafund- ar í fyrirtækinu upp úr hádeginu í dag. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair, segir að fólk á vegum fyr- irtækisins verði til staðar í Leifsstöð í fyrramálið til að létta farþegum bið- ina ef af aðgerðunum verður. „Við verðum þarna með hressingu handa fólki og leikföng handa börn- um, en eins og er vitum við ekki hvert umfang aðgerðanna verður. Fer tvennum sögum af því hve þátttakan verður mikil,“ segir Jón Karl. Léttum farþegum biðina „Því er ekki ljóst hve mikil áhrifin verða, en við búumst við einhverjum seinkunum og munum reyna, eins og áður segir, að gera farþegum biðina léttari,“ segir Jón Karl en telur að ekkert flug muni falla niður vegna þessa. „Á milli sextán og sautján hundruð farþegar eiga bókað flug í fyrramálið frá Leifsstöð og verður því mikið að gera hjá okkur, hvernig sem fer,“ segir Jón Karl. Seinkanir á flugi vegna setuverkfalls í Leifsstöð Búast má við töfum í Leifsstöð í fyrramálið verði af setuverkfalli. BJARKI Birgisson og Gyða Rós Bragadóttir luku í gær hjólaferð sinni hringinn í kringum landið, þegar þau komu hjólandi á barna- og unglingageðdeild Landspít- alans, BUGL. Ferðalagið hófst í Reykjavík 15. maí og samtals voru lagðir að baki 2.700 kílómetrar. Ferðin var farin í þeim tilgangi að vekja athygli á málefnum barna sem dvelja á BUGL. Að sögn Bjarka mættu þau Gyða öllum blæbrigðum íslensks veðurfars, einn daginn var frost og fljúgandi hálka, annan daginn var glampandi sól og 20 stiga hiti. Bjarki, sem gekk hringinn í fyrra, segir að auk þess að vekja athygli manna á góðu málefni, vilji hann sýna fram á að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi, jafnvel þótt menn glími við fötlun eins og hann. Með Bjarka og Gyðu á myndinni er Ingibjörg Pálma- dóttir, forsvarsmaður velferðarsjóðs barna. Hjóluðu fyrir velferð barna Morgunblaðið/Eggert ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er sagður hafa gagnrýnt það við Miriam Shomrat, sendiherra Ísr- aels gagnvart Íslandi sem hefur að- setur í Noregi, að ísraelsk yfirvöld hafi enn ekki beðist afsökunar á því að brottför eiginkonu hans, Dorrit Moussaieff, frá Ísrael fyrir sex vik- um hafi tafist um eina og hálfa klukkustund. Frá þessu er greint á ísraelska netmiðlinum Y Net News. Örnólfur Thorsson forsetaritari seg- ir forsetaembættið ekki ætla að tjá sig um fund Ólafs Ragnars og Shomrat. Talsmaður ísraelska utanríkis- ráðuneytisins hefur staðfest að for- setinn hafi átt fund með Shomrat sautjánda júní þar sem hann hafi lýst óánægju sinni með þá framkomu sem eiginkonu hans hafi verið sýnd. Ekkert sé hins vegar hæft í staðhæf- ingum um að Shomrat hafi því næst verið hent út. Sögð hafa skellt á eftir sér Á ísraelska netmiðlinum Y Net News er haft eftir ónefndum heim- ildarmanni að forsetinn hafi skyndi- lega tilkynnt Shomrat að samtali þeirra væri lokið og fundinum slitið. Þá er Shomrat sögð hafa skellt hurð- inni á eftir sér er hún yfirgaf her- bergið. Örnólfur Thorsson sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær að forsetinn ætti fjölda einkafunda með fulltrúum erlendra ríkja á ári hverju. „Þetta eru fundir tveggja einstak- linga. Við höfum ekki upplýst um efni slíkra funda hingað til og ætlum ekki að bregða út af þeirri reglu nú,“ sagði Örnólfur. Forsetinn gagn- rýndi Ísraela Ekki upplýst um efni fundarins ELDUR kom upp í gamla Hamp- iðjuhúsinu í Brautarholti um átta- leytið í gærkvöldi og fór allt tiltækt slökkvilið á vettvang. Eldurinn virt- ist í minna lagi og tók innan við klukkustund að slökkva hann. Hús- ið var að því búnu reykræst en mik- ill reykur hafði myndast í því. Þetta er þriðji bruninn í Hamp- iðjuhúsinu með stuttu millibili í ár en hústökufólk hefur dvalið þar um nokkurn tíma. Ekki var ljóst hvað olli upptökum eldsins. Þrír brunar í Hampiðjuhúsinu á skömmum tíma Morgunblaðið/Jim Smart MIKIL mildi var að ekki hlaust af alvarlegt slys þegar bíll með hjól- hýsi í eftirdragi valt á Snæfells- nesvegi í gær. Slysið varð skammt norðan við Urriðaá og voru tildrögin þau að hjólhýsið lenti í misfellu á veginum og byrjaði að skoppa. Endaði með því að hjólhýsið valt og tók bílinn með sér í fallinu svo allt ækið lagð- ist þvert á veginn. Að sögn lögreglu var heppni að ekki skyldi hafa komið bíll úr gagn- stæðri átt og lent á fyrirstöðunni. Ekki síst var það mildi að enginn skyldi hafa setið í framsæti bílsins því þak hans lagðist saman. Öku- maðurinn slapp með skrámur. Lá við stórslysi á Snæfellsnesvegi FJÓRIR menn voru handteknir í gær af lögreglunni á Blönduósi, grunaðir um að hafa staðið að inn- brotum í bænum í fyrrinótt. Vitað er um þrjú innbrot í fyr- irtæki og eru mennirnir taldir tengjast þeim. Þrír menn voru upphaflega handteknir vegna málsins. Sá fjórði var handtekinn eftir að hann ók bíl sínum út af vegi og var hann hand- tekinn eftir að grunur vaknaði um að hann tengdist málinu. Málið er í rannsókn lögreglunnar á Blönduósi. Teknir vegna inn- brota á Blönduósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.