Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurIngi Guðmunds- son, skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, fæddist í Hafnar- firði 22. október 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 14. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Þórar- inn Tómasson, f. 31.1. 1903, d. 2.12. 1945 og Steinunn Anna Sæmundsdóttir, f. 26.11. 1901, d. 28.9. 1980. Systkini Guð- mundar Inga eru Ragnheiður, f. 24.1. 1929, tvíburabræðurnir Sæ- mundur, f. 14.12. 1930, d. 1.11. 2001, og Tómas, f. 14.12. 1930, d. 15.11. 1993, og Guðbjörg, f. 7.11. 1942, d. 10.11. 1942. Eiginkona Guðmundar Inga er Kristín Pálsdóttir frá Þingholti Vestmannaeyjum, f. 5.5. 1933. Þau gengu í hjónaband 17. maí 1959. Foreldrar hennar voru Páll Sigurgeir Jónasson, skipstjóri og útgerðarmaður, f. 8.10. 1900, d. 31.1. 1951, og Þórsteina Jóhanns- dóttir, f. 22.1. 1904, d. 23.11. 1991. Þau áttu 16 börn og eru átta á lífi. Guðmundur Ingi og Kristín stjórnarnámi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík árið 1954. Hann kom til Eyja 1955 og fór í eigin útgerð 1959 þegar hann keypti Hugin VE 65 ásamt Óskari Sig- urðssyni. Guðmundur Ingi keypti hlut Óskars árið 1968. Guðmund- ur Ingi og fjölskylda hafa síðan átt þrjú skip með sama nafni, en seinni skipin voru skráð Huginn VE 55 og voru öll nýsmíði. Einnig átti hann Sleipni VE og var eig- andi að Vestmannaey VE 54 sem hann lét smíða í Japan í samstarfi við útgerð Bergs VE. Guðmundur Ingi var alla tíð farsæll skipstjóri og útgerðar- maður og í dag er Huginn VE eitt glæsilegasta skip íslenska fisk- veiðiflotans. Synirnir hafa tekið upp merki föðurins og eru Guð- mundur Huginn og Gylfi Viðar skipstjórar á Hugin og Páll Þór sér um útgerðina í landi. Guðmundur Ingi sat í stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum, FIVE, Tangans og kom að fleiri fyrirtækjum tengd- um sjávarútvegi. Guðmundur Ingi var virkur í félagsstarfi skipstjóra og útvegs- bænda í Vestmannaeyjum og Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi heiðraði hann fyrir vel unnin störf. Einnig var hann fé- lagi í Akóges og Golfklúbbi Vest- mannaeyja og studdi dyggilega við bakið á ÍBV. Guðmundur Ingi verður jarð- sunginn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. eiga fjögur börn, þau eru: 1) Guð- mundur Huginn, f. 29.5. 1960, kvæntur Þórunni Gísladóttur, f. 17.10. 1958, börn þeirra eru Guð- mundur Ingi, f. 1980, í sambúð með Anítu Óðinsdóttur, Arn- þrúður Dís, f. 1993 og Guðlaugur Gísli, f. 2000. 2) Bryndís Anna, f. 26.5. 1961, börn hennar og Gríms Gíslasonar, f. 26.4. 1960, eru Kristín Inga, f. 1978, í sambúð með Borgþóri Ágústssyni, dóttir þeirra er Þór- dís Perla, f. 2000, Erna Ósk, f. 1984, í sambúð með Hjalta Ein- arssyni, Gísli, f. 1992 og Huginn Sær, f. 1998. 3) Páll Þór, f. 29.1. 1963, kvæntur Rut Haraldsdóttur, f. 26.12. 1964 og eiga þau Harald, f. 1989 og Kristin, f. 1992. 4) Gylfi Viðar, f. 31.8. 1964, í sambúð með Sólrúnu Erlu Gunnarsdóttur, f. 12. 7. 1972, og eiga þau Sigrúnu Bryndísi, f. 1992, og Sóldísi Evu, f. 1999. Guðmundur Ingi fór ungur á sjó, var 13 ára messagutti á Súð- inni. Síðan tóku við nokkur ár á togurum frá Reykjavík, Ísafirði og Norðfirði. Hann lauk skip- Elsku pabbi minn. Stóra hetjan í mínu lífi er farin frá mér. Á þig gat ég alltaf treyst og þú stóðst við allt sem þú sagðir. Frábær karl með húmorinn í lagi og glettnina aldrei langt undan. Þannig varstu al- veg til síðustu stundar þó svo þú haf- ir oft átt erfitt nú síðustu ár. Síðasta brosinu þínu gleymi ég aldrei eða þegar þú kreistir höndina mína, ekki vantaði kraftinn eða viljann hjá þér, elsku pabbi minn. Manstu þegar ég var lítil og beið eftir að þú kæmir heim af sjónum? Þá iðaði ég öll af spenningi. Oft var líka mikið fjör hjá okkur, t.d. þegar þú gafst mér merki um að við værum að fara á rúntinn sem endaði oftar en ekki í Skýlinu. Þá hljóp ég út í bíl og læsti hurðunum svo peyjarnir kæm- ust ekki með. Þá kom þetta æðislega bros þitt og glettnissvipur með aug- un pírð. Þú brostir alltaf með öllu andlitinu. Eða þegar mamma var bú- in að baða okkur systkinin og þú tókst við og þurrkaðir okkur og snyrtir svo á okkur neglurnar með vasahnífnum. En vasahnífurinn var eitt af því sem fylgdi þér alla tíð, svona rétt eins og flotta brosið þitt og glettnin. Þó svo tíminn hafi liðið og árin færst yfir okkur öll, þá var ég alltaf litla prinsessan þín. Ég vil bara þakka þér fyrir að hafa alltaf verið þú sjálfur og verið til staðar fyrir mig og stutt mig í gegn- um allt í lífinu. Ég tel það forréttindi að hafa átt þig sem föður. Elsku pabbi minn, síðustu dagana stóðstu þig eins og hetja og ég mun aldrei gleyma því hverju ég lofaði þér. Minningin um þig mun lifa með mér um ókomin ár og ylja mér um hjartarætur. Takk fyrir allt. Þú manst, ég elska þig að eilífu, þín Bryndís. Það eru ótalmargar minningar sem koma upp nú við fráfall föður míns. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að hann var flottur karl, dugnaðarforkur og mikill jaxl í sinni sjómennsku. Frá fyrstu tíð hef ég alltaf verið mjög stoltur af honum. Ungur að árum fór ég að suða um að fá að fara með honum á sjó, fékk ég að fara í nokkra túra sem krakki með honum í netaróðra. Það var svo þeg- ar ég var 18 ára gamall sem ég fór að fara með honum reglulega á sjóinn og hann var síðan sá sem skráði mig í Stýrimannaskólann 1988 og sé ég ekki eftir því. Ég var síðan sem stýri- maður hjá honum í nokkur ár og fór með honum í síðasta túrinn sem hann fór með Hugin Ve í ágúst 1996. Það var margt sem ég lærði af hon- um sem ég bý að í dag. Hann var mjög bjartsýnn og framsýnn í sínu starfi sem skipstjóri og útgerðar- maður en skipið mátti heldur aldrei vera bundið við bryggju. Það var alltaf horft fram á veginn og aldrei gefist upp, sama á hverju gekk. Til dæmis þegar við vorum á fiskitrolli og vorum að fiska í fyrir siglingu. Bæði trollin voru orðin rifin en þá mætti hann, skipstjórinn, bara út á dekk í klofstígvélunum með golfhúf- una á sér til að hjálpa okkur við að bæta trollin. Það var gaman að fylgj- ast með honum og Tomma bróður hans því það þurftu helst að vera tveir til þrír í nálakörfunni til að reyna að hafa undan við að setja í nálar fyrir þá. Golfhúfan var fiski- húfan hans og hans hjátrú, alltaf þegar fór að nálgast fiskimiðin var húfan sett upp. Á nótinni kastaði hann aldrei nema hafa húfuna á sér. Hann var mér ekki bara sem faðir heldur einnig mjög góður félagi sem gott var að leita til og spjalla við. Það voru margir bryggjurúntarnir og ís- ferðirnar sem við fórum í saman seinni árin. Hann var að jafnaði létt- ur í skapi og gaman að vera nálægt honum. Þrátt fyrir að veikindin settu mark sitt á hann síðustu árin fylgdist hann alltaf vel með okkur strákunum á Hugin og vildi vita hvernig gengi. Hann lifði og hrærðist í kringum út- gerðina og sjómennskuna og hélt bjartsýninni fram á seinasta dag enda með góðan stuðning frá mömmu í gegnum lífsins ólgusjó. Það er mikill söknuður að hann sé farinn frá okkur en við erum viss um að hann haldi áfram að fylgjast með frá nýjum stað. Gylfi Viðar Guðmundsson. Mér finnst svo ótrúlega stutt síðan ég var bara lítil stelpa í fanginu á afa og hann að hugga mig. Ég var há- grátandi á bryggjunni að kveðja mömmu og pabba, sem voru að fara í siglingu til Englands, þó ég hafi ekki verið nema 5 ára finnst mér eins og það sé mjög stutt síðan. Mörgum ár- um seinna, þegar ég var aupair í Bandaríkjunum þá hughreysti afi mig í gegnum símann því ég var með heimþrá um jólin. Hann sagði mér bara að herða mig upp og ég yrði að standa mig. Hann sagði að allir heima myndu líka sakna mín en við yrðum bara saman aftur á næstu jól- um. Þetta lýsir honum afa mjög vel, hann var yndislegur maður, góður og skemmtilegur og gerði allt sem hann gat til þess að gleðja aðra og láta öðr- um líða vel. Ég varð strax mjög hænd að ömmu og afa og vandi komur mínar í Hrauntúnið nánast daglega. Afi og amma voru mjög dugleg að dekra við okkur barnabörnin og þegar afi var í landi fór hann alltaf með mig og Inga frænda í ísbíltúr og var þá annað hvort keyptur „sheik“ eða ís með dýfu. Við Ingi biðum oftast spennt eftir þessum bíltúrum með afa og að sjálfsögðu var rúntað um allar bryggjurnar og bátarnir skoðaðir. Ofarlega í minningunum um afa er þegar hann var að koma í land á Hugin VE 55, flotta bátnum sem hann átti. Það var gaman að vera á bryggjunni og fylgjast með honum leggja að með höfuðið út um brúar- gluggann. Ég var svo stolt af því að hann væri afi minn því mér fannst hann svo flottur í brúnni. Afi klippti aldrei á sér neglurnar. Hann skar þær með vasahníf sem hann gekk alltaf með í vasanum. En hann skar ekki bara neglurnar á sér með vasahnífnum því að þegar hon- um leist ekki á hversu stórar neglur ég var komin með þá var hann fljótur að taka upp vasahnífinn og skera þær niður. Mér stóð hálfgerð ógn af því í fyrstu þegar hann tók mig í fangið, mundaði vasahnífinn, tók litlu höndina mína í stóru og sterku höndina sína og skar af neglurnar af miklu öryggi. Þetta vandist þó fljótt því að afi var með svo öruggt hand- bragð við naglaskurðinn og með tím- anum varð það að tilhlökkun að fá naglaskurð hjá afa. Afi hafði gaman af að spila golf og var oft á golfvellinum. Þar naut hann sín í góðum félagsskap. Við krakk- arnir fengum stundum að fara með afa á golfvöllinn og ég er svo heppin að eiga minningar af golfvellinum með honum þar sem ég fékk að labba með og draga golfkerruna hans. Þegar ég eignaðist dóttur mína, Þórdísi Perlu, varð hún fyrsta lang- afabarnið hans afa og hann var ekki síður góður við hana en okkur barna- börnin enda varð hún mjög hrifin af afa Inga og dáði hann eins og við hin. Minningarnar sem ég á um þig, afi, eru óteljandi og ég mun geyma þær í hjarta mér alla tíð. Ég veit að þegar söknuðurinn verður mikill þá mun ég hugsa um þær og brosa yfir öllum þeim yndislegu minningum sem ég á um þig og þakka þann dýr- mæta tíma sem ég átti með þér. Ég mun sakna þess að sjá ekki aft- ur brosið þitt. Þú brostir alltaf með öllu andlitinu og það var svo gaman að koma til þín því þú tókst á móti mér með þessu yndislega brosi. En ég mun bara loka augunum og þá ertu hjá mér, brosandi út að eyrum. Ég mun passa ömmu eins og ég sagðist lofa að gera og ég veit að við munum öll hjálpast að við það. Ég bið góðan Guð um að gæta ömmu og gefa henni styrk í sorginni. Einnig bið ég Guð um að gefa Hugin, mömmu, Palla, Gylfa og okkur öllum hinum styrk á þessum erfiðu tímum. Ég elska þig, afi minn, og takk fyr- ir allt saman. Guð geymi þig. Þín Kristín Inga. Elsku afi minn, mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman og allt það sem þú hefur gefið mér. Mikið er ég stoltur að bera nafn þitt og hafa átt þig sem afa. Það að þú kvaddir á af- mælisdaginn minn tengir okkur enn meira saman því nú verður 14. júní ávallt dagurinn okkar. Gagnkvæm ást afabarns og afans er fjársjóður. Hinn unga fýsir á haf út en sá gamli leitar lendingar. Leiðir þeirra skarast og hvor hvetur annan. Þeir auðgast af handabandi og hlátri. Þeir lifa um eilífð í hjarta hvor annars. (Pam Brown.) Þú hefur verið fastur punktur í allri tilveru minni. Ég man brosandi augu þín, hönd þína sem leið- beindi mér, arm sem forðaði mér frá vá og ruggaði mér í svefn. Ég sat á háhesti, þrýsti hönd þína, átti með þér ævintýr. Hlustaði á sögurnar þínar. Hló að skrýtlunum. Undraðist töframátt þinn. Þú ert hluti af lífi mínu. Hluti af mér. Um eilífð. (Pam Brown.) Guð geymi þig, elsku afi minn. Þinn Guðmundur Ingi Guðmundsson. Fyrir mánuði síðan hefði ég ekki trúað því að ég væri á næstunni að fara að skrifa mína síðustu kveðju til þín, elsku afi Ingi. Þótt þú hafir lengi glímt við Parkinson-sjúkdóminn, þá barstu þig alltaf vel, varst alltaf ung- ur í anda og það var alltaf stutt í grín- ið hjá þér. Þegar ég var lítil stelpa fannst mér alltaf meiriháttar að vera í pössun hjá þér og ömmu Stínu. Sem betur fer voru þau skipti ekki fá og var nú ýmislegt gert fyrir mig þegar ég var hjá ykkur. Eitt sem er mér ofarlega í huga er þegar við horfðum saman á Tomma og Jenna, því þú hafðir svo gaman af þeim og þú hlóst ekkert síður en ég. Þá var ég nú ansi sátt. Ég hafði fundið einhvern fullorðinn sem fannst gaman að horfa á Tomma og Jenna með mér, en ég heppin að eiga einn svona. Svo voru það hinir sívinsælu bryggjurúntar sem þú leyfðir okkur barnabörnunum oft að koma með í og fórum við alltaf með, full af áhuga og eftirvæntingu. En þessi mikli áhugi og spenna fyrir bryggjurúnt- unum lá held ég ekki síður í þeirri vitneskju að við myndum fá eitthvert gotterí þegar við kæmum í Skýlið og oftast varð það ís eða strumpaópal sem varð fyrir valinu hjá mér. Ég dáðist líka alltaf að því hvað þú varst vel að þér í þessum bryggju- og sjóaraheimi. Þú þekktir nánast alla á bryggjunni, gast þekkt skip í margra kílómetra fjarlægð og gast alveg sagt mér hvort bátarnir væru að koma inn eftir vel heppnaðan túr eða ekki. Þarna fannst mér, 5 ára gamalli stelpunni, afi hafa einhverja töfra- hæfileika, því ekki gat ég séð út alla þessa hluti sem þú talaðir um. Álit mitt á þér hækkaði því með hverjum deginum sem ég varði með þér. Seinni árin gerðum við svipaða hluti saman og áður, bara í örlítið breyttri mynd. Við horfðum áfram saman á sjónvarpið, en nú á fótbolta og nú var það ég sem var farin að bjóða þér í bryggjurúnt en ekki öf- ugt. Það lýsir þínum karakter ótrúlega vel hvernig þú tókst á við veikindi þín. Sama hversu illa þér leið þá var brosið þitt aldrei fjarri og þú brostir sko með öllu andlitinu. Brosið þitt var líka ótrúlega smitandi, ég bráðn- aði allavega í hvert skipti sem þú brostir og fór sjálf að brosa yfir öll- um heimsins málum. Þú varst líka alltaf ungur í anda og talaðir oft um að við þyrftum að kíkja á pöbbinn saman. Síðast nú um páskana, þegar ég sagði þér að ég væri að fara með vinkonum mínum í partí, þá náðir þú í blað og penna og spurðir svo: „Hvar verður þetta partí, Erna mín?“ Ég svaraði til um það og þú punktaðir niður hjá þér heimilisfangið og sagð- ist sko ætla að kíkja um kvöldið, blikkaðir mig svo og brostir þessu sæta brosi þínu. En þetta var nú allt í gríni gert og því miður komstu ekki í partíið og tjúttaðir með mér á balli, en eflaust varstu þar í anda. En núna, elsku afi Ingi, ertu laus við þær hömlur sem sjúkdómurinn setti þér. Ég er því viss um að þú ert búinn að finna þér flottan golfvöll og spilar þar reglulega. Þú fylgist ef- laust með gangi mála á HM og spjall- ar þess á milli við gamla félaga, þarna uppi, um það hvort vertíðin verði góð eða ekki. Ég er mjög þakklát að hafa verið svo heppin að eiga þig sem afa minn en einnig er ég ótrúlega stolt af því. Ég mun alltaf minnast þín með bros á vör og gleði í hjarta. Ég vona að þú verðir aldrei langt í burtu frá okkur, þó svo að við þurfum að kveðja að sinni. Takk fyrir allt, elsku afi Ingi. Þín Erna Ósk. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur, vonandi líður þér betur þar sem þú ert núna. Í seinasta skipti sem við töluðum saman vorum við að tala um býflugurnar sem þú vildir ekki hafa fljúgandi yfir þér og sagðir okkur að loka gluggunum. Svo fórum við að hlæja. Það var svo gaman að sjá þig hlæja þótt þú værir orðinn svona veikur. Þú varst alltaf svo góður og fyndinn afi. Þú hafðir líka gaman af því að stríða okkur en það var nú bara skemmtilegt. Það var svo gam- an þegar þú varst hjá okkur og spjallaðir við okkur. Okkur þykir mjög vænt um þig og vonum að þú hafir það gott þarna uppi. Sigrún Bryndís og Sóldís Eva. Afi Ingi er einn besti maður sem ég hef nokkurn tímann þekkt. Hjartahlýr og ljúfur en þó svo sterk- ur og mikill persónuleiki. Í mínum augum var hann fyrirmynd sem ég hef alltaf litið upp til og mun í minn- ingunni um hann alltaf gera. Fyrir mér var afi Ingi alltaf að- almaðurinn í öllu. Þegar ég var yngri fannst mér afi vera langbestur í golfi. Mig langaði að verða góður í golfi eins og hann og byrjaði því að æfa golf. Mér fannst afi alltaf vera mjög bjartsýnn og sjálfsöruggur því það var alveg sama hvað bjátaði á, hann gat alltaf brosað út í annað og verið með góðan húmor. Síðustu árin voru afa erfið þar sem parkinsonsveikin tók sinn toll og dró úr honum mátt en þrátt fyrir þá erf- iðleika var hann alltaf sami góði afi Ingi. Ég elska þig rosalega mikið afi minn og þú munt alltaf lifa með mér í hjartanu og ég skal passa upp á ömmu fyrir þig. Takk fyrir að vera alltaf svona frá- bær afi. Þinn Gísli. Afi Ingi var besti maður sem ég þekkti. Mér þótti voða vænt um afa minn og mig hefði langað til að kynn- ast honum betur. Það var gaman að vera með þér afi minn. Þú varst svo skemmtilegur og hress áður en þú varðst veikur. Ég bið Guð og englana að passa afa Inga og láta honum líða vel. Elsku afi Ingi. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú munt alltaf búa í hjarta mínu. Þinn Huginn Sær. Blá augu og bjart bros voru að- alsmerki Inga. Blár var liturinn hans. Blá augu, blár sjór, blár bíll. Brosið náði til augnanna og kom beint frá hjartarótunum. Strax í æsku heillaði hann alla í kring um sig. Þriggja ára rölti hann út í Bristol í Bankastræti en þá átti hann heima í GUÐMUNDUR INGI GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.