Morgunblaðið - 24.06.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 41
ENDURKOMUR af ýmsu tagi
eru orðnar nokkuð algengar á ýms-
um sviðum mannlífsins. Þetta fyrir-
bæri er ekki síst vanalegt í listageir-
anum og þá sérstaklega þegar um
tónlist og leiklist er að ræða á meðan
það er til að mynda frekar sjaldgæft
að menn hasli sér aftur völl í stjórn-
málum. Stjórnmálin eru þó ekki al-
veg laus við þetta samanber nýlega
umræðu um endurkomu Finns Ing-
ólfssonar í íslensk stjórnmál sem og
þegar Richard Nixon varð forseti
Bandaríkjanna nokkrum árum eftir
að hafa yfirgefið stjórnmálasviðið
með dramatískum hætti.
Á þetta er minnst þar sem í skák-
inni hafa endurkomur sterkra skák-
manna orðið tíðari en oft áður. Gata
Kamsky hafði ekki teflt í næstum
áratug þegar hann sneri aftur og hef-
ur nú þegar sýnt það og sannað að
hann er einn öflugasti og skemmti-
legasti skákmaður samtímans. Jó-
hann Hjartarson tefldi á Ólympíu-
skákmótinu nýverið eftir langt hlé en
Héðinn Steingrímsson er sá íslenski
skákmaður sem hefur náð einni af
farsælustu endurkomu íslenskra
skákmanna. Héðinn varð heims-
meistari 12 ára og yngri árið 1987 og
Íslandsmeistari 15 ára gamall árið
1990. Í kjölfar þessa mikla áfanga
átti hann nokkuð erfitt uppdráttar og
stuttu eftir að hann varð alþjóðlegur
meistari árið 1994 hætti hann að tefla
að mestu leyti. Á síðasta ári tók hann
þá ákvörðun að hefja taflmennsku á
ný af fullum krafti og hefur hann náð
góðum tökum á skáklistinni þar sem
hann hefur hækkað á þessum stutta
tíma um 50 stig og hefur nú 2.447
stig.
Fyrir skömmu tók Héðinn þátt í
alþjóðlegu móti sem fram fór í Lodi á
Ítalíu þar sem íslenski meistarinn
var 13. stigahæsti keppandinn af 70
þátttakendum. Tefldar voru níu um-
ferðir og í fyrstu þrem skákunum
lagði Héðinn minni spámenn örugg-
lega að velli. Í fjórðu umferð hafði
hann svart gegn stórmeistaranum
Evgeny Postny (2.572) frá Ísrael.
Hvítt: Evgeny Postny (2.572)
Svart: Héðinn Steingrímsson
(2.447)
1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 a6 4. e3
b5 5. a4 Bb7 6. b3 cxb3 7. axb5 axb5
8. Bxb5+ c6 9. Hxa8 Bxa8 10. Bc4 e6
11. Dxb3 Rd7
Í fræðunum er talið að hvítur fái
betra tafl í þessu afbrigði og það
verður reyndin í þessari skák. Á hinn
bóginn er frumkvæði hvíts ekki mik-
ið og hann þarf að tefla nákvæmt svo
að hann glutri því ekki niður.
12. 0-0 Be7 13. Ba3 Rgf6 14. Re5
Rxe5 15. dxe5 Rd7 16. Hd1 Db8 17.
Da2
Hvítur reynir að viðhalda þrýst-
ingnum á svörtu stöðuna enda hefur
svartur ekki hrókerað ennþá og kom-
ið liðskipan sinni í viðunandi horf.
Stöðumynd 1
17. … c5!?
Skynsamlega leikið þar sem eftir
17...Rxe5 18. Bxe7 Kxe7 19. Da3+
hefði hvítur hættuleg færi fyrir peð-
ið. Í framhaldinu tekst svörtum að
hrókera.
18. f4 Db7 19. Rc3 0-0 20. e4?
Engin ástæða var að ýta peðinu
fram að svo stöddu. 20. Dc2 var betra
til að undirbúa pressu meðfram b1-
h7 skálínunni.
20. … Rb6! 21. Bf1 Dc6 22. Bb5
Dc7 23. Df2 Bb7 24. Bf1?! Ha8!
Svartur hefur nú náð undirtökun-
um enda er hrókurinn hans kominn á
opna línu, menn hans standa vel og
e4-peð hvíts er veikt.
25. Rb5 Dc6 26. Hc1 Rd7 27. Dd2
Stöðumynd 2
27. … Ba6!
Svartur vinnur nú peð
28. Rd4 Dxe4 29. Rxe6?
Tapleikurinn þar eð hvítur verður í
framhaldinu manni undir án viðun-
andi bóta.
29. … fxe6 30. Bxa6 Hxa6 31.
Dxd7 De3+ 32. Kh1 Dxa3 33. Hf1 c4
34. f5 Dd3 35. Dc8+ Bf8 36. Hg1 c3
37. fxe6 Ha7 38. Db8
Stöðumynd 3
38. … He7!
Svarta staðan er nú gjörunnin.
39. Db3 g6 40. h3 Kg7 41. Hc1 De3
42. Hxc3 De1+ 43. Kh2 Dxe5+ 44.
Kh1 De1+ 45. Kh2 Hxe6 46. Hc7+
Kh6 og hvítur gafst upp.
Í fimmtu umferð beið Héðinn í
lægri hlut gegn rúmenska alþjóðlega
meistaranum Constantin Lupulescu
(2.534) og síðustu skákum hans lauk
öllum með jafntefli og endaði hann
keppni með 6 vinninga. Hann mun
sjálfsagt hækka um 8 stig vegna
frammistöðu sinnar en honum var út-
hlutað 6. sætið á mótinu eftir stigaút-
reikning. Lokastaða efstu manna
varð annars þessi:
1. Henrique Mecking (2.554) 7
vinninga af 9 mögulegum.
2.–4. Sergey Fedorchuk (2.576),
Levente Vajda (2.511) og Evgeny
Postny (2.572) 6½ v.
5.–13. Constantin Lupulescu
(2.534), Héðinn Steingrímsson
(2.447), Al-Rakib Abdulla (2.484), Mi-
roljub Lazic (2.493), Enamul Hossain
(2.460), Mila Mrdja (2.409), Sinisa
Drazic (2.497), Roland Salvador
(2.396) og Pablo Ricardi (2.515) 6 v.
Það er fengur fyrir íslenska skák-
hreyfingu að jafn hæfileikaríkur og
sterkur skákmaður sem Héðinn
Steingrímsson skuli hafa ákveðið að
tefla á nýjan leik. Vonandi munu
framfarir hans halda áfram og að
hann nái því markmiði að verða stór-
meistari í skák.
Endurkoma Héðins
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
Morgunblaðið/Ómar
Verður Héðinn Steingrímsson stór-
meistari í skák?
Stöðumynd 1.
Stöðumynd 2.
Stöðumynd 3.
daggi@internet.is
SKÁK
Lodi á Ítalíu
2. ALÞJÓÐLEGA SKÁKMÓTIÐ Í LODI
5.–11. júní 2006
Nissan Almera árg. '99, bensín,
ek. 124 þús. Beinsk. Vetrardekk
á felgum, CD, fjarstýrð samlæs-
ing. Verð 470 þús. Tilboð óskast.
Upplýsingar í síma 892 7828.
Gullfallegur VW Passat 1600
árg. '99. Sumar- og vetrardekk á
felgum. Góður bíll. Nýyfirfarinn,
ek. 105 þús. Verð 850 þús. Mögul.
á 100% láni. S. 868 8601/896 3677.
Ford F350 King Ranch Diesel
4x4, '05, ek. 2.000 km, leður,
sjálfsk., rafm. í öllu, Fx4, bakksk.,
shift on the fly o.fl. o.fl. + aukahl.
fyrir 330.000. Skipti möguleg. Vsk.
bíll. Uppl. í síma 892 4163,
ansa@internet.is.
Ford Bronco II, 1987.
Sk. 06. Ek. 214.000 km. Heilsárs-
dekk. Smurbók og þjónustunótur.
S. 892 7997 og 551 7997.
Bílar
VW Polo árg. 2003 5 dyra,
beinsk., ek. 75 þús. Álfelgur. Fal-
legur og góður bíll. Einn eigandi.
Verð 950 þús. Uppl. í s. 863 9461.
VW Golf árg. '96, ek. 160 þús.
km. Fallegur Golf, vel farinn en
þarfnast smá lagfæringar á vél.
Mikið nýtt, s.s. tímareim og kúpl-
ing o.fl. Verð 50.000. Uppl. í síma
840 3535 Lárus.
Útsala! Subaru Forester '98, ek.
155 þús., ssk., sumard., vetrard.
á felg., dráttarbeisli, upphækkun,
nýsk. Tilboðsverð 600 þús. Topp-
eintak. S. 899 7512/868 1287.
Toyota ek. 62 þús. km. Tilboð!
Tilboð! Toyota Yaris 1.0 VVTi 6/
2004, ek. 61 þús, CD, 3 dyra. Ásett
verð 1.090 þús. Tilboð 900 þús.
Gsm 693 7815.
Til sölu Suzuku Ignis 1500 Sport
árg. '04, 109 hestöfl. Ekinn aðeins
18 þús. Einn eig. Aukabúnaður.
Tveir gangar á nýjum dekkjum,
allt á sportfelgum. Veðbandalaus.
Verð 1.350 þús. Möguleiki á 100%
láni. S. 868 1129/896 3677.
Til sölu stórglæsilegur Chevrolet
Corvette árg. '94, ekinn aðeins
87 þús. km. Ný dekk, bíll í topp-
standi, veðbandalaus. Verð 2.850
þús. Möguleiki á 100% láni. Uppl.
í síma 868 8601/896 3677.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Til sölu Citroen C4 árgerð '05,
dökkblár, 16" álfelgur, sumar- og
vetrardekk fylgja. Ekinn 18 þús.
km. Fæst gegn yfirtöku á bílaláni.
Upplýsingar í síma 820 1505.
Nýir og nýlegir bílar langt undir
markaðsverði Leitin að nýjum bíl
hefst á www.islandus.com. Öflug
þjónusta, íslensk ábyrgð og bíla-
lán. Við finnum draumabílinn þinn
um leið með alþjóðlegri bílaleit
og veljum besta bílinn og bestu
kaupin úr meira en þremur millj-
ónum bíla til sölu, bæði nýjum og
nýlegum. Seljum bíla frá öllum
helstu framleiðendum. Sími þjón-
ustuvers 552 2000 og netspjall á
www.islandus.com.