Morgunblaðið - 24.06.2006, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MIKIÐ af þeirri neikvæðu gagn-
rýni sem íslenskt efnahagslíf hefur
fengið undanfarna mánuði er að
mörgu leyti óréttmæt, að mati dr.
Frederic S. Mishkin en hann kynnti
ásamt dr. Tryggva Þór Herberts-
syni skýrslu um fjármálastöðug-
leika á Íslandi á fundi sem Við-
skiptaráð Íslands stóð fyrir í
Kaupmannahöfn í gær, að því er
segir í tilkynningu frá Viðskipta-
ráði.
Fundargestir voru um hundrað,
flestir starfsmenn erlendra fjár-
málastofnana og greiningaraðilar
lánshæfisfyrirtækja en líkt og
margir muna þá gaf Danske Bank
út skýrslu um íslenskt efnahagslíf
sem nefnd hefur verið svarta
skýrslan.
Sagði Mishkin samanburð á Ís-
landi og nýmarkaðsríkjum afar mis-
ráðinn og áréttaði mikilvægi þess
að koma áleiðis til greiningaraðila
upplýsingum um íslenskt hagkerfi.
Aðspurður sagði dr. Tryggvi Þór
Herbertsson að krosseignarhald í
íslenskum fyrirtækjum væri mjög á
undanhaldi og unnið væri að því að
draga úr slíku.
Meginniðurstaða höfunda er sú
að hverfandi hætta sé á fjármála-
kreppu á Íslandi.
Þetta er þriðji fundurinn sem
Viðskiptaráð stendur fyrir, en áður
hafa Mishkin og Tryggvi kynnt
skýrsluna í New York og London.
Fram kom í máli Höllu Tómasdótt-
ur, framkvæmdastjóra Viðskipta-
ráðs, að fundirnir væru innlegg í
umræðu um íslenskt hagkerfi og
það væri von hennar að hún myndi
dýpka umræðuna og ljá henni
fræðilega vigt.
Gagnrýni á íslenskt
efnahagslíf óréttmæt
Kreppa Hverfandi hætta er sögð á fjármálakreppu á Íslandi.
Fundur Viðskiptaráðs í Kaupmannahöfn vel sóttur
VERKALÝÐSFÉLAG starfsfólks í
stáliðnaði í Bandaríkjunum hefur
gert kjarasamning við bandaríska
stóriðjufyrirtækið Alcoa. Nær
samningurinn til níu þúsund
starfsmanna Alcoa í fimmtán
verksmiðjum félagsins í Banda-
ríkjunum. Gildir samningurinn í
fjögur ár. Alcoa er að byggja ál-
verksmiðju á Reyðarfirði, Fjarða-
ál.
Þrátt fyrir að ekki hafi farið
fram allsherjaratkvæðagreiðsla
um samninginn segir talsmaður
verkalýðsfélagsins að hann eigi
ekki von á öðru en samningurinn
verði samþykktur, þar sem flestir
starfsmenn í verksmiðjunum
fimmtán hafi samþykkt hann.
Alain Belda, forstjóri Alcoa, sem
er stærsti álframleiðandi í heimi,
er ánægður með samninginn og
telur hann góðan fyrir báða aðila.
Samningurinn gildir fyrir um
20% af mannafla Alcoa í Banda-
ríkjunum en um 7% af starfs-
mönnum félagsins á heimsvísu.
Alls starfa 129 þúsund manns hjá
Alcoa í heiminum.
Samningurinn gildir fyrir verk-
smiðjur Alcoa í Arkansas, Indiana,
Iowa, Kentucky, New York, Norð-
ur-Karólínu, Virginíu, Tennessee,
Texas og Washington.
Bandarískt verka-
lýðsfélag gerir kjara-
samning við Alcoa
!
$
% $&!!'! "
!" #$%
&'
&"
% #%
() %" %
'%* #% + %*
,
,
& %
-./01 &21#%
3
!"
#$
%
4 %*
4. 02% 5
%*
672
89& %
8.
:;"" %". 0 0 %
< %% 0 %
%!&$$ '(
& * =;220 -1>" -0%*
')* +$
5?=@
-A0
0 0
/
/
/
/
/
/
/
/
; %" 1
; 0 0
/
/
/ / / /
/
/ /
/
/
/
/
/
/
/
/
B CD
/
B CD
B CD
B
CD
B CD
/
B / CD
B / CD
B /
CD
/
/
B / CD
B
CD
B CD
/
/
/
/
B CD
/
/
/
/
/
4 * 0
*" %
: #0 A *" E
( -
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
< 0 A )$
:4 F "% &2 *
0
/
/
/
/
/
/
/
/
MEÐALATVINNUTEKJUR í að-
alatvinnugrein voru 2,9 milljónir
króna árið 2005 og hækkuðu um
8,2% milli ára.
Meðalatvinnutekjur í aðalatvinnu-
grein voru hærri á höfuðborgar-
svæðinu en utan þess. Árið 2005 voru
meðalatvinnutekjur á höfuðborgar-
svæðinu 3,1 milljón króna og hækk-
uðu um 7,4% milli ára. Utan höfuð-
borgarsvæðis hækkuðu
meðalatvinnutekjur meira eða um
9,3% og voru 2,7 milljónir króna.
Í frétt Hagstofu Íslands kemur
fram, að utan höfuðborgarsvæðisins
voru tekjur hæstar á Austurlandi,
2,9 milljónir króna, en lægstar á
Norðurlandi vestra, 2,5 milljónir
króna. Meðalatvinnutekjur í aðalat-
vinnugrein voru hæstar í atvinnu-
greininni fjármálaþjónusta, lífeyris-
sjóðir og vátryggingar eða 5,1
milljón króna árið 2005 og hækkuðu
um 20,1% milli ára.
Konur sækja á
Meðalatvinnutekjur karla í aðalat-
vinnugrein voru 3,6 milljónir króna
árið 2005 og höfðu hækkað um 7,8%
milli ára. Meðalatvinnutekjur
kvenna í aðalatvinnugrein voru 2,3
milljónir króna og höfðu hækkað um
8,8%. Að meðaltali voru konur með
63,7% af meðalatvinnutekjum karla
árið 2005 en voru með 56,7% árið
1998. Hlutfallið hækkaði um 0,9%
milli áranna 2004 og 2005.
Ef skoðað er hlutfall atvinnu-
greina af heildaratvinnutekjum milli
áranna 2004 og 2005 kemur m.a. í
ljós, að hlutfall fiskveiða, fiskvinnslu
og landbúnaðar; dýraveiða og skóg-
ræktar hefur minnkað ef litið er til
landsins alls en hlutfall byggingar-
starfsemi og mannvirkjagerðar og
fjármálaþjónustu, lífeyrissjóða og
vátrygginga hefur aukist, að því er
segir í frétt Hagstofu Íslands.
Atvinnutekjur Íslendinga
hækka um 8,2% milli ára
6 *G
-H8 C
C
&:-=
!I
C
C
?? J,I
C
C
J,I ( %
6
C
C
5?=I !K L%
C
C