Morgunblaðið - 14.07.2006, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hagstæðustu kaupin
Hinn eini sanni íslenski DALA FETA nú fáanlegur
á TVENNUTILBOÐI
í næstu verslun.
Einnig með tómötum og olífum!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
1
4
2
Við getum alveg skorið niður veg á þetta krummaskuð, Jón minn, þetta komast nú allir á
vel búnum fjallajeppum.
Framhaldsskólakerf-inu hér á landi erskipt í tvo nokkuð
aðgreinda hluta, bóknám
og starfsnám. Nemendur
sem stunda nám í bók-
námshlutanum fá stúd-
entspróf eftir að hafa lokið
námi sem veitir þeim að-
gang að háskólanámi. Í
lögum er gert ráð fyrir að
þrjár bóknámsbrautir séu
kenndar í framhaldsskól-
anum, náttúrufræðabraut,
tungumálabraut og fé-
lagsfræðabraut.
Fjölbreyttur hópur
námsgreina
Starfsnámsbrautirnar eru aftur
á móti mun fleiri eða rúmlega 85.
Meðal þeirra eru námsbrautir í
löggildum iðngreinum sem og aðr-
ar námsbrautir sem veita mönn-
um tiltekin atvinnuréttindi. Yfir-
leitt er um að ræða nám sem
tengist handverki eins og bifvéla-
virkjun, húsasmíði, pípulagnir,
ýmsar heilbrigðis-, félags- og upp-
eldisgreinar, hönnun, hársnyrt-
ingu, blikksmíði, vélvirkjun, ljós-
myndun, flugstjórn o.fl..
Mismunandi er hvaða kröfur um
starfstíma eru gerðar til nemenda
í þessum fögum en margir ljúka
fyrst prófi frá skóla og hefja síðan
vinnutímanám hjá fyrirtækjum,
eða „fara á samning“ eins og kall-
að er. Á sumum námsbrautum
gefst nemendum hins vegar kost-
ur á að ljúka vinnustaðanáminu í
skólanum sjálfum. Í mörgum fög-
um gefst nemendum sem lokið
hafa prófi frá starfsnámsbraut
framhaldsskóla og starfstíma í
vinnustaðanámi tækifæri til að
ljúka sveinsprófi.
Gallar tvískiptingar
Nemendur sem lokið hafa
starfsnámi hafa ekki átt þess kost
að hefja nám á háskólastigi þar
sem einblínt hefur verið á stúd-
entsprófið sem forkröfu þess að
innritast í háskólanám. Gert hefur
verið ráð fyrir að slíkir nemendur
geti lokið stúdentsprófi með því að
ljúka ákveðnu viðbótarnámi, burt-
séð frá því hvað þeir hafa lært í
starfsnáminu. Í þessu endurspegl-
ast skýrt hversu tvískipt fram-
haldsskólastigið er, próf af öðrum
hluta þess er ekki metið til fulln-
aðarprófs hins hlutans.
Tvískipting birtist ekki bara í
því að starfsnámsnemar hafa
þurft að ljúka sérstöku viðbótar-
námi til að öðlast rétt til setu í há-
skólanámi heldur fara nemendur
síður í starfsnám en bóknám eftir
útskrift úr grunnskóla. Hér á
landi hefur verið litið svo á að eðli-
legt sé að börn ljúki stúdentsprófi
áður en ákveðið er hvert stefna
skuli í lífinu og fara margir nem-
endur því ekki í starfsnám fyrr en
eftir að hafa lokið stúdentsprófi. Á
bóknámsbrautum lenda margir
nemendur í námi sem hentar þeim
ekki en fleiri flosna úr framhalds-
skólanámi hér en öðrum OECD-
ríkjum.
Fyrirkomulagið má líklega
rekja til þess tíma þegar ekki var
litið á iðnmenntun sem menntun,
heldur fremur þjálfun í vinnu-
brögðum. Nú telja flestir að þessi
viðhorf eigi ekki lengur við um
margt af því námi sem flokkað er
sem starfsnám þar sem það bygg-
ist á heilmiklu bóknámi.
Tillögur starfsnámsnefndar,
sem kynntar voru í vikunni, fela í
sér að þessari tvískiptingu verður
eytt og hætt verði að tala um bók-
nám og starfsnám. Báðar gerðir
náms verði metnar til eininga sem
nemandinn geti síðan fengið
metnar til stúdentsprófs. Þeir
nemendur sem stunda nám í
greinum sem veita atvinnuréttindi
muni fá þau réttindi óháð því hvort
þeir fái stúdentspróf eða ekki.
Nái þessar hugmyndir fram að
ganga verða stúdentspróf nem-
enda mjög fjölbreytileg og þeir að-
ilar sem taka við nemendunum,
háskólar og atvinnulíf, munu
þurfa að gera kröfur um innihald
stúdentsprófanna en ekki bara til
þess að nemandi hafi lokið slíku
prófi. Binda menn vonir við að
nemendur muni í auknum mæli
velja nám sem þeir hafi áhuga á og
sé við þeirra hæfi.
Námsferillinn ein heild
Nefndin hefur einnig lagt til að
skipulag vinnustaðanáms starfs-
nema verði bætt. Nám nemandans
hjá fyrirtæki sem tekur hann í
læri verði sett í hluta aðalnám-
skrár og skólarnir muni því bera
ábyrgð á að nemendur fái umsjón
og þjónustu til loka starfsnáms á
vinnustað. Námsferillinn verði því
ein heild frá upphafi námsins til
atvinnuréttinda. Vinnustaðafyrir-
tækin verði valin sértaklega og
tryggt að þau hafi á að skipta ein-
staklingi sem geti annast fræðslu
og afmarkað hvað nemandinn eigi
að læra hjá viðkomandi fyrirtæki.
Kostnaður fyrirtækja vegna
vinnustaðanámsins verði jafnaður
á öll fyrirtæki í landinu en ekki
bara á þau sem séð hafa um það.
Einnig er lagt til að fleiri náms-
tækfæri verði sköpuð sem tengist
starfsnámi. Í nágrannalöndunum
hafa þróast námsbrautir í starfs-
tengdum greinum fyrir þá sem
lokið hafa starfsnámi í framhalds-
skóla. Veita eigi framhaldsskólum
heimild til að setja á stofn eins til
þriggja ára nám á fagháskólastigi
sem yrði sjálfstætt skólastig.
Fréttaskýring | Nýr framhaldsskóli
Starfsnámið
jafnt bóknámi
Umhverfi starfsnáms hér á landi hefur
verið óheppilegt að mati nefndar
Kennslutæki í bifreiðadeild Borgarholtsskóla
Stúdentsprófið
verði endurskilgreint
Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra
kynnti í vikunni niðurstöður
nefndar sem skoðað hefur stöðu
starfsnáms á Íslandi. Nefndin
leggur til að uppbyggingu fram-
haldsskólanáms verði breytt og
stúdentsprófið endurskilgreint.
Hætt verði að tala um starfsnám
og bóknám heldur verði einungis
rætt um framhaldsskólanám til
stúdentsprófs. Staða starfsnáms
og bóknáms verði þannig jöfnuð.
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
SKRÁÐIR atvinnuleysisdagar á
landinu öllu í seinasta mánuði jafn-
gilda því að 2.029 manns hafi að
meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í
júní og að atvinnuleysi hafi verið
1,3% af áætluðum mannafla á vinnu-
markaði. Þetta kemur fram í
skýrslu Vinnumálastofnunar um at-
vinnuástandið.
Meðalfjöldi atvinnulausra var
1,5% minni í júní en í maí og 1.213
færri en í júní á seinasta ári, sem er
um 37% fækkun atvinnulausra frá
sama mánuði í fyrra.
Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæð-
inu er nú 1,4% af áætluðum
mannafla og 1,1% á landsbyggðinni.
Á landsbyggðinni er atvinnuleysið
mest 2,1% á Norðurlandi eystra, en
minnst er atvinnuleysið á Austur-
landi 0,3%.
Aukið atvinnuleysi kvenna en
færri karlar eru án atvinnu
Atvinnuleysi karla hefur minnkað
um 7% milli mánaða en atvinnuleysi
kvenna jókst um 2,1%. „Atvinnu-
ástandið batnar yfirleitt milli júní og
júlí. Í fyrra minnkaði atvinnuleysi úr
2,1% í júní í 2% í júlí og var með-
alfjöldi atvinnulausra um 3,3%
minni í júlí en júní það ár. Árið 2004
lækkaði atvinnuleysishlutfallið milli
júní og júlí úr 3,1% í 3%. Ólíklegt er
þó að atvinnuástandið í ár batni með
sama hætti. Þannig voru laus störf í
lok júní í ár 510 og fækkaði um 143
milli mánaða.
Fækkunin er heldur meiri nú en
fyrir ári auk þess sem störf í boði á
vormánuðum í ár eru víðast hvar á
landinu umtalsvert færri en á sama
tíma fyrir ári,“ segir í skýrslu
Vinnumálastofnunar.
Atvinnuleysið 1,3% í júní
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson