Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þ egar er ljóst að meginnið- urstaða rannsókna 2002–2006 er að sú mynd sem við höfum haft af Þingvöllum er í raun mjög óljós og jafnvel röng í mörgum atriðum.“ Þetta segir Adolf Friðriksson, fornleifafræðingur og forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, en hann stjórnaði fornleifa- rannsókninni á Þingvöllum. Fyrir skömmu lauk fimmta og síð- asta áfanga fornleifauppgraftar á Þingvöllum. Fornleifastofnun Ís- lands vann rannsóknirnar í umboði Þingvallanefndar. Verkefnið var frumkönnun, sem fól í sér takmark- aðan en markvissan uppgröft og minjakönnun. Adolf segir að helstu niðurstöður séu þær að sú hefð- bundna mynd sem leikir og lærðir hafa lengi haft af Þingvöllum sé breytt. Aðdraganda verkefnisins má rekja til ársins 1996 er formaður Þingvallanefndar, Björn Bjarnason, óskaði eftir tillögum Fornleifastofn- unar Íslands um rannsóknaráætlun fyrir Þingvelli. Litlar sem engar rannsóknir höfðu verið gerðar á Þingvöllum eða öðrum þingstöðum á Íslandi í rúma öld. Árið 1998 lagði stofnunin fram drög að rannsókn- arverkefni sem fæli í sér að tvinna saman fornleifarannsóknir, kynn- ingu og verndun minja á Þingvöll- um. Rannsóknin á Þingvöllum var studd af Kristnihátíðarsjóði, en Al- þingi samþykkti á hátíðarfundi 2. júlí árið 2000 að setja slíkan sjóð á fót. Við úthlutun sjóðsstjórnar 2001 hlaut Þingvallarannsóknin minnsta uppgraftarstyrkinn, 5 milljónir króna, og voru rannsóknaráætlanir sniðnar að þeirri fjárveitingu. Markmið rannsóknanna voru þrí- þætt. Í fyrsta lagi að kanna umfang og ástand fornleifa á Þingvöllum og ystu mörk þinghelginnar. Í öðru lagi að rannsaka skipulag þingstaða á Ís- landi og í þriðja lagið að rannsaka aldur, gerð og fyrra hlutverk fornra mannvirkja á Þingvöllum. Grafið var á átta svæðum: þar sem talið var að Lögberg stæði, búð vest- an Öxarár sem kennd er við Njál, á Spönginni, á Miðmundatúni, á Bisk- upshólum, í þrjár þústir á aust- urbakka Öxarár. Þrátt fyrir að Lögberg megi telj- ast helsti sögustaður þjóðarinnar eru áhöld um hvar á Þingvöllum það var. Nú er talið að Lögberg hafi ver- ið á Hallinum vestan ár, og prýðir fánastöng staðinn. Var álitið að þar hafi verið reist eins konar upp- hækkun, hleðsla eða pallur úr grjóti og mold. „Við uppgröft 2005 og 2006 kom ekkert fram sem staðfesti að þar væri mannvirki, og er frekari rannsókna þörf á þessu atriði,“ segir Adolf. Á 18. og 19. öld töldu ýmsir forn- fræðingar að Lögberg hafi í fornöld verið á Spönginni, sem er hraunrim- inn á milli Flosagjár og Nikulás- argjár (Peningagjár). Adolf segir að þar á rimanum virðist votta fyrir hringlaga mannvirki með lítilli fer- hyrndri tóft í miðju. Á 20. öld hafi verið talið líklegt að þar væru leifar af þingbúð með virkisvegg hlöðnum í kring. Við minniháttar könn- unargröft 2005 hafi verið staðfest að þar á Spönginni séu forn mannvirki, en ekki hafi verið unnt að skera úr um aldur þeirra eða hlutverk. „At- hyglisvert er að þau skera sig úr hvað lögun varðar. Aðrar búðatóftir á þingstaðnum eru aflangar og mun stærri en litla, ferhyrnda tóftin. Ef hringurinn og tóftin eru borin saman við aðrar þekktar minjar á Íslandi minna þau helst á kirkjutóft og kirkjugarð frá miðöldum.“ Miklar byggingarleifar í Miðmundatúni Svæðið á árbakkanum framundan Þingvallakirkju er nefnt Bisk- upshólar. Við uppgröft þar komu í ljós leifar af afar stóru mannvirki, yfir 30 m langt og um 7 m breitt. Adolf segir ekki ljóst til hvers það hafi verið notað, enda hefur það ekki verið rannsakað nema að litlu leyti. „Hinsvegar er mjög sennilegt að það sé frá upphafi þinghalds á staðnum, því yfir veggjaleifum vottaði fyrir gjóskulagi frá 1104.“ Rannsókn á Miðmundatúni reynd- ist mjög áhugaverð, en Mið- mundatún liggur sunnan við Þing- vallabæ, og nær að akveginum til Valhallar. Við skurðgröft vegna raf- lagnar árið 1957 fannst þar stór- merkilegur forngripur, svokallaður tábagall, stafur, sem var tign- armerki biskupa. Tábagallinn virðist skreyttur í víkingaaldarstíl og er tal- inn vera frá 11. öld. Í lagnaskurð- inum sáust dálítil ummerki um byggingaleifar. Adolf segir að þetta svæði hafi jafnan orðið útundan í umfjöllun um þinghaldið, enda votti ekki fyrir neinum búðatóftum eða öðrum fornleifum á yfirborði. Á ár- unum 2002–2006 hafi verið grafnir nokkrir prufuskurðir á svæðinu og í ljós komið að í túninu séu miklar byggingaleifar. „Þar fannst vold- ugur veggur, hlaðinn úr stóru hraungrjóti og leifar nokkurra minni bygginga. Uppgraftarsvæðið er of lítið til að gefa heildarmynd af minj- unum og ekki er ljóst frá hvaða tíma þær eru, en þessar frumniðurstöður kalla á að lögð verði áhersla á þenn- an stað við frekari rannsóknir. Hluti bygginganna virðist hafa verið íburðarmeiri og notaður meira en vænta mætti af þingmannvirkjum sem einungis eru í notkun skamman tíma á hverju sumri. Gæti þarna leynst eldra bæjarstæði Þingvalla- bæjarins, eða mögulega þingminjar sem hafa haft mikilvægu hlutverki að gegna en hafa „glatast“ og horfið úr sögunni, er þær féllu úr notkun og voru sléttaðar undir tún bæj- arins,“ segir Adolf. Þústir á austurbakka Öxarár Auk stóru búðaþyrpinganna vest- an Öxarár eru nokkrar þústir og önnur ummerki austan ár sem virð- ast geta verið leifar mannvirkja. Við rannsókn á tveimur þústum á ár- bakkanum skammt norðan Bisk- upshóla kom í ljós að þar væru leifar eins konar mannvirkja, hugsanlega búðatóftir. Á þriðja staðnum, sem er hóll fremur en þúst og er við mynni Brennugjár, hafði þegar verið grafið lítillega árið 1920 og fundust þar beinaleifar og silfurpeningur frá um 1020. Ummerkin þóttu lík kumli, þ.e. heiðnum greftrunarstað. Hefur hóll- inn verið settur í samband við Þor- leifs sögu jarlaskálds, en hann á að hafa verið veginn og heygður á Þing- velli, „norðan Lögréttu“. Hefur áhugi fræðimanna beinst að þessum stað ekki síst vegna þess að hann virðist gefa vísbendingu um hvar Lögrétta á að hafa verið. Aðrir telja að Þorleifshaugur hafi horfið í land- skjálftunum 1789. Gerð var takmörkuð rannsókn á hólnum 2005 og 2006. Við uppgröft kom í ljós að hóllinn er ekki nátt- úrusmíð, heldur upphlaðinn af manna höndum, með mold og frem- ur smáu grjóti. Erfitt er að segja til um upprunalegt útlit hans, enda hef- ur hóllinn orðið fyrir raski í gegnum tíðina. Við uppgröftinn fannst brot af skreyttu gangsilfri, líklega bútur af armbaug eða hálsmeni, og 2 silf- urpeningar auk beinaleifa. Anton Holt, myntfræðingur hjá Seðla- banka Íslands, telur að peningarnir séu norskir og frá u.þ.b. miðri 11. öld og frá síðari hluta 11. aldar. Dr. Thomas McGovern dýrabeinafræð- ingur og Hildur Gestsdóttir forn- meinafræðingur hafa skoðað beinin og telja þau vera úr kind eða geit, svíni og stórgrip. Þessi staður er óvenjulegur og kallar á frekari rann- sóknir, að sögn Adolfs. Ekki sé ljóst í hvaða tilgangi hóllinn hefur verið gerður, né hvers vegna svo margir silfurmunir finnast þar. Óljós og jafnvel röng mynd af Þingvöllum Nú er uppgreftri lokið að sinni, og úrvinnsla rannsóknargagna stendur yfir. „Þegar er ljóst að meginnið- urstaða rannsókna 2002–2006 er að sú mynd sem við höfum haft af Þing- völlum er í raun mjög óljós og jafn- vel röng í mörgum atriðum. Mann- virki hafa ekki fundist við Lögberg og staðsetning þess óþekkt, minjar á Spönginni minna helst á kirkjuleifar, auða túnið sunnan Þingvallabæjar reynist vera krökkt af minjum og þar fannst af tilviljun einn helsti dýrgripur sem komið hefur úr ís- lenskri jörð (tábagallinn), á Bisk- upshólum eru stór og mjög forn mannvirki, áður óþekktar búðaleifar eða önnur mannvirki liggja með austurbakka Öxarár og við mynni Brennugjár er manngerður hóll sem geymt hefur silfurmuni og bein í tæpt árþúsund. Verði ráðist í áframhaldandi rann- sóknir á Þingvöllum væri æskilegt að leggja áherslu á minjarnar í Mið- mundatúni, og ganga úr skugga um hlutverk og eðli mannvirkja á Lög- bergi, Biskupshólum og Spönginni sem og manngerða hólnum við mynni Brennugjár,“ segir Adolf. Breytir mynd okkar af Þingvöllum Adolf Friðriksson fornleifafræðingur segir að fornleifarannsóknir á Þingvöllum sem staðið hafa yfir sl. fimm ár hafi breytt þeirri hefðbundnu mynd sem leikir og lærðir hafa lengi haft af Þing- völlum. Egill Ólafsson bað Adolf að skýra stöðu Þingvalla að loknum þessum rannsóknum. Morgunblaðið/Golli Við uppgröft í Biskupshólum á Þingvöllum fundu fornleifafræðingar afar stórt mannvirki, um 30 m á lengd og 7 m breitt, sem ekki er ljóst til hvers var notað. Fimmta og síðasta áfanga uppgraftrarins er nú lokið á Þingvöllum. egol@mbl.is GERÐUR Róbertsdóttir, sagnfræðingur hjá Minjasafni Reykjavíkur og staðgengill borg- arminjavarðar, segir það sína skoðun að vernda eigi Alliance-húsið við Grandagarð út frá sagnfræðilegu sjónarmiði. Ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til sögu þess við mat á verndargildi í Húsakönnun Minja- safnsins frá árinu 2003, en þar var nið- urstaðan sú að ekki væri lögð áhersla á verndun hússins. Gerður segir að einblínt hafi verið um of á að húsið hefði ekki ríkt verndargildi út frá listrænu eða bygging- arfræðilegu sjónarhorni. Fáar byggingar standi enn í borginni sem minni á atvinnu- sögu Reykvíkinga frá þeim tíma er húsið var byggt. Til stendur að rífa húsið og byggja sjö hæða blokk á reitnum. Ætlar Húsafrið- unarnefnd að beita sér fyrir því að húsið ver- ið friðað. Húsakönnun Minjasafns Reykjavík- ur frá árinu 2003 liggur ásamt fleiri gögnum til grundvallar deiliskipulagi á svæðinu. Þó þar sé ekki lögð áhersla á verndun Alliance- hússins er lagt til að það njóti verndar byggðarmynsturs sem gildi á svæðinu sunn- an Mýrargötu sem taki til eldri byggðar inn- an reitsins. Í rökstuðningi þessarar nið- urstöðu er tekið fram að varðveislugildi hússins verði að teljast nokkuð, þar sem ekki séu mörg fiskverkunarhús eftir frá þessum uppgangstíma reykvískrar fiskverkunar. „Skemmst er að minnast niðurrifs bygginga Kveldúlfs við Skúlagötu sem voru frá sama tíma,“ segir í áliti Minjasafnsins á Alliance- húsinu. Þá kemur fram að húsið tengist sögu atvinnu, útgerðar og verslunar í Reykjavík og setji sterkt svipmót á umhverfi sitt. „Sem sagnfræðingi og starfsmanni við minjaverndina í Reykjavík finnst mér að við höfum ekki hugað nógu vel að sögu þessa húss, sem er mjög merkileg,“ segir Gerður. Lítið af atvinnuhúsnæði frá þessum tíma finnist í Reykjavík. „Húsin sem sýna atvinnu- söguna eru orðin mjög fá eftir. Þeirri sögu hefur alls ekki verið sinnt nógu vel í Reykja- vík, því miður.“ Spurð um dæmi um slíkar minjar sem hugsanlega sé vert að varðveita nefnir hún Daníelsslipp sem er á Mýrargötusvæðinu. Þar má finna gamlar varir og er Daníels- slippur byggður í einni slíkri. Gerður segir slippinn dæmi um útgerð og skipasmíði í Reykjavík og merkilegan að því leyti. Alliance-húsið var hannað af Guðmundi H. Þorlákssyni byggingarmeistara og byggt ár- ið 1925. Húsið var upphaflega notað sem pakkhús. Þótti mikil nýlunda að gerð væru skiptispor fyrir fiskgrindurnar í gólfinu. Ár- ið 1930 var vestari álma hússins byggð. Fyr- irtækið Ellingsen eignaðist svo húsið árið 1972 og hafði um tíma skrifstofur sínar þar. Ekki var tekið nægilegt tillit til sögunnar við mat á verndargildi í húsakönnun Minjasafnsins Verndargildi Alliance- hússins vanmetið Morgunblaðið/Eggert „Telja verður varðveislugildi þessa húss nokkurt,“ segir m.a. í húsakönnun Minjaverndar. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.