Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
Stendur
Sjálfstæðis-
flokknum ógn
af umhverfisvernd?
á morgun
ÚR VERINU
STÆRSTI framleiðandi á upp-
sjávarfiski í heimi, Shetland
Catch, er nú að hasla sér völl á
markaðnum fyrir norsk-íslenzku
síldina. Fyrirtækið hefur lagt í
fjárfestingu upp á 345 milljónir ís-
lenzkra króna í tækjum til flök-
unar og frystingar á síldarflökum.
Þessi fjárfesting og breyting á
starfseminni er til að vega upp á
móti skorti á hráefni til vinnslu
vegna stöðvunar veiða á makríl í
febrúar á þessu ári. Sú lokun kom
til vegna rannsókna á meintum
ólöglegum veiðum. Nú í sumar
hafa mörg færeysk skip landað
miklu af norsk-íslenzku síldinni
hjá Shetland Catch, sem borgar
mun hærra verð fyrir hráefnið en
aðrar verksmiðjur.
Aðstoðarframkvæmdastjóri
fyrirtækisins, Simon Leiper, seg-
ir í samtali við brezka sjávarút-
vegsblaðið Fishing News, að þeir
hafi komizt inn á nýja markaði
fyrir fryst síldarflök. Í ljósi eft-
irspurnar eftir síldinni og mögu-
leikanna á því að lengja hina hefð-
bundnu síldarvertíð, hafi
fyrirtækið ákveðið að setja upp
nýjan búnað frá Baader og Op-
timar til að flaka og pakka með
lofttæmingu til manneldis þessum
fiski, sem að mestu leyti hafi farið
í vinnslu á lýsi og mjöli á Bret-
landseyjum.
„Við höfum komizt í samband
við kaupendur í Evrópu, Rúss-
landi og Úkraínu. Flökin af norsk-
íslenzku síldinni eru eftirsótt
vegna þess að þau eru stærri en
af norðursjávarsíldinni og henta
því vel til reykingar. Með því að
flaka og pakka norsk-íslenzku
síldinni með lofttæmingu, getum
við betur haldið gæðum hennar
og aukið geymslutímann verulega
umfram það sem fengizt hefur
með hefðbundinni frystingu á
heilum fiski. Þannig getum við
boðið mun eftirsóttari afurðir.
Þessi nýi búnaður gerir okkur
kleift að auka vinnsluhraðann um
50% upp í 600 tonn á dag. Þessar
nýju afurðir til viðbótar við aðrar,
sem við getum boðið upp á, gefa
okkur forskot á síldarvertíðinni.
Við vonumst því til að þetta marki
upphafið að annríki sumarsins,“
segir Leiper.
Shetland Catch
vinnur norsk-
íslenzka síld
FERÐAMENN sem
stunda fiskveiðar við
Noreg kasta á glæ fiski
fyrir hundruð milljóna
ár hvert. Kannanir
samtaka atvinnulífsins í
Noregi NHO staðfesta
þessar tölur. Nú er
deilt um það hvort setja
skuli hámark á það hve
mikið af fiski ferðmenn
megi taka með sér úr
landi, en talað er um 15
til 25 kíló af flökum.
Skýringin liggur í því
að þegar ferðamennirn-
ir flaka fiskinn til að
taka hann með sér
heim, er nýtingin svo
slæm að þeir þurfa 100
kíló af fiski til að fá út 25 kíló af flök-
um, meðan vanur maður þarf aðeins
72,5 kíló til að fá sömu þyngd í flök-
um.
Norska sjávarútvegsblaðið Fisk-
aren skýrir frá þessu og segir að fiski
að verðmæti 500 milljónir íslenzkra
króna sé nú kastað og ástandið geti
enn versnað verði sett hámark á veið-
ar ferðamanna, sem svarar til 15
kílóa af flökum. Þegar hámarkið
verði þannig, muni fáir eða engir
ferðamenn flaka eða hirða lélegan
fisk. Aðeins beztu bitarnir verði hirtir
og hinu hent.
Aðeins 25% nýting
Samkvæmt útreikningum NHO er
nýtingin bara 25% hjá ferðamönnun-
um, þar sem þeir þurfa kíló af fiski til
að fá 250 grömm af flökum. Á árinu
2004 veiddu 342.125 ferðamenn 5.810
tonn af fiski. Það þýðir að
jafnaði um 16,9 kíló á hvern
ferðamann. Út úr öllum
þessum fiski fengu ferða-
mennirnir aðeins 1.453 tonn
af flökum. Hefði þessi fiskur
verið unninn í fiskverkun,
hefði það skilað um 2.000
tonnum af flökum. Sé miðað
við að verð á flökunum sé
ríflega 900 krónur íslenzkar
á kílóið út úr búð, skilar
ferðamannafiskurinn flök-
um að verðmæti ríflega 1,3
milljarðar króna, en fisk-
vinnslan hefði skilað 1,8
milljörðum króna.
Sé áfram miðað við
343.000 ferðamenn er ljóst
að magnið getur orðið anzi
mikið. Það eru þó ekki allir sem fylla
þennan hugsanlega kvóta, en sé mið-
að við hámarkið 15 kíló og að helm-
ingur ferðmannanna eða 175.000 nái
því, þarf af veiða 10.500 tonn af fiski.
Samtök ferðaþjónustunnar innan
NHO vilja að hámarkið verði sett í 25
kíló, en þá þurfti veiðin að vera 17.500
tonn. Það svarar til allra veiðiheim-
ilda í ýsu, þorski og ufsa fyrir flokk
II, báta allt að 28 metra að lengd.
Henda fiski fyrir
hundruð milljóna
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Ferðamenn í Noregi veiða ógrynni af þorski, ýsu og ufsa.
Þeir nýta fiskinn illa og þurfa miklu meira af fiski en vanir
sjómenn til að ná sömu þyngd í flökum út úr fiskinum.
Ferðmenn í Noregi veiða yfir 10.000 tonn af fiski árlega
MIKIL vakning er meðal kvenna í
sjókajakróðri og hafa sérstök nám-
skeið verið haldin á Geldinganesi að
undanförnu fyrir konur undir hand-
leiðslu Hadas Feldman. Hún er með-
al fremstu sjókajakræðara í heimi og
er fyrsta konan sem heldur kaj-
aknámskeið á Íslandi. Dvelur hún
hér sumarlangt við kennslu á vegum
Seakayak Iceland sem er í eigu Þor-
steins Sigurlaugssonar en hann varð
fyrsti íslenski kajakræðarinn til að
ljúka 5 stjörnu kajakprófi með
breska BCU-staðlinum í fyrra.
En segja má að sumarið 2006 sé
kvennasumar í kajaksportinu því nú
eru það tvær ísraelskar afrekskonur
sem komið hafa rækilega við sögu
hjá íslenska kajaksamfélaginu. Auk
Hadas er nefnilega ísraelska kaj-
akkonan Rotem Ron í miðjum klíðum
við að róa í kringum landið.
Hadas kom til Íslands í byrjun júní
en hún hafði áður kynnst Þorsteini á
kajakhátíð í Wales og bauð hann
henni vinnu við kennslu og nám-
skeiðahald hjá sér. „Það er svo heitt í
Ísrael núna að það var góð tilbreyt-
ing að koma til Íslands,“ segir Hadas.
„Það hafa verið um sjö námskeið hjá
okkur og myndast góð stemmning á
kvennanámskeiðunum. Yfirleitt hef
ég verið að kenna blönduðum hópum
í gegnum tíðina og því er þetta viss
nýjung. Konurnar virðast kunna því
vel að hafa konu sem kennara og
vera meðal kynsystra sinna á nám-
skeiðunum þar sem þær geta nálgast
sportið á eigin forsendum. Þetta
snýst ekki allt um hraða og kraft
heldur líka tækni.“ Á námskeiðunum
er farið yfir róðrartækni og öryggis-
atriði fyrir kajakfólk og farið í róðra í
nágrenni Kollafjarðar. Til viðbótar
þessu má nefna að Kayakklúbburinn
í Reykjavík hefur staðið fyrir sér-
stökum kayakdögum ætluðum kon-
um undanfarin misseri og hefur þátt-
taka verið góð.
Sneri sér að sjónum
í þurrkinum
Sjálf byrjaði Hadas á sjókajak fyr-
ir sex árum og hefur m.a. róið í kring-
um Japan og eyjuna Suður-Georgíu í
Suður-Atlantshafi ásamt félögum
sínum. Aðdragandi þess að hún fór á
sjóinn var að árnar í Ísrael voru
orðnar vatnslitlar, en þar hafði Ha-
das átt sinn bátaferil. Lítið hafði
rignt um tíma sem bitnaði á vatns-
magni ánna og því var ákvörðunin
tekin um að snúa sér að sjónum. Og
þar hefur hún lent í ævintýrum því í
Suður-Georgíu lenti leiðangur henn-
ar í gífurlega hvössum leift-
urstormum sem geystust fyr-
irvaralaust niður jökulhlíðar út á
hafflötinn með ófyrirséðum afleið-
ingum. „Þessir stormar hvolfdu bát-
um og við þær aðstæður verður að
treysta því að hver geti séð um sig,
því í svona veðri eiga félagar erfitt
um vik að hjálpa hver öðrum,“ segir
hún.
Hadas segir einnig áhugavert að
bera saman aðstæður til kajakróðurs
á Íslandi og í heimalandi sínu. Eyjar,
sjávarklettar og strendur séu
skemmtilegar viðfangs hérlendis auk
þess sem gæta þurfi sjávarfalla. En í
Ísrael er meira um brimreiðar og auk
þess hlýrra. „Mér finnst stórfínt að
vera hér og hyggst halda af landi
brott um miðjan ágúst. Og þetta hef-
ur verið svo góð dvöl að ég ætla að
koma aftur að ári,“ segir Hadas. Hún
mun halda áfram með námskeið fram
eftir sumri og gerir hún út frá Geld-
inganesinu þar sem Kayakklúbb-
urinn og Seakayak Iceland hafa að-
stöðu fyrir báta og búnað.
Áhugi á sjókajak stór-
eykst meðal kvenna
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Hadas Feldman, önnur vil hægri, ásamt kajaknemum sínum.
TENGLAR
..............................................
seakayakiceland.com
kayakklubburinn.is
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 11