Morgunblaðið - 14.07.2006, Side 20

Morgunblaðið - 14.07.2006, Side 20
Tómatmarineruð grísasteik fyrir 4 Þetta er einföld marinering fyrir alla fjölskyldana. Engin fita er heldur í marineringunni sem er ágætt fyrir þá sem velja heilsusamlegan mat. 500 g grísahnakki Tómatmarinering: 1 rauðlaukur, smátt skorinn 1 dós niðursoðnir tómatar, hakkaðir 2 msk. dökkur muscovada- sykur 2 msk. rauðvínsedik 2 hvítlauksgeirar, pressaðir 3 cm ferskt engifer, smátt saxað eða ½ tsk. þurrkað 2 msk. tómatþykkni 1 tsk. salt 1⁄8 tsk. nýmalaður svartur pipar Blandið öllu sem á að fara í tómatmarineringuna í pott og sjóðið saman í 30 mín. Smakkið til með salti og pipar. Kælið í ísskáp. Skerið kjötið í sneiðar og marinerið í a.m.k. fjóra tíma, gjarnan lengur. Grillið kjötið alveg í gegn. Það er snjallt að gera marineringuna heima ef fara á í sumarbústað, og marinera kjötið er komið er á staðinn, eða á leiðinni. Frá- bært með meðlæti í pakka og góðu fersku salati. Á góðum sumardögum á vel við að setja svínakjöt á grillið, hvort sem er heima við eða í bústaðnum, segir Heiða Björg Hilmisdóttir sem hér gefur uppskriftir að girnilegum grillréttum. Grísakótilettur með marineruðu grænmeti og kumminsósu fyrir 2 400 g grísakótilettur (2–3 kótilettur) 2 tómatar 1 laukur 1 fennika ½ hvítkalshaus ½ kúrbítur Marinering: 2 msk. hunang 1½ dl matarolía 1 biti engifer (6 cm) 3 hvítlauksgeirar 1 tsk. sambal oelek Sósa: 1 dl hreint jógúrt 1 dl sýrður rjómi 2 msk. appelsínusafi ¼ tsk. kummin ¼ knippi ferskt timjan, laufin tekin af stilkunum örlítið salt 1⁄8 tsk. hvítur pipar ¼ tsk hrásykur Hrærið saman öllu sem fer í mar- ineringuna og skiptið í tvær skálar. Skerið lauk, fenniku og hvítkál í frekar litla geira og stingið tann- stöngli í gegnum bitana svo að þeir haldist saman á grillinu. Skerið tóm- ata í tvennt og kúrbít fyrst í tvennt eftir endilöngu og síðan í sneiðar. Setjið grænmetið í aðra skálina með marineringu og kótiletturnar í hina skálina. Hrærið saman öllu sem fer í kumminsósuna og smakkið til með pipar, salti og kummin. Grillið kjötið í gegn, það tekur innan við 10 mín- útur. Grillið grænmetið eftir smekk, best er að það sé enn stökkt. Það að marinera grænmetið gefur því mik- inn karakter og þar sem mariner- ingin er eins á grænmetinu og kjöt- inu á það enn betur saman en ella.  SVÍNAKJÖT Gott á grillið Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson Við byrjuðum á að fram-leiða frosið sushi fyrirFinnlandsmarkað árið2003, þá vorum við með framleiðsluna uppi á Vagnhöfða en svo ákváðum við að hætta að flytja þetta frosna sushi út til Finnlands og fara frekar niður á bryggju og framleiða ferskt sushi fyrir innan- landsmarkað,“ segir Stefanía sem rekur Sushismiðjuna ásamt eigin- manni sínum, Josue Goncalves Martins. „Faðir minn, Ingvar Ágústsson, og félagar hans í Finn- landi eiga þetta fyrirtæki en ég, maðurinn minn og pabbi rekum þetta í sameiningu, við erum öll að vinna hérna auk þess að vera með tvo starfsmenn. Við höfum verið á bryggjunni síðan sumarið 2004 en þá buðum við bara upp á veislu- bakka fyrir einstaklinga og fyrir- tæki sem var hægt að panta hjá okkur. Núna í vor ákváðum við svo að opna „take away“ hér líka. Fólk getur tekið heim með sér sushi- bakka eða sest niður hérna inni hjá okkur og gætt sér á matnum. Í góðu veðri myndast oft skemmtileg stemning en þá sest fólk á bryggjusporðinn og borðar þar.“ Fjölbreytt bryggjulíf Stefanía segir þessa starfsemi ganga vel hjá þeim enda fari áhugi á sushi vaxandi á Íslandi. „Það eru alltaf fleiri og fleiri að komast á bragðið. Fólk fer mikið á rúntinn niður á bryggju og þá kemur það oft við hjá okkur. Ferðamenn eru líka stór hluti af okkar viðskipta- vinum enda mikið af þeim hérna í tengslum við hvalaskoðunarferðir og sjóstangaveiði,“ segir Stefanía og bætir við að þeim finnist bryggjan frábært svæði. „Við erum mjög hrifin af því að vera á bryggj- unni. Erlendis er alltaf eitthvað að gerast á bryggjunum, okkur fannst vanta svoleiðis hér og vildum taka þátt í að efla mannlífið. Rétt hjá okkur er Hamborgarabúlla Tóm- asar og Sægreifinn er á ská á móti okkur. Lífið við bryggjuna er alltaf að verða fjölbreyttara og þetta er vaxandi svæði.“ Það er ekki skrýtið að Stefanía hrífist af bryggjusvæðinu því hún ólst upp í Vesturbænum. „Ég er al- in upp á Vesturgötunni og hef allt- af verið mjög hrifin af bryggjunni, ég ólst upp við að dorga og leika í slippnum. Núna bý ég hér rétt hjá og hef útsýni yfir sjóinn.“ Sushi- smiðjan er sannkallað fjölskyldu- fyrirtæki því þegar blaðamaður ræðir við Stefaníu er eiginmaður hennar að gera sushi í eldhúsinu og fyrir utan sefur Lúkas Ingvar, fimm mánaða, í vagninum sínum en eldri systir hans, Thea Isabel, sem er nú þriggja ára, svaf oft þar fyrir utan þegar hún var yngri. „Stundum er öll fjölskyldan sam- ankomin hérna niðri á bryggju og því mikið fjör,“ segir Stefanía brosandi. Sushi er matur og list Stefánía kynntist sushi fyrst þegar hún bjó í New York og varð strax mikill aðdáandi þess. „Við lærðum sushi-gerð hjá japönskum sushi-kokki í London, hann kenndi okkur og aðstoðaði í upphafi. Svo höfum við lesið okkur til og þróað tæknina smátt og smátt með tím- anum. Mér finnst gaman að gera sushi, í Japan er sushi bæði matur og list. Sushi-gerð er mikil handa- vinna og krefst nákvæmni, allt hrá- efni þarf að vera ferskt og það þarf að fara vel með það. Sushi er hægt að gera heima en það krefst mik- illar undirbúningsvinnu og það eru nokkrir klukkutímar frá því maður byrjar og þangað til það er tilbúið. Við mætum í vinnuna eldsnemma til að gera klárt, stundum kl. 5 á morgnana. Það er mikil vinna í kringum grjónin, hráefnið þarf að vera bláferskt og allt þarf að skera vandlega niður. Ef fólk gerir sushi heima hjá sér þá er það áhugamál því ekki er hægt að vera óþolin- móður í sushi-gerð.“ Það er hægt að fá fleira í Sushi- smiðjunni en hefðbundið sushi. „Við erum bæði með grænmetis- og sjávarrétta-sushi og síðan blandaða bakka. Það er líka hægt að fá fiskisúpu og japanskar núðl- ur, við seljum einnig japanskar vörur sem tengjast sushi,“ segir Stefanía og gefur lesendum upp- skrift að miso-súpu með skelfiski.  SOÐNINGIN | Sushismiðjan er við smábátahöfnina í Reykjavík Sushi við sjóinn Morgunblaðið/Kristinn Stefanía, Josue og einn starfsmaður þeirra fyrir utan Sushismiðjuna. Í verbúð við Reykjavíkurhöfn geta gestir og gangandi keypt sér sushi, sest á bryggjusporðinn og borðað þetta japanska fæði við íslenskan sjó. Ingveldur Geirsdóttir gæddi sér á girnilegu sushi meðan hún spurði Stefaníu Ingvarsdóttur hjá Sushismiðjunni út í tilurð þessa staðar. Sushismiðjan er opin allan ársins hring frá mánudegi til laugardags frá kl. 11.30 til 19. www.sushismidjan.is Í Japan er sushi bæði mat- ur og list því útlit og sam- setning bitanna skiptir jafn miklu máli og bragðið. ingveldur@mbl.is Miso-súpa með skelfiski 4 msk. miso 1 ltr. dashi-soð (hægt að fá tilb. kraft í sérverslunum) 20 skeljar af blönduðum skel- fiski t.d. kræklingi og kúfskel 1 msk. þurrk. vakame-þari 2 vorlaukar salt Setjið miso-ið í pott með dashi-soðinu, vakame-þaranum og skeljunum. Leyfið suðunni að koma rólega upp og skimið ofan af ef þarf. Setjið lokið á pottinn, takið af hellunni og lát- ið standa í 2–3 mín. eða þar til skeljarnar opnast. Hendið þeim sem ekki opnast. Setjið súpuna í skálar og stráið söx- uðum vorlauk yfir hverja skál. Saltið ef þarf. Daglegtlíf júlí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.