Morgunblaðið - 14.07.2006, Side 22

Morgunblaðið - 14.07.2006, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING GRÓTTA á Seltjarnarnesi aftengist höfuð- borgarsvæðinu með reglulegu millibili þegar flæðir yfir grandann sem tengir hana við land- ið. Á þessum tanga hafa fimm listamenn unnið undanfarin misseri, í flóði jafnt sem fjöru, að sýningu sem ber yfirskriftina Eiland og verð- ur opnuð á morgun klukkan 15. Listamenn- irnir Hrafnkell Sigurðsson, Ásdís Sif Gunnars- dóttir, Friðrik Örn Hjaltested, Ragnar Kjartansson og Haraldur Jónsson leggja und- ir sig gervalla Gróttu en sýningin teygir sig yf- ir allan tangann, meðfram fjörunni, inn og upp í vitann og í fræðisetrið. Í tilkynningu stendur að „Eiland er ekki land heldur hugmynd, listaverk, gjörningur. Hópur listamanna leggur undir sig Gróttu, stofnar nýlendur með list sinni og skipuleggur byggð eins og var í Gróttu fyrir Básendaflóðin 1788“. Ennfremur stendur að Eiland „birtir okkur einangrun, limbo eða millibilsástand, merkingarþrungin augnablik, að tilheyra og slitna frá“. Viðfangsefni listamannanna tengj- ast öll sambandi manneskju og hafs á ein- hvern hátt en flestar hugmyndirnar fæddust á sýningarstaðnum sjálfum. Framtíðarskipbrot við vitann Við göngustíginn sem liggur að fræðasetr- inu blakta fjórir fánar í mismunandi litum og veita gestum formlegan inngang að Eilandi. Fánarnir eru verk Ásdísar Sifjar Gunnars- dóttur og tengjast þeir öðrum verkum hennar á sýningunni sem eru annars vegar vídeóverk og ljósmyndir í vitanum og hins vegar skúlp- túr sem er að finna í kringum fræðasetrið og í fjörunni. Heildarverkið heitir „Skipbrot úr framtíðinni“ en þar er blandað saman æv- intýri, vísindaskáldskap og ógnarmætti nátt- úrunnar. Skúlptúrinn samanstendur af dul- arfullum hlutum sem liggja á víð og dreif eins og ummerki um skipbrot og hægt verður að skoða þessa hluti úr mikilli hæð í gegnum kíki. Vídeóverkið og ljósmyndirnar í vitanum sýna síðan mjög fantasíukennda mynd af því sem átti sér stað og olli skipbrotinu. Ofar í vitanum hanga átta ljósmyndir af ís- lenskum vitum eftir Friðrik Örn Hjaltested, annars vegar af Gróttuvita og svo af öðrum vitum í nágrenni Reykjavíkur. Vitar landsins hafa átt allan hug listamannsins á undanförn- um misserum og hefur hann farið í fjölmarga leiðangra meðfram endilöngum ströndum og annesjum Íslands og gist í fjölmörgum vitum. Friðrik stundar þessa leiðangra á veturna og myndar vitana nánast eingöngu í skjóli nætur en við það næst afar framandi og nánast óver- aldleg sýn á viðfangsefnið. Afrakstur þessara leiðangra Friðriks verður sýndur í fyrsta skipti á Eilandi en þessi verk eru hluti af stærra verki eftir listamanninn sem er skrá- setning íslenskra vita í heild sinni og ber yfir- skriftina „Brennið þið vitar!“ Ljósmyndirnar á sýningunni í Eilandi eru húðaðar þykkri glæru sem gefur myndunum sérstaka dýpt og áferð. Spurður um ástæðu viðfangsefnisins segist Friðrik ávallt hafa verið heillaður af könnunarleiðöngrum, turnum og sívölum tækniundrum frá því hann las Tinnabókin Myrkur í Mánafjöllum og Ævintýri Tom Swift. Ofnæmi og hafið Þáttur Haraldar Jónssonar í Eilandi saman- stendur af þremur innsetningum sem tengjast saman á ólíkan hátt en í þeim skoðar hann samband manns og umhverfis eða öllu heldur bilið sem myndast á milli umhverfis og skynj- unar líkamans. Í fjörunni við Gróttu hefur Haraldur komið fyrir hljóðverkinu „Útburður“ sem er eins konar hljóðsetning á stunum, dæsum, væli og ópum íslensku þjóðarsálarinnar en þessi sálar- óp eru sprottin af ákveðnu samviskubiti sem fylgt hefur þjóðinni alla tíð. Og í skjalasafni vitans á Gróttu heyrist í ungum dreng fara í gegnum allan tilfinningaskalann, þ.e. hann les upp öll möguleg orð, sem tákna einhvers kon- ar tilfinningu, í stafrófsröð. Þetta er hljóð- verkið Herbergi og vísar titillinn í afmarkað rúm tilfinninganna. Þriðja innsetning Haraldar er í kjallara fræðasetursins og heitir Ofnæmisteikningar. Það felur í sér ýmiss konar leiki með orðið „of- næmi“, á bæði jákvæðan og neikvæðan máta, ýmist sem fráhrindandi virkni eða aðlaðandi. Verkið samanstendur af fjölmörgum inn- römmuðum teikningum sem hafa á sér mislit- aðar glærur og bregst hver teikning ólíkt við litunum, ekki ósvipað og líkaminn við ofnæm- ispróf. Glærurnar eru gjarnan tvær til þrjár á hverri teikningu og ná skil þeirra mishátt upp á myndina og minna á vissan hátt á mismun- andi stöðu sjávarmáls. Myndirnar eru í beinni samræðu við rannsóknarstofu fræðasetursins sem er í sama rými. Á hæðinni fyrir ofan rannsóknarstofuna gefur að líta um þrjú hundruð tilbrigði af haf- inu á jafnmörgum teikningum á pappír eftir Ragnar Kjartansson sem þekja veggina. Í teikningunum segist hann hafa erft línu afa síns, Ragnars Kjartanssonar, sem gerði mikið af vatnslitamyndum af hafinu og fjölmarga skúlptúra í minningu um drukknaða sjómenn. Verkið felur í sér ótal vísanir bæði í íslenska þjóðmenningu og listasögu og segir Ragnar að hann sé að vissu leyti að gera teikningu af teikningu enda jafnklassískt viðfangsefni vandfundið. Að sama skapi er hafið ótæmandi yrkisefni en í því er dauði, rómantík, myrkur, kuldi, eilífð og allir líkamsvessar mannsins svo fátt eitt sé nefnt. „Síðan er hafið líka mjög erótískt fyrir- bæri,“ segir Ragnar og máli sínu til stuðnings bendir hann á vísuna „Hafið bláa hafið“ sem hann segir að sé besta klámvísa sem samin hefur verið á Íslandi. Huglíkamar Fyrir ofan hafið hans Ragnars eru verbúð- irnar hans Hrafnkels Sigurðssonar. Þar hanga sex ljósmyndir af blautum og skítugum sjó- stökkum, birtingarmyndir ímyndaðra líkama sjómanna, og hráleiki rýmisins ýtir undir ver- búðarstemninguna. Ljósmyndirnar eru hálf- afstrakt en áhorfandinn greinir ekki undir eins líkamana heldur rennur myndefnið út í al- rautt óhlutbundið verk. Líkamarnir eru því ekki beint sýnilegir en þeir eru samt mjög ná- lægir og taka á sig mynd í huga áhorfandans „Ég er að reyna að framkalla nærveru þessara sjómanna sem hafa verið hérna. Manni verður hugsað til þessara manna sem endurfæðast á vissan hátt í gegnum þessi verk,“ segir Hrafn- kell. Lega loftsins minnir einnig á bát á hvolfi og rímar því einkar vel við hafið á neðri hæð- inni. Sjóstakkarnir átta henta líka vel í einn át- tæring, bát sem róið er með átta árum, en Hrafnkell bendir á að níundi maður hafi yfir- leitt verið með á áttæringi. Kannski hann bæt- ist við. Þrautseigja sjómannanna í verbúðunum kallast á við annars konar þrautseigju sem er að finna í öðru verki Hrafnkels á sýningu Ei- land. Það er á túninu fyrir framan húsið og er óður til allra litríku ævintýranna í íslenska sumrinu. Útihátíð er lokið og tjöldin liggja yfirgefin á víð og dreif, nema eitt. Innan úr þessu tjaldi heyrist kliður og muldur karl- manna. Gleðinni skal haldið áfram. „Það er ákveðin eyðilegging og dauði sem vofir yfir útihátíð sem er búin. En dauðinn verður ekki algjör því að hjartað slær ennþá í þessu eina tjaldi,“ segir Hrafnkell. Sýningin Eiland verður sem fyrr segir opn- uð á morgun klukkan 15 og stendur fram yfir menningarnótt 20. ágúst. Sýningartímar verða eftir flóðatöflu sem hægt verður að fylgjast með á vefsíðunni www.eiland.is. Boðið verður upp á ýmiss konar atburði utan sýningarinnar sjálfrar og má þar nefna kvöldtónleika, ljóða- lestur og sitt hvað fleira. Myndlist | Fimm listamenn taka þátt í sýningunni Eiland sem verður opnuð í Gróttu á morgun Andríkið í Eilandi Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Listamennirnir sem sýna í Gróttu. Frá vinstri: Hrafnkell, Friðrik, Haraldur, Ásdís og Ragnar. SUMARTÓNLEIKARÖÐIN í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í ár hófst á þriðjudagskvöldið með tón- list eftir Mozart. Það var við hæfi; Mozart á 250 ára afmæli í ár og hann er spilaður bókstaflega alls staðar. Sumir hafa stunið undan því og full- yrt að hann eigi það ekki skilið, verk- in hans séu formúlukennd og ófrum- leg, jafnvel ekkert merkilegri en hver önnur lágmenningartónlist. Ég er ekki sammála; vissulega var Moz- art enginn byltingarmaður á sviði tónlistar, en sumt sem hann samdi var þó talsvert á undan sinni samtíð. Tónlistin eftir Mozart er óvenju haganlega samansett. Það kemur vel fram í kvikmyndinni Amadeus, sér- staklega í lokin þegar óvinurinn Sali- eri er að skrifa niður hluta af Sálu- messu Mozarts eftir fyrirmælum tónskáldsins. Mismunandi radd- hópum er raðað saman af þvílíkri snilld að Salieri getur ekki annað en dáðst að þótt hann hati Mozart á laun. Tónlist Mozarts er með því erfið- asta sem maður spilar. Efniviðurinn sem hann smíðaði verk sín úr er samt ótrúlega einfaldur; stefin eru samansett úr einum brotnum hljóm, hálfum tónstiga, eða kannski bara agnarlítilli hendingu sem er endur- tekin nokkrum sinnum, eins og í upphafinu að fertugustu sinfóníunni. Músíkin er því svo fáguð og tær að minnstu misfellur í flutningi heyrast greinilega. Að gera slíkri tónlist við- unandi skil krefst gríðarlegrar menntunar, fullkominnar sjálf- stjórnar og öryggis. Vissulega var rétta stemningin í verkunum sem þau Freyr og Hlíf Sigurjónsbörn, ásamt Iwonu og Jerzy Andrzejczak, fluttu á tónleik- unum á þriðjudagskvöldið. Engu að síður var fyrsta verkið á efnis- skránni, kvartettinn frægi í D-dúr KV 285, ekki alveg í jafnvægi, ýmis tæknileg atriði hefðu þurft að vera fágaðri og mátti sjálfsagt rekja það til taugaóstyrks. Svipaða sögu er að segja um hin verkin á dagskránni, nema að örygg- ið og yfirvegunin jókst stöðugt eftir því sem á leið. Margt fallegt bar fyr- ir eyru; síðasti kvartettinn, í A dúr KV 298, var t.d. prýðilega fluttur; styrkleikajafnvægið á milli hljóðfær- anna var yfirleitt eins og best verður á kosið og hraðar nótnarunur jafnar og skýrar. Fjörið sem einkennir tón- listina skilaði sér til áheyrenda og því skiptu tæknileg atriði minna máli en ella. Óneitanlega var útkoman skemmtileg. Fjörugur Mozart TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Flautukvartettar KV 285, 285a, 285b og 298 eftir Mozart. Flytjendur voru Freyr Sigurjónsson (flauta), Hlíf Sigurjóns- dóttir (fiðla), Iwona Andrzejczak (víóla) og Jerzy Andrzejczak (selló). Þriðjudagur 11. júlí. Kammertónleikar Jónas Sen RITHÖFUNDURINN Milan Kundera hefur falið réttindaskrifstof- unni Dilia í Prag að verja höfundarrétt sinn eftir að sjóræn- ingjaþýðing af skáld- sögu hans var sett á Netið. Til stendur að kæra þann sem stend- ur fyrir brotinu, að sögn Friðriks Rafns- sonar þýðanda verka Kunderas hér á landi. Forsaga málsins er sú að óprúttinn náungi tók sig til og þýddi í leyfisleysi skáldsöguna L’Identité og setti á síðuna Blogger.com, skv. upplýsingum úr nýjasta hefti Time. Þaðan gat fólk halað niður ólögleg- um eintökum af sögunni. Blogger.com er í eigu fyrirtækis- ins Google og var kvörtun lögð fram yfir því að leyfislausa útgáfan væri á síðum þess. Útgáfan var fjarlægð, en til stendur að fylgja málinu enn frekar eftir. Friðrik þýddi m.a. umrædda bók sem ber heitið Óljós mörk á ís- lensku, en hann segir þetta vera „prinsippmál og gróft brot á höfund- arrétti“. Hann telur að líklega séu tvö önnur verka Kunderas í dreif- ingu með sama hætti, Óbærilegur léttleiki tilverunnar og Ódauðleik- inn. Kalhæðnislegt í ljósi fortíðarinnar Tæpast þarf að taka það fram að Kundera var mjög ósáttur við þýð- inguna, sem er sögð afar vond af þeim sem hana hafa lesið. Sumum kann að þykja kaldhæðnislegt að svona er málum komið, þar sem helsta leiðin til að lesa verk Milans Kundera á tímum sovétstjórnar- innar var að notast við ólöglega af- ritun og dreifingu, þar sem verk Kunderas var á bannlista yfirvalda. Það hversu langur tími líður áður en verk hans birtast í Tékklandi kann að skýra af hverju aðdáendur hans í heimalandinu eru farnir að nota ólöglegar afritanir af verkum hans á nýjan leik. Þannig kom til að mynda skáldsagan Óljós mörk út ár- ið 1997 hér á Íslandi, samhliða frönsku útgáfunni, en hún hefur enn ekki birst í Tékklandi í opinberri þýðingu. Kundera vinnur þýðingarnar sjálfur yfir á móðurmálið, en skrifaði síðustu þrjár skáldsögur upphaflega á frönsku. Að sögn Friðriks er Kun- dera mikill nákvæmnismaður og vinnur verkið í samræmi við það. Rithöfundurinn Milan Kundera stendur nú í ströngu vegna ólöglegrar birtingar á einni bóka hans. Brotið á höfundarrétti Milans Kundera

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.