Morgunblaðið - 14.07.2006, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 25
UMRÆÐAN
BROTTFALL úr framhalds-
skólum er viðvarandi og alvar-
legur vandi í skólakerfinu. Á bak
við brottfall 16–18 ára ungmennis
úr skóla eru oft erf-
iðleikar og ráp um
villigötur vímuefn-
anna þó að sjálfsögðu
sé alls ekki svo í öll-
um tilfellum. Allt of
oft er brottfallið hins
vegar merki um að í
óefni og erfiðleika
stefni í lífi unglings.
Merki sem okkur ber
skylda til að taka eft-
ir og bregðast við.
Sérstaklega er
brotfall úr framhalds-
skóla vandamál á
meðal drengja sem
eru mun líklegri en stúlkurnar til
að lenda í ógöngum á borð við
áfengis- og vímuefnaneyslu og
þær hörmungar sem því fylgja oft.
Við þessu þarf að bregðast enda
ætti það að vera undantekning-
arlaus regla að öll börn njóti
fræðslu og formlegarar mennt-
unar til a.m.k. 18 ára aldurs.
Brottfallið er brotalöm í sam-
félagsgerð okkar og hefur ekki
verið tekið nógu alvarlega til
þessa. Sérstaklega af yfirvöldum
menntamála. Þau hafa sofið á
verðinum á meðan einstakir skólar
hafa náð fínum árangri í baráttu
gegn brottfalli. Það þarf hins veg-
ar að ráðast í samræmdar aðgerð-
ir sem hafa að markmiði fræðslu-
skyldu til allra ungmenna upp að
18 ára aldri.
Eyðum brottfalli barna
Hvert ár í skóla er mjög dýr-
mætt á þessum viðkvæma aldri.
Ekki einungis að hver ein-
staklingur er kominn lengra í átt
til þess að hafa sem bakland á
vinnumarkaði formlega menntun
og aukna þekkingu, heldur býr
unglingur í skóla einfaldlega við
meira aðhald og öryggi í lífinu. Er
ólíklegri til að verða vímuefnum
og áfengi að bráð.
Við verðum að gera betur.
Finna leiðir til að bæta mennta-
kerfið okkar. Gera framhaldsskól-
ann að valkosti fyrir öll börn og
unglinga. Til að bæta skólann og
gera að valkosti fyrir alla þarf t.d.
að efla verknámið, listanámið og
starfsmenntunina al-
mennt. Þá þarf að
efla námsráðgjöf í
grunn- og framhalds-
skólum verulega frá
því sem nú er. Það er
grundvallarmál í bar-
áttu gegn brottfalli.
Að vísa börnunum
veginn með ráðgjöf og
að halda utan um þau.
Fjölga möguleikunum
og auka frelsi skól-
anna til sérstöðu
hvers konar. Alls ekki
að stytta námið með
20% niðurskurði eins
og menntamálaráðherra berst fyr-
ir.
Erfitt að snúa aftur
Þessi hópur, ungt fólk sem
hættir snemma í skóla, verð-
skuldar miklu meiri athygli og úr-
ræði af hálfu menntamálayfirvalda
en hann gerir nú eða hefur nokk-
urn tímann gert. Staða þessara
einstaklinga og þeirra sem vilja
hefja skólagöngu aftur eftir hlé er
óviðunandi og hefur sjaldan verið
verri.
Það er einfaldlega erfitt að fá
skólavist og nú þegar stærstu ár-
gangar Íslandssögunnar koma á
framhaldsskólastigið er þeim ein-
faldlega vísað frá sem vilja snúa
aftur til náms eftir hlé.
Þetta er áfellisdómur yfir
menntamálayfirvöldum sem hafa
brugðist því hlutverki að bregðast
við þessu í tíma og tryggja öllum
skólavist í framhaldsskóla sem
þangað vilja sækja.
Þá er skráningakerfi framhalds-
skólanna óviðunandi og ræður oft
undarleg tilviljun því hvar nem-
andi lendir í skóla.
Foreldrar sextán ára drengs
sem féll á samræmdu prófunum
leituðu til mín í vor. Hann fékk
ekki inni í þeim skóla sem hann
sótti um en það fengu hins vegar
vinir hans sem allir vildu vera
samferða áfram. Honum var ætluð
vist í skóla úti á landi.
Þessu fékkst breytt þegar bent
var á en er vitnisburður um ófull-
komið kerfi sem þarf að laga með
það fyrir augum að fyrstu tvö árin
í framhaldsskóla verði beint og
eðlilegt framhald af grunnskóla.
Þar eiga öll börn að vera.
Á brottfall, bætta námsráðgjöf
og eflingu verknáms eiga áherslur
menntamálayfirvalda að vera.
Ekki að stytta nám og skerða
skólana eins og blasir við skól-
unum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur um
árabil veifað því yfir skólakerfinu
að stytta skuli námstíma í fram-
haldsskóla í formi niðurskurðar á
námi um fimmtung. Tvisvar hafa
ráðherrar flokksins verið reknir
heim með afleitar tillögur um
styttinguna og vonandi er sú forn-
eskjulega tímaskekkja fyrir bí og
kemur ekki í þingið fyrir næstu
kosningar.
Stóra verkefnið er að vinna bug
á brottfalli unglinga undir 18 ára
aldri úr framhaldsskólum og efla
um leið fræðslu og forvarnir gegn
fíkniefnum í skólunum.
Fræðsla og forvarnir eru að
auki eina vitlega baráttutækið
gegn neyslu fíkniefna, löglegra og
ólöglegra. Allt helst þetta í hendur
og tengist hvað öðru.
Brottfallið er
brotalöm í skólakerfinu
Björgvin G. Sigurðsson
fjallar um skólakerfið og
brottfall unglinga úr námi ’Stóra verkefnið er aðvinna bug á brottfalli
unglinga undir
18 ára aldri úr
framhaldsskólum og
efla um leið fræðslu
g forvarnir gegn
fíkniefnum
í skólunum. ‘
Björgvin G.
Sigurðsson
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
Í UMRÆÐUNNI um lyfjaverðið
hefur verið haldið fram, að mun-
urinn sé fyrst fremst á svokölluðum
samheitalyfjum. Þau séu svona dýr
vegna vitlausra reglugerða.
Með dæmum má sýna fram á, að
þetta er ekki rétt. Lyfin eru fyrst og
fremst svona dýr
vegna gróðafíknar
þeirra, sem framleiða
þau og selja. Hátt
verð samheitalyfja
þrífst í skjóli ok-
urverðs á frum-
heitalyfjum.
Dæmi 1 – Sér-
íslensk framleiðsla
Fyrir um það bil 20
árum byrjaði ég að
taka inn hjartalyf. Eitt
lyfið var barnamagnýl
til blóðþynningar.
Fyrir nokkrum árum
fékkst ekki lengur
barnamagnýl. Í stað-
inn var komið hjarta-
magnýl! Pakkning af
barnamagnýl kostaði
750 kr. og af hjarta-
magnýli 425 kr. Í
barnamagnýl var 150
mg af virku efni, en 75
mg í hjartamagnýl. Hjartamagnýlið
var sem sagt helmingi veikara en
barnamagnýlið. Barnamagnýli var
pakkað í álbréf og voru 100 töflur í
pakkningu, en hjartamagnýlið 50
stk. í plastboxi. Hjartamagnýl með
helmingi færri töflur í pakkningu og
helmingi minna af virku efni í töflu.
Við verðsamanburð þarf því að
margfalda pakkningu hjartamag-
nýls með 4.
Niðurstaðan er að hjartamagnýl
kostar 4x425 kr. = 1.700 kr., þar
sem barnamagnýl kostaði áður 750
kr. Verðhækkunin við nafnbreyt-
inguna var 127%.
Segi framleiðandinn að pakkning
hjartamagnýls í plastbox sé svona
mikið dýrari, þá er það ekki rétt. Ég
tel mig hafa töluvert vit á pakkn-
ingum og fullyrði að pakkning
hjartamagnýls í plastbox sé marg-
falt ódýrari en pakknig barnamag-
nýls var í álbréf. Auk þess geymast
pillurnar ekki eins vel í plastboxi.
Ég tel einnig vafasamar fullyrð-
ingar um að lyf séu svona dýr vegna
sérframleiðslu á lítinn markað. Með
ýmsum lyfjum fylgir leiðbein-
ingablað á mörgum tungumálum.
Það getur ekki verið svo dýrt að
bæta íslenskunni við.
Dæmi 2 – Innflutt frumheitalyf
Fyrir nokkrum árum gleymdi ég
að taka lyfin mín með í frí til Kanarí.
Ég fór í næsta apótek
og verslaði (án lyfseð-
ils). Lyfin sem ég
keypti voru öll frum-
heitalyf og pakkningar
verðmerktar í evrum af
framleiðanda. Þegar ég
kom heim til Íslands
gat ég gert verðsam-
anburð. Munurinn var
hreint ótrúlegur. Það
skyldi ekki vera að dýr
frumheitalyf á Íslandi
séu skýringin á því
hversu hátt er hægt að
verðleggja sam-
heitalyfin?
Heilbrigðisráðherra
hefur sagt að það borgi
sig fyrir ríkið að kosta
sjúklinga í lyfjakaupa-
leiðangra til Danmerk-
ur. Nú er það svo að
stór hluti ellilífeyr-
isþega leitar sér heilsu-
bótar í sólarlöndum t.d.
á Spáni. Væri ekki athugandi fyrir
ríkið að nýta sér þessar ferðir til
sparnaðar? T.d. með því að greiða til
baka hluta þess sem TR myndi
greiða til baka við kaup á sömu lyfj-
um hér heima.
Dæmi 3 – Nýr innflytjandi
Gleggsta dæmið um okrið, sem
hefur viðgengist, er nýr innflytj-
andi. Nú þegar hann byrjar inn-
flutning ákveðins samheitalyfs, þá
getur risinn á markaðinum allt í
einu lækkað verð á samsvarandi lyfi.
Lækkunin er þeim mun meiri þar
sem hún kemur í kjölfar gengisfell-
ingar krónunnar. Maður veltir fyrir
sér, hvort verðið hefði ekki hækkað
um 25–30% í stað þess að lækka,
hefði ekki komið til ný samkeppni?
Það er sami fnykurinn af þessu og
af Esso, sem lækkaði bensínið bara
á einni stöð í Hafnarfirði, þegar Atl-
antsolía opnaði sína fyrstu stöð þar.
Lyfjaokrið
Sigurður Oddsson fjallar
um lyfjaverð
Sigurður Oddsson
’Lyfin eru fyrstog fremst svona
dýr vegna gróða-
fíknar þeirra,
sem framleiða
þau og selja. ‘
Höfundur er verkfræðingur.