Morgunblaðið - 14.07.2006, Síða 34

Morgunblaðið - 14.07.2006, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hjördís Jóns-dóttir fæddist á Litlu-Vallá á Kjalar- nesi 24. maí 1952. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi þriðjudaginn 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Gréta Magnús- dóttir, f. á Vallá á Kjalarnesi 1930, og Jón Júlíusson, f. í Reykjavík 1927, d. 1983. Systkini Hjör- dísar eru Benedikta, Ágústína, Perla María og Magnús, sem lést sama dag og hún, þ.e. 4. júlí sl. Dóttir Hjördísar er Guðrún Hilmarsdóttir, f. 13. maí 1983. Faðir hennar er Hilmar Pálsson á Selfossi. Hjördís lauk gagnfræðaprófi frá Vogaskóla. Í tíu ár vann hún á Hótel Esju og í rúm tutt- ugu ár sem inn- heimtustjóri hjá eft- irtöldum fyrirtækjum í Reykjavík: Lög- heimtunni, Lög- mönnum Höfða- bakka, E.J. Skúlasyni og Legalis. Útför Hjördísar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. 23. Davíðssálm lærðum við Hjördís 13 ára í Vogaskóla, en við vorum bekkjarsystur í 10 ár, allan barna- og gagnfræðaskólann. Við höfum verið mjög nánar vin- konur frá unglingsárum og hefur aldrei borið skugga á samband okkar. Í áratugi hefur sambandi verið þann- ig að nær undantekningalaust höfum við talað saman á laugardagsmorgn- um og svo oft þess á milli, það var allt- af gaman að ræða málin og aldrei var skortur á umræðuefni. Oft um helgar, þegar Hjördís var að vinna, sendi hún Guðrúnu dóttur sína í pössun til mín í sveitina og kom svo og sótti hana seinnipartinn, þá fannst mér ég græða mikið á því að fá Hjördísi í heimsókn og hún stoppaði oft góða stund. Oft komum við fjölskyldan við hjá þeim mæðgum í Mosfellsbænum, þá voru börnin svo lítil að þau voru að reyna að koma orðum að því hversu gestrisin Hjördís væri, því um leið og við komum voru komnar veitingar á borð og eitthvað sérstakt fyrir börnin, en oft fannst manni nóg um, hún gat aldrei setið og spjallað fyrr en veit- ingar voru komnar á borðið. Eitt það skemmtilegasta sem hún gerði var að halda matarboð og eru þau ansi mörg þar sem hún hringdi og bað um smá aðstoð, en alltaf var hún gestgjafinn, enda var hún farin að skipuleggja það næsta þegar Sólveig vinkona kæmi frá Lúx, þá yrðum við að halda smá boð og „þú hjálpar mér kannski“ sagði Hjördís. Ekki er hægt að minn- ast Hjördísar án þess að tala um mik- inn áhuga hennar á ljóðum, við vorum aðeins unglingar þegar hún las fyrir okkur ljóð eða þuldi upp, því mörg af þeim kunni hún, eftir okkar ástsæl- ustu skáld, s.s. Einar Ben., Stein Steinarr og Davíð Stefánsson. Hjördís var mikið fyrir þennan bjartasta tíma ársins og sagði oft, maður getur ekki eytt þessum tíma ársins í svefn, því nóttin er ung. Það var fyrir nokkrum árum að við vorum saman á Þingvöllum, ég og mín fjöl- skylda og hún, á þessum tíma ársins þegar bjart er allan sólahringinn, Þingvallavatnið spegilslétt, sólin að koma upp, fjöllin spegluðust í vatninu og við sigldum um í rólegheitum alla nóttina til morguns. Oft minntist hún á hvað þessi ferð hefði verið vel heppnuð og margar aðrar skemmti- legar ferðir höfum við farið, þá sein- ustu í september síðastliðinn þegar nær allur vinkonuhópurinn fór saman til Kaupmannahafnar. Mikið á ég eftir að sakna þess að geta ekki ráðfært mig beint við vin- konu mína, en oft höfum við rætt um það sem framundan er þegar við för- um héðan úr þessu tilverustigi. Ég er viss um að vel hefur verið tekið á móti henni og auðveld inngangan eins og hún var heiðarleg, hrein og bein á all- an hátt, ég trúi því að það skipti miklu máli hvernig við breytum í lífinu. Mikið er brotthvarf hennar héðan ótímabært og erfitt er að sætta sig við það, það var nú í apríl þegar síðasta meðferðin var byrjuð að hún sagði við mig að hún ætlaði að vinna sjúkdóm- inn, við ætluðum allar að verða gaml- ar saman í vinkonuhópnum og hún allra kerlinga elst og þá átti að gera margt skemmtilegt saman. Missir einkadótturinnar, móður og allrar fjölskyldunnar er mikill, þar sem Magnús bróðir Hjördísar varð bráðkvaddur þennan sama dag og er það óskiljanlegt hvernig almættið leggur svo mikið á eina fjölskyldu. Bið ég þeim öllum guðs blessunar. Hér eftir, þegar ég skoða fallegu biblíuna sem hún færði mér eitt sinn, á ég ávallt eftir að minnast elskulegr- ar vinkonu minnar. Vertu guði falin. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Höf. ókunnur.) Guðrún Hálfdánardóttir og fjölskylda. Í dag kveðjum við kæra vinkonu sem farin er frá okkur langt um aldur fram, þú sem barðist svo hetjulega, við vorum allar sannfærðar um að þú hefðir betur í baráttunni, svo mikill var baráttuviljinn og dugnaðurinn all- an tímann og aldrei fannst okkur þú vera veik, enda vildir þú sem minnst um það tala og hélst ótrauð áfram. Það er margs að minnast frá fyrstu kynnum í Vogaskóla, nokkrar þekkt- ust áður en barnaskólinn byrjaði og svo gegnum árin stækkaði hópurinn og höfum við verið mjög samrýndar alla tíð síðan, alltaf hist reglulega og þá mikið hlegið og talað saman og hin ýmsu mál krufin til mergjar. Þú varst sú sem flestar leituðu til, hafðir alltaf tíma fyrir alla, hlustaðir vel, varst skynsöm og ráðagóð. Það var ýmislegt brallað í gegnum árin, farið á hin frægu Saltvíkurmót, í útilegur um verslunarmannahelgina, til útlanda, í Glaumbæ, alveg þar til staðurinn brann, þá tók Klúbburinn við og svona mætti lengi upp telja. Ógleymanlegt er sumarið 1970 í Kaupmannahöfn, en þangað fórum við nokkrar að vinna á hótelum í mið- borginni. Þú gerðir oft grín að því að ég og mamma þín hefðum ákveðið ferðina fyrir þig og þú vissir ekki fyrr en þú sast í flugvélinni á leiðinni á vit ævintýranna, og þau urðu mörg þetta sumar. En alltaf var vinnan stunduð vel, þótt mikið væri um skemmtana- hald, var það eingöngu þér að þakka hvað við mættum vel til vinnu. Þú varst dugleg við að drusla sumum fram úr rúminu allt sumarið og hefðu nú margir gefist upp, þú varst svo samviskusöm og vinnusöm. Það má ekki gleyma öllum skipt- unum sem við hittumst í Sólheimun- um, þar var best að vera og mamma þín var alltaf ein af okkur. Þar var rætt um allt, fram og til baka og aldrei gefist upp fyrr en málin voru til lykta leidd. Við studdum og styrktum hvor aðra og gáfum hvor annarri gott að- hald, þær sem dönsuðu aðeins út af línunni voru teknar fyrir og þá gast þú nú ekki leynt vanþóknunarsvipn- um ef þér líkaði ekki hegðun viðkom- andi. Hópurinn stækkaði jafn og þétt, kærastar, eiginmenn og börn bættust í hópinn og allir máttu hlusta á sög- urnar af vinkonuhópnum í gegnum árin og alltaf var jafn gaman að vera saman. Minnistætt er þegar við öll hittumst eina ógleymanlega helgi í ágúst hjá Guðrúnu og Sigurjóni á Ingólfshvoli þar sem við vinkonur, makar og börn áttum góðar stundir saman. Síðasta ferðin okkar saman HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR ✝ Magnús Jóns-son fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1953. Hann varð bráðkvaddur þriðju- daginn 4. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Gréta Magnúsdóttir, f. á Vallá á Kjalarnesi 1930, og Jón Júl- íusson, f. í Reykja- vík 1927, d. 1983. Systur Magnúsar eru Benedikta, Ágústína, Perla María og Hjördís, yngsta systirin, sem lést sama dag og hann, þ.e. 4. júlí. sl. Fyrri kona Magnúsar er Katrín Sofie Hansen en seinni kona hans er Þórdís Kristjáns- dóttir. Börn Magn- úsar eru Jóhann Birgir, Jón Gústaf, María Carmen, Kata Gunnvör, Gréta og Karitas. Börn Þór- dísar eru Hildur Björk, Gunnar Þór og Tinna Karen Gunnarsbörn. Magnús átti fimm barnabörn. Magnús var bú- fræðingur og sér- leyfishafi rútuferða á Kjalarnesi. Síðustu tíu árin vann hann erlendis við jarðgangagerð. Útför Magnúsar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi, ég óska þess að þér líði vel. Ég sakna þín svo sárt að mig verkjar í hjartað mitt. Ég mun aldrei gleyma hjartanu þínu. Það var svo gott að liggja á bringunni þinni eftir jólamatinn og hlusta á hjartað þitt slá. Öryggis- tilfinningin var svo mikil að ég sofn- aði alltaf í þínum stóra faðmi. Minn- ing þessi er mér mjög kær, því er ég hugsa um hana þá heldur þú áfram að lifa hjá mér. Ég verð alltaf „litla stelpan hans pabba“ og er stolt af því. Ég get sagt að ég hafi lært mikið í rútuferðunum okkar. Alltaf kom ég með og sat fyrir aftan þig. Og þegar ég lít til baka get ég sagt að hvergi annars staðar hefði ég viljað vera. Mér leið vel í kringum þig og hjá þér. Við fórum á hverjum degi í sund- höllina á milli rútuferða og þar kenndir þú mér að synda. Ég lá á bakinu þínu og hélt um hálsinn þinn og hló mikið. Þetta var svo gaman. Þú hugsaðir vel um mig pabbi, þetta er mikið áfall og mikill missir. Ég reyni að vera sterk og horfa á það jákvæða í kringum mig. Það er erfitt og sárt en ég veit að þinn ákveðni svipur styrkir mig í að vera ég sjálf og gera mitt besta betra. Þú varst og munt alltaf vera sterkur, ákveðinn og vitur maður, og þannig vil ég líka vera. Þú ert svo stór hluti af mér og nú þegar ég veit að þú ert ekki á meðal okkar þá finnst mér allt svo tómlegt. Erfiðir tímar styrkja mann og þessi erfiði tími á eftir að gera mig sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég elska þig pabbi og aldrei mun ég gleyma þér. Við munum hittast í draumum mínum, það væri gott að spjalla aðeins við þig og taka utan um þig. Hvíldu í friði. Þín dóttir Gréta. Elsku pabbi. Í dag kveð ég þig og bið englana að passa þig. Þó að kynni okkar hafi verið alltof lítil mun ég sakna þess að enginn pabbi hringir frá Svíþjóð lengur til að stríða mér. En minningin um það að hvíla höf- uð mitt á brjósti þér og orðin þín, „viltu koma og hlusta á hjarta mitt slá“, lifa með mér nú þegar þú ert farinn inn í annan heim. Þín Karítas. Fallinn er frá góðvinur og sveit- ungi Magnús á Gili, langt fyrir aldur fram. Hugur okkar leitar 30 ár aftur í tímann er við kynntumst honum fyrst. Hann var áhugasamur um hvað við krakkarnir vorum að gera og var formaður Ungmennafélags Kjalnesinga um skeið. Magnús hafði einnig mikinn áhuga á framfaramál- um í sveitinni þar sem hann átti djúpar rætur. Hann var fyrsti formaður Sjálf- stæðisfélags Kjalnesinga. Góður vinskapur var með Magga og Jóni föður okkar sem var oddviti Kjalarneshrepps um árabil. Margar skemmtilegar ferðir fór- um við saman á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Magnús var gleði- maður eins og hann átti kyn til og það var alltaf gott að koma að Gili til Magnúsar og fjölskyldu. Við vottum fjölskyldu hans samúð okkar og kveðjum þennan vin fjöl- skyldu okkar í Brautarholti með ljóðinu Já, heim skal vitja – eftir Einar Benediktsson en skáldið var í miklu uppáhaldi hjá Magnúsi. Hvað hraðast líður, það lengst af bíður og gleymist síður úr sinni og hug. Þau öfl mig draga til ættarhaga með sólskins daga og fanna flug. Ég fel í djúpi og dularböndum með kuldans hjúpi þá heitu glóð. Í öðrum löndum með ljóði og spili þeim sólaryli ég sendi óð. Blessuð sé minning Magnúsar Jónssonar. Björn og Kristinn Gylfi, Brautarholti. MAGNÚS JÓNSSON Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINGRÍMUR KOLBEINSSON, Miðstræti 22, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju laugar- daginn 15. júlí kl. 11.00. Hjördís Arnfinnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN ÓLAFSDÓTTIR, Suðurtúni 3, Keflavík, andaðist miðvikudaginn 12. júlí á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Ólafur Marteinsson, Margrét Jóna Guðjónsdóttir, Anna Kristín Marteinsdóttir, Goði Sveinsson, Þorsteinn Marteinsson, Maríanna Einarsdóttir, Bryndís Marteinsdóttir, Indriði Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- faðir, RUNÓLFUR GÍSLASON frá Hvanneyri, Brekastíg 26, Vestmannaeyjum, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 9. júlí, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 15. júlí kl. 18.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Beinvernd, sími 897 3119. Margo Renner, Sóley Margrét Runólfsdóttir, Lokesh Garg, Andri Hugo Runólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.