Morgunblaðið - 14.07.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.07.2006, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Arnheiður ErlaSigurjónsdóttir fæddist í Reykjavík 4. desember 1950. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 4. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Anna Margrét Ólafsdótt- ir, húsmóðir frá Akranesi, f. 27. júlí 1914, d. 9. júlí 1986, og Sigurjón Guð- mundsson, múrara- meistari frá Miðdal í Kjós, f. 15. júní 1907, d. 26. jan- úar 1958. Systkini Arnheiðar eru: 1) Sigrún bankastarfsmaður, f. 12. maí 1938, börn hennar eru Ólafur Þór, f. 1961, Anna Berglind, f. 1965, d. 1991, Sigurjón, f. 1966, og Elín, f. 1971. 2) Sveinn múrara- frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1970 og hóf nám við Hjúkr- unarskóla Íslands árið 1973 þaðan sem hún lauk prófi í desember ár- ið 1976. Arnheiður starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Landakots- spítala í Reykjavík frá 1977–1983, á geðdeild Landspítalans 1983– 88, á lyflækningadeild Landakots- spítala frá 1988–1990 og á geð- deild Landspítalans, Kleppi, frá 1990–2006. Arnheiður dvaldi frá sjö ára aldri hjá föðursystur sinni Rósu Guðmundsdóttur, f. 1921, og manni hennar Pétri Jónssyni, f. 1917, d. 1979, í Geirshlíð í Flóka- dal í Borgarfirði þar til hún flutti, ellefu ára gömul, til fósturfor- eldra sinna, Sigrúnar Sigurjóns- dóttur (systur Arnheiðar) og manns hennar Jóhannesar Árna- sonar Sturlaugssonar, sýslu- manns á Patreksfirði og í Stykk- ishólmi, f. 20. apríl 1935, d. 30. apríl 1989. Útför Arnheiðar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. meistari, f. 23. júlí 1939, börn hans eru Ólafur Ármann, f. 1968, og Kolbrún Anna, f. 1975. 3) Guð- björg píanóleikari, f. 21. desember 1946, börn hennar eru Inga Þórey Jóhanns- dóttir, f. 1966, og Sigurjón Bergþór Daðason, f. 1984. Dóttir Arnheiðar og Gunnars Bjarna- sonar jarðfræðings, f. 13. desember 1951, er Heiðrún kennari, f. 19. nóvem- ber 1974, gift Ágústi Vali Guð- mundssyni flugvirkja, f. 6. febr- úar 1973. börn þeirra eru Nína Björg, f. 12. apríl 2004, og Rakel Anna, f. 21. febrúar 2006. Arnheiður lauk stúdentsprófi Ég hefi haldið inn í sóllönd, á hárra guða vit. Ég hef hlustað gegnum fjöllin á hvítra vængja þyt. Ég hef drukkið lífsins angan sem döggin sinn lit, og draumar mínir hafa fengið regnbogans glit. (Baldur Ólafsson.) Það var fagur morgunn 4. desem- ber 1950. Ég kom skokkandi heim úr skólanum. Þegar ég opnaði dyrnar mætti ég lækni. Ljósmóðirin var enn á staðnum. Ég hafði eignast litla systur á meðan ég var í skólanum. Pabbi var í eldhúsinu og ég fór strax að hjálpa honum að elda mat fyrir hana Þórdísi ljósmóður. Hún hafði fjórum árum áður, einnig í desem- ber, tekið á móti Guggu systur og þekktum við hana vel. Við vorum mjög spennt systkinin og Gugga bauðst strax til að lána henni Pétur Pan, fallega myndabók sem Baldur frændi hafði gefið henni. Við sögðum seinna í gríni systkinin að þetta hefði orðið til þess að Adda var alla tíð hinn mesti lestrarhestur. En sorgin vitjaði Öddu snemma, hún átti heilsulausa móður og missti föður sinn aðeins 7 ára gömul. Adda fór þá til Rósu föðursystur sinnar í Geirshlíð í Flókadal og dvaldi þar uns ég gifti mig 1961. 1963 flutti hún með mér til Patreksfjarðar og lauk þar grunnskóla, svo fór hún að Núpi í Dýrafirði í Landspróf. Menntaskól- anum á Akureyri lauk hún 1970. Eft- ir það fór hún í Hjúkrunarskóla Ís- lands og útskrifaðist þaðan 1976. 19. nóvember 1974 eignaðist hún sólargeislann sinn, hana Heiðrúnu Gunnarsdóttur. Það var mikil guðs gjöf. Hafa þær mæðgur alla tíð verið mjög nánar. Nú síðan í desember hefur Adda dvalið á heimili Heiðrún- ar og Ágústs tengdasonar síns, og verið umvafin kærleika og glaðværð litlu barnabarnanna, Nínu Bjargar og Rakelar Önnu. Ég vil svo þakka Öddu systur minni fyrir allar ánægjustundirnar sem við höfum átt saman. Alltaf var jafngaman að ræða við hana um lífið og tilveruna, enda mjög greind og víðlesin. Þegar ég gekk inn í morgunsins töfraða land, höfðu hlutirnir öðlazt nýja, ókunna fegurð. Og þó var rósin rauð og liljan hvít sem í gær, og vatnið hljómkviða í bláu. „Hvert er undur – undur hlutanna?“ spurði ég vatn, rós og lilju. „Við erum fegurð – fegurð þinnar sálar í landi augnabliksins í dag“, svaraði vatn, rós og lilja. (Baldur Ólafsson.) Sigrún Sigurjónsdóttir (Rúna systir). Í snauðum heimi ég hlusta á löngum vökum og heyri þyt af snöggum vængjatökum. Minn engill hefur lyft sér ljóss í veldi, þar líður aldrei dagur guðs að kveldi. En ég er mold og mæni í heiðin blá, á meðan stundaglasið sandkorn á. (Einar Benediktsson) Elskuleg móðursystir mín, Adda, fékk að kveðja 4. júlí sl. eftir langa og hetjulega baráttu. Adda var alltaf miklu meira en móðursystir, hún ólst upp hjá foreldrum mínum frá 11 ára aldri og var þar af leiðandi eins og stóra systir systkina minna, þeirra Óla, Önnu og Sigurjóns, en meira eins og önnur mamma mín þar sem ég er miklu nær dóttur hennar í aldri. Mínar fyrstu minningar tengjast Öddu og Heiðrúnu. Ég var 3ja ára þegar Heiðrún kom í heiminn og fyr- ir mér voru þær eitt. Adda hló oft að því hvað ég var frek á Heiðrúnu strax í vöggu, hún var mín. Ari vinur minn átti lítinn bróður og loksins átti ég litla Heiðrúnu og Ari fékk ekki svo mikið sem að kíkja í vögguna hennar. Sumarið 1980 fluttu Adda og Heiðrún vestur til Patreksfjarðar og bjuggu hjá okkur í kjallaranum í Að- alstræti 55 í eitt ár. Þetta ár er mér sérstaklega minnisstætt. Adda var að vinna á sýsluskrifstofunni og ég og Heiðrún, þá 6 og 9 ára, gátum leikið saman öllum stundum. Adda hafði einstaka nærveru, það var allt- af svo gott að vera í kringum hana, hún var svo þolinmóð, gjafmild og góð. Adda var einstaklega minnug og sagði svo skemmtilega frá. Á þessum tíma vorum við Heiðrún allt- af að biðja hana um að segja okkur sögur, frá því hún var lítil, frá því mamma, Svenni og Gugga voru lítil og auðvitað sögur af okkur sjálfum litlum og systkinum mínum. Adda og bækur voru eitt, hún var alltaf að lesa, á íslensku, ensku og dönsku, og ef hún hafði ekki lesið einhverja bók, þá var hún örugglega á næst á dagskrá. Adda las líka fyrir okkur, þ.e. hún var vön að lesa fyrir Heiðrúnu áður en hún fór að sofa og ég man hvað mér fannst þetta mikil forréttindi að mega liggja hjá þeim, 9 ára, og láta lesa fyrir mig líka. Í júní 1985 fórum við mamma, Adda og Heiðrún saman í ógleym- anlegt sumarfrí til Þýskalands og enn í dag rifjum við þessa ferð upp reglulega. Þar var mikið hlegið, eins og þær myndir sem tókust bera með sér. Alltaf var jafngott að koma til Öddu, hún átti alltaf tíma fyrir mann, var alltaf tilbúin að spjalla og hlusta. Ég á mikið eftir að sakna þessara samverustunda okkar. Veturinn 2001 kynnist Heiðrún eiginmanni sínum, Ágústi Val, og Adda gat ekki verið ánægðari með tengdasoninn enda varð strax gott samband þeirra á milli. Síðan komu sólargeislarnir tveir í heiminn, fyrst Nína Björg og svo Rakel Anna. Adda bjó síðasta misserið hjá Heiðrúnu og Ágústi og naut þess að geta verið með litlu stelpurnar í kringum sig. Elsku Heiðrún mín, ég samhryggist þér svo mikið og ég veit að hún verð- ur alltaf hjá þér og fylgist með ykkur öllum. Mikið á ég eftir að sakna þín elsku Adda mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elín. Yndisleg og góð vinkona til margra ára var hún Adda. Við kynntumst fyrir rúmlegri hálfri öld, og er sá vinskapur búinn að vera okkur mjög góður. Við vorum ekki háar í loftinu þegar við fórum að leika okkur saman á Hraunteignum, hoppandi og skoppandi um túnin, og svo þegar við dvöldum nokkur sum- ur í Hvammi, það var yndislegur tími, við vorum óaðskiljanlegar. En svo varðst þú að fara í aðra sveit. Þá komu tárin, en þú sagðir að við yrð- um að vera duglegar að skrifa bréf og þau voru mörg bréfin sem fóru á milli okkar, elsku vinkona. Svo fórstu á Patró til Rúnu og enn vorum við aðskildar en ég fékk að koma í heimsókn og þá með Guggu, sem var mér alltaf svo góð. En þú komst aft- ur og það var eins og þú hefðir aldrei farið. Lífið hélt áfram, við báðar orðnar mæður, þú orðin hjúkrunarfræðing- ur sem átti svo vel við þig. Við héld- um áfram að hittast og nú síðast yfir kaffibolla með Guggu heima hjá þér og Heiðrúnu í Rjúpnasölum. Það var yndislegur dagur, rifjaðar upp gaml- ar minningar, sem ég mun geyma í hjarta mínu um yndislega vinkonu og það voru mín forréttindi að hafa átt þig sem vinkonu í öll þessi ár. Tárin laumast eitt og eitt en geta því liðna ekki breytt, því það sem góður Guð vil taka fáum við aldrei aftur til baka. Kaldur og dimmur dagurinn er rétt eins og tilfinningin inni í mér, óstjórnleg er sorgin mín ég á eftir að sakna þín. (Höf. ók.) Elsku Heiðrún, Ágúst, Nína, Rak- el, Rúna, Svenni, Gugga og aðrir ást- vinir, megi Guð vaka yfir ykkur og styrkja. Þín vinkona, Emilía. Núna ertu farin elsku vinkona. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þú varst alltaf svo einstaklega góð og um- hyggjusöm kona og sást alltaf björtu hliðarnar og það besta sem í mönn- um bjó. Mér leið svo vel í nærveru þinni. Þú hafðir lag á að láta mig verða glaðari þegar eitthvað skemmtilegt gerðist og láta mér líða betur þegar á móti blés. Þú varst svo skemmtileg þegar þú varst að segja frá liðnum stundum. Þú mundir allt- af svo vel öll smáatriði. Mikið var ég glöð þegar þú, Dísa og Kidda komuð að heimsækja okk- ur Bob til Boston síðastliðið haust. Og að þú hefðir þrek til að taka þátt í öllu sem við gerðum. Ég mun aldrei gleyma góðu stundunum okkar, hlátrinum, sögunum og ævintýrun- um sem við áttum saman. Og svo stundunum þegar alvarlegri mál bar á góma. Ég bið góðan Guð að styrkja Heið- rúnu dóttur þína og fjölskyldu henn- ar og alla þínu nánustu ættingja og vini. Guð geymi þig. Anna Magnúsdóttir Tomolillo. Hún Adda er horfin yfir móðuna miklu, aðeins 55 ára gömul. Á slíkum tímamótum reikar hugurinn til baka til þess tíma er við áttum saman, ungar stúlkur með óráðna framtíð. Ég kynntist Öddu haustið 1966 þegar við hófum nám við Mennta- skólann á Akureyri. Við vorum að- eins 15 ára og bjuggum á heimavist- inni. Krakkarnir á vistinni áttu það sameiginlegt að vera fjarri nánustu fjölskyldu, en við slíkar aðstæður myndast sterk vinabönd sem ekki slitna þó leiðir skilji. Adda var í mín- um ,,systrahópi“. Oftast vorum við fleiri saman, en stundum sátum við Adda bara tvær saman yfir kaffibolla á Teríunni og veltum fyrir okkur líf- inu og tilverunni. Bakgrunnur Öddu var gjörólíkur mínum. Ég kom úr stórri, dæmigerðri bændafjölskyldu og þekkti varla annað fjölskyldu- mynstur. Adda hafði hins vegar misst föður sinn þegar hún var átta ára og móðir hennar átti við erfið veikindi að stríða. Adda bjó því hjá systur sinni á Patreksfirði og átti þar sitt skjól. Adda var í eðli sínu hæg og hljóðlát og ekki mikið fyrir að láta á sér bera. Hún tók samt fullan þátt í selskapnum á kvennaganginum sem fólst gjarna í að safnast saman við gítarspil og söng, en Adda var afar söngvin. Saman lentum við stelpurn- ar líka í ýmsum ævintýrum og Adda lét ekki sitt eftir liggja í vatnsslag við strákana á vistinni. Einhvern tíma gekk hamagangurinn það langt að þríeykið, Adda, ég og Borga, varð að sæta þeirri refsingu að stíga ekki fæti inn á strákagang í heilan mánuð. Adda tók líka af heilum hug þátt í uppreisn kvennaliðsins sem ákvað að dvelja utan vistarinnar heila nótt, en slíkt braut í bága við allar reglur. Við Adda bættum svo gráu ofan á svart með því að láta draga okkur inn um glugga á gamla skólanum og kría þar út gistingu á loftinu. Er fram liðu stundir skildu leiðir. Ég eyddi allmörgum árum við nám erlendis og Adda valdi hjúkrunar- fræðinám hér heima. Fundum okkar bar þó saman öðru hverju og ég hef ætíð fylgst með lífshlaupi hennar. Í nokkur ár hefur Adda barist við erf- iðan sjúkdóm sem á endanum hafði sigur. Það er ef til vill kaldhæðni ör- laganna að í dag þegar Adda er borin til grafar þá er ég á leið á ráðstefnu erlendis til að flytja þar erindi um reynslu kvenna af því að lifa með krabbamein. Síðustu mánuði lífs síns var Adda til heimilis hjá dóttur sinni og tengdasyni, en hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast tvö barnabörn og upplifa ömmuhlut- verkið. Ég votta fjölskyldu Öddu mína dýpstu samúð. Guðrún Pálmadóttir (Didda). Ég vil minnast Arnheiðar Erlu Sigurjónsdóttur sem lést 4. júlí síð- astliðinn eftir langvarandi veikindi. Fráfall hennar kom ekki á óvart, en reyndist þungbært öllum þeim sem hana þekktu. Arnheiður var mér mjög náin í barnæsku, þar sem hún bjó lengi, ásamt Heiðrúnu dóttur sinni, undir sama þaki og ég. Síðar bauð hún mér heim til sín í rausnarlegar heimsókn- ir sem ég gleymi seint. Ég missti því miður þetta mikla samband við hana á unglingsárunum, en á nær allar mínar minningar úr bernsku. Þær eru því ekki eins heillegar og þær sem margir ættingjar okkar og vinir halda eftir. Þó eru þær skýrar og rista djúpt. Því birtist hún mér alltaf ljóslifandi þegar sagðar eru sögur af henni, sem létta af okkur sorginni í kjölfarið á þessu ótímabæra andláti. Áhrifin sem þær mæðgur höfðu á uppeldi mitt vega þungt, en Arnheið- ur var mér sem önnur móðir, þau mörgu ár sem þær bjuggu með okk- ur. Þá var Heiðrún mér einnig innan handar, hvort sem henni líkaði betur eða verr. Ég dvaldi oft lengi hjá þeim, en það var mikil reisn yfir þeim heimsóknum, sem áður sagði. Ungur aldur minn ræður senni- lega miklu um það hve sterkar taugar ég ræktaði á þessum sam- verustundum. Það fann ég glögglega þegar ég kvaddi hana í kistulagning- unni og áttaði mig þá fyrst hvað það ber í för með sér þegar einhver fellur frá. Takk fyrir allar okkar stundir, Adda, og hvíldu í friði. Sigurjón Bergþór Daðason. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Elsku Adda frænka. Það er vart hægt að hugsa sér hjartahlýrri manneskju en þú varst. Í erfiðum veikindum þínum, sýndir þú styrk þinn. Minning þín lifir. Ástvinir munu þér aldrei gleyma meðan ævisól þeirra skín. Þú horfin ert burtu til betri heima blessuð sé minning þín. (Theodór Einarsson) Elsku Heiðrún,Ágúst og dætur Sigrún, Gugga og Svenni. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ester, Ragnhildur og Sylvía. Kær vinkona, hún Adda, er fallin frá eftir erfið veikindi. Við leiðarlok rifja ég upp kynni okkar. Þau hófust við nám í Hjúkrunarskóla Íslands þegar við ungar stúlkur vorum í hjúkrunarnámi. Síðan hafa leiðir okkar oft legið saman í leik og starfi. Adda starfaði alltaf við hjúkrun og sinnti starfi sínu af mikilli fag- mennsku. Síðustu árin vann hún á Kleppsspítala og var skjólstæðing- um sínum mikil stoð og stytta. Adda var róleg og dagfarsprúð, afskaplega ákveðin og góður og traustur vinur. Lífið fór ekki alltaf mildum höndum um hana, en hún tók öllu sem að höndum bar með jafnaðargeði og festu. Hún var greind og víðlesin og hafði unun af að hlusta á góða tónlist. Það var gaman að spjalla við hana og hægt að ræða um allt milli himins og jarðar. Hún hafði ákveðnar skoðanir á málum en hafði þann hæfileika að geta virt skoðanir annarra og hún kunni þá list að hlusta. Adda eignaðist eina dóttur, Heið- rúnu, sem varð henni mikil lífsfyll- ing. Heiðrún er gift Ágústi Guð- mundssyni og eiga þau tvær dætur sem voru sannkallaðir sólargeislar ömmu sinnar. Það var einstakt að fylgjast með því kærleiksríka sam- bandi sem var milli Öddu og þess- arar litlu fjölskyldu. Þau önnuðust hana af mikilli alúð í veikindum hennar. Hún bjó hjá þeim síðustu mánuðina sem hún lifði og naut mjög samveru við þau og barnabörnin. Ég kveð góða vinkonu með sökn- uði og þakklæti fyrir trausta og góða vináttu. Elsku Heiðrún, Ágúst og aðrir ástvinir Öddu missir ykkar er mikill en minning um góða og trausta konu lifir með okkur öllum. Kolbrún Sigurðardóttir. Er býst ég einn til ferðar með ferjunni yfir sundið fátæklega búinn af jörð í hinstu för Það helsta sem má greina er hugsjónanna pundið og hugur góðra vina mun bæta framlífskjör (Steingrímur Davíðsson) Við Adda kynntumst fyrir rúm- lega 30 árum þegar við hófum nám í hjúkrunarfræði. Það var mín gæfa að eignast vináttu hennar. Adda var hæglát í fasi og sterkur persónuleiki. Hún var vel lesin og vel heima á mörgum sviðum. Hún fylgdist vel með þjóðfélagsmálum og hafði ríka réttlætiskennd. Eitt af aðalsmerkj- um hennar var hversu auðvelt hún ARNHEIÐUR ERLA SIGURJÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.