Morgunblaðið - 14.07.2006, Page 44

Morgunblaðið - 14.07.2006, Page 44
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG ÆTLA Í GÖNGUTÚR MEÐ HVUTTA! EKKI GLEYMA AÐ TAKA KYNDILINN MEÐ EG VISSI EKKI AÐ HUNDAR GÆTU VERIÐ MYRK- FÆLNIR! HOBBES ERTU VAKANDI? AUÐVITAÐ! HELDURÐU AÐ JÓLA- SVEINNINN KOMI? VEIT ÞAÐ EKKI, EN KLUKKAN ER EKKI SVO MARGT ER ÞETTA HANN? ÉG HELD ÞAÐ! HANN ER AÐ SEGJA EITTHVAÐ FARI ÞAÐ GRÁBÖLVAÐ! EKKI HAFA SVONA HÁTT, ELSKAN ÉG HELD AÐ VIÐ ÞURFUM AÐ FINNA AÐRA DÖMU HANDA MARKÚSI... ...MAMMA HANS ER OF GÖMUL TIL AÐ KOMA MEÐ HONUM Í PARTÝ ÞÓ EINHVER HAFI SPÁÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ FENGIR AÐ HALDA FYRIRLESTUR Á RÁÐSTEFNU, ÞÁ ER ALLS EKKI VÍST AÐ ÞAÐ GERIST ÞAÐ VÆRI BARNALEGT AÐ TAKA OF MIKIÐ MARK Á SLÍKU UM AÐ GERA AÐ VERA BJARTSÝN AUÐVIT- AÐ EKKI HVÍ ERTU ÞÁ AÐ ATHUGA TÖLVUPÓSTINN ÞINN Á 5 MÍNÚTNA FRESTI? VERTU ALVEG RÓLEG, VEFURINN BJARGAR OKKUR SVO ÞARF ÉG AÐ GERA UPP VIÐ KRAVEN! HANN ER HORFINN! ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ER MIKILVÆGT AÐ ALLIR LEIK- MENN HLUSTI Á FYRIRLIÐANN OG GERI ALLT SEM HANN SEGIR OG ÞAÐ MUN ÉG GERA Í ÁR! FARÐU ÞÁ ÚT Á KANT OG ÆFÐU ÞIG Í AÐ GRÍPA LANGA BOLTA, SVO... ÚT Á KANT!?! ÉG SKAL STANDA MEÐ ÞÉR SAMA HVAÐ GERIST! Dagbók Í dag er föstudagur 14. júlí, 195. dagur ársins 2006 Víkverji las sér tilfróðleiks á netinu skýrslu svokallaðrar starfsnámsnefndar um nýjan framhalds- skóla. Skýrslan er hin merkilegasta og margar góðar tillögur í henni. Hún er hins vegar líka merkileg fyrir þær sakir að nefnd á vegum sjálfs menntamálaráðuneyt- isins lætur frá sér fara alls konar stór- furðulega orðaleppa og stofnanamál, sem vonandi kemur aldrei fyrir augu ungmenna, sem sam- kvæmt tillögum nefndarinnar munu læra íslenzku sem kjarnafag. x x x Nefndin virðist óskaplega upp-tekin af því – sem flestum þykir nú sennilega sjálfsagt – að þegar námi er lokið, tekur eitthvað annað við. Þess vegna finnst nefndinni að allt nám í framhaldsskóla eigi að vera „viðtökumiðað“. Þegar fólk er búið með framhaldsskólanám fer það ýmist út á vinnumarkaðinn eða í háskóla. Þetta eru einmitt „við- tökuaðilar“ framhaldsskólanema. Einhverra hluta vegna virðast nefndarmenn líka mjög hrifnir af stórum stöfum í upphafi orða. Þeir kalla nefndina sína t.d. alltaf Starfs- námsnefnd og tönnl- ast sífellt á því að nú eigi að fara að búa til Nýjan framhalds- skóla. x x x Með orðskrípum ogútlenzkri staf- setningu af þessu tagi er hægt að búa til svona dásamlega lipr- ar málsgreinar: „Nám í Nýjum framhaldsskóla verður mjög mismunandi að lengd eftir eðli og innihaldi náms og því lokamark- miði sem stefnt er að. Námið er viðtökumiðað í samræmi við kröfur viðtökuaðila, atvinnulífs eða há- skóla, lokamarkmið náms, og þarfir nemandans.“ x x x Nefndin nær tindi hins hreina ogskiljanlega íslenzka máls þegar hún leggur til að útnefnd verði sér- stök „vinnustaðafyrirtæki“. Þetta orð hlýtur að eiga að greina þessi fyrirtæki frá öðrum, sem eru ekki vinnustaðir. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is     Gróður | Náttúrulækningafélag Reykjavíkur efnir til grasaferðar fyrir fé- lagsmenn í dag, 14. júlí kl. 18, í umsjón Ásthildar Einarsdóttur, grasalæknis og fegrunarsérfræðings. Í lok tínslunnar verður boðið upp á jurtate og hollt meðlæti. Áætlað er að ferðin taki um 2 klst. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Ásthildi í síma 565 6133 og 692 8151. Frítt fyrir félagsmenn og börn. Framvísa þarf félagsskírteini NLFR. Morgunblaðið/ÞÖK Grasaferð NLFR MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Jesús segir við hann: „Þú trúir af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir sem hafa ekki séð og trúa þó.“ (Jóh. 20.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.