Morgunblaðið - 16.07.2006, Side 1

Morgunblaðið - 16.07.2006, Side 1
Í framlínu tækninnar Örn Jóhannsson skrifstofustjóri kveður Morgunblaðið eftir um 50 ára starf | 16 Tímarit og Atvinna í dag Tímarit | Hann vildi bara teikna  Gengið á lifandi vatni  Egg, blöðrur og Balenciaga Atvinna | Erfiðir yfirmenn  Réttar og rangar aðferðir við lygar 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 STOFNAÐ 1913 191. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is „HUGMYNDIN kom upp þegar við vorum að spjalla saman. Kannski út af þessari of- gnótt sem maður hefur hérna, maður á allt og er orðinn þátttakandi í lífsgæðakapp- hlaupinu hér á Íslandi. Við vorum sammála um að við hefðum löngun til að gefa með okkur,“ segir Margrét Þóra Einarsdóttir um söfnun sem hún vinnur að að koma á laggirnar ásamt Guðrúnu Blöndal, frænku sinni. Afrakstur söfnunar- innar verður notaður til að byggja upp og reka heimili fyrir heimilislaus börn, fatlaða og lang- veika sem presturinn fað- ir Andre rekur í Mapútó, höfuðborg Mósambík í suðurhluta Afríku. Landið hefur átt sér- stakan sess í huga Mar- grétar síðan hún bjó þar í eitt ár og starfaði við þróunaraðstoð. Marta Einarsdóttir, systir hennar, vinnur nú í Mapútó hjá Þró- unarsamvinnustofnun Íslands. „Það er sérstaklega gaman að styrkja verkefni sem maður hefur kost á að fylgjast með. Sú tilfinning að maður skipti máli og breyti einhverju er sterkari þegar þetta er svona áþreifanlegt,“ segir Margrét Þóra. „Viljann til að hjálpa virðist ekki skorta hjá fólki hér á landi, heldur vantar einstaklings- framtakið. Það þarf ekki formleg samtök til að safna fé og það eiga ekki allir kost á því að fara til Afríku að hjálpa. Það þarf ein- faldlega að taka af skarið og láta ekki við það sitja að tala um að hjálpa.“ Fjáröflun fyrir söfnunina verður með ýmsum hætti. Í lok ágúst verður haldinn flóamarkaður í tengslum við Akureyr- arvöku á Akureyri. Skátafélagið Klakkur aðstoðar við að safna munum sem fólk vill gefa til málefnisins og leggur til aðstöðu fyrir flóamarkaðinn. Áhugasömum um söfnunina er bent á heimasíðuna www.123.is/gott. | 10–11 Veita aðstoð í Mósambík ENDURGANGSETNING fyrstu tveggja ker- anna af þeim 160 sem tekin voru úr notkun í kerskála 3 í álveri Alcan í Straumsvík fyrir tæp- um fjórum vikum fór fram í gærmorgun. Stefnt var að því að gangsetja þriðja kerið síðdegis. Rekstri keranna var hætt í kjölfar straum- leysis í skálanum. „Þetta var mikið tjón og það hefur verið mikil vinna að koma þessu í lag aft- ur,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Ís- aðist upp í það að sprenging varð vegna yf- irspennu á mælaspennunum. „Þessu má líkja við það þegar vindur nær sömu tíðni og brú, en þannig hafa margar brýrnar eyðilagst gegnum tíðina. Við erum ánægð með þessa niðurstöðu, hún er mjög fræðileg og rökstyður það að við tókum réttar ákvarðanir þessa nótt er rekstri keranna var hætt,“ segir Rannveig. landi. Varð straumleysið í kjölfar rafmagnsbil- unar í aðveitustöð kerskálans. Eftir bilunina var skipaður sérstakur hópur sérfræðinga í há- spennuverkfræði til að rannsaka orsakir henn- ar. Hópurinn hefur skilað niðurstöðu og að sögn Rannveigar er orsök bilunarinnar fyrirbæri í rafmagnsverkfræði sem svipar til eigin tíðni í eðlisfræði. Eigin tíðni myndaðist í spennunum sjálfum og straumrásunum á bak við og magn- Morgunblaðið/Kristinn Þrjú ker í kerskála 3 gangsett á ný ÞÚSUNDIR slökkviliðsmanna berj- ast nú við skógarelda í Suður-Kali- forníu í Bandaríkjunum þar sem tveir eldar runnu í gær saman í eitt rosabál. Yfir þrjátíu þúsund hektar- ar skóglendis hafa orðið eldinum að bráð auk hundraða húsa og hafa níu slökkviliðsmenn og tveir borgarar slasast. Á myndinni sést flugvél á vegum slökkviliðsins varpa eldvarn- arefni á jörðina til að koma böndum á eldana. Aðstæður hafa verið með verra móti undanfarna daga, þurr- og hvassviðri hefur gert slökkviliðs- mönnum erfiðara fyrir og lýsti Arn- old Schwarzenegger, ríkisstjóri, yfir neyðarástandi í suðurhluta ríkisins á fimmtudag. AP Barist við skógar- elda í Kaliforníu FUNDUR átta helstu iðnríkja heims hófst í Pétursborg í Rússlandi í dag og verða orkumál, lýðræði og ástandið í Mið-Austurlöndum ofar- lega á baugi á fundinum. Búist er við sameiginlegri yfirlýsingu frá leiðtog- um ríkjanna um átökin milli Ísraela og Hizbollah-samtakanna sem héldu áfram í gær. George W. Bush og Vladímír Pút- ín áttu fund í gærmorgun þar sem meðal annars var farið yfir inngöngu Rússlands í Heimsviðskiptastofn- unina (WTO) og átökin milli Ísraela og Hizbollah. Leiðtogarnir lýstu yfir áhyggjum sínum af átökunum og sögðu mikilvægt að þeim lyki en áherslur þeirra voru þó ólíkar. Bush sagði að Hizbollah-samtökin hefðu átt upptökin að átökunum en Pútín var gagnrýnni á viðbrögð Ísr- aelsmanna og sagði mikilvægt að gæta hófs í valdbeitingu. Ekki náðist niðurstaða í viðræðum þjóðanna um inngöngu Rússa í Heimsviðskiptastofnunina en Rúss- ar hafa lengi þrýst á um inngöngu og þurfa til þess stuðning Bandaríkja- manna. Ekki var gefið upp hvað bæri í milli en tekið fram að vel hefði mið- að í viðræðunum. Þá lýstu leiðtog- arnir því yfir að þeir myndu vinna saman í baráttunni gegn því að kjarnorkuvopn kæmust í hendur hryðjuverkamanna en fram kom að þeir teldu að mesta ógn sem steðjaði að heimsbyggðinni í dag væri árás með kjarnorku-, efna- eða sýkla- vopnum. Bush og Pútín ræddu einn- ig stöðu lýðræðis í Rússlandi og sagði Bush mikilvægt að huga að málum eins og hlutverki sjálfstæðra fjölmiðla í Rússlandi og að horfa mætti til Íraks sem fyrirmyndar í þeim efnum. Pútín greip þetta á lofti og sagði Rússa ekki hafa áhuga á að fá samskonar lýðræði og Írakar hafa. „Þetta segi ég ykkur í fullri ein- lægni,“ sagði Pútín og uppskar hlát- ur viðstaddra á fréttamannafundi. Átökin milli Ísraela og Hizbollah- samtakanna héldu áfram í gær. Ísr- aelskar herþotur skutu á brýr og ol- íutanka og að minnsta kosti tólf líb- anskir borgarar féllu í loftárásum á bílalest sem var á flótta frá þorpinu Marwaheen nærri landamærum Ísr- aels og Líbanons. Þá greindi sjón- varpsstöð Hizbollah, Al Manar, frá því að þrír hefðu látist í Beeka-daln- um í Líbanon eftir árásir Ísraela. Einn Ísraeli er látinn og þriggja er saknað eftir árás Hizbollah á ísr- aelskt herskip á föstudaginn. Lýsa yfir áhyggjum af átökunum í Líbanon Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Vladímír Pútín og George W. Bush ræddu m.a. aðild Rússa að WTO.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.