Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KERIN GANGSETT Á NÝ Tvö ker í kerskála 3 í álverinu í Straumsvík voru sett í gang í gær- morgun og stefnt var að gangsetn- ingu þess þriðja síðar í gær. Þá var unnið að forhitun þriggja kera til viðbótar. Rekstri keranna var hætt fyrir fjórum vikum í kjölfar raf- magnsleysis í skálanum. Færri farþegar í Strætó Farþegum með Strætó fækkaði á fyrstu sex mánuðum þessa árs mið- að við sama tíma í fyrra. Fækkunin nemur 1,4% en fyrirtækið setti sér það markmið í fyrra að auka veru- lega við hlutdeild sína í ferðum á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti á Þingvöllum? Tveir silfurpeningar sem fundust á bökkum Öxarár á Þingvöllum styrkja að mati myntfræðings þá söguskoðun að viðskipti hafi verið stunduð á Þingvöllum áður fyrr. Peningarnir sem fundust eru norsk- ir og frá tímabilinu 1065–1080. Lífshætta í göngum Þegar vörubílar keyra inn í Hval- fjarðargöngin með of háan farm get- ur skapast lífshætta, að sögn örygg- isfulltrúa Spalar. Í síðustu viku komu upp sex tilvik þar sem vörubíl- ar með of háan farm rákust upp í öryggisslár við gangamunnana. Fundur G8 hefst í dag Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims koma saman í St. Pétursborg í Rússlandi í dag til fundar. Orkumál, lýðræði og ástandið í Mið-Austur- löndum og sérstaklega Líbanon verða ofarlega á baugi á fundinum. Átök héldu áfram í Líbanon í gær og féllu líbanskar borgarar í árásum ísraelska hersins. Rússar enn utan WTO Í aðdraganda fundar átta helstu iðnríkjanna hafa George W. Bush og Vladímír Pútín átt í viðræðum, þar sem meðal annars hefur verið farið yfir aðild Rússlands að Heimsvið- skiptastofnuninni. Ekki náðist niðurstaða í viðræðunum en Rússar þurfa á stuðningi Bandaríkjamanna að halda til að fá inngöngu í stofn- unina. Skógareldar í Kaliforníu Yfir þrjátíu þúsund hektarar skóglendis hafa orðið skógareldum í Suður-Kaliforníu að bráð. Auk skóg- lendis hefur eldurinn náð til hundr- aða húsa á svæðinu. Þúsundir slökkviliðsmanna vinna við að ráða niðurlögum eldsins en aðstæður hafa verið erfiðar að undanförnu. Y f i r l i t Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is LÍFSHÆTTA getur skapast þegar vörubílar með of háan farm fara inn í Hvalfjarðargöngin, að sögn Marinós Tryggvasonar öryggisfulltrúa Spalar, rekstraraðila ganganna. Í síðustu viku hafa komið upp sex tilvik þar sem vörubifreiðar með allt of há- an farm hafa rekist upp í öryggisslár sem eru í gangamunnunum. Nú síðast á föstudaginn rakst grafa, sem var ver- ið að flytja með vörubifreið, í öryggisslána með þeim afleiðingum að glussi sprautaðist um göngin og loka þurfti þeim algjörlega og síðar að hluta til á meðan glussinn var þrifinn upp. Marinó segir að þetta hafi verið í sjötta skiptið á innan við viku sem þetta hafi gerst og hafi lög- reglan mælt farminn fimm metra háan, en há- markshæð í göngunum er 4,20 metrar skv. umferð- arlögum. Marinó sagði að dæmum sem þessum hefði fjölgað verulega að undanförnu: „Jú, þetta hefur í gegnum tíðina alltaf verið til staðar en eftir að fjölmiðlar fjölluðu um þetta fyrir 3–4 vikum, þá minnkaði þetta. En síðan kom þessi holskefla í síð- ustu viku.“ Spurður um skaðabótaskyldu bílstjóranna vegna tekjutaps Spalar sagði Marinó það ekki hafa verið kannað en beint tjón á göngunum sjálfum vegna slíkra atvika væri bætt af tryggingafélögum öku- tækjanna. Hinsvegar sagði Marinó sektarviðurlög vera of lág við brotum sem þessum: „Dómsmála- ráðuneytið ætti að hækka refsingu, það er nú til- fellið að um leið og þetta fer að koma við skjóðuna hjá þér og þú þarft að greiða fyrir svona, þá ferðu að hugsa öðruvísi.“ Engar hæðarmælingar eru fyrir ökutæki áður en þau aka af stað í gegnum göngin, en sunnanmegin er vog fyrir vörubíla. Marinó sagði að það væri ekki hlutverk Spalar að setja upp t.d. hæðarhlið áður en farið væri inn í göngin, til að mæla hæð, það væri hlutverk yfirvalda. Vildi hann brýna það fyrir mönnum hve mikil hætta gæti skapast ef farið væri með of háan farm í göngin: „Þetta er dauðans al- vara ef farmur fer í slárnar. Ef farmurinn fer af eða slárnar á götuna eða í aðra vegfarendur.“ Lífshætta skapast sé ekið með of háan farm í göngin Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is FJALLAHLAUPARAR í Lauga- vegarhlaupinu voru ræstir kl. 9 í gærmorgun í Landmannalaugum og þurfti því ekki að grípa til þess að fresta hlaupinu vegna veðurs eins og óttast var um tíma. Í gærmorgun var mikil rigning, en um það leyti sem hlaupararnir lögðu af stað stytti upp. Kalt var í veðri þegar hlaup- ararnir, sem voru um hundrað og fimmtíu talsins, hlupu af stað í rign- ingu og sunnangjólu. Þátttakendur koma frá tólf lönd- um, en alls eru 87 Íslendingar skráð- ir til keppni og 63 frá öðrum löndum. Bretar eru í miklum meirihluta er- lendra þátttakenda eða alls 30 en einnig eru margir Þjóðverjar skráð- ir til keppni eða 14 talsins. Hlaupararnir eiga að leggja að baki Laugaveginn svonefnda, sem er hin vinsæla gönguleið milli Land- mannalauga og Þórsmerkur, ríflega fimmtíu kílómetra leið. Einn hlaupari hætti við á síðustu stundu, tók upp tjald sitt á föstu- dagskvöld og yfirgaf staðinn með þeim orðum að honum litist ekkert á veðrið, sem þá var vissulega leiðin- legt. En daginn eftir skánaði veðrið aðeins og tókst því að hefja hlaupið á tilsettum tíma. Var búist við að hlaupararnir færu að skila sér niður í Þórsmörk fram eftir degi í gær, en besta tíma í hlaupinu á Bandaríkja- maðurinn Charles Hubbard sem hljóp vegalengdina á 4 klukkustund- um og ríflega 39 mínútum árið 2001. Venjulegur þátttakandi má hins veg- ar búast við því að hlaupa Laugaveg- inn á enda á um sex tímum. Í fyrra hlupu hundrað og þrjátíu manns í Laugavegarhlaupinu og var það met. Má ljóst vera að það met hefur verið slegið í gær. Fjallahlauparar ræstir í rigningu og gjólu í Landmannalaugum Ljósmynd/Aron Guðmundsson Þeir létu veðrið ekki á sig fá þessir hraustu hlauparar sem lögðu upp í Laugavegarhlaupið kl. 9 í gærmorgun. Hundrað og fimm- tíu manns hlaupa Laugaveginn „ÆTLUNIN er að Miklatúnið gangi í endurnýjun lífdaga og verði að þeim stað sem fjöldi fólks hefur óskað sér í mörg ár. Það er á besta stað í borg- inni og er hægt að nýta miklu betur. Túnið ætti að vera vin fyrir borgar- búa sem þar gætu notið lífsins með fjölskyldunni,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkur, um tillögu um endur- hönnun Miklatúns sem samþykkt var á fundi umhverfisráðs. Umhverfissviði er með tillögunni falið að ýta úr vör vinnu við endur- hönnun Miklatúns. Mælst er til þess að við hönnunina verði tekið tillit til fyrri tillagna um hönnun og útlit túns- ins auk þess sem haft verði samráð við hagsmunaaðila á svæðinu. „Ekki liggur fyrir hvernig nýtingu Miklatúns verður háttað nákvæm- lega en við sjáum til dæmis fyrir okk- ur að gott samstarf náist við Kjar- valsstaði um að nýta túnið og nágrenni safnsins betur,“ að sögn Gísla Marteins. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að samráð verði haft við skipulags- og byggingarsvið vegna deiliskipu- lags á svæðinu og fyrirhugaðra breytinga á um- ferð um Miklubraut. „Gagngerar breytingar verða gerðar á svæðinu og tengjast þær framkvæmdum við Miklubraut. Verið er að skoða það alvarlega hvort setja má Miklubrautina í stokk á móts við Miklatúnið. Túnið verður enn betur í sveit sett með bættu aðgengi, auk þess sem umferðin um hraðbrautina mun ekki streyma fram hjá með þeim hávaða og ónæði sem af henni getur hlotist,“ segir Gísli Marteinn. Miklatún í end- urnýjun lífdaga Gísli Marteinn Baldursson Í dag Sigmund 8 Hugvekja 36 Fréttaskýring 8 Myndasögur 42 Sjónspegill 21 Dagbók 42/45 Menning 22/23 Víkverji 42 Hugsað upphátt 23 Staður og stund 44 Forystugrein 26 Leikhús 45 Reykjavíkurbréf 26 Bíó 46/49 Umræðan 24/33 Sjónvarp 50 Bréf 33 Staksteinar 51 Minningar 36/39 Veður 51 * * *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.