Morgunblaðið - 16.07.2006, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MEÐ samningnum sem Ann Ve-
neman, framkvæmdastjóri Barna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNI-
CEF), og Valgerður Sverrisdóttir
utanríkisráðherra skrifuðu undir á
föstudag er Ísland orðið eitt af 37
löndum víðsvegar um heim sem taka
þátt í fjáröflun UNICEF til hjálpar
börnum heims.
Veneman segir í samtali við Morg-
unblaðið að starfsemi UNICEF-
landsnefndar Íslands hafi farið mjög
vel af stað og nefnir til að mynda að
framlag Íslendinga hafi sexfaldast
milli áranna 2004–5 og að framlögin
hafa enn aukist nú árið 2006.
„Landsnefndin hér hefur náð mjög
góðum árangri við kynningu UNI-
CEF hérlendis á stuttum tíma.
Stofnunin beinir þó auðvitað ekki
kastljósinu að sjálfri sér heldur að
þurfandi börnum sem ekki hafa að-
gang að hreinu vatni, heilsugæslu né
menntun. Íslendingar hafa sýnt á
þessum skamma tíma að þeir eru
viljugir til að taka virkan þátt í
hjálparstarfi Barnahjálpar Samein-
uðu þljóðanna.“
Aðstæður barna hafa batnað
Aðspurð segir Veneman aðstæður
barna í heiminum í heild vera að
batna. „Sumum löndum fer þó aftur
og þróunin er hvergi nægilega skil-
virk. Fleiri börn ganga í skóla nú en
áður en þó eru enn 115 milljónir
barna sem ekki hafa aðgang að
menntun. Færri börn deyja úr sjúk-
dómum sem auðveldlega er hægt að
koma í veg fyrir en þó eru enn 10,5
milljónir barna undir 5 ára aldri sem
deyja úr sjúkdómum árlega. Alnæmi
er auðvitað eitt stærsta vandamálið
og í sumum löndum hamlar alnæmi
framþróun þar sem foreldrar, kenn-
arar og heilbrigðisstarfsmenn deyja
úr sjúkdómnum. Önnur lönd, til að
mynda Súdan og Kongó, hafa búið
við áralangt stríðsástand og börnin í
þeim löndum líða ótrúlegar hörm-
ungar. Sumstaðar virðist okkur því
fara aftur þótt aðstæður barna hafi
batnað í heild.“
Venemann bendir á að enn sé
gríðarmikið starf fyrir höndum og
að mikilvægt sé að líta á hvert land
fyrir sig. „Í hverju tilfelli þarf að
finna hvar skórinn kreppir til að
geta komið fram með raunhæfar
leiðir að úrbótum. Tvö fjölmennustu
ríki heims eru mjög mikilvæg í þessu
sambandi, Kína og Indland. Kína er
betur statt, nánast öll börn þar
ganga í skóla og barnadauði hefur
minnkað. Indland er verr sett, fjöl-
mörg börn eru án skólagöngu, fá-
tækt er gífurleg og barnadauði er
með því mesta sem gerist í heim-
inum þrátt fyrir að i landinu sé nú
mikill hagvöxtur. Vandamálið er að
það er aðeins lítill hluti Indverja sem
hagnast á hagvextinum en mjög stór
hluti býr enn við mikla fátækt. Sum
lönd eru því á réttri braut á meðan
önnur standa í stað eða jafnvel fer
aftur. Því er ekki hægt að beita
sömu aðferðum og lausnum í öllum
löndum.“
Þurfum að halda
einbeitingunni
Venemann segir þúsaldarmark-
mið Sameinuðu þjóðanna vera mik-
ilvægt leiðarljós fyrir ríki heims.
„Markmiðin, 8 talsins, snerta öll
börn og ef okkur tekst að vinna að
þeim munu lífsgæði barna batna
verulegu. Alnæmi, malaría og aðrir
sjúkdómar eru til að mynda land-
lægir í mörgum löndum og fjölmörg
börn deyja vegna skorts á meðferð
og bóluefni. Eitt þúsaldarmarkmiða
Sameinuðu þjóðanna er einmitt að
berjast gegn þessum sjúkdómum og
öðrum.
Ein stærsta áskorun heimsins í
dag að ná þúsaldarmarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna og halda ein-
beitingu okkar hvað það varðar. Ef
okkur tekst að vinna markvisst að
þessum markmiðum mun það hafa
afar mikla þýðingu bæði fyrir börn
sem búa við óviðunandi aðstæður
sem og fullorðna. Við megum alls
ekki missa sjónar á því sem skiptir
máli.“
Veneman segir að huga þurfi að
heildaruppbyggingu þeirra sam-
félaga sem verið sé að aðstoða. „Við
verðum að tryggja að árangur sem
næst með afmörkuðum verkefnum
sé studdur á öðrum sviðum. Það
nægir til að mynda ekki að byggja
skóla ef börnin hafa ekki aðgang að
vatni. Við verðum að skoða sam-
félögin í heild sinni. Ekki er hægt að
segja að einn málaflokkur sé mik-
ilvægastur. Allir málaflokkarnir eru
jafn mikilvægir og ekkert eitt verk-
efni mun gera kraftaverk. Til að
stuðla að bættu lífi fólks þarf að
huga að öllum hliðum málsins.“
Náttúruhamfarir ógna
Undanfarin ár hafa nátt-
úruhamfarir komið illa niður á börn-
um víðsvegar um heiminn og aðstoð
við þessi börn er eitt af mikilvæg-
ustu verkefnum Unicef. „Um 40–
45% af fjármagni fara í að hjálpa
börnum sem hafa mátt þola nátt-
úruhamfarir eða stríðsátök. Börn
hafa mikla þörf fyrir aðstoð í kjölfar
náttúruhamfara og það sem við
leggjum áherslu á er að koma lífi
þeirra sem fyrst í því sem næst samt
horf. Við endurbyggjum skóla og
stuðlum að því að sem flest börn séu
bólusett til að sporna við útbreiðslu
smitsjúkdóma. Í kjölfar nátt-
úruhamfara eru börn einnig í sér-
stakri hættu á að vera misnotuð á
einn eða annan hátt. Þau hafa oft
orðið viðskila við ættingja sína og
auðvelt er að smygla þeim til og frá
löndum til þrælkunar. Eitt af því
sem Unicef hefur því lagt áherslu á
er að hindra flæði barna frá svæðum
sem hafa orðið fyrir barðinu á nátt-
úruhamförum. Unicef hefur hjálpað
til við að skrá börn og koma þeim í
samband við ættingja sína.“
Kynlífsþrælkun
ekki staðbundinn vandi
Annað mikilvægt málefni hjá Uni-
cef er að koma í veg fyrir kynlífs-
þrælkun barna. Veneman segir
einkar mikilvægt að ríkisstjórnir
heims vinni saman að þeim mála-
flokki. „Þetta er vandamál sem er
ekki staðbundið heldur snertir fjöl-
mörg ríki með beinum hætti. Það er
mjög mikilvægt að koma á sam-
ræmdum aðgerðum og lagasetningu.
Lögin þurfa að vera skýr til að hægt
sé að taka á kynlífsþrælkun barna á
skilvirkan hátt og lögreglan og rík-
isstjórnir þurfa að vera viljugar að
framfylgja lögunum. Unicef hefur
stuðlað að því að börnum sem eru
fórnarlömb kynlífsþrælkunar er
komið aftur til síns heima til fjöl-
skyldu sinnar. Í sumum tilfellum eru
það þó foreldrarnir sem hafa, vegna
sárrar neyðar fjölskyldunnar, selt
börnin. Þá þarf að leita annarra
ráða. Við þurfum einnig að stöðva
eftirspurnina eftir vændi barna því
hvar sem eftirspurnin er til staðar
mun framboðið einnig skapast.“
Þekktir einstaklingar hjálpa
En hver er framtíð hjálparstarfs í
heiminum í dag? Er ungt fólk viljugt
til að leggja sitt af mörkum? „Mér
sýnist ungt fólk á Vesturlöndum
mjög viljugt að taka þátt í hjálp-
arstarfi. Þetta hefur að mínu mati
breyst á sl. 5–10 árum. Nýúskrifaðir
menntaskólanemar eru tilbúnari nú
en áður til að leggja starfinu lið.
Fjölmiðlar hafa einnig hjálpað til
með því að vekja athygli almennings
á neyð fólks um allan heim.
Margir hafa einnig sýnt gott for-
dæmi, til að mynda Bill Gates og
Bono. Þessir einstaklingar og marg-
ir fleiri hafa vakið athygli á hjálp-
arstarfi og vakið áhuga ungs fólks á
Vesturlöndum á að láta gott af sér
leiða. Það að slíkir einstaklingar taki
þátt í hjálparstarfi af lífi og sál er, að
ég tel, tiltölulega nýtt fyrirbæri og
svo sannarlega af hinu góða. Þetta
hefur vakið almenning til umhugs-
unar.“
Augu fyrirtækja opnast
Veneman segist einnig binda von-
ir við að stærri fyrirtæki átti sig á
því hversu gott það gerir heims-
byggðinni að fjárfesta í þróun-
arlöndum heims. Ekki aðeins í
mennta- og heilbrigðiskerfum heims
heldur einnig með því að skapa störf
fyrir fólk og tækifæri fyrir það til að
lifa góðu lífi. „Ég trúi þvi að fé-
lagsleg ábyrgðartilfinning almenn-
ings og fyrirtækja sé að vaxa. Í sum-
um löndum er viðkvæðið það að
framlag til hjálparstarfs eigi að vera
á könnu ríkisstjórnarinnar, en til að
mynda í Bandaríkjunum og, að því
er ég tel, á Íslandi tekur almenn-
ingur virkan þátt í fjáröflun til hjálp-
arstarfs. Ólík menning ríkja á því
mikinn þátt í því hversu viljug al-
menningur og fyrirtæki eru til að
taka virkan þátt í hjálparstarfi.“
Venemann ítrekar að lokum mik-
ilvægi framlags Íslendinga. „Ég er
mjög þakklát fyrir hlut Íslendinga í
að styðja þurfandi börn um allan
heim. Starfsemi UNICEF hér á Ís-
landi auðveldar landsmönnum að
legga sitt lóð á vogarskálarnar og af
síðustu tveimur árum að dæma nýta
Íslendingar þetta tækifæri vel en
landið er nú með hæst framlög mið-
að við höfðatölu.“
Íslendingar hjálpa börnum í neyð
Ann Veneman, fram-
kvæmdastjóri Barna-
hjálpar Sameinuðu
þjóðanna (UNICEF),
er nú stödd hér á landi
en á föstudag var und-
irritaður samstarfs-
samningur við UNI-
CEF á Íslandi til
frambúðar. Auður
Magndís Leiknisdóttir
ræddi við Veneman um
verkefni UNICEF og
þátt almennings í að-
stoð við bágstödd börn.
Morgunblaðið/Eggert
„Við megum alls ekki missa sjónar á því sem skiptir máli,“ segir Ann Veneman framkvæmdastjóri UNICEF.
TENGLAR
..............................................
www.unicef.is
www.unicef.org
www.un.org/millenniumgoals/
Höfundur er sjálfstætt starfandi
blaðamaður.
Öll aðildarlönd Sameinuðu þjóðanna, 191 talsins, settu sér eftir farandi
markmið árið 2000 og hafa heitið að ná þeim fyrir árið 2015.
Útrýma hungri og fátækt.
Tryggja aðgang allra barna að grunnmenntun.
Stuðla að jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt kvenna.
Lækka dánartíðni barna undir 5 ára aldri.
Vinna að bættri heilsu mæðra.
Berjast gegn eyðni, malaríu og öðrum sjúkdómum.
Vinna að sjálfbærri þróun.
Styðja alþjóðlega samvinnu í þróunarstarfi.
Þúsaldarmarkmið
Sameinuðu þjóðanna
Helgin
öll
á morgun