Morgunblaðið - 16.07.2006, Side 27

Morgunblaðið - 16.07.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 27 Það er hægt að velta því fyrir sér hvar við vær- um á vegi stödd efnahagslega ef svo væri ekki. Gert er ráð fyrir að innan fjögurra ára verði ál- framleiðslan komin í tæplega 800 þúsund tonn og hugsanlega væri hægt að auka hana svo að seint á næsta áratug hefði hún tvöfaldast. Vilj- um við það? Höfum við efni á að hafna þeim möguleika? Þeirri spurningu þarf þjóðin að svara. Hvað mundi það þýða í frekari uppbyggingu virkjana? Það eru yfirgnæfandi líkur á því að Kárahnjúkavirkjun sé síðasta stóra vatnsafls- virkjun sem byggð verður á Íslandi í fyrirsjáan- legri framtíð. Það er hægt að byggja fleiri virkj- anir í Þjórsá en þær yrðu miklu minni en Kárahnjúkavirkjun. Ganga má út frá því sem vísu að það verði ekki frekari framkvæmdir á Þjórsárverasvæðinu en samtals má framleiða um 340 megavött af raforku í Þjórsá til viðbótar við þá framleiðslu sem þar stendur nú yfir án Norðlingaölduveitu. Á Norðausturlandi má hins vegar framleiða um 400 megavött af raforku með byggingu jarð- varmavirkjana. Og talið er að Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja geti sam- anlagt framleitt jafn mikið af orku og viðbót- arvirkjanir Landsvirkjunar í Þjórsá. Hver er afstaða manna til svo víðtækrar upp- byggingar jarðvarmavirkjana og nú stefnir í? Hver er afstaða náttúruverndarsinna til þess? Þessar umræður þurfa að fara fram. Kára- hnjúkavirkjun er að verða að veruleika og því verður ekki breytt. Hins vegar hafa sáralitlar umræður farið fram um jarðvarmavirkjanir. Þegar rætt er við þá sem hafa mestan hluta ævi sinnar unnið að gerð vatnsaflsvirkjana spyrja þeir hvort náttúruverndarsinnar hafi farið upp á Hellisheiði og skoðað hvað þar sé að gerast á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Þeir hinir sömu halda því fram að jarðrask sé ekki minna vegna jarðvarmavirkjana en vegna vatnsaflsvirkjana. Fyrir nokkrum misserum varpaði Morgun- blaðið fram þeirri spurningu hvort aukin áherzla á jarðvarmavirkjanir gæti stuðlað að sáttum á milli virkjanasinna og náttúruvernd- arsinna. Þær umræður þurfa að fara fram. Um- fangsmiklar jarðvarmavirkjanir eru næst á dag- skrá. Ekki frekari stórvirkjanir með vatnsafli. Viljum við fara út í frekari stóriðju en nú er fyrirsjáanleg og viljum við fara út í umfangs- mikla virkjun jarðvarma? Þetta eru spurningar morgundagsins og það er mikilvægt að nátt- úruverndarsinnar láti í sér heyra um það. Það er búið að byggja upp mikil verðmæti á Íslandi með þeim vatnsaflsvirkjunum, sem komnar eru til sögunnar. Til þess að einfalda þá mynd má segja að staldri Landsvirkjun nú við og leggi ekki út í meiri fjárfestingar í nýjum virkjunum verði hægt að lækka orkuverð til allra Íslendinga um þriðjung að áratug liðnum. Þannig væri hægt að færa afraksturinn af virkj- ununum inn á hvert heimili á Íslandi og það munar um minna. Jarðvarminn er þriðja auðlindin Auðvitað má segja að jarðvarminn sé þriðja auðlind okkar Íslend- inga. Það er ekki bara um að ræða fiskinn og orku fallvatnanna. Við höfum þegar nýtt jarðvarmann okkur til hags- bóta en við getum gengið miklu lengra á því sviði. Tækninni hefur fleygt fram og möguleikar okkar til framleiðslu raforku með jarðvarma eru margfalt meiri en fyrir 5–10 árum. Ný bor- tækni hefur m.a. stuðlað að því. Þegar bygging stórvirkjana hófst fyrir rúm- um 40 árum fóru fram töluverðar umræður um þá stefnu. En þeir voru ekki margir sem mæltu með smærri virkjunum. Helzti talsmaður þeirra var Magnús heitinn Kjartansson, ritstjóri Þjóð- viljans og síðar alþingismaður og ráðherra. Ekki var mikill hljómgrunnur fyrir hugmynd- um hans á þeim tíma. Tiltölulega fátæk þjóð sá tækifærin í virkjun fallvatnanna og stóriðju til aukinnar velmegunar. Nú eru aðstæður aðrar. Þjóðin býr við mikla velmegun og hún hefur efni á því að efna til um- ræðna um framtíðina. Í þeim umræðum hljótum við að svara þeim spurningum sem hér hefur verið varpað fram. Og það skiptir miklu máli að sá stóri hluti þjóðarinnar sem nú styður nátt- úruvernd af margvíslegum ástæðum taki þátt í þeim umræðum og jafnvel ákvörðunum. Það er ekki fráleitt í ljósi þeirra umræðna sem hér hafa farið fram síðustu árin að efna til atkvæða- greiðslu meðal þjóðarinnar allrar um grundvall- aratriði varðandi framtíðarstefnumörkun í virkjanamálum. Reynslan af framkvæmd stórvirkjana- og stóriðjustefnu undanfarinna áratuga er sú að yfirleitt hafa hafizt harðar deilur um þær fram- kvæmdir, mismunandi harðar að vísu en sjaldan jafn harðar og nú síðustu árin. Við eigum að læra af þeirri reynslu. Skýr og einföld stefnumörkun og atkvæða- greiðsla meðal þjóðarinnar allrar um þá stefnu- mörkun. Það er lýðræði. Þá þarf ekki að búa við stöðugar deilur um framkvæmd þeirrar stefnu, sem þjóðin sjálf hefur markað, hver og einn ein- staklingur með atkvæði sínu. Þótt hér hafi verið kallað eftir sjónarmiðum náttúruverndarsinna varðandi umfangsmiklar jarðvarmavirkjanir er jafnljóst að stjórnmála- flokkarnir sjálfir þurfa að taka afstöðu til þeirra. Það verður ekkert álver byggt í ná- munda við Húsavík með öðrum hætti og það verður ekkert álver byggt á Suðurnesjum án þess að virkja jarðvarmann. Hver er afstaða flokkanna til þessara mála? Flokkarnir eru í þeim vanda staddir, að yf- irleitt eru þingmenn þeirra eða frambjóðendur í þeim kjördæmum eða byggðarlögum sem njóta mundu góðs af slíkum framkvæmdum tregir til að ganga gegn þeim og telja víst að þá mundu þeir eða flokkar þeirra verða fyrir pólitísku hnjaski. Það þarf sterk bein til að standa gegn þeim efnahagslega ávinningi, sem t.d. Norð- austurland og Suðurnes mundu hafa af bygg- ingu álvera á þessum stöðum. Í sjálfu sér er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að þessar umræður geti hafizt strax og að þær fari m.a. fram í kosningabaráttunni fyrir næstu þingkosningar. Hugmyndir álfyrirtækj- anna liggja fyrir. Upplýsingar um möguleikana á sviði jarðvarma liggja fyrir. Það er ekki eftir neinu að bíða með frekari umræður um málið. Að þessu sinni skulum við reyna að vanda okkur í þessum umræðum. Morgunblaðið/Kristinn Kárahnjúkavirkjun er að verða að veru- leika. Allar hug- myndir um að nú eigi að stöðva þessar framkvæmdir eru fráleitar. Það verður ekki til baka snú- ið … Stóra spurningin er hins vegar sú hvert verður framhaldið á stórvirkjunum og stóriðju, ef það verð- ur eitthvert fram- haldi. Það er tíma- bært að beina umræðunum í þenn- an farveg. Laugardagur 15. júlí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.