Morgunblaðið - 16.07.2006, Side 28

Morgunblaðið - 16.07.2006, Side 28
28 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bókhlöðustígur - Stykkishólmi Skemmtilegt og fallegt einbýlishús á góðum útsýnisstað í Stykkishólmi, ásamt 26 fm bílskúr. Húsið skiptist í hæð og ris ásamt bílskúr. Aðalhæðin er björt og opin og skiptist í forstofu, hol, eldhús, snyrtingu, 2 stofur og sólstofu. Rishæðin skiptist í 3 svefnherbergi, baðherbergi og sjónvarpspall með útgangi á svalir. Á jarðhæð er gott þvottahús og geymsla. Bílskúr hússins er rúmgóður. Hér er um að ræða vel viðhaldið hús sem getur nýst hvort sem íbúðar- eða frístundahús. V. 23,0 m. 5975 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Bræðraborgarstígur 30 www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Stórglæsileg 123,3 fm þakíbúð á 4. hæð með glæsilegu útsýni. Tvennar mjög stórar svalir. Íbúðin er sérlega glæsileg og býður upp á mikla mögu- leika eins og staðan er í dag. Íbúðin er á efstu hæð í nýju, glæsilegu fjölbýl- ishúsi á einstökum stað í Vesturbænum. Stæði í lokuðu bílskýli fylgir. Um er að ræða aðeins 7 íbúða hús. Göngufæri í miðbæinn. Húsið er nánast frá- gengið að utan, útveggir ýmist múraðir og málaðir með ljósum lit eða klæddir með báraðri, liggjandi álklæðningu. Íbúðinni verður skilað frágeng- inni með öllum innréttingum en án gólfefna. EN MÖGULEIKI ER AÐ FÁ ÍBÚÐINA Í DAG TILBÚNA TIL INNRÉTTINGA. Baðherbergið verður flísalagt. Hús og sameign skilast frágengin. Sími 588 4477 Jörðin Yztafell 1 í Kinn er til sölu Til sölu er jörðin Yztafell 1 í Suður-Þingeyjarsýslu, vel staðsett og landstór jörð. Á jörðinni er stórt íbúðarhús á tveimur hæðum, ásamt útihúsum og ræktuðum túnum. Veiðihlunnindi í Skjálfanda- fljóti og Rangá. Eigin raforka frá vatnsaflsvirkjun með góðum stækkunarmöguleikum. Mikil skógræktarjörð en jörðinni tilheyrir m.a. fallegur stórvaxinn skógur á mörgum hekturum, Fellsskógur við Skjálfandafljót, auk yngri skógræktar. Hér er um að ræða afar áhugaverða jörð, sjá nánar á www.holl.is. bújarðir. Verð 100 millj- ónir. Einkasala. Sími 595 9000 Höfum til sölu landspildur og sumarbústaðalóðir í Árnes- og Rangárvallasýslum. Upplýsingar hjá sölu- manni bújarða. Óskum eftir greiðslumarki í mjólk og sauðfé fyrir ákveðna kaupendur, einnig bújörðum í fullum rekstri, svo og hlunnindajörðum hvers konar. Hafið samband við sölumann bújarða. Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða. Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið. Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761. Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvals- þjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Einna fremstir í bújörðum Fasteignasalan Hóll - bújarðir / Jón Hólm Stefánsson sími 896 4761. „FYRIRTÆKI og neytendur njóta enn ekki hagræðis af full- komlega samkeppnishæfum innri markaði með greiðslukort,“ sagði framkvæmdastjórn ESB í apríl sl. Samtök í verslun og þjónustu samsinna þessu. „Samkeppn- ishæfir og skilvirkir fjármálaþjón- ustumarkaðir eru mjög nauðsynlegir fyrir hag- kerfi Evrópusam- bandslanda til að þjóna fyrirtækjum og neyt- endum vel og stuðla að sterkum hagvexti og viðhaldi hás atvinnu- stigs.“ Orðin koma úr skýrslu framkvæmda- stjórnar ESB, en gætu sem best hafa komið frá samtökum verslunar og þjón- ustufyrirtækja sem í meira en ára- tug hafa bent á ógegnsæi hins lok- aða og markaðsráðandi greiðslukortamarkaðar. Evrópusamtök verslunarinnar, EuroCommerce, hafa ítrekað bent á að sk. „interchange fee“, þ.e.a.s. millibankagjald sem bankar krefjast vegna greiðslukortafærslna sé beinn skattur á fyrirtæki og þar með á neytendur þar sem hinir síðasttöldu greiða kostnaðinn í gegn um smá- söluverð, – hvort sem þeir greiða með kortum eða ódýrari greiðslu- máta. Skýrsla ESB segir að þetta sé greiðsluskattur (e. point-of-sale tax) sem kosti fyrirtækin meira en 25 milljarða á árinu 2005, að því er virðist ekki af neinni sérstakri ástæðu. Mismunur á þóknunum sem söluaðilar eru krafðir um og birtar eru í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB styrkja það sem lengi hefur verið haldið fram, að bankar og kortafyrirtæki þeirra séu að mis- nota aðstöðu sína á seljendamark- aði. Ef framkvæmdastjórnin heldur sig við þá stefnu sem hún hefur markað með skýrslunni, má gera ráð fyrir að Evrópa sé að færast ákveðið til kerfis sem samþættir samkeppni, gegnsæi og „notandi greiðir grunnregluna“, sem versl- unin hefur lengi barist fyrir. Enn- fremur er það von verslunarinnar á ESB- svæðinu, að sú þekking á því hvernig greiðslu- kortakerfi virka sem framkvæmdastjórnin hefur aflað við gerð skýrslunnar muni sannfæra hana um rök verslunarinnar, að vanda þurfi vel til und- irbúnings á útgáfu raunverulega sam- hæfðs debetkorts fremur en að byggja samninga um það á nú- verandi kerfi. Slíkt gæti aðeins þjónað hagsmunum bankanna og verið á kostnað fyr- irtækja og neytenda. Þessi skýrsla er auðvitað aðeins eitt atriði í jöfnunni. Í fyrsta lagi er hún hluti af stærri rannsókn á kjarna viðskiptabankastarfsemi. Í öðru lagi, eins og framkvæmda- stjórnin bendir á, munu niðurstöður rannsóknar á viðskiptabanka- starfsemi og þá sérstaklega greiðslukortaviðskiptum veita þýð- ingarmikla þekkingu til að skapa framtíð og þróun „Single Euro Pay- ment Area“ (SEPA). Bæði verk- efnin munu verða framlag í „Til- skipun um greiðsluþjónustu á innri markaði ESB“ (e. Directive on Pay- ments Services in the Internal Mar- ket). Síðasttöldu tilskipuninni er ætlað að skapa einsleitt greiðslusvæði (SEPA) og ná yfir allt ESB-svæðið – ekki aðeins evrusvæðið, og taka til allra greiðsluforma – ekki aðeins greiðslukorta, en einnig fjármagns- flutninga og beinna skuldfærslna (e. direct debit) og með því að fjarlægja alla truflandi skatta á fyrirtæki og neytendur. Sá kostnaður nemur skv. framkvæmdastjórninni öðrum 50– 100 milljörðum árlega. Samtök verslunar og þjónustufyr- irtækja vona að grunnreglurnar um gegnsæi og raunverulega sam- keppni, sem skýrsla framkvæmda- stjórnarinnar styður sterklega, muni einnig gilda þegar kemur að umræðum um einsleitt greiðslu- svæði, SEPA, og feli í sér að útvíkka tilskipunina til að ná yfir millibanka- greiðslur en opni jafnframt kortaút- gáfu og færslusöfnun fyrir öðrum en bankastofnunum. Að öðrum kosti næst ekki að jafna aðstöðu aðila á greiðslukortamarkaði. Fulltrúar kortafyrirtækja og fjár- málastofnana hér á landi halda því stundum fram í umræðum um greiðslukortamál, að á Íslandi sé allt í besta lagi og ýmislegt sem tíðkist í hinum stóra heimi sé ekki til hér. Fátt styður þessa fullyrðingu og þvert á móti má benda á að korta- kerfin hér á landi eru hluti af hinum alþjóðlegu fjármálakeðjum, Mast- erCard og Visa og lúta við alla fram- kvæmd reglum þeirra og gjalda- kerfa. ESB-skýrslan benti á að mismunur á þóknunum á milli landa gæti verið allt að 500–600 faldur, en hátt hlutfall millibankagjaldsins, ógegnsæið og skortur á samkeppni gildi á öllu svæðinu. Samkeppniseft- irlit ýmissa landa hafa skerpt eftirlit með starfsemi kortafyrirtækja og þá einkum færsluhirða eftir útkomu ESB-skýrslunnar og ekki er ástæða til annars en að Samkeppniseftirlitið fylgist glöggt með þessu hér á landi einnig. Úrskurður ESB um kortavið- skipti sigur fyrir verslunina Sigurður Jónsson fjallar um úrskurð ESB um kortaviðskipti ’Samkeppniseftirlit ým-issa landa hafa skerpt eftirlit með starfsemi kortafyrirtækja og þá einkum færsluhirða eftir útkomu ESB-skýrsl- unnar og ekki er ástæða til annars en að Sam- keppniseftirlitið fylgist glöggt með þessu hér á landi einnig.‘ Sigurður Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og stjórnarmaður í EuroCommerce. Fréttir á SMS Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.