Morgunblaðið - 16.07.2006, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.07.2006, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 39 MINNINGAR Báðar vorum við undirritaðar fjarver- andi þegar útför heið- urskonunnar Önnu Þórarinsdóttur yfir- sjúkraþjálfara fór fram og áttum því ekki möguleika á að kveðja hana hinstu kveðju sem verið hefði okkur báðum kært. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur til að þakka henni einstaklega ljúft samstarf og ómetanlegt framlag áratugum sam- an í þágu barna sem áttu við fatlanir að stríða. Athugunar- og greining- ardeildin í Kjarvalshúsi, sem var fyr- irrennari Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins, tók til starfa haustið 1975 og starfaði til 1986. Þjónustan, sem þessi stofnun veitti, varð til fyrir ANNA ÞÓRARINSDÓTTIR ✝ Anna Þórarins-dóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1918. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 3. júlí. óeigingjarnt braut- ryðjendastarf nokk- urra eldhuga í hópi foreldra og fagmanna. Áhersla var lögð á uppeldis- og kennslu- fræðilega ráðgjöf í kjölfar fjölsérfræði- legrar greiningar og heyrði starfsemin á þessum árum undir menntamálaráðuneyt- ið. Það var mikill akk- ur fyrir starfsemi í frummótun, eins og þá sem fram fór í Kjar- valshúsi, að njóta frá upphafi sér- fræðilegrar þekkingar úrvals fag- manna á ýmsum sviðum. Anna Þórarinsdóttir, sem ung hafði numið sjúkraþjálfun í Danmörku, var í þessum hópi og segja má að með starfi sínu í Kjarvalshúsi hafi hún þróað nýjan vettvang, sjúkraþjálfun barna, og gerst á því sviði einn fyrsti og um leið fremsti sérfræðingur landsins. Greiningarstarfið vann Anna af nákvæmni og lét ekki hjá líða að kynna sér nýjungar á fræða- sviði sínu. Hún varð þannig hin góða, fordómalausa fyrirmynd þeirra sem við hlið hennar námu. Þeir skynjuðu að nauðsynlegt væri að líta á hvert barn sem einstakt og aðstæður þess sem einstakar og því þyrfti að huga vel að öllum þáttum og samspili þeirra. Með rósemi samfara festu tókst henni jafnan í ráðgjafarstarf- inu að leiðbeina foreldrum, kennur- um og starfsmönnum, miðla þeim af reynslu sinni og þekkingu til þess að tryggja þann árangur sem hún sá mögulegan. Aldrei bar skugga á samstarfið milli hennar og foreldra sem oft áttu þó um sárt að binda. Við eigum óendanlega margar og ljúfar minningar frá starfi okkar með Önnu bæði frá Kjarvalshúsi og Öskjuhlíðarskóla. Nærvera hennar, jafnan hlý og gefandi, óþrjótandi starfsgleðin og áhuginn á þekkingu, velferð og framförum varð til þess að álits hennar var gjarnan leitað og hennar verður lengi minnst með virðingu og söknuði. Við lítum á það sem forréttindi að hafa fengið að vinna með hinum metnaðarfulla fag- manni Önnu Þórarinsdóttur og að kynnast mannkostum hennar öðr- um. Fjölskyldunni hennar stóru vott- um við innilega samúð. Anna Hermannsdóttir, fv. deildarstjóri. Jóhanna G. Kristjánsdóttir, fv. skólastjóri.      Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs bróður okkar og mágs, ÓSKARS SIGURÐAR VILHJÁLMSSONAR, Víðimýri 10, Sauðárkróki. Ingimar Vilhjálmsson, Guðrún Kristmundsdóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir, Árni P. Björgvinsson, Sigurlína Vilhjálmsdóttir, Sveinn Árnason, Elísabet B. Vilhjálmsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ERNU SIGURBJARGAR RAGNARSDÓTTUR hárgreiðslumeistara, Löngufit 24, 210 Garðabæ. Færum starfsfólki hjúkrunarheimilisins Holts- búðar sérstakar þakkir. Guð blessi ykkur öll. Jón Boði Björnsson, Jóhanna Eiríksdóttir, Gréta Boða, Sveinn Gaukur Jónsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Þröstur Gestsson, Hafdís Jónsdóttir, Björn Leifsson, Jóhanna Jónsdóttir, Guðmundur Bergmann Jónsson og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR TRUMANS ANDRÉSSONAR, Reynihvammi 29, Kópavogi. Jensína Þóra Guðmundsdóttir, Katrín A. Magnúsdóttir, Jack D. Sublett, Unnur Magnúsdóttir, Sævar Þ. Sigurgeirsson, Þórhildur Magnúsdóttir, Einar Finnbogason, Andrés Magnússon, Guðrún Brynjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum hlýhug og vináttu við andlát JENNÝJAR ÞÓRKÖTLU MAGNÚSDÓTTUR ljósmóður, Ytri-Njarðvík. Sólveig Daníelsdóttir, Guðmundur Gestsson, Sveinborg Daníelsdóttir, Guðjón Helgason, Gunnvör Daníelsdóttir, Magnús Daníelsson, Eyrún Jónsdóttir, Hulda Karen Daníelsdóttir, Guy Stewart, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum vinsemd, hlýhug og samúð við andlát og útför ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR fyrrum bókavarðar. Guðmundur B. Guðmundsson, Sigríður Björg Jónsdóttir, Ingunn Þóra Magnúsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Þorbjörn Hlynur Árnason, Guðrún Hulda Guðmundsdóttir, Ásgeir Sverrisson, Þórvör Embla Guðmundsdóttir, Jón Pétursson, Ragna Sólveig Guðmundsdóttir, Snorri Guðmundsson, Guðný Ása Guðmundsdóttir, Már Valþórsson, Berglind Anna Sigurðardóttir, Svavar Hilmarsson, Magnús Sveinn Sigurðsson, Borghildur Ágústsdóttir, Sölvi Björn Sigurðsson, Helga Soffía Einarsdóttir, Árni Páll Þorbjörnsson, Guðmundur Björn Þorbjörnsson, Halldór Ásgeirsson, Pétur Jónsson, Sigríður Hrefna Jónsdóttir, Guðmundur Friðrik Jónsson, Sigurður Þráinn Unnarsson, Hrefna Sif Gísladóttir, Ingunn Anna Svavarsdóttir, Eyþór Már Magnússon, Egill Magnússon. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR JÓNSSONAR, Árskógum 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir fá Páll Möller læknir og hjúkru- narfólk á 12G á Landspítala við Hringbraut fyrir einstaka umhyggju og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Jón Haraldsson, Þóra Björgvinsdóttir, Gunnar Haraldsson, Stella Benediktsdóttir, Stefán Haraldsson, Fanney Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum hlýhug og vináttu við andlát og útför SIGURÐAR KRISTJÁNS KRISTBJÖRNSSONAR, Hofsvallagötu 16, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á deild 11B og 11E Landspítalanum Hringbraut og Karit- as heimahjúkrunarþjónustu. Aðstandendur. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KONRÁÐS RAGNARS SVEINSSONAR, Háagerði. Guðbjörg Jóna Jónsdóttir, Anna B. Bragadóttir, Guðjón I. Jónsson, Kristín Konráðsdóttir, Kristján Ó. Kristjánsson, Svanhvít Konráðsdóttir, Ingvar G. Ingvarsson, Konráð R. Konráðsson, Sigríður Guðbrandsdóttir, Arnar Konráðsson, Axel Hall, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.