Morgunblaðið - 16.07.2006, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 16.07.2006, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 41 MINNINGAR Nissan Sunny 1600 SR '94 ek. 108 þús. Til sölu Nissan Sunny árg. '94, sjálfskiptur, rafdr. rúður, hiti í sætum, reyklaus, skoðaður '07, ek. aðeins 108 þús. km. Verð 200.000. Uppl. í síma 840-1741 Nissan Almera árg. '99, bensín, ek. 124 þús. Beinsk. Vetrardekk á felgum, CD, fjarstýrð samlæs- ing. Verð 420 þús. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 892 7828. Lincoln Mark LT árg. 2006 Sjálfskiptur, bensín, leður, topp- lúga, lok á palli o.fl. NÝR BÍLL. V: 4.890 þ. Uppl. í s: 562 1717 og 898 1742. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is. LAND ROVER DEFENDER 110 TDS, 9 manna, árg. 1998, ek. 144 þ. km. Verð 1.450 þús. Gott útlit og ástand. '07 skoðun. Sjáðu hann á www.heimsbilar.is. Heimsbílar S: 567 4000. Toyota Tacoma Off Road TRD Árg. 2006, sjálfskiptur, bensín, lok á palli o.fl. NÝR BÍLL. V: 3.690 þ. Uppl. í s: 562 1717 og 898 1742. Fleiri myndir á www.bilalif.is. Triumph Tiger 955cc árg. 2006, ek. 1000 km. Aukahlutir: gelsæti, hituð handföng, miðju- standari. Nýtt hjól. Upplýsingar í síma 892 8380 og 552 3555. TOY. LANDCR. 90 33" ÁRG. 1999 SJÁLFSKIPT. Einn eigandi, góð 33" dekk, skipt um tímareim í 97 þ. km. Gott lakk, Heill og góður bíll. Uppl. í s. 896 0315. Til sölu Suzuki Vitara árgerð 1999. 5 dyra, ekinn 90 þúsund km. Ný tímareim og ný kúpling. Góður bíll. Verð 590.000 kr. Upplýsingar í símum 487 8688 og 893 8877. Subaru árg. '04 ek. 37 þús. km Til sölu Forester XT turbo (177 hö). Leður, lúga, cruise o.fl. Alltaf þjónustaður! Skemmtilegasti smájeppinn í sínum flokki. Upp- lýsingar í síma 862 8892. Splunkunýr frá kr. 4.199.000! Eigum nokkra splunkunýja 2006 bíla nær 30% undir listaverði. Honda Pilot er nýr lúxusjeppi sem hefur rakað inn verðlaunum fyrir sparneytni og búnað og sem gef- ur Landcruiser VX diesel harða samkeppni. Láttu okkur leiðbeina þér með bestu bílakaupin. Frábær tilboð í gangi. Útvegum nýja og nýlega bíla frá öllum helstu fram- leiðendum. Íslensk ábyrgð fylgir. Bílalán. Sími þjónustuvers 552 2000 og netspjall við sölumenn á www.islandus.com Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bílar Toyota RAV4 4WD 2004 Ek. 26 þ. km VVT-I, 2.0 L, 5 dyra, sjálfsk., A/C krókur, geislasp., topplúga, sílsarör, spoiler, 17" álfelgur, ABS, hiti í sætum, filmur. Lán. Gott verð á góðum bíl sem er hlaðinn aukahlutum. V. 2.590 þ. Albert s. 821 0626. Honda VFR 800 ABS árg. 2006, ek. 1000 km. Kemur nýtt úr umboðinu, aðeins mánað- ar gamalt. Toppeintak. Upplýsing- ar í síma 892 8380 og 552 3555. Smáauglýsingar sími 569 1100 Hann afi minn var, svo óskaplega góður, svo blíður. Stundum þver og stífur. Hann var fallegur og svo bjartur. Gamall og lúinn. Sáttur, mildur, friðsæll og svo tilbúinn. Þú breiðir arma bjarta og barnið faðmar þitt, ég finn þitt heita hjarta, og hjartað fagnar mitt. Ég vil ei við þig skilja, ég vel þitt náðar-skjól; mitt veika líf er lilja, þín líkn er hennar sól. (M. Joch.) Elsku amma mín, megi góður guð og fallegar minningar um afa veita þér styrk á þessum erfiðu tímum. Sara Stefánsdóttir. BALDUR ÞOR- STEINS- SON ✝ Baldur Þorsteinsson fæddistá Akureyri 2. september 1922. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 16. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 3. júlí. EKKI var allskostar rétt sem fram kom í frétt blaðsins í gær um ráðn- ingu Steinunnar Stefánsdóttur í starf aðstoðarritstjóra Fréttablaðs- ins að hún væri fyrst kvenna til að gegna svo veigamiklu starfi á ís- lensku dagblaði. Bent hefur verið á að Silja Aðalsteinsdóttir var um tíma ritstjóri Þjóðviljans. LEIÐRÉTT Silja ritstjóri FRÉTTIR ✝ Diane JeanSmith fæddist í Jersey City í New Jersey í Bandaríkj- unum 17. ágúst 1955. Hún varð bráðkvödd í Las Ve- gas í Nevada 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásdís Hafliða- dóttir Smith og Do- nald Smith, þau eru látin. Systkini Diane eru Donna, Susan, Debbie, Kenneth, Cindy, Paul, Doug og Joseph sem nú búa öll í Bandaríkjunum og Victor sem er látinn. Díana ólst upp á Íslandi en flutti til Alaska tvítug. Diane giftist Sig- urði Haukssyni 19. apríl 1973 og eign- uðust þau dæturnar Lindu Dröfn, f. 11. nóvember 1971, og Ásdísi Hólmfríði, f. 5. júní 1973, þau Sigurður slitu sam- vistum. Börn Lindu eru Miranda, My- riah og Kira. Börn Ásdísar eru Hayden og Haley. Vinur og sam- býlismaður Diönu er Joe Blea. Díana lærði hárgreiðslu í Bandaríkjunum og vann við hár- greiðslu ásamt öðrum störfum. Útför Díönu var gerð ytra. Fallega brosið þitt og dillandi hláturinn þinn var svo smitandi og greip alla með sér. Þú varst ein- stök móðir, yndisleg og umhyggju- söm, besti vinur okkar. Þú naust þess að hafa fólk í kring um þig og hafðir fjölskylduna alltaf í fyrir- rúmi. Þú elskaðir listir og handavinnu, Betty Boop, tónlist og hundinn þinn Lightning. Við söknum þín svo sárt. Þú verður ávallt í hjörtum okkar, all- ar góðu minningarnar og öll sú umhyggja og ást sem þú gafst okkur. Lagið þitt „How do I live witho- ut you?“ eftir LeAnn Rimes er nú lagið okkar. Hvíldu í friði, fallega mamman okkar. Linda og Ásdís. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir.) Hvíl í friði Sigurður. DIANE JEAN SMITH Elsku Konni frændi! Nú ertu farinn frá okkur og kominn á betri stað. Minning þín mun ávallt lifa með mér. Ég mun aldrei gleyma þeim tíma sem við eyddum saman hjá ömmu – alltaf fannst mér jafngaman þegar þú varst þar. Ég var alltaf eitthvað að KONRÁÐ GUÐMUNDSSON ✝ Konráð Guð-mundsson fædd- ist 28. nóvember 1975 á Akureyri. Hann lést á heimili sínu 22. júní síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Ólafs- fjarðarkirkju 30. júní. dunda mér við að setja þig í allar slæðurnar hennar ömmu. Leika mér að gera þig að gamalli konu og aldrei sagðir þú nei við mig, sama hvað ég gerði. Ég man eftir því að einu sinni gekk ég of langt og reyndi að fá þig til að fara í pils, þá sagð- irðu reyndar nei en ég svo sem skil það alveg. Ég man eftir því þegar að þú varst fótbrotinn heima hjá ömmu og afa, einhver vinur þinn hafði lánað þér fullt af tölvuleikjum sem þú gætir hangið í en nei, litla frænka mætti á svæðið og heimtaði að við færum í ein- hvern leik sem mér fannst svo skemmtilegur og auðvitað var það lát- ið eftir mér. Ég komst alltaf upp með allt hjá þér. Þú passaðir líka vel upp á mig þegar við hittumst á Akureyri. Ég mun ávallt muna eftir þessu öllu, elsku frændi minn. Nú ertu dáinn Sorglegt það þykir mér Fallegustu blómin gef ég þér. Vonandi líður þér vel uppi á himn- inum. Ég sakna þín svo mikið Ég sakna þín svo sárt Að ég vil hafa þig hér Ég vil hafa þig daglega hjá mér Þó ég hafi ekki heimsótt þig lengi Elska ég þig samt af öllu hjarta Ég veit að þú ert hjá mér í hjarta mínu. ( Áslaug Eva Antonsdóttir.) Hvíldu í friði, elsku frændi minn, við sjáumst svo hinum megin. Getum farið í slæðuleik. Kveðja, Katrín Sif. FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi síðastliðinn föstudag A.P.J. Abdul Kalam, forseta Ind- lands, einlægar samúðarkveðjur sín- ar og íslensku þjóðarinnar vegna hryðjuverkanna í Mumbai hinn 11. júlí síðastliðinn og þeirra hörmunga sem hafa leitt yfir þúsundir Indverja. Í samúðarkveðjunum áréttar for- seti Íslands að Indland hafi verið mikilvægt tákn þess hvernig lýðræð- isleg stjórnskipan eigi að veita öllum trúarhópum jafnan rétt. Brýnt sé að hryðjuverkaöflum takist ekki að spilla þessar stefnu sem Indland hafi frá lýðveldisstofnun, stefnu sem hafi verið öðrum þjóðum fordæmi. Yfir 200 manns látnir Leiðtogar heim hafa fordæmt hryðjuverkin og sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að árás- irnar væru grimmilegar. Í yfirlýs- ingu frá pakistanska utanríkisráðu- neytinu segir að árásirnar væru fyrirlitlegt hryðjuverk. Yfir 200 manns hafa látist og 700 manns eru særðir eftir tilræðið sem framið var á sjö stöðum í borginni. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á til- ræðunum en yfirvöld á Indlandi leita nú þriggja manna sem grunaðir eru um aðild. Um 400 manns hafa nú ver- ið yfirheyrðir í umfangsmikilli rann- sókn á málinu en enginn hefur verið ákærður enn sem komið er. Forseti Íslands sendir forseta Indlands samúðarkveðjur ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.