Morgunblaðið - 16.07.2006, Síða 49

Morgunblaðið - 16.07.2006, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 49 SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI NÚ ER KOMIÐ AÐ HENNI AÐ SKORA eeee KVIKMYNDIR.IS STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI KVIKMYNDIR.IS VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ. DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS. BRYAN SINGER KOMIN Í HÓP ÞEIRRA FREMSTU MESTA OFURMENNI HEIMS HEFUR SNÚIÐ AFTUR. OFURMÖGNUÐ STÓRMYND OG SÚPERSKEMMTUN FYRIR ALLA. DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI S.U.S. XFM 91,9„SANNKALLAÐ AUGNAYNDI OG ÞRUSUGÓÐ SKEMMTUN Í ÞOKKABÓT, EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS“ TOMMI KVIKMYNDIR.IS SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM SUPERMAN kl. 12:40 - 1:40 - 3:50 - 4:50 - 7 - 8 - 10:10 - 11:10 B.I. 10.ÁRA. SUPERMAN LUXUS VIP kl. 1:40 - 4:50 - 8 - 11:10 B.I. 10.ÁRA. THE BREAK UP kl. 3:50 - 6 - 8 - 8:15 - 10:20 - 10:30 FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 8 - 10:20 B.I. 12.ÁRA. BÍLAR M/- ÍSL TALI kl. 12:30 - 1 - 3 - 5:30 CARS M/ENSKU TALI kl. 1 - 3:30 SHE´S THE MAN kl. 6 SUPERMAN kl. 1 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10 - 11:10 B.I. 10.ÁRA. DIGITAL SÝN. BÍLAR M/- ÍSL TALI kl. 1 - 3:30 - 6 THE BREAK UP kl. 8:20 - 10:30 eeee SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ V.J.V. Topp5.is H.J. MBL. eee FRÁBÆR SUMARMYND HLAÐIN SPENNU OG MÖGNUÐUM ATRIÐUM. Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ HLJÓMSVEITIN Koja hefur gefið út sína fyrstu geislaplötu sem ber titil sveitarinnar. Sveitin er úr Reykjanesbæ en Kojuna skipa Björgvin Ívar Baldursson, gítar, raddbönd og slagverk, Davíð Örn Óskarsson, söngur og gyð- ingaharpa, Högni Þorsteinsson, gít- ar, Rúnar Dór Daníelsson, bassi og raddir, og Sverrir Örn Leifsson lemur húðir. Koja varð til í núver- andi mynd um síðustu jól en áður höfðu þeir Högni, Björgvin og Rún- ar þróað tónlist sína í einhvern tíma. Þá voru þeir að æfa á pípu- lagningaverkstæði þar sem hljóm- sveitarnafnið kom til. „Við vorum að rífast um nafn og einhver kom með mjög kjánalega uppástungu. Þá ætlaði Rúnar að gera lítið úr uppástungunni með því að koma með álíka vont nafn og leit í kringum sig og benti svo á koju sem þarna stóð og stakk upp á henni sem nafni.“ Hæðnin virkaði ekki betur en svo að allir gengust undir hugmynd Rúnars og hljóm- sveitin tók upp nafnið Koja. Þegar Davíð og Sverrir bættust í hópinn fóru hjólin svo að snúast fyr- ir alvöru hjá hljómsveitinni. Aukinn metnaður greip drengina og þeir sömdu og útfærðu fimm lög á skömmum tíma sem þeir fóru með í Geimstein og tóku upp á fimm klukkutímum. Björgvin segir að sveitin sé nú þegar farin að vinna að næstu plötu og segir hann að hún muni verða töluvert stærri. Tónelskir flugvallarstarfsmenn Allir vinna þeir á sama ferkíló- metranum við mismunandi störf í Leifsstöð. Tveir eru í Fríhöfninni, einn er lagerstjóri, annar er í toll- inum og einn er í veitingadeildinni. „Við hittumst oft í vinnunni,“ segir Björgvin. „Við þurfum nátt- úrlega alltaf að hitta þann sem vinnur í tollinum þegar við erum að fara úr vinnu og hann athugar hvort við séum að stela einhverju.“ Um þessar mundir æfa dreng- irnir í gamalli steypustöð þar sem þeir þétta spilamennskuna fyrir komandi tónleikahald og vinna að næstu skífu. Á fimmtudaginn næst- komandi mun Koja halda tónleika á Paddy’s í Keflavík ásamt hljóm- sveitunum Ælu og Lokbrá og um verslunarmannahelgina spila þeir á Innipúkanum sem haldinn er á Nasa. Þá hafa þeir einnig skipulagt tónleika við Kárahnjúka hinn 19. ágúst þar sem þeir ætla að leika tónlist sína fyrir verkamennina sem vinna að virkjuninni. „Okkur datt þetta í hug og höfð- um svo samband við Impreglio. Við munum spila á stað sem er kallaður „The Club“ sem mér skilst að sé ein- hver matsalur fyrir starfsfólkið. Við getum kallað það útgáfu- tónleikana okkar,“ segir Björgvin. Hægt er hlusta á nokkur lög með Koju á www.myspace.com/ kojaband þar sem einnig er að finna ýmsar upplýsingar um sveitina. Tónlist | Koja sendir frá sér sína fyrstu plötu Útgáfutónleikar við Kárahnjúka Koja spilar á Paddy’s í Keflavík á fimmtudaginn ásamt Ælu og Lokbrá. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is inum. Hún við- urkennir þó að hafa notað bleikiefni til að gera tennur sín- ar hvítari er hún lék í nýjustu mynd kvik- myndaleikstjór- ans Woody Al- len, Match Point. „Yfirþyrmandi hlutfall þeirra leikkvenna sem ég fylgist með eru of grannar, segir hún í viðtali við skoska blaðið Daily Record. „Það eru þjóðarmorð, hungur og far- aldrar en fólk vill ekki tala um þess háttar. Það vill bara tala um það hvað hver borðar hvað í há- degismat. Hverjum er ekki sama? Ég held að Bandaríkjamenn séu haldnir þráhyggju varðandi þyngd sína og það er ekki rétt.    BrandonRouth sem leikur Of- urmennið í kvikmyndinni Superman Returns hefur verið boðin hálf milljón Bandaríkja- dala fyrir að sitja nakinn fyrir á ljósmyndum fyrir kvennablaðið Playgirl. Bandaríska tímaritið In Touch greinir frá þessu og segir að Routh sé að velta tilboðinu fyr- ir sér. Þær sögur hafa einnig flogið fjöllum hærra að draga hafi þurft úr skugga framan á nærbuxum Ofurmennisins í eftirvinnslu kvik- myndarinnar, þar sem miðsvæðið hafi þótt fulláberandi. Routh er skemmt yfir þessu slúðri og segir tökulið líklega hafa komið kvitt- inum af stað. Leikstjóri myndarinnar hafi sagt honum að ekki væri nægt fé til svo umfangsmikilla lagfæringa, en eins og alþjóð veit er Of- urmennið í þröngum búningi og nærbuxunum utan yfir sokkabux- unum. Hin kunna sveitasöngva-hljómsveit Köntrísveit Baggalúts hefur sent frá sér glóð- volgan hálendisköntríslagara, en eins og áður hefur komið fram mun hljómdiskur Baggalúts, Aparnir í Eden, koma út innan fárra daga. Lagið „Allt fyrir mig“ er eftir Braga Valdimar Skúlason en köntrísveitinni til fulltingis eru meðal annarra blásararnir heims- kunnu og útlensku Jim Hoke og Neil Rosengarden. Það er sjálfur ástmögur þjóðarinnar, Björgvin Halldórsson, sem syngur lagið óaðfinn- anlega. Upp- tökur á laginu fóru fram í fjór- um hljóðverum; Geimsteini í Keflavík, Omni Sound Studios í Nashville, Sýrlandi og Félagsheim- ilinu að Flúðum.    Fólk folk@mbl.is Leikkonan Scarlett Johanssonhefur lýst því yfir að henni finnist allt of mikil áhersla lögð á útlit kvenna í kvikmyndaheim-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.