Morgunblaðið - 16.07.2006, Side 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
endurskoðun
reikningsskil
skattar / ráðgjöf
www.ey.is
MIKILL fjöldi ferðamanna hefur heimsótt
svæðið í kringum Kárahnjúka í sumar. Margir
virðast vilja sjá það áður en byrjað verður að
safna vatni í Hálslón en samkvæmt upplýs-
ingum frá Landsvirkjun er fyrirhugað að það
gerist í september. Yfir 400 manns ganga í
sumar með Ferðafélaginu Augnabliki um
svæðið sem fer undir vatn.
„Hugmyndin með ferðunum okkar er að
opna aðgengi og hlusta ekki á að þetta sé eitt-
hvert rusl sem megi vel missa sig,“ segir Ásta
Arnardóttir leiðsögumaður. „Landið talar fyr-
ir sig sjálft og er í raun sterkasta röksemdin
gegn virkjuninni,“ segir Ósk Vilhjálmsdóttir,
sem einnig er leiðsögumaður fyrir fólk á veg-
um Augnabliks.
Náttúruperlur í hættu
Ásta og Ósk neita því að á svæðinu frá Kára-
hnjúkastíflu og inn að jökli sé lítið að sjá og
tala raunar um það sem útivistarsvæði á
heimsmælikvarða. „Það hversu fáir þekkja
Kárahnjúkasvæðið gerði ráðamönnum auðvelt
að ákveða að sökkva því. Það var meira að
segja notað sem rök fyrir því að þetta mætti
alveg missa sig – enginn hefði hvort eð er kom-
ið þangað eða „nýtt sér það“,“ segir Ósk. Hún
bendir á að fjölmargir hafi raunar nýtt sér
svæðið, til dæmis hreindýr og heiðagæsir, og
spyr hvort það sé einungis fólk sem gefi sköp-
unarverkinu tilverurétt.
„Það er fínt ef svæði fær að vera í friði fyrir
fólki en á endanum getur það unnið gegn því.
Skortur á aðgengi og upplýsingum getur, ef
stefna stjórnvalda er eins og hún er í dag, orð-
ið til þess að staðir séu beinlínis í bráðri
hættu,“ segir hún.
Ásta og Ósk eru þegar byrjaðar að skipu-
leggja ferðir á svæði sem þær telja vera í
hættu vegna virkjanaáforma, til dæmis Þeista-
reyki og Landamannalaugar. „Við vorum of
sein að bregðast við á Kárahnjúkum og koma
svæðinu inn í vitund almennings. Það er mik-
ilvægt að það gerist ekki aftur. Fólk verður að
fræðast um þær náttúruperlur sem eru í hættu
áður en endanlega verður ákveðið að fórna
þeim,“ segir Ósk. | Tímarit
Margir ganga um Kárahnjúkasvæðið
Morgunblaðið/ÞÖK
Göngufólk veður á nálægt Kárahnjúkum. Fyrirhugað er að byrja að safna vatni í Hálslón í september.
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur
sigridurv@mbl.is
STEFÁN Ei-
ríksson, ný-
skipaður lög-
reglustjóri
höfuðborgar-
svæðisins,
segir að sam-
eining lög-
regluembætt-
anna á
höfuðborgar-
svæðinu ætti
að tryggja betri þjónustu við
alla íbúa á svæðinu og þar með
meira öryggi. „Við ætlum líka
að mæta skýrri kröfu almenn-
ings um að lögreglan verði sýni-
legri en nú er. Ef sýnileiki lög-
reglunnar skiptir miklu fyrir
öryggiskennd íbúanna er sjálf-
sagt að verða við þeirri kröfu.“
Aðspurður hvort honum þyki
ástæða til að almennir lögreglu-
menn beri skotvopn svarar
Stefán neitandi. Hann segir að
efling sérsveitar lögreglunnar
hafi verið mikilvægt skref, því
þannig hafi ákveðnum breyt-
ingum í samfélaginu verið
mætt. „Harkan hefur aukist og
hér eru vopnuð rán, svo dæmi
séu tekin. Lögreglan verður
auðvitað að geta brugðist við
slíkum aðstæðum og styrkur
sérsveitarinnar gerir henni
kleift að gera það. Ég vil ekki
vopna almennu lögregluna og
sérsveitin er liður í að við get-
um áfram haft almennu lög-
regluna óvopnaða.“
Sýnileg
lögregla og
vopnlaus
Stefán
Eiríksson
Sameining/14-15
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
SALA á íslensku skyri í verslunum
Whole Foods Market-keðjunnar
(WFM) í Bandaríkjunum eykst stöð-
ugt og fer nú á annað tonn af skyri
vikulega vestur um haf. Boðið er upp
á skyr með vanillubragði og bláberja-
bragði, en von er á jarðarberjaskyri
og hreinu skyri til viðbótar. Hreina
skyrið verður m.a. notað í tilbúna eft-
irrétti sem seldir verða í verslunum
WFM, að sögn Baldvins Jónssonar,
framkvæmdastjóra átaksverkefnisins
Áforms.
Talsvert leggst til af smjöri við
skyrframleiðsluna. „Smjörfjöll safn-
ast fyrir hvarvetna í heiminum þar
sem búnar eru til fitusnauðar mjólk-
urafurðir,“ sagði Baldvin. „Nú hafa
Whole Foods Market-búðirnar, sem
allar eru með eigin bakarí, byrjað að
baka úr íslensku smjöri. Þeim finnst
það frábært hráefni. Við seljum þeim
smjör í neytendapakkningum, en að-
almagnið fer í baksturinn. Þeir
keyptu af okkur 140 tonn af smjöri,
sem voru birgðirnar sem okkur var
sagt að væru til heima. Þeir eru reiðu-
búnir að kaupa enn meira af íslensku
smjöri og vilja líka fá það fyrir eldhús-
in sín, sem nota gríðarmikið smjör.“
Fleiri búðir bætast við
Sala íslensku landbúnaðarafurð-
anna í Whole Foods Market hefur
farið fram í 29 verslunum keðjunnar á
svonefndu Mið-Atlantshafssvæði sem
er í kringum höfuðborgina Wash-
ington DC. Baldvin hefur einnig átt
fundi með fulltrúum sölusvæðis
WFM í norðausturhluta Bandaríkj-
anna, sem m.a. nær til Boston og New
York, þar sem eru 35 verslanir. „Þeir
vilja allir gera nákvæmlega sama og
við höfum gert hér á Washington-
svæðinu og fara að selja íslenskar af-
urðir um leið og við fáum nægilegt
magn,“ sagði Baldvin. „Við stefnum á
að byrja í New York í september
næstkomandi með skyr, osta og
smjör. Svo kemur lambið líka í byrjun
september. Við þyrftum að fá að
minnsta kosti helmingi meira af
lambakjöti en lítur út fyrir að við
fáum í haust, til að geta uppfyllt óskir
markaðarins.“
Heill gámur af súkkulaði frá Nóa-
Síríus, í gömlu smjörpappírspakkn-
ingunni frá 1933, er væntanlegur til
Bandaríkjanna á næstu dögum. Suðu-
súkkulaðið er í
fjórum styrkleik-
um og hefur vakið
mikla lukku meðal
bandarískra neyt-
enda. Það þykir
súkkulaðinu til
framdráttar að
vera framleitt úr
íslensku mjólkur-
dufti.
Upprunavottaður fiskur
Í haust verður einnig byrjað að
selja upprunavottaðan ferskan ís-
lenskan fisk í verslunum WFM. Þá
geta viðskiptavinirnir fengið upplýs-
ingar um hvar fiskurinn veiddist og
hvenær og af hvaða báti. Hægt verð-
ur að skoða mynd af bátnum og skip-
stjóranum. Eins eru WFM verslan-
irnar að athuga með að nota
sjófrystan íslenskan fisk í tilbúna fisk-
rétti sem væntanlegir eru á markað í
haust. Þar verður m.a. boðið upp á
steiktan fisk að íslenskum hætti og
plokkfisk. Þá er einnig til athugunar
að selja frystan íslenskan fisk í neyt-
endaumbúðum. Þá á að taka íslensk-
an saltfisk til sölu og verður sett upp
sérstök útvötnunarstöð á vegum
WFM til að útvatna saltfiskinn og búa
hann í hendur neytenda.
„Við erum að selja í 29 WFM-búðir
á Washington-svæðinu og 35 til við-
bótar hafa staðfest að þær eru að
hefja viðskipti, eða alls 64 búðir. Eftir
standa 125 búðir sem allar vilja vera
með. Við munum sinna þeim eftir því
sem vörumagnið að heiman eykst,“
sagði Baldvin. Í október og nóvember
í haust verður sérstakt Íslandsátak
og kynning í 29 verslunum á Wash-
ington-svæðinu og þar á eftir viku-
löng Íslandskynning í WFM-verslun-
um í New York og önnur vikulöng
kynning á Boston-svæðinu. Þá verður
lögð áhersla á að koma eins miklu af
íslenskum afurðum á framfæri og
mögulegt er.
Baldvin taldi að á þessu ári yrðu
flutt 400 – 500 tonn af íslenskum land-
búnaðarafurðum til Bandaríkjanna.
Allt bendir til þess að magnið geti tvö-
faldast á næsta ári, ef hægt er að
framleiða nóga vöru. Í viðbót kemur
eldisfiskur frá fiskeldi Samherja og
aðrar ferskar sjávarafurðir sem
þykja lofa mjög góðu. „Þetta ræðst
ekki lengur af því hvort markaðurinn
vill afurðirnar, það er þegar skortur á
afurðum að heiman,“ sagði Baldvin.
Vantar mun meira lamba-
kjöt til Bandaríkjanna
Baldvin
Jónsson
„Þetta er langhæsta verð sem við sjáum fyrir útfluttar
vörur hjá okkur og skilar mjög ásættanlegu verði til
okkar framleiðenda,“ sagði Guðbrandur Sigurðsson,
forstjóri MS, um útflutning landbúnaðarvara til Banda-
ríkjanna. Hann kvaðst líta á þennan útflutning sem þró-
unarverkefni, en verkefnið virtist lofa mjög góðu. Sky-
rútflutningurinn hefði verið hrein viðbót og þrátt fyrir
ýmsan kostnað væri það sem fæst fyrir skyrið vest-
anhafs vel viðunandi. Sama væri að segja um ostana sem
seldust á ágætis verði. Margar ostategundanna væru til-
tölulega feitar og hjá MS væri umframframleiðsla af
mjólkurfitu. Guðbrandur sagði að öll sala mjólkurfitu á
hærra verði en heimsmarkaðsverði væri hreinn ávinningur fyrir fyr-
irtækið. „Það er nákvæmlega það sem maður sér varðandi smjörútflutn-
inginn og jafnvel ostana í þessum skilningi,“ sagði Guðbrandur.
Verkefnið lofar mjög góðu
Guðbrandur
Sigurðsson