Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 31
UMRÆÐAN
ÞVÍ miður fell ég í hóp hinna
fjölmörgu Íslendinga sem vanrækt
hafa ferðir um hálendi Íslands og
var því stefnuskrá sumarsins rituð
með það að leiðarljósi
að kynna sér nátt-
úruperlur landsins.
Fyrsta ferð sumarsins
var austur á Kára-
hnjúka þar sem púls-
inn var tekinn á and-
spyrnubúðum
Íslandsvina. Förin
austur var nú ekki
betri en svo að þegar
heim var komið fengu
foreldrar mínir í hend-
urnar afvegaleiddan
hugsjónamann blind-
aðan af náttúrufegurð
landsins. Eftir að hafa
dagana eftir heimkom-
una tautað í tíma og
ótíma um paradísina í
austri sáu foreldrar
mínir sér ekki annað
fært en að skoða nú
þetta landsvæði sem
svo oft hafði borið á
góma í umræðu síðustu daga.
Við komum að Snæfelli eftir
tveggja daga keyrslu þvert yfir Ís-
land. Þar höfðu búðir mótmælenda
staðið en samkvæmt fréttum höfðu
þær verið færðar að Lindum fyrr í
vikunni sökum veðurofsa við Snæ-
fell. Sá flutningur fór víst ekki bet-
ur en svo að þegar meirihluti mót-
mælenda hafði komið sér fyrir við
Lindur lokaði lögregla á svæðinu
veginum sem liggur þangað og
meinaði matarbíl mótmælenda að-
gang.
Við gistum í tjaldi en eftir
stormasama nótt var ákveðið að
spóka sig á svæðinu sem fara á
undir vatn. Á leiðinni hittum við
fyrir puttaferðalang sem reyndist
vera einn af kokkum mótmæl-
endaeldhússins en hann spurði okk-
ur hvort við gætum skutlað honum
upp að Lindum. Við svöruðum ját-
andi enda töldum við það sjálfsagt
að fólkið fengi að borða. Þegar
komið var að afleggjaranum sem lá
að Lindum stoppaði lögreglumaður
okkur. Af handaveifunum og öskr-
um þar sem orðin „stöðvið á stund-
inni“ komu við sögu var hægt að
draga þá ályktun að á því svæði
sem við værum að keyra í átt að
væri að finna geislavirk efni sem
myndu drepa okkur hið snarasta.
Það reyndist ekki vera málið held-
ur enn alvarlegra mál en geislavirk
efni, mótmælendabúðir í grennd við
Kárahnjúka, höfuðverkur löggæslu-
liða síðastliðinn mánuð. Lög-
reglumaðurinn tók föður minn á tal
og spurði hann hvað við vildum á
þetta lokaða svæði. Faðir minn
sagði eins og var að við værum að
skutla þreyttum ferðalangi að búð-
unum. Löggan varð þá enn þung-
brýnni en áður og leit í aftursæti
bílsins þar sem við hlið mér og
bróður míns leyndist kokkurinn,
sem greinilega með matseld sinni
var ógn við allt það sem má teljast
heilagt í þessu landi (!). Þegar
löggan hafði með augnaráðinu einu
reynt að murka lífið úr mann-
greyinu sneri hún sér að föður
mínum og spurði hið snarasta
hvort við værum nokkuð að flytja
mat í búðirnar. Faðir minn hvorki
játaði né neitaði heldur brosti góð-
látlega og sagði að hann vissi ekki
með matarflutninga en hann væri
hinsvegar að smygla konu og fjór-
um börnum. Ekki virtist lögreglan
skemmta sér jafn vel og faðir minn
sem ekki gat annað en hlegið yfir
því að vera stoppaður á hálendi Ís-
lands af lögreglu og sakaður um
þann alvarlega glæp sem við öll vit-
um að matarflutningar eru. Hún
sleppti okkur og leyfði
að keyra upp að Lind-
um en ég verð að
segja að gaman hefði
verið að sjá þann laga-
bálk sem heimilar lög-
reglu að svelta fólk á
hálendi Íslands.
Þegar fjölskyldan
var komin aftur til
Reykjavíkur kom í
fréttum að búðunum
hefði verið lokað að
beiðni Landsvirkjunar.
Þá sagði talsmaður
lögreglunnar að helsta
ástæðan fyrir því að
búðunum hefði verið
lokað hefði verið að
fólkið hefði verið inni
á yfirlýstu vinnusvæði
og gæti þar af leiðandi
komið sjálfu sér og
öðrum í hættu. Mér
hefur ómögulega tek-
ist að skilja þessu skýringu lögregl-
unnar þar sem búðirnar voru í
margra kílómetra fjarlægð frá
næsta vinnusvæði. Sömu ástæðu
notaði lögreglan til að leita í tjöld-
um hjá fólki en ekki get ég séð að
lögreglan hafi nokkra heimild til
þess. Þetta er nú ekki það eina
sem ég hef út á vinnubrögð lög-
reglu að setja en nú síðastliðinn
þriðjudag, þegar ég horfði á Ísland
í dag, fauk heldur betur í mig þeg-
ar Óskar Bjartmarz lögreglustjóri
á Egilsstöðum sagði ósatt í beinni
útsendingu. Þar var hann spurður
hvort það væri satt að lögreglan
hefði meinað matarflutning á svæð-
ið. Hann sagði að um ósannindi
væri að ræða. Þarna þurfti ég að
horfa upp á lögreglumann ljúga að
fjölmiðlafólki en almenningur á rétt
á að vita sannleikann sem er sá að
lögreglan reyndi markvisst að
svelta fólkið í búðunum með því að
hindra matarflutninga á svæðið. Ég
spyr: Hverslags landi búum við í
þegar jafnvel lögreglan gerir sig
seka um að sniðganga eigin starfs-
reglur í tilraun sinni til að þóknast
fulltrúum Landsvirkjunar. Á lög-
reglan ekki að vera hlutlaust afl
með hagsmuni allra að leiðarljósi?
Að hún verði uppvís að því að
brjóta gegn grunnstoðum stjórn-
arskrárinnar, reglum sem setja
okkur í hóp stoltra lýðræðisríkja.
Enginn á að þurfa að lenda í sömu
aðstöðu og foreldrar mínir þegar
þeir þurftu að útskýra fyrir 7 ára
bróður mínum að lögreglan væri að
reyna að svelta mótmælendurna.
Lögreglan fyrir austan ætti að
skammast sín fyrir framferði sitt
en ég vona innilega að lögfræð-
ingar hér á landi taki upp hansk-
ann fyrir mótmælendur og sjái til
þess að valdníðsla sem þessi sjáist
ekki framar þegar horft er á að-
gerðir lögreglu.
Valdníðsla
á hálendi Íslands
Steinar Logi Helgason skrifar
um mótmæli á hálendinu
’Á lögreglanekki að vera
hlutlaust afl með
hagsmuni allra
að leiðarljósi?‘
Steinar Logi Helgason
Höfundur er 16 ára
nemandi og ferðalangur
ÞAÐ er alkunna að stjórn-
málamenn kveða oft óljóst að orði.
Jón Sigurðsson, nýorðinn iðn-
aðarráðherra og stjórnmálamaður,
hefur oftar en einu
sinni fullyrt að stjórn-
völd ráði ekki lengur
neinu um uppbygg-
ingu stóriðju á land-
inu. Þetta hefur ýms-
um þótt dálítið óljóst
og óskað eftir skýr-
ingu.
Síðast nefndi hann
þetta í breiðsíðuviðtali
við Agnesi Bragadótt-
ur í Morgunblaðinu
laugardaginn 5. ágúst;
hún hefur eftir honum
að „stjórnskipulaginu
og lögunum“ hafi verið
breytt árið 2003 þann-
ig „að ríkisvaldið er
ekki lengur með frum-
kvæðið og forsjá í stór-
iðju- og virkj-
anamálum, heldur er
frumkvæðið og forsjáin úti á mark-
aðnum.“
Agnes lét undir höfuð leggjast að
spyrja ráðherrann hvað hann ætti
við með þessu, svo hann slapp vel frá
hinum fyrrum óvægna blaðamanni.
Ég notfærði mér hins vegar þá stór-
kostlegu tækni sem gerir manni
mögulegt að sitja heima hjá sér á
síðkvöldum og kynna sér á verald-
arvefnum öll þau lög sem hafa verið
samþykkt á hinu háa Alþingi og þau
þingskjöl og ræður sem við eiga.
Engin lög fann ég sem gætu átt við í
þessu tilfelli en ég er náttúrlega ekki
lögfræðingur svo mér getur skjöpl-
ast.
Hins vegar fann ég lög númer 12
frá 11. mars 2003 þar sem heimild er
veitt til að semja um stækkun ál-
verksmiðju í Reyð-
arfirði og önnur sem
fjalla um álbræðslu á
Grundartanga; þau eru
númer 85 og voru sam-
þykkt 26. mars 2003. Í
þingskjölum og ræðum
fann ég líka ýmislegt en
þó var þar ekkert um að
ríkisstjórnin hefði af-
salað sér rétti til af-
skipta af þróun stóriðju
á Íslandi. Þvert á móti.
Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra sagði
haustið 2003, þegar
hann mælti fyrir fjár-
lögum ársins 2004:
„Samkvæmt nýrri
þjóðhagsspá fjmrn.
bendir flest til þess að
fram undan sé nýtt hag-
vaxtarskeið sem getur
orðið eitt hið lengsta í íslenskri hag-
sögu. Næstu ár munu áðurnefndar
framkvæmdir við uppbyggingu stór-
iðju ráða miklu um hagvöxtinn. Þá
skiptir mestu að viðhalda þeim stöð-
ugleika í efnahagsmálum sem ein-
kennt hefur íslenskt efnahagslíf
undanfarin ár. Mikilvægt er að beita
ríkisfjármálunum með þeim hætti að
þau dragi úr innlendri eftirspurn
þegar framkvæmdir eru sem mestar
en hjálpi til við að auka hana að þeim
loknum, eftir því sem þörf krefur.
Einnig verður óhjákvæmilegt að
draga úr framkvæmdum á vegum
ríkisins á meðan stóriðjufram-
kvæmdirnar standa sem hæst.
Framkvæmdir verða síðan auknar á
ný þegar dregur úr hagvexti. Ákveð-
ið verður í fjárlögum hverju sinni
hvaða framkvæmdir munu koma hér
við sögu.“
Hér sýnist mér vera hvort tveggja
talsvert frumkvæði stjórnvalda og
nokkur forsjá.
13. mars 2003 ræddi Kjartan
Ólafsson, 8. þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins í Suðurlandskjördæmi og
fulltrúi í iðnaðarnefnd, um framtíð
állandsins Íslands í tilefni af því að
þá var verið að ræða í nefndinni um
heimild til að leyfa stækkun ál-
bræðslunnar á Grundartanga.
Framtíðarsýnin var þessi: Í nýjum
og stækkuðum álverum yrði álfram-
leiðsla á Íslandi aukin næstu 10 til 12
árin í eina milljón tonna á ári, sem
yrði 25. hluti af heimsframleiðslu áls.
Sunnudaginn 5. mars í vetur stóð í
Morgunblaðinu: „Íslensk stjórnvöld
og fyrirtækið Alcoa gerðu á miðviku-
daginn samkomulag um að hefja ít-
arlega könnun á því hvort hag-
kvæmt sé [væri] að reisa 250 þúsund
tonna álver á Bakka við Húsavík.“
Hinn 18. maí um vorið segir í sama
blaði: „Íslensk stjórnvöld og fyr-
irtækið Alcoa undirrituðu í New
York í gær samkomulag um ítarlega
könnun á hagkvæmni þess að reist
verði [yrði] 250 þúsund tonna álver á
Bakka við Húsavík.“
Við hvað er átt í raun og veru með
orðunum „að ríkisvaldið er ekki
lengur með frumkvæðið og forsjá í
stóriðju- og virkjanamálum, heldur
er frumkvæðið og forsjáin úti á
markaðnum“ og hverju breyttu
þessi lög, sem ég fann ekki? Hvaða
lög eru það?
Hvar eru állögin
frá 2003, Jón?
Þorgrímur Gestsson skrifar um
lög um stóriðju
Þorgrímur Gestsson
’Engin lög fannég sem gætu átt
við í þessu til-
felli …‘
Höfundur er sjálfstætt starfandi
blaðamaður.
Fréttir á SMS
Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is
Akureyri
461-2960
Njarðvík
421-8808
Höfn í Hornafirði
478-1990
Reyðarfirði
474-1453
Legacy er mjög kraftmikill bíll og sérlega þægilegur
og mjúkur undir stýri - hvort sem þú ert að sækja
börnin í leikskólann eða á leiðinni upp í sumarbústað.
Legacy er rétti bíllinn fyrir íslenskar aðstæður, og þig.
Umboðsmenn
um land allt
* Á meðan birgðir endast.
Sumartilboð á Legacy
2.470.000 kr.
SEDAN VERÐ ÁÐUR VERÐ NÚ
Sjálfskiptur 2.620.000 2.470.000
WAGON VERÐ ÁÐUR VERÐ NÚ
Beinskiptur 2.690.000 2.490.000
Sjálfskiptur 2.790.000 2.640.000
SUMARTILBOÐ Á LEGACY
TAKMARKAÐ MAGN
UPPSELDUR
www.subaru.is
...eftir þínu höfði
Lyngháls 4 – s: 517 7727 – www.nora.is
Frumlegur
vínkælir